Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Qupperneq 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 2002 F ÁTT er vitað um hvaða augum forfeður okkar og formæður litu íslensk fjöll. Í norrænni goða- fræði var uppruni fjalla talinn sá að Bors synir nýttu bein Ým- is jötuns í upphafi (jarð)sögunn- ar til þess að búa til úr björg og fjöll um leið og holdið myndaði jörðina. Grjót og urðir voru gerðar úr tönn- um Ýmis. Svipaðar sagnir eru til meðal ann- arra þjóða víða um heim um upphaf lands og landslags. Síðar barst heldur einfaldari sköp- unarsaga biblíunnar til Norður-Evrópuþjóða úr suðrinu og enn síðar, með upphafi nátt- úruvísinda á 16.–18. öld, kviknaði skilningur á útliti jarðar og uppruna hennar við margs konar náttúruleg ferli. Á 19. og 20. öld styrkt- ust hugmyndir um myndun jarðar og jarð- skorpunnar við samþjöppun efnis í geimskýi, og við eldvirkni og aðskilnað misþungra frumefna og efnasambanda. Tilurð og þróun þurrlendisins á jörðinni var orðin að sívirku ferli endurnýjunar og eyðingar. Samspil eld- virkni, plötuskriðs og fellingafjallamyndunar var mönnum lengi hulið. Þegar kom loks fram að öll helstu fjallasvæði jarðar verða til við árekstur platna vegna plötuskriðs skýrð- ist margt sem menn vildu vita. Reyndar varð sumt í þessum efnum ekki ljóst fyrr en á seinni hluta 20. aldar og er reyndar enn verið að búa til kenningar og sýna fram á stað- reyndir um ýmis almenn atriði eða skýra á myndun tiltekinna hálendissvæða. Þannig er ljóst að þekking mannsins á myndun og til- vist fjalla er orðin til á æði löngum tíma og er enn í mótun. Hrifning mannsins af fjöllum er gömul. Í Skanda Punta, fornum texta úr bókum hind- úa, segir: „Þótt hundruð guðlegra alda liðu gæti ég ekki lýst dýrð Himachal (þ.e. Himalaya). Líkt og þegar dögg hverfur fyrir morgunsól, hverfa syndir mannanna þegar þeir líta Him- achal.“ Í sumum trúarbrögðum þykja fjöll merki- leg og á þau er litið sem bústaði guða eða eins konar himnastiga; hluta af leið til þess að komast nær guðdóminum. Þannig má telja líklegt að sú hefð að byggja altari, búa til guðamyndir og hafa fórnarstaði eða til- beiðslustaði á fellum og fjöllum, sem t.d. má víða sjá í Suður-Ameríku, tengist þessum hugmyndum. Þar er um að ræða mannvirki frá menningarskeiðum á undan tímum Ink- anna en líka mörg slík frá þeirra öldum; þ.e. frá um 1200–1550. Fundist hafa múmíur og forngripir á háum tindum Andesfjalla sem og rústir gamalla mannvirkja. Á fjallinu Pular í Perú eru leifar af inkaaltari frá miðöldum en hæst allra kúra steinhleðslur frá Nazca-tíma- bilinu, líklega nálægt 800–1.000 ára gamlar, á eldfjallinu Llullallaico í Chile, 6.723 m yfir sjávarmáli. Í mörgum fjallalöndum eru stök fjöll heil- ög. Það á t.d. við Fuji í Japan. Samar hafa haft helgi á fjöllum, indíánar, búddatrúarfólk og hindúar sömuleiðis. Má þar nefna Chomol- ari í Sikkím (Gyðju hins Heilaga Fjalls) og Gaurishankar í Nepal en þar eiga guðinn Shivar (eða Shankar) og gyðjan Gauri að búa og loks helgasta fjallið eystra, sem er Kailas í Tíbet. Þangað kemur fjöldi pílagríma, m.a. til að kallast á við Shiva sem þar mun sitja á há- sæti. Enginn hefur nokkru sinni klifið fjallið; helgiathöfn tilbiðjandans felst í því að ganga og krjúpa eða falla fram á hendur ótal sinnum á 40 km langri hringleið um fjallið. Auðvitað geta fjöll líka hýst ill öfl eða