Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Síða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 2002 L ENGI hef ég beðið eftir að fjöl- miðlar hinnar meintu menningar- glöðu borgar á hjara veraldar fjöll- uðu um Brügge, menningarborg Evrópu 2002. Hef lítið orðið var við það í dagblöðunum. Því síður myndskeið í sjónvarpi, og þó virt- ist mér sem margur hafi álitið Reykjavík nafla heimsins fyrir tveim árum er borgin naut titilsins ásamt heilum átta öðrum. Væntingarnar öllu frekar háttur hins fáfróða í sjálfumgleði og meintri óskeikulli visku, því satt að segja erum við aftarlega á merinni varðandi skilvirkt upplýsingastreymi á mark- verðum menningarviðburðum austan hafs sem vestan. Höfum talið okkur hafa efni á að láta dýrmæt og lærdómsrík tækifæri til að skyggnast inn í hámenningarheim annara borga fram hjá okkur fara, bara si sona. Eða kannski er þetta einungis andvaraleysi þjóðar sem vill láta slá sig til riddara með aðfengnum og tilbúnum klæðskerasaumuðum lausnum, nokkurs konar andlegri stórmarkaðavöru. Til hvers að ómaka sig við að skapa sjálfir og á eigin forsendum ef menn geta fengið menn- inguna niðurlagða og fyrirhafnarlaust frá út- landinu? Um leið sannað fyrir umheiminum að við erum eins og allir hinir í stóru lönd- unum, þótt helst eyrnamarkist það við leiðta- mann og miðstýrðan múg með grunnfærða af- þreyingu að leiðarljósi. Í dagsferð á þessar slóðir á síðastliðnu hausti leit ég í eigin barm og skammaðist mín sjálfur niður í tær fyrir að hafa ekki heimsótt Brügge og Gent áður, skildi ekki af hverju leið mín hafði ekki legið þangað. Var svo lán- samur að vera með fólki sem þekkti vel til og náði að fá yfirsýn yfir margt mikilsvert og stórbrotið, lukum svo deginum með málsverði í miðri gömlu Antwerpen. Var ákveðinn að fara aftur og betur undirbúinn á þessar slóðir á útmánuðum en hef ekki átt heimangengt af persónulegum ástæðum, en vona að úr rætist. Missi þó kannski af því sem ég vildi helst sjá, sem er sýning á verkum málarans Jan van Eyck sem lýkur 30. júní, fæddur í nágrenni Maastricht 1380, heygður í Brügge 1441. Van Eyck var ekki einasta mikilsháttar niður- lenskur málari, heldur lagði að mörgu leyti grunn að nýrri málunartækni þar sem notast var við línolíu sem bindiefni litarefna í stað eggjahvítu líkt og í ítalska temperamálverk- inu. Hin nýja tækni varð upp frá því helsta kennimark niðurlenska og norðlæga mál- verksins og breiddist fljótlega út um alla álf- una. Málarinn hefur kunnað sitt fag með mikl- um ágætum, því verk hans eru mörg hver í þeim mæli fersk og vel varðveitt þrátt fyrir aðskiljanlegasta rask sumra þeirra í aldanna rás að til fádæma má telja, einkum hvað varð- ar hina frægu altaristöflu í Stint-Baafs dóm- kirkjunni í Gent. Þá bera þau í sér þá sér- stöku og merkilegu útgeislan þó nokkurra málverka síðmiðalda, sem voru fyrirboði nýrri tíma, í þeim bjarmaði fyrir endurfæðingunni og listhugtakinu sem framlengingu hand- verksins. Sköpunarvaka og undirbyggingu hugtaksins við hlið og ígildi annarra háleitra vísinda. Kannski ekki með öllu víst að van Eyck hafi einn og fyrstur komist að niðurstöðunni með línolíuna, en hann er sagður örugglega sá fyrsti sem tókst að endurgera innrými á raun- sæjan hátt. Svo mál sé einfaldað, miðla mynd- ir hans skynhrifum líkum þeim sem opinber- ast er menn horfa um opinn glugga eða opna hurð inn í tilfallandi