Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Qupperneq 5
lega drottnarar norðursins, hinir herskáu vík- ingar frá Skandinavíu. Á leið sinni um skóglendi þessa viðsjár- verða landsvæðis á risavaxið bjarndýr að hafa orðið á vegi elskendanna sem ógnandi lokaði leið, en hinn hugdjarfi Balduin sýndi þá að hann bar viðurnafnið stálhöndin með réttu og vann á dýrinu með lensu sinni. Við mynni fljótsins Zwin reisti hann sér óvinnandi há- borg sem seinna fékk bjarndýr að skjald- armerki, eins og til að skjalfesta þessa hetju- dáð. Mun hér vera kominn fyrsti hertoginn af Flæmingjalandi og hann þurfti ekki aðeins að berjast við víkinga heldur einnig Normanna sem á tímabili ógnuðu ríki tengdaföðursins Karls sköllótta. Nafnið Brügge finnst í frönskum skjölum svo snemma sem 892. Eftir að víkingarnir hægðu á árásum sínum og hættu þeim svo að lokum óx borginni fljótlega fiskur um hrygg og varð að einum mikilvæg- asta markaði og verslunarmiðstöð miðalda. Íbúatala Brügge er ekki nema 120.000, á móti 230.000 í Gent sem einnig telst ein áhugaverðasta borg Belgíu fyrir miðalda- menningu, fagrar byggingar og söfn, en Brügge er þó mun markverðari í skoðun eink- um fyrir hina tilbrigðaríku gotnesku húsa- gerðarlist. Sýningin á verkum van Eycks er hápunktur menningarborgarinnar á myndlistarsviði, en að sjálfsögðu er mikið um að vera á tónlist- arsviðinu og séð fyrir aðskiljanlegustu þörfum fólks í flestum ef ekki öllum greinum lista og mun lágmenningin ei heldur útundan. Bygg- ingarlistin er þó djásnið í kórónunni, því í hverfinu þar sem áður stóð virki Balduins I greifa af Flæmingjalandi, má virða fyrir sér húsagerðarlist sem nær níu aldir aftur í tím- ann og að auki allar aldirnar sýnilegar á ein- hvern hátt. Landslag með kletti og tveim stúlk- um (hluti af málverkinu Heilagi ein- setumaðurinn) býr yfir óskil- greindum töfrum þar sem fléttast saman einfaldleiki og ótal smá- atriði. Málarinn leitast við að fanga náttúrusköpin hrein og bein. Bakgrunnurinn á málverkinu af brúðkaupi Arnolfinis er ekki síður merkilegur. Sér í bakhluta brúðhjónanna í speglinum og á milli hans og ljósakrónunnar listilega áritun meistarans. Málverkið Brúðkaup Arnolfinis, hins virta bankamanns og hinnar bljúgu Giovanna Cenninni, 81,8x59,7 sm (1434), er víðþekkt fyrir margra hluta sakir. – Þjóðlistasafnið í London. Upprétt bjarndýr er skjaldarmerki Brügge. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 2002 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.