Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Page 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 2002 Í ÁR eru þrjátíu ár liðin síðan ítalski höf- undurinn Italo Calvino sendi frá sér bók- ina Le città invisibili, eða Ósýnilegu borg- irnar. Um er að ræða safn stuttra kafla sem allir fjalla á einn eða annan hátt um eðli og ásjónu ímyndaðra borga. Fantas- ían ræður ríkjum, jafnvel heimspekin líka, en kaflarnir hafa allir skírskotanir í þéttbýlisþróun síðustu alda – fyrst og fremst í borgir samtímans. Þannig eru tekin fyrir einsleitni borga, samskipti nágranna, borgir sem áfangastaðir, áþreifanleiki, mengun, skipulag og fjölmargt fleira. Rammi frásagnanna er sá að landkönnuður- inn Marco Polo er gestur við hirð hins mikla Kublai Khan og segir keisaranum sögur af borgum í veldi hans. Hverri borg er lýst út frá einum óvenjulegum eiginleika og allar bera borgirnar kvenmannsnöfn. Hinn ímyndaði Khan bókarinnar er gamall og þreyttur og veit að veldi hans er komið að fótum fram – þar með er ekki síður áhugaverð samræða hans við hinn unga Polo, sem vindur fram milli borgarkafl- anna. Bókin er í níu hlutum og í senn flókin og ein- föld í byggingu, en kaflarnir eru flokkaðir eftir kerfi sem Calvino smíðaði með talsverðri fyr- irhöfn, að eigin sögn. Borgirnar eru ýmist tengdar þrám, minningum, tengslum, dauða, táknum, sjón eða áferð og margar sagnanna bera sömu nöfn en mismun- andi númer. Calvino hafði þann vana að skrá hjá sér hugmyndir á spjöld sem hann flokkaði eft- ir efni og þegar einn flokkur spjalda fylltist fór hann að huga að bók: „Ég á spjaldasafn um árs- tíðirnar, annað um skilning- arvitin fimm, í eitt safna ég hugmyndum um borgir og staði lífs míns og í annað ímynduðum borgum, handan við tíma og rúm,“ skrifar hann í formála og bætir við að undirbún- ingur bókarinnar hafi tekið mörg ár. „Um tíma komu einungis til mín daprar borg- ir, á öðru tímabili glaðlegar borgir; svo komu dagar þar sem ég bar borgirnar saman við himnafestinguna, aðra daga skrifaði ég um fátt annað en ruslið sem borgirnar láta frá sér dag- lega. Þetta varð að eins konar dagbók sem fylgdi skapbrigðum mínum. Allt endaði með því að umbreytast í myndir af borgum, bækurnar sem ég las, myndlistarsýningarnar sem ég sótti, samræðurnar við vini og kunningja.“ Svo tók við uppbygging sannfærandi heildar og spurningin um tilgang: „Ég held að ég hafi skrifað nokkurs konar lokaástarljóð til borgarinnar, nú þegar það ger- ist sífellt erfiðara að lifa og upplifa borgirnar sem borgir. Kannski erum við að sigla inn í þétt- býliskrísu, Ósýnilegu borgirnar eru draumurinn sem sprettur úr óbærilegum borgum,“ skrifar höfundurinn. Hann nefnir til áréttingar helstu vandamál borgarlífsins; viðkvæm tæknikerfi sem lama daglegt líf milljóna ef þau bila, ofvöxt borga sem víða ógni náttúrunni, og þar fram eft- ir götum. En hann segist þó alls ekki hafa viljað skrifa dómsdagsbók um borgir, heldur miklu fremur „að afhjúpa þær leyndu ástæður sem liggja að baki þeirri áráttu mannanna að búa í borgum, ástæðurnar sem skipta meira máli en öll vandamál.“ Í köflunum fjórum sem hér eru tilfærðir má m.a. greina lúmskar hugleiðingar um mengun, um firringuna sem felst í því að lifa lífinu í há- hýsum, á brúm og í lyftum, án jarðsambands. Borgirnar og tengslin er hnitmiðuð mynd af þeim margslungna vef sem tilvera hvers ein- staklings er, og borgin Trude er táknmynd hnattvæðingarinnar þar sem allar vörur, um- ferðarskilti, farartæki, hótel og skemmtanir eru eins hvert sem komið er. En þótt auðvelt kunni að sýnast að túlka borgarsögur Calvinos, finna skýran boðskap, eru þær annað og meira en ádeiluskrif. Í þeim nýtur fantasían sín til fullnustu, óskiljanleg en áráttukennd hegðun mannanna rís upp af hverri síðu og umhverfið sem við búum okkur er alltaf spegilmynd af því sem við erum, viljum eða ótt- umst. Ósýnilegu borgirnar hafa ekki komið út á ís- lensku, en bókin hefur m.a. verið notuð í enskri þýðingu við kennslu í menningarfræðum við Háskóla Íslands. Á Ítalíu kemur hún til að mynda við sögu í kennslustundum í arkitektúr, en þar í landi hefur hún verið endurútgefin margsinnis, ekki síst eftir fráfall höfundarins ár- ið 1985. Hún snertir einnig margar bókmennta- greinar að forminu til, hefur verið kölluð skáld- saga, smásagnasafn, hugleiðing, jafnvel ljóð. En líklega er best að ljúka þessari atrennu að lýsingu á orðum rithöfundarins Gore Vidal: „Að lýsa innihaldi bóka er hið erfiðasta af öll- um verkefnum – í tilfelli jafn stórkostlegrar hugsmíðar og Ósýnilegu borganna er það líka fullkomlega tilgangslaust.