rými. Eru helstu og veigamestu einkenni mynda hans ásamt hátt- inum hvernig hann töfrar fram andrúmið kringum viðfagsefnin hverju sinni, samfara samtengjandi útfærslu og meistaralegum tök- um á skuggaskiptum og ljósbrigðum. Brügge útleggst brú og dregur nafn sitt af brúnni yfir fljótið Zwin, þar sem fyrsti greif- inn af Flæmingjalandi byggði sér borg á ní- undu öld. Gegndi því hlutverki að vera virki gegn árásum víkinga er iðulega komu með lát- um askvaðandi úr norðri. Eftirkomendurnir í greifastandinu gerðu hana að höfuðstað sínum og vegna hagstæðra samganga um fljótið til sjávar, en þangað eru fimmtán kílómetrar, varð Brügge er fram liðu stundir mikilvæg hafnarborg. Á tólftu öld var hún orðin miðstöð innflutnings af ull frá Englandi, hráefnis í framleiðslu hins eftirsótta flæmska klæðnaðar sem verslað var með um alla álfuna. Á þrett- ándu öld var borgin innlimuð í Hansabanda- lagið, sem réð yfir allri verslun frá Skandinav- íu til Rússlands. Sem aðsetur hertoganna af Búrgúnd varð borgin eitt þýðingarmesta menningarsetur Evrópu, sem blómstraði langt fram eftir fimmtándu öld og náði hámarki er málarar eins og Jan van Eyck, Hans Memling, Hugo van der Goes og Gerard David störfuðu þar. Jafnframt auðugasta og voldugasta borg álf- unnar, en í lok fimmtándu aldar urðu mikil umskipti er siglingaleiðin varð smám saman ógreiðfær vegna hreyfinga í hinum sendnu jarðvegslögum á leiðinni til sjávar, afturkipp- ur kom í fataiðnaðinn og mektardagar borg- arinnar liðin tíð. Það var svo fyrst í byrjun síðustu aldar að Brügge endurheimti að nokkru fyrri stöðu sína þegar fram var ræstur tólf kílómetra langur þráðbeinn áll er tengir hana við hafnarborgina Zeebrügge. Uppruni byggðar á þessum slóðum á sér þó lengri sögu, nær til búsetu Rómverja í norð- anverðri álfunni á fyrstu öldum okkar tíma- tals. En svo skeði það á fimmtu öld að Norð- ursjór flæddi yfir strandlengju landflæmis sem nú markast af vestur Flæmingjalandi. Tvö hundruð árum seinna tók það svo að hörfa hægt og hægt til baka og skildi eftir sig frjósama jörð með síkjum alla vega. Þegar á sjöttu öld tóku kristnir Frankar að dreifa sér um svæðið en sagan hermir að fyrsti landset- inn hafi verið Balduin nokkur sem árið 862 nam brott Judith, heittelskaða dóttur Karls konungs sköllótta. Karolínski kóngurinn sem varð að vonum bálillur gaf hinum fífldjarfa tengdasyni þá einungis að heimamundi land- skika yst í Norður Gallíu, hvert á herjuðu iðu- BRÜGGE – MENN- INGARBORG EVRÓPU Hin forna niðurlenska borg Brügge í vestur Flæmingjalandi, þeim hluta landsvæðisins sem nú tilheyrir Belgíu, er menningarborg Evrópu 2002. Ásamt Gent sem er austar telst hún eitt af djásnum álfunnar, einkum hvað menjar frá miðöldum snertir, yst sem innst dæmi um óviðjafnlegt handverk. BRAGI ÁSGEIRSSON hermir hér sitthvað af borginni og málaranum Jan van Eyck. Myndin Guðsmóðirin með barnið og Rolin kanslara (1436) er með þekktari málverkum sög- unnar, og þótt hún búi yfir mikilli rýmisvídd er hún einungis 66x62 sm. – Louvre í París. Með fullum rétti má nefna þennan kastala Akropolis-borgarinnar því hér stóð virki Balduens I greifa af Flæmingjalandi. Brjóstvörn gegn herskáum víkingum úr norðri. Brügge útleggst brú og dregur nafn sitt af brúnni yfir fljótið Zwin, þar sem fyrsti greifinn af Flæm- ingjalandi byggði sér borg á níundu öld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.