Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Síða 7
andi stjórn Leikfélagsins né þeirri nefnd sem gerði samninginn af hálfu borgarinnar um það sem úrskeiðis fór. Þegar tveir semja verða auðvitað ýmsar deilur og umræður milli samningsaðila, og á einhverjum tíma- punkti hafa menn Leikfélagsins hugsað sem svo að þeir næðu ekki lengra. Þegar litið er til baka held ég að þetta hafi verið feill og að menn hefðu þá að minnsta kosti átt að gera styttri samning, ef til vill til tveggja ára, og hafa í honum endurskoðunarákvæði. Á sama tíma og þetta er að gerast átti Leikfélagið í kjarasamningum við nánast allt starfsfólk Borgarleikhússins, bæði leikar- ana, sem eru stærsti samningshópurinn, og aðra. Samningurinn við leikarana var und- irritaður skömmu eftir samninginn við borg- ina, eða í mars. Á þeim tíma var talsvert launaskrið í landinu og velmegun. Leikarar voru orðnir langt á eftir öðrum, það var al- veg ljóst, og menn áttu að vita að launa- hækkanir við Borgarleikhúsið yrðu talsvert miklar. Þessu held ég að menn hafi gleymt þegar samningurinn við borgina var gerður. Ég tel að í dag sé húsið afskaplega vel rekið. Það er mikil eining meðal starfsfólks og ég tel að við séum með mjög hæfa stjórnendur. Leikhússtjórinn, Guðjón Pedersen, hefur áunnið sér traust starfsmanna hér, en það má ekki gleyma því að hann tók við mjög slæmu og skuldugu búi. Guðjón hefur verið að glíma við þetta og mér hefur þótt sárt að sjá að hann hefur verið tilneyddur að segja upp leikurum sem ekki hafa haft næg verk- efni. Starf leikarans er þannig að stundum ertu mikið notaður, en stundum koma örlítil hlé. Svona hefur þetta verið alla tíð, var þannig í Iðnó og er þannig í Þjóðleikhúsinu. Oft er hægt að finna leikurum önnur verk- efni, til dæmis við að lesa og fara yfir leikrit, en ekki alltaf. Það hefur þurft að grípa til þess ráðs að segja upp fólki sem hefur átt allan sinn starfsaldur hér, og það þykir mér skelfilegt. Í þessum fjárhagsvanda hefur Guðjón Pedersen ekki átt önnur úrræði en að segja upp fólki sem ekki var fullnýtt.“ En ef stjórn Leikfélagsins ber ábyrgð á ráðningu og brottrekstri leikhússtjóra, er hún þá ekki jafnábyrg honum þegar að upp- sögnum leikara kemur? „Stjórnin þarf að samþykkja allar ráðn- ingar í fastar stöður, og ég geri ráð fyrir því að þetta hafi verið rætt innan stjórnar áður en ákvörðunin var tekin. Þetta var gert áður en ég kom í stjórn Leikfélagsins, en ég er sannfærður um að stjórnin hefur farið ræki- lega yfir hlutina. Það voru ekki bara leikarar sem var sagt upp, heldur fólk á öllum deild- um leikhússins. Þegar leikhúsið stóð frammi fyrir því að verða að sýna fram á að því væri alvara með því að draga saman seglin, þá var þessi leið farin, þótt hörmulegt væri að þurfa að grípa til hennar. En fjárhagsvandinn er bara það mikill. Borgin tekur ekki einu sinni á sig eftirlaunagreiðslur, sem mér finnst eðlilegt að hún tæki á sig, vegna þess að allt frá upphafi, árið 1962, þegar fyrstu ráðning- arsamningar við leikara voru gerðir og leik- hússtjóri var ráðinn til Leikfélagsins, hefur þetta verið borgarleikhús. Á þeim tíma áttu leikarar ekki aðild að lífeyrissjóðum, og því eiga þeir engan lífeyrisrétt í dag. Leikfélagið gerði svolítinn eftirlaunasamning við þetta fólk, sem búið er að standa í eldlínunni árum saman, til að koma til móts við það sem þetta fólk fær í