Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 2002 11 Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni? Það er hreint ekki eins einfalt og stjórn- málaleiðtogar heimsins vilja vera láta að skil- greina hverjir teljist hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Skilin á milli hryðjuverkamanna, skæruliða og jafnvel hermanna eru oft óljós og markast gjarnan af því hver það er sem skil- greinir og hverra hagsmuna viðkomandi á að gæta. Þetta ósamkomulag um notkunina á orðinu hryðjuverkamaður hefur orðið enn meira áber- andi eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkj- unum 11. september 2001. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri notar nú alþjóðlega hryðjuver- kastríðið sem afsökun til að stimpla öll and- spyrnuöfl sem hryðjuverkahópa og grípa til að- gerða gegn þessum svokölluðu hryðjuverkamönnum í eigin landi. Á yfirborðinu eru mörkin nokkuð skýr: Hryðjuverkamenn vinna í hópum sem fara leynt og ráðast á saklausa borgara í pólitískum tilgangi, til að vekja athygli á kröfum sínum eða hugmyndafræði. Á hinn bóginn starfa hermenn fyrir ríkisstjórnir fyrir opnum tjöldum og eru merktir sem slíkir. Þeim er yfirleitt aðeins ætl- að að verja land sitt fyrir utanaðkomandi árás- um og berjast við aðra hermenn. Skotmörk her- manna eru því hernaðarlegs eðlis, enda er þeim bannað samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum að ráðast á saklausa borgara. Höfuðatriðið sem skilur á milli hryðjuverkamanna og hermanna eru fórnarlömbin og eðli skotmarkanna. Hryðjuverkamenn beina glæpum sínum að al- mennum, saklausum, óvopnuðum borgurum en hermenn berjast við aðra hermenn. Einhvers staðar þarna á milli eru skæruliðar staðsettir. Skæruliðahópar eiga í nokkurs kon- ar stríði líkt og hryðjuverkahópar og markmið þeirra er oftast einhvers konar aðskilnaður frá því ríki sem þeir búa í eða stjórnarskipti. Þeir skipuleggja sig hins vegar eins og hersveitir, klæðast oftast sérstökum herbúningum og skotmörkin eru að öllu jöfnu hernaðarleg eða hápólitísk en ekki almennir borgarar. Beiti skæruliðar viðurkenndum baráttuaðferðum hersveita þá er baráttan oftast dæmd lögmæt samkvæmt alþjóðasáttmálum. Raunveruleikinn er hins vegar oft annars eðl- is og alls ekki eins skýr. Hvað á til dæmis að kalla meðlimi Írska lýðveldishersins? Hreyf- ingin er skipulögð eins og hersveit, liðsmenn ganga þó ekki í herbúningum og skotmörkin eru bæði hernaðarleg og borgaraleg. Sjálfir segjast félagar í IRA vera hermenn og þeir sem hafa samúð með málstaðnum, eins og til dæmis flestir kaþólikkar á Norður-Írlandi, líta að öllu jöfnu á IRA sem lögmæta þjóðernishreyfingu eða skæruliðasveit. Hins vegar eru IRA-menn óhikað skilgreindir sem hryðjuverkamenn af bæði sambandssinnum og bresku ríkisstjórn- inni. Annað dæmi um þessi óljósu mörk er Suður- Afríka fyrir afnám aðskilnaðarstefnunnar. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, tók afgerandi afstöðu með rík- isstjórn hvíta minnihlutans og kallaði Nelson Mandela ítrekað hryðjuverkamann. Aðskiln- aðarstefnan var síðar afnumin, Mandela kosinn forseti landsins og fékk Friðarverðlaun Nóbels og rannsóknir hafa staðfest að það var ríkis- stjórn hvíta minnihlutans sem framdi víðtæk hryðjuverk gegn eigin þegnum. Þriðja dæmið til umhugsunar gæti verið Tsjetsjnía. Fyrir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum höfðu ríkisstjórnir flestra vest- rænna ríkja nokkra samúð með málstað þeirra Tsjetsjena sem berjast fyrir sjálfstæði héraðs- ins frá Rússlandi. Ríkisstjórn Rússa var jafnvel sökuð um mannréttindabrot í baráttu sinni gegn hreyfingu aðskilnaðarsinnaðra Tsjetsjena. Eftir árásirnar í Bandaríkjunum varð rúss- neska ríkisstjórnin hins vegar mikilvægur bandamaður í stríðinu gegn hryðjuverkum og afstaða margra breyttist. Æ fleiri vestrænar ríkisstjórnir taka nú undir málflutning stjórn- valda í Rússlandi og kalla aðskilnaðarsinnaða Tsjetsjena hryðjuverkamenn. Þessi dæmi sýna glöggt þann vanda sem við er að etja þegar reynt er að skilgreina hryðju- verk. Í fyrsta lagi er það hápólitískt mál hverjir teljast vera hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Pólitísk afstaða