Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 2002 M ÁLEFNI Leikfélags Reykjavíkur og Borg- arleikhússins hafa verið í brennidepli að undanförnu. Fyrir tæpum tveimur árum var gerður samningur milli Reykjavíkur- borgar og Leikfélagsins, sem fól meðal ann- ars í sér að borgin leysti til sín hlut LR í Borgarleikhúsinu og greiddi niður skuldir félagsins, sem hlaðist höfðu upp frá því að það tók til starfa í Borgarleikhúsinu árið 1989. Leikfélagið fékk einnig umsamda ár- lega upphæð til ráðstöfunar í 12 ár gegn því að halda uppi tilgreindri starfsemi í húsinu. Samkvæmt samningnum er það Leikfélag Reykjavíkur sem ber ábyrgð á rekstri leik- hússins. Stjórn Leikfélagsins ræður leikhússtjóra og framkvæmdastjóra. Á fundi sem haldinn var í Borgarleikhúsinu með frambjóðendum til borgarstjórnarkosninga fyrir kosningar kom fram að þrátt fyrir nýgerðan samning heldur Leikfélag Reykjavíkur áfram að safna skuldum. Fundargestir úr röðum leik- húsfólks sögðu að brýnt væri að taka samn- inginn upp og fara fram á aukið fjármagn, en borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, taldi það óhugsandi nema allur rekstur Leik- félagsins í Borgarleikhúsinu yrði endurskoð- aður. Á aðalfundi Leikfélags Reykjavíkur fyrir skömmu var Theodór Júlíusson kjörinn í þriggja manna stjórn. Theodór á að baki langa reynslu í leikhúsinu, var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar frá 1978– 1989. Hann kom til starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur við opnun Borgarleikhúss árið 1989 og hefur verið fastráðinn þar frá 1991. Hann er Siglfirðingur að uppruna, nam leik- list í Drama Studio í London, og auk þess að leika hefur hann leikstýrt ótal sýningum áhugaleikhópa um allt land og hjá Leikfélagi Akureyrar og leikið í kvikmyndum, meðal annars Ikingút, Englum alheimsins og Mávahlátri. Hann leikur einnig í kvikmynd Baltasars Kormáks, Hafinu, sem frumsýnd verður í haust. „Ég gaf kost á mér í stjórn Leikfélags Reykjavíkur vegna þess að ég fékk fjölda áskorana frá samstarfsfólki mínu hér í leik- húsinu, en ég hef starfað að félagsmálum leikara í 25 ár. Þegar búið var að kjósa mig, var ég eiginlega ómögulegur maður. Mér finnst ábyrgð mín vera gífurlega mikil, vegna þess að vald þessarar stjórnar er mjög mikið. Það er ef til vill einn hluti af þeim vanda sem uppi hefur verið og menn hafa verið að deila um. Fólk man eftir mikl- um látum hér um árið sem snerust að hluta til um vald stjórnarinnar. Mér finnst þetta í sjálfu sér óþægileg staða í dag, þótt ég hafi gefið kost á mér og verið kosinn. Ég sem starfandi leikari við húsið er í raun yfirmaður leikhússtjórans. Stjórnin, skipuð þremur leikurum, getur sagt leik- hússtjóranum upp með sex mánaða fyrir- vara, ef hún kærir sig um. Þessa stöðu finnst mér að þurfi að laga. Mér finnst alls ekki að það þurfi að skilja á milli Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleik- hússins. Það var að frumkvæði Leikfélagsins að út í þessa byggingu var farið, en það þarf að finna einhverja aðra lausn til þess að Leikfélagið geti dafnað án áhyggna af fjár- málum. Mér finnst það í sjálfu sér lýðræð- islegt form að leikhópurinn sé mikið með í ákvarðanatöku, verkefnavali og stjórnun hússins, en það þarf að finna leið til þess að auka samstarf þeirra sem útvega peninga til rekstursins, og Leikfélagsins. Reykjavíkur- borg leggur okkur til rétt tæpar 200 millj- ónir á ári, en það má heldur ekki gleyma hlut áhorfenda, sem leggja til stóran hluta rekstrarfjármagns hússins með því að koma á leiksýningar. Það var fyrir áhuga þessa fólks á leiklist að húsið var byggt. Það er greinilegt að það hafa verið árekstrar milli fólks hér innanhúss og borgarinnar, og þetta þarf absolútt að laga. Þeir sem stjórna borg- inni þurfa að geta verið stoltir af þessu leik- húsi og þeirri starfsemi sem hér fer fram. Stundum hefur maður heyrt að svo sé ekki og að þeim finnist Leikfélagið ráða hér allt of miklu. Borgarstjórinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur þó alls ekki verið að gefa þetta í skyn og ég held að hún hafi oft á tíð- um verið mjög stolt af því starfi sem hér er unnið. Það þarf að koma málum svo fyrir að borgarbúar og þeirra kjörnu fulltrúar líti á Borgarleikhúsið sem sitt helsta menningar- tákn. Það er hægt að fara nokkrar leiðir að því að lagfæra það sem aflaga hefur farið. Í fyrsta lagi væri hægt að búa til einhvers konar leikhúsráð sem sæi um fjármálalegu hliðina á rekstri fyrirtækisins. Einn fulltrúi yrði skipaður af Leikfélagi Reykjavíkur, sem væri þó ekki starfsmaður hér; einn fulltrúi skipaður af borgarstjóra og einn