eftirlaun frá ríkinu. Í þessum hópi eru leikarar sem Reykvíkingar eiga – menn eins og Jón Sigurbjörnsson og Steindór Hjörleifsson, sem var formaður Leikfélags- ins árum saman. Þetta er fólk sem Reykvík- ingar hafa dáð árum saman á leiksviðinu. Í dag borgum við í lífeyrissjóði og fáum okkar eftirlaunagreiðslur eins og aðrir. Eftir sem áður eru nokkrir leikarar sem eru á lífeyri sem Leikfélagið þarf sjálft að standa skil á. En hvað leikarana nú varðar, segi ég að hvað sem leikarinn hefur verið fastráðinn lengi, þá á hann ekki þá stöðu, og gildir það jafnt um leikara í Þjóðleikhúsi, hjá Leik- félagi Akureyrar og hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Þótt fólk hafi lagt mikið af mörkum við að koma þessu húsi upp, þá er fólk ekki að eignast neitt með því. Þetta er bara fram- lag þessa fólks. Ef við tökum íþróttahreyf- inguna til samanburðar hefur gríðarlega mikið áhugastarf og mikil sjálfboðavinna verið lögð í hana. En fólk eignast ekkert í henni þrátt fyrir það. Fólk kemur og fer úr svona starfi, og er í eldlínunni í einhvern tíma. Það verða alltaf einhverjir sem leggja meira af mörkum en aðrir, þannig erum við bara gerð.“ Þú sagðir að þér litist vel á þá hugmynd að borgarstjóri réði leikhússtjóra og fram- kvæmdastjóra Borgarleikhússins. Myndi slíkt fyrirkomulag ekki létta miklum áhyggj- um og vafstri af Leikfélagi Reykjavíkur og gera það frjálsara að því að sinna sínum fag- legu málum? „Ég er sannfærður um það. Einverjir sem lesa þetta munu þó segja að þetta muni aldr- ei ganga upp. Ég er þó þannig gerður að mér finnst það verði að finna einhverja lausn, og er viss um að þetta fyrirkomulag gæti gengið til margra ára. Það þarf bara vilja fyrir því hjá Leikfélaginu að láta það ganga upp að leikhússtjóri sem yrði yfirmað- ur hér væri undirmaður borgarstjóra. Það myndi alveg örugglega létta mikið á Leik- félaginu að leikhússtjóri og framkvæmda- stjóri væru í beinu sambandi við þá aðila sem mestu um það ráða hvað fer fram hér í húsinu og því fjármagni sem í það er lagt. Í leiklistarlögum stendur að menntamálaráð- herra skipi Þjóðleikhússtjóra til fimm ára í senn að fenginni umsögn Þjóðleikhússráðs. Hjá okkur gæti gæti þetta einfaldlega verið þannig að borgarstjóri skipi Borgarleikhús- stjóra til fimm ára í senn að fenginni umsögn stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Það mætti halda áfram á sama hátt og í leiklistarlög- unum: Borgarleikhússtjóri er stjórnandi leikhússins og markar listræna stefnu þess í samráði við stjórn Leikfélags Reykjavíkur. Hann stýrir leikhúsinu samkvæmt sam- þykktri starfs- og fjárhagsáætlun og ber ábyrgð á rekstri þess, bæði listrænum og fjárhagslegum. Ef þetta væri orðað einhvern veginn á þennan hátt, hefði Leikfélagið þó samt sem áður töluvert mikið um það að segja um það hvernig starfsemin hér væri.“ Ertu þá ekki að segja um leið að hlutverk Leikfélags Reykjavíkur verði bæði einfald- ara og skýrara? „Jú, einmitt. Ég held að þetta geti orðið mjög skemmtilegt samstarfsform og Leik- félagið hefði áfram mikilvægu hlutverki að gegna. Á þessum erfiðleikatímum hafa sumir talað um það, að það sé eðlilegt að borgin taki þennan rekstur algjörlega í sínar hend- ur. Ég er ekki viss um að það sé rétt, því ég er ekki viss um að það sé rétt að skilja alveg á milli starfsemi Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins. Þetta