og hagsmunir ráða þar mestu. Í öðru lagi breytist skilgreiningin í tímans rás þannig að sá sem eitt sinn var talinn hryðju- verkamaður getur nánast í einni svipan breyst í frelsishetju í hugum fólks. Fræðimenn hafa glímt við þennan skilgrein- ingavanda í tugi ára og ekki komist að neinni endanlegri niðurstöðu. Margir hallast þó að því að skynsamlegt sé að forðast að reyna að skil- greina það hverjir teljast vera hryðjuverka- menn heldur einblína frekar á að skilgreina hvað teljist vera hryðjuverk. Þetta þýðir að það á alltaf að vera hægt að dæma um það hvort ákveðin verk eru hryðjuverk eða ekki og þá skiptir ekki máli hvort það er lýðræðislega kjör- in ríkisstjórn sem stendur að baki verknaðinum eða vopnaður uppreisnarhópur. Þegar þetta er gert geta mörkin á milli hermanna og hryðju- verkamanna orðið enn óljósari, þar sem her- menn geta unnið hryðjuverk í nafni sinnar rík- isstjórnar. Oftast kallar orðið hryðjuverkamaður upp í hugann mynd af einhvers konar öfgamanni sem vílar ekki fyrir sér að sprengja saklaust fólk í loft upp fyrir torskilinn málstað. Það kemur því kannski á óvart að í gegnum tíðina hafa flest hryðjuverk hreint ekki verið framin af slíkum öfgamönnum heldur einmitt af hermönnum, lögreglumönnum eða leyniþjónustumönnum sem ríkisstjórnir beita fyrir sig í þeim tilgangi að halda völdum. Sjálft orðið hryðjuverk var einmitt fyrst notað um þær ofbeldisfullu stjórn- unaraðferðir sem ógnarstjórn Jakobína í Frakklandi beitti á síðustu árum 18. aldar þeg- ar Maximilien de Robespierre sendi andstæð- inga sína svo tugþúsundum skipti á höggstokk- inn. Nú á dögum eru orðin hryðjuverk og hryðju- verkamaður þó notuð á nokkuð annan hátt. Al- gengast er að átt sé við verknaði sem öfgahópar og andspyrnuöfl fremja gegn ríkjandi vald- höfum en hryðjuverk framin af hermönnum í nafni ríkisstjórnar eru kölluð eitthvað annað. Ef um er að ræða hryðjuverk ríkisstjórnar gegn eigin þegnum er oftast talað um mannréttinda- brot en ef um er að ræða hryðjuverk rík- isstjórnar gegn þegnum annarra ríkja þá er það gjarnan kallað stríðsglæpir. Brynhildur Ólafsdóttir stjórnmálafræðingur HVER ER MUNURINN Á HRYÐJUVERKAMANNI OG HERMANNI? Hvers vegna eru sápuóperur kallaðar sápuóper- ur, hvað þýða bæjarnöfnin Saurbær og Saurar, eru hvít tígrísdýr albinóar eða sérstök tegund og hvar var tokkaríska töluð eru á meðal fjölmargra spurninga sem hefur verið svarað á Vís- indavefnum að undanförnu. VÍSINDI Reuters Hryðjuverkamenn beina glæpum sínum að almennum, saklausum, óvopnuðum borgurum en her- menn berjast við aðra hermenn, segir meðal annars í svari við spurningunni á Vísindavefnum. MARGRÉT Óskarsdóttir, sem búið hefur og starfað í New York sl. 10 ár, setti á svið sitt fyrsta leikverk nýverið í einu af fjölmörgum leikhúsum utan, eða off-off, Broadway, á Man- hattan. Var hún svo heppin að fá til liðs við sig þekkta finnska leikkonu, Ingrid Söderblom, sem leikið hefur á sviði í Finnlandi og Svíþjóð, og víðar á Norðurlöndum, í yfir 50 ár. Þetta er frumraun Margrétar sem leikstjóri og leikritahöfundur, en hún á að baki nám í leik- list við American Academy of Dramatic Arts og framhaldsgráðu í leikhús- og kvikmyndafræð- um frá New York-háskóla. Taken for a loop nefnist verkið og er sprottið af spunavinnu leikhópsins sem kallar sig Moon- shine. „Það sem hrinti þessi í raun öllu af stað var að einn af fastagestunum á bar sem ég hef lengi starfað á í SoHo bauð mér afnot af auðu húsnæði sínu til æfinga,“ segir Margrét. „Í fyrstu ætluðum við okkur að velja leikrit til flutnings en þótti síðan þessi kostur meira spennandi.“ Leikararnir fimm í verkinu voru frjálsir að því að velja sér persónur í upphafi og segir Margrét val þeirra stýrast af ýmsum draumahlutverkum, hlutverkum sem þeim hafi þótt ólíklegt að fá einhvern tímann tækifæri til að fara með. „Áskorunin fyrir mig fólst í því að leiða þessar ólíku persónur saman og halda ut- an um framvindu verksins,“ segir Margrét. Hlutverk Ingridar Söderblom er undantekn- ing en segja má að leikritið umhverfist um per- sónu hennar, Tuovi, sem aftur byggist á per- sónu í mónólóg sem Ingrid hefur margsinnis farið með, bæði á sænsku, finnsku og rúss