frá þeim stafað ógn. Eldfjöll Suður-Ameríku höfðu tvíbenta stöðu í huga indíána. Þau gátu fóstrað frjó- semd og séð fólki fyrir mat og vatni líkt og þegar góð móðir gefur börnum sínum sbr. „mama Tungurahua“ í Ekvador. Guðirnir gátu líka reiðst og spúið eldi og eimyrju þess á milli, sér í lagi ef græðgi manna varð mikil. Á Íslandi en þó einkum á meginlandi Evr- ópu töldust eldfjöll eins og Hekla, Vesúvíus eða Etna vera inngangar að víti, framan af öldum. Við Heklugíg flögruðu svartir fuglar með veinandi fordæmdar sálir. Og vel þekkt- ar eru allar íslensku sagnirnar um tröll, þursa og útilegumenn sem búa áttu í fjöllum eða í afskekktum dölum milli þeirra. Sumar sagnanna eru komnar beint úr fornum hand- ritum, sbr. söguna af Bárði Snæfellsás sem gekk í bland við tröll og bjó í helli í Snæfells- jökli en faldi auðævi sín í Bárðarkistu. Þau finnur sá sem fæddur er af sjötugri kerlingu, nærist aðeins af hrossamjólk í 12 ár og getur ekkert gott lært. Verða fleiri dæmi þessu skyld ekki rakin hér en þjóðsagnasöfn geyma allmargar sagnir um fjöll. Sambærilegar sagnir er einnig að finna víðar, svo sem í Nor- egi og á Grænlandi, í síðara tilvikinu eru það náttúruandar sem búa í fjöllum eða jöklum. Helg fjöll, eins og dæmi eru um t.a.m. í As- íu eða Suður-Ameríku, voru einnig nálæg á Íslandi, bæði fyrir og eftir kristnitöku. Hvers vegna er ekki vel ljóst. Í norrænum sið kunna fjöllin að hafa verið mikilvæg sem mið í því heildstæða kerfi sem byggðist á gangi sólar og ýmissa annarra himintungla, á trú um framhaldslíf meðal vætta og guða, á talna- speki og mörkun staða, m.a. sem mið, grunn- punktar, eða útsýnisstaðir. Blótstaðir eða hof geta hafa verið á einhverjum hinna lægri fjalla en það hefur ekki verið staðfest. Helgi hélst á fjöllum eða færðist á nýja staði þegar kristni breiddist út en líklega hefur mikið af vitneskju fyrri tíma glatast með breyttum siðum og helgistaðir horfið úr sögunni. Þekktasta helga fjall landsins er Helgafell við Stykkishólm. Það er í raun lítið klettafell en tengist ýmsum merkum sögnum og fólki. Þórólfur mostrarskegg, landnámsmaður, trúði því t.d. að hann gengi í fellið við dauða sinn og sagnir eru um að smárústir efst á fell- inu séu leifar kapellu munkanna í Helgafells- klaustri. Þekktust er þó sögnin um að hver maður sem gengur á fellið og lítur ekki um öxl geti fengið þrjár óskir uppfylltar, séu þær gerðar af góðum hug. Í okkar heimshluta hafa tengsl fjalla við trúarbrögð eða átrúnað rofnað að mestu. Nú- tímamenn í Evrópu og annars staðar í iðn- vædda heiminum hafa fæstir helgi á fjöllum né tengja þau almennt fræðilegum umræðum um heimspeki eða þá trúmálum dagsins. Fjöllin eru vissulega lifandi í umræðum um þjóðtrú eða mannfræði og þau gegna mik- ilvægu hlutverki í útivist og afþreyingu en þau hafa „afhelgast“ með réttu eða röngu; allt eftir því hvaða skoðanir menn hafa á nátt- úrunni, manninum og öllu því sem hann hugs- ar um. Þó getur stundum örlað á tignun fjalla meðal útivistarfólks og náttúruverndarfólks. Reikna má með því að fólk á miðöldum hafi FÓLK OG FJÖLL Ár fjallanna – grein 2 E F T I R A R A T R A U S TA G U Ð M U N D S S O N Hekla (1.480 m) er líklega nafntogaðasta fjall á Íslandi. Hér sést til þess á lokadögum eldgossins í ársbyrjun 2000. Á tindi Wildspitze (3.772 m) í Austurríki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.