form að leikhópur sjái um rekstur og fái stuðning frá ríki eða borg þekkist um allan heim. En það er líka vinsæl stefna hjá yfirvöldum víða að fyr- irtæki og stofnanir njóti mikils sjálfstæðis þótt þau séu rekin fyrir almannafé. Það er í mínum huga mjög spennandi að það sé ein- hvers konar félagsskapur, eins og Leikfélag- ið í okkar tilfelli, sem reki svona stofnun ásamt yfirvöldum. Í dag er þó brýnast að leysa fjárhagsvandann. Ég sagði áðan að ég tel húsið í dag mjög vel rekið. Það er aðhald í öllu; reynt að spara þar sem það er hægt og hér getur tæpast verið færra starfsfólk en er í dag. Húsið er líka vel nýtt til útleigu og leiksýninga. Ég hef miklar áhyggjur af stöðu leikar- anna í Borgarleikhúsinu. Það kann að virð- ast ótrúlegt, en það er svipaður leikarafjöldi starfandi hér í dag og var í Iðnó. Menn tala samt um það að til að ná endum saman þurfi enn að fækka í þessum hópi. Leikarastéttin er um 300 manns, en samt eru það ekki nema um 80 leikarar sem hafa viðurværi af því að starfa við stóru leikhúsin þrjú, hin svokölluðu stofnanaleikhús. Ég hefði viljað að í samningi við borgina yrði kveðið á um að hér yrðu aldrei færri fastráðnir leikarar en tuttugu og fimm til þrjátíu. Ungt fólk sem útskrifast getur tekið það á sig í einhvern tíma að vera í lausamennsku, en það kemur að því hjá öllum að þeir þurfa einhvern fast- an grunn.“ Hvernig sérðu þá nánustu framtíð fyrir þér; mun Leikfélagið óska eftir því að samn- ingurinn verði tekinn upp og að reynt verði að finna nýjan flöt á starfsemi þess í Borg- arleikhúsinu? „Já, við munum klárlega leita eftir því að samningurinn verði tekinn upp, og erum far- in að ræða það í stjórn Leikfélagsins. En hér tala ég bara sem einstaklingur, en ekki stjórnarmaður í Leikfélaginu, enda aðeins búinn að sitja einn stjórnarfund. En ég er al- veg viss um að það er vilji fyrir því hjá borg- arstjóra að taka upp samninginn og gæti trúað að hún væri sammála mér um það að þá þyrfti að gera breytingar á starfseminni ef auknir fjármunir eiga að koma inn í rekst- ur leikhússins. Mér finnst reyndar að rík- isvaldið eigi að hjálpa til líka. Fari svo að borgin og Leikfélagið nái góðum samningi sem tryggi starfsemina hér um einhverja framtíð, fyndist mér ekki óeðlilegt að ríkið hjálpi til við að kljúfa þann skuldahala sem hér hefur safnast upp frá því að núverandi samningur var gerður. Það segir í leiklist- arlögum gömlu, sem giltu fyrir 1998, að ríkið skyldi styrkja ákveðnar leiklistarstofnanir, meðal annars Leikfélag Reykjavíkur. Í nýju leiklistarlögunum var þetta ákvæði tekið út og ríkinu einungis gert að styrkja Þjóðleik- húsið með föstum framlögum. Hins vegar er þar heimild fyrir því að ríkið geri tíma- bundna samninga við atvinnuleikhús og sveitarfélög, þ.e. þríhliða samninga um rekstur leikhúsa, og í lok greinarinnar segir að í þessum efnum skuli taka sérstakt tillit til leiklistarstofnana sem lengi hafa notið fjárhagslegs stuðnings úr ríkissjóði. Þessi grein er beinlínis sett inn til þess að Leik- félag Akureyrar og Leikfélag Reykjavíkur, sem lengi höfðu verið á fjárlögum, ættu möguleika á áframhaldandi styrkveitingum. Leikfélagið hefur farið fram á það við rík- isvaldið og borgina að teknar verði upp við- ræður um þríhliða samning. Menntamála- ráðherra svaraði því hins vegar til að að svo stöddu væri annað brýnna hjá honum að gera en að fara