Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Síða 9
vissulega verið forvitið um fjöll, hvað uppi á þeim væri að finna og hvað dyldist að baki þeim. Ferðaleiðir á Íslandi hafa víða legið um fjöll eða fjallaskörð og jafnvel um jökulþakin fjöll. Ekki gekk fólk á fjöll í þeim tilgangi ein- um en þurfti að leita þar að fé og kannski dyljast líkt og sagt er frá í Njálu (í fjallinu Þríhyrningi). Í mjög hálendum löndum lærðu menn snemma að fara um skörð og jökla. Flestir muna eftir „Ötzi“, um fimm þúsund ára gömlu líki, sem fannst furðu heilt á jökli í Austurríki. Í Suður-Ameríku hafa leifar manna fundist á háum tindum, meira að segja á illkleifum. Í Himalaya urðu menn að fara um fjallaskörð í 5.000–6.000 metra hæð með farangur og burðardýr. Fjallgöngur í nútíma skilningi hófust fyrir alvöru sem landkönnun eða dægradvöl á fyrri hluta 18. aldar. Fyrsta kunna uppganga á Heklu fór fram 1750. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson urðu þá að skilja lafhræddan fylgdarmann sinn eftir við fjallsræturnar. Þeir gengu líka á Snæfellsjökul en Sveinn Pálsson aftur á móti bæði á Eyjafjallajökul og Öræfajökul nær lokum 18. aldar. Þá þegar voru þýskir, austurrískir, franskir, sviss- neskir, ítalskir og breskir ævintýramenn og fjallamenn búnir að klífa marga Alpatinda; magir þeirra voru efnaðir aðalsmenn að leita að spennu og eftirtekt. Árið 1786 gengu þeir Michale Paccard læknir og Jaques Balmat, ungur bóndi, á Mont Blanc en þegar óklifnu tindunum í Evrópu tók að fækka um 1850– 1890, beindust sjónir áhugafólks um fjalla- mennsku æ meir til annarra heimsálfa en þá þegar voru heimamenn þar sums staðar tekn- ir að iðka fjallgöngur. Á einni öld, frá 1850– 1950, tókst að ganga á eða klífa mjög marga af hæstu, forvitnilegustu og eftirsóttustu tindum jarðar, en ekki þó þá 14 sem rísa yfir 8.000 metra markið. Smám saman breyttist fjallamennskan úr misgreiðum göngum á fjöll í æ meira klifur þar sem menn beita höndum og fótum og þurfa ýmis tól og tæki, Flest hin hærri íslensk fjöll voru klifin á árabilinu 1750–1908; Hvannadalshnúkur árið 1891, Herðubreið 1908 en hágnípa Kverk- fjalla ekki fyrr en upp úr 1930. Kapphlaupið um erlendu risatindana hófst í raun snemma á 20. öldinni en fyrsti tindurinn, Annapurna (8.091 m), var þó ekki klifinn fyrr en 1950 (Frakkar). Komist var á hinna hæsta, Ever- est (8.848 m) 1953 (Nýsjálendingurinn Hillary og sherpinn Tenzing), sá erfiðasti, K2, klifinn 1954 (Ítalir) en sá síðasti, Shisap- angma (8.037 m) féll undir mannsfót 1964 (Kínverjar). Eru enn mörg fjöll óklifin á af- skekktum fjallasvæðum og hér heima fyrir hafa tindar og klettadrangar verið klifnir í fyrsta sinn allt fram undir okkar daga, all- nokkrir á árabilinu 1975–1985. Flestar fréttir úr heimi fjallamennsku hér heima og erlendis tengjast nýjum, erfiðum leiðum á áður klifin fjöll og framþróun í aðferðum og búnaði til klifurs. Á Íslandi kunnu menn lengi að síga í björg og klifra þar í vað en eiginlegt fjallaklifur hófst, eftir marga gönguferðina á ýmis fjöll, m.a. á vegum Ferðafélags Íslands, í kringum 1930. Helsti frumherjinn var listamaðurinn Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Nokkru fyrr hafði íslenskur læknir í Danmörku, Þórður Guðjohnsen, farið til klifurs í Ölp- unum og Skandinavíu. Guðmundur lærði til verka í Ölpunum og gekkst hér fyrir stofnun félagsins Fjallamenn 1939. Eftir að dró úr starfsemi þess kom Íslenski Alpaklúbburinn til sögu árið 1977 en að auki hafa margar björgunarsveitir verið vettvangur fjalla- mennsku í áratugi. Hafa íslenskir fjallamenn gengið á eða klifið há fjöll í öllum heimsálfum, komist á tvo Himalayarisa (Everest og Cho Oyu) og náð ágætum árangri í kletta- og ís- klifri þótt fáir séu þeir á mælikvarðra flestra annarra þjóða. Oft hefur verið spurt um tilgang fjallaklif- urs. Mörg eru svörin og sum fleyg en nánast jafn mörg og ólík og svarendurnir. Fjalla- mennska getur verið hættuleg og gæði íþróttarinnar felast m.a. í því að komast af við erfiðustu aðstæður. En sennilega er glíman við hætturnar og spennan ekki í fyrsta sæti hjá mörgum fjallamönnum. Hvort tveggja er hluti leiksins en flesta skiptir meira máli að takast á við sjálfan sig, líkamlega og andlega, njóta útiveru og fegurðar í náttúrunni og kanna slóðir sem eru fjallamanninum ókunn- ar eða lítt kunnar. Fjallamennska er ávallt persónubundin upplifun. Alhæfðar spurning- ar um tilgang eru til lítils; fjallamenn geta að- eins reynt að deila því með öðrum sem fjöllin gefa en þeir útskýra þar ekkert endanlega frekar en í listum. Næst: Fjöllin, iðnaðurinn og listir. Á leið yfir upp á tind Dreiherrenspitze eða Punta di Tri Signore (3.390 m) í Ölpum Suður-Týról. Af öllum þeim tugum Alpatinda sem ná yfir 4.000 m hæð er Matterhorn (4.478 m) líklega þekktast. Tveir sjö þúsund metra tindar í Hindu Kush í Pakistan: Norbaisom Zoom og Istor-O-Nal. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 2002 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.