fulltrúi sem báðir aðilar kæmu sér saman um, ef til vill frá atvinnulífinu. Þarna væri komin stjórn sem hefði ekki beina hagsmuni af þeim pen- ingum sem hér koma inn. Önnur leið er sú að leikhússtjóri Borg- arleikhúss væri beinlínis ráðinn af borgar- stjóra, eins og þjóðleikhússtjóri er ráðinn af menntamálaráðherra. Ég held að um þetta gæti náðst samkomulag og að borgjarstjóri réði jafnvel framkvæmdastjóra líka. Þetta fyrirkomulag þyrfti ekki að vera erfiðara en það sem nú er. Þessar ráðningar yrðu lagað- ar að lögum Leikfélags Reykjavíkur, sem myndaði áfram sitt leikhúsráð og stjórn, en hvorki réði né ræki sinn yfirmann, eða yf- irmenn. Fjárveitingin til reksturs hússins kæmi áfram til Leikfélags Reykjavíkur, en fjárhaldinu stjórnað af yfirmönnum sem borgarstjóri réði. Því meir sem ég hugsa um þessa leið finnst mér hún betri. Í dag starfar samráðsnefnd sem leikhússtjóri eða fram- kvæmdastjóri þurfa að hitta reglulega og gefa skýrslu um hvernig staða mála í leik- húsinu er. Á sama tíma þurfa þeir að hitta leikhúsráðið og gefa sömu skýrslu. Samráðs- nefndin hittir svo borgarstjóra og gefur henni skýrslu um ástandið hér. Hlutverk nefndarinnar er að gera borgaryfirvöldum mögulegt að fylgjast með stöðu mála, sem er eðlilegt, en ég held að ef borgin réði leik- hússtjóra og framkvæmdastjóra væri þessi samráðsnefnd óþörf meðlimir hennar yrðu fulltrúar borgarstjóra í leikhúsinu. Borgin og Leikfélagið yrðu að koma sér saman um framkvæmd þessa, það yrði að koma því þannig fyrir að fyrirkomulagið samræmdist lögum félagsins og gera breytingar á lögum félagsins á aðalfundi. Ég held að það yrði í sjálfu sér ekkert vandamál ef búið væri að undirbúa vel þann ramma.“ Hver er það í dag sem ber ábyrgðina á rekstrinum; er það leikhússtjóri eða stjórn Leikfélags Reykjavíkur? „Það má segja að það sé hvor tveggja. Stjórn Leikfélagsins ber fjármálalega ábyrgð. Leikhússtjórinn er æðsti yfirmaður stofnunarinnar, en stjórnin bæri samt sem áður hina fjárhagslegu ábyrgð ef til upp- gjörs kæmi. Það eru miklir erfiðleikar í rekstri leikhússins í dag og við þurfum meiri peninga til að reka það af þeirri reisn sem ábyggilega var ætlast til í upphafi. Ég er al- veg sannfærður um það að fyrrverandi borg- arstjóri, Davíð Oddsson, reiknaði með því þegar húsið var opnað að hér yrði blómlegt leiklistarlíf sem skapaði svolítið mótvægi við stóru bygginguna á Hverfisgötunni, sem það hefur auðvitað gert. Ég held þó að menn hafi gleymt því á þeim tíma að ganga endanlega frá því hvernig rekstrarform ætti að vera á húsinu; hvernig borgin kæmi að því með fjárframlögum, og hvernig samskiptin við borgina ættu að vera. Ákafinn var svo mikill að komast í húsið eftir að hafa verið öll þessi ár í litla Iðnó. Áður fyrr var það þannig að borgin var að ákveða fjárstuðning til Leik- félagsins frá ári til árs. Samningar voru ekki gerðir til langs tíma eins og búið er að gera núna. Sá samningur er því miður bara ekki nógu góður.“ Ég veit að fólk spyr að því hvernig það megi vera að þrátt fyrir samning sem gerður var fyrir aðeins tæpum tveimur árum skuli enn vanta um 80 milljónir á ári upp á það að Leikfélagið geti staðið við þann samning. Hvað fór úrskeiðis þegar samningurinn var gerður? „Það var nauðsynlegt að gera þennan samning, því skuldastaða Leikfélagsins var orðin mjög erfið. Með samningnum keypti borgin hlut Leikfélagsins í Borgarleikhúsinu til þess að hægt væri að greiða niður skuldir. Um þetta voru skiptar skoðanir innan Leik- félagsins, en persónulega finnst mér það ekki skipta máli hver eigandi er að bygging- unni, svo framarlega sem þar sé rekin blóm- leg leiklistarstarfsemi. Samningurinn var undirritaður í janúar 2001. Það sem ég tel að hafi gerst þegar hann var gerður er það að hvorugur aðilinn hafi verið fullsáttur með hann. Það er hvorki hægt að kenna þáver- SPENNANDI AÐ LEIKFÉLAGIÐ REKI SVONA STOFNUN ÁSAMT YFIRVÖLDUM Theodór Júlíusson var nýverið kjörinn í stjórn Leikfélags Reykjavíkur. Theodór hefur lengi setið í stjórn Félags ís- lenskra leikara og látið málefni þeirra til sín taka. Theodór var í tíu ár í stjórn Leikfélags Akureyrar, lengst sem for- maður. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR tók hús á Theodóri í Borgarleikhúsinu og leitaði hugmynda hans um það hvernig efla megi Borgarleikhúsið og Leikfélagið, sem eiga við bága fjárhagsstöðu að stríða um þessar mundir. „Þegar litið er til baka held ég að þetta hafi verið feill og að menn hefðu átt að gera styttri samning, ef til vill til tveggja ára, og hafa í honum endurskoðunarákvæði.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.