“ FANTASÍAN Í BORGINNI Italo Calvino Morgunblaðið/Ásdís Fantasían ræður ríkjum í borgarsögum Calvinos, en þær hafa þó skýra tilvísun í borgir samtímans. Frá andvaka stórborg, New York. Framhaldsborgirnar Ef ég hefði ekki – við lendingu í Trude – lesið nafn borg- arinnar á stóru skilti, hefði mér fundist ég lentur í sömu borg og ég lagði upp frá. Úthverfin sem ég þurfti að fara í gegnum voru ekkert frábrugðin hinum, með sömu gulleitu og grænleitu hús- unum. Undir leiðsögn sömu örva var beygt fyrir sömu grasreiti á sömu torgum. Á götum miðbæjarins gaf að líta varning, pakkningar og skilti sem voru að engu leyti öðruvísi. Þetta var í fyrsta sinn sem ég kom til Trude, en ég kannaðist þegar við hótelið sem mér var úthlutað til gistingar; ég hafði þegar heyrt og mælt af munni fram samtöl mín við kaupendur og seljendur brotajárns; aðrir dagar alveg eins og þessi höfðu endað á því að horfa í gegnum sömu glös á sömu vaggandi nafl- ana. Til hvers þá að koma til Trude? spurði ég mig. Og vildi strax burt. „Þú getur tekið næsta flug þegar þú vilt,“ var mér sagt, „en þú munt lenda í annarri Trude, nákvæmlega eins stein fyrir stein. Heimurinn er bólstraður einni stórri Trude sem byrjar hvorki né endar, það eina sem breytist er skiltið á flugvell- inum.“ Borgirnar og augun Eftir að hafa marserað sjö daga í gegnum kjarrlendi, getur sá sem ætlar til borgarinnar Bauci ekki séð hana, en er samt kominn. Grönnu stulturnar sem rísa úr moldinni með löngu millibili og hverfa upp fyrir skýin, halda borginni uppi. Farið er upp með stigum. Á jörðu niðri sýna íbúarnir sig sjaldan; þeir hafa allt sem þeir þarfnast þar í efra og kjósa að koma ekki nið- ur. Ekkert sem tilheyrir borginni snertir svörðinn nema þessir löngu flamingóaleggir sem hún hvílir á og – á björtum dögum – gisinn og hyrndur skuggi sem leggst á laufskrúðið. Um íbúa Bauci eru uppi þrjár kenningar: að þeir hati Jörð- ina; að þeir virði hana svo mikið að þeir forðist alla snertingu við hana; að þeir elski hana eins og hún var fyrir þeirra dag og þreytist ekki á að rannsaka hana með sjónaukum og stjörnu- kíkjum, lauf fyrir lauf, stein fyrir stein, maur fyrir maur, heill- aðir af eigin fjarveru. Borgirnar og hinir dauðu Það sem skilur Argíu frá öðrum borgum er að í staðinn fyrir andrúmsloft er jarðvegur. Göturnar eru algjörlega moldfylltar, herbergin eru troðin leir upp í loft, á stigana eru lagðir aðrir stigar á röngunni, yfir húsþökunum liggja grýtt jarðvegslög eins og himnar með skýjum. Hvort íbúunum tekst að fara um borgina með því að víkka út ormagöng og glufurnar þar sem rætur smjúga, vitum við ekki; rakinn sundrar skrokkunum og dregur úr þeim mátt. Það borgar sig fyrir þá að liggja kyrrir, það er myrkur hvort sem er. Af Argíu sést ekki neitt, héðan að ofan. Til eru þeir sem segja: „Hún er þarna niðri.“ Fátt er um að ræða annað en trúa þeim, svæðið er autt. Að næturlagi, ef eyrað er lagt við svörð- inn, má stundum heyra hurð skellt. Borgirnar og tengslin Í því augnamiði að staðfesta tengslin sem halda uppi lífinu í borginni, festa íbúarnir í Ersilíu þræði á milli húshorna; hvíta eða svarta eða gráa eða svarthvíta eftir því hvort þeir tákna fjöl- skyldu-, samskipta, valda- eða fulltrúatengsl. Þegar þræðirnir eru orðnir það margir að ekki er lengur hægt að komast leiðar sinnar, hverfa íbúarnir á braut. Húsin eru brotin niður, eftir eru einungis þræðirnir og stangirnar sem halda þeim uppi. Frá fjallabrún, þar sem þeir hafa tjaldað yfir innanstokks- muni sína, horfa flóttamennirnir frá Ersilíu á flóka strengdra þráða og staura sem rísa upp af sléttunni. Það er enn borgin Ersilía, sjálfir eru þeir ekki neitt. Þeir endurbyggja Ersilíu annars staðar. Með þráðunum vefa þeir svipað mynstur sem þeir vona að verði flóknara en um leið reglulegra en hið fyrra. Svo yfirgefa þeir það og flytja bæði sjálfa sig og húsin enn lengra. Á ferð þinni um yfirráðasvæði Ersilíu finnur þú þannig rústir yfirgefinna borga, að frátöldum veggjum sem ekki endast, að frátöldum beinum hinna dauðu sem vindurinn veltir til; köngulóarvef margslunginna tengsla sem leita forms. S i g u r b j ö r g Þ r a s t a r d ó t t i r í s l e n s k a ð i Úr Ósýnilegu borgunum ef t i r I ta lo Calv ino

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.