út í slíkar viðræður. Ég tel þó að menntamálaráðherra hljóti að hafa áhuga á því að taka þátt í að leysa vanda hússins. Það er ljóst að það er ekki hægt að draga meir úr rekstrinum en orðið er, ein- hver starfsemi verður að vera í húsinu. Það er ekki um annað að ræða en að fjárstuðn- ingur við Borgarleikhúsið verði efldur. Þetta er fullkomnasta og tæknivæddasta leikhús landsins og leiklistaráhugi Íslendinga er mikill, það vitum við. Ég trúi því að það sé vilji bæði Reykvíkinga og landsmanna allra að hér þrífist blómleg leiklistarstarfsemi.“ Að lokum Theodór, hvernig sérðu fyrir þér framtíð „gamla borgarleikhússins“, Iðnó? „Það var glæsilegt framtak þegar Reykja- víkurborg ákvað að gera Iðnó upp, mér finnst að Reykjavíkurborg eigi að afhenda leiklistarfólki Iðnó til ráðstöfunar. Það gæti hýst leikminjasafn, en hópur brautryðjenda hefur stofnað samtök um slíkt safn og unnið frábært starf. Nú komum við að félagsstarf- inu, í Iðnó hefðu félag íslenskra leikara, Fé- lag leikstjóra á íslandi, Félag leikmynda – og búningahöfunda og Leiklistarsamband Ís- lands aðsetur sitt og væri þá leystur hús- næðsivandi þessara aðila sem allir eru í leiguhúsnæði nema Félag íslenskra leikara. Iðnó væri þá orðið miðstöð leiklistarfólks á Íslandi. Tryggt yrði að vel væri hugsað um húsið og rekstur þess væri alfarið í höndum áðurnefndra aðila. Reykjavíkurborg hefur af myndarskap á undanförnum árum afhent listafélögum glæsileg húsakynni, ráðstöfun Iðnó til leiklistarfólks yrði rós í hnappagat borgaryfirvalda.“ begga@mbl.is Ljósmynd/Páll A. Pálsson Theodór Júlíusson í hlutverki Tevjes í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Fiðlaranum á þakinu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 2002 7 Á sólheitum sumardegi seiðir mig dulin þrá vonunum gefast vængir og vegir um loftin blá. Huganum verður hlýrra, hjartanu þreytta rótt dagurinn dýrðarbjartur og dásamleg vökunótt. Allt verður yndislegra andar hinn ljúfi blær. Mosinn á hrauni hrjúfu hlýlega af mildi grær. Blágresið brekkuna skreytir og bernskudalurinn minn brosir mér blíðlega á móti og býður mér faðminn sinn. Nú á ég aftur mitt óðal og æskunnar vonaland. Ég kem til að knýta að nýju kærleikans tryggðaband. Og þó ég ei öðlist aftur æskunnar draumavor, get ég á gömlum slóðum gengið mín hinstu spor. GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR FRÁ BRAUTARHOLTI Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti fæddist 21. júní 1892 og lést árið 1970. Á afmælisdegi hennar hefur Soroptimista- klúbbur Seltjarnarness gefið út eftir hana bókina Tilfinningar. Bókin er hugsuð sem handbók fyrir þá sem vilja koma tilfinn- ingum sínum á framfæri í ræðu eða riti, jafnt á gleði- og sorgarstundum. Dóttir höf- undar, Ingibjörg Bergsveinsdóttir, hefur valið ljóðin og unnið að undirbúningi bók- arinnar. Herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up skrifar formála. DRAUM- SJÓN Við áttum saman fáein spor á sömu leið í kátínu og gleði man ég þig af tilviljun ég augun rek í rauðan stein með nafn þitt grópað gyllt á sléttan flöt. Og neðst við moldarsvörð þar standa orð sem næstum klökkva hugann – þar ég les: „minning þín mun lifa og aldrei mást“ – þótt sporin yrðu færri en bjuggumst við. KARL KRISTENSEN Höfundur er kirkjuvörður í Hallgrímskirkju. SPOR Á SÖMU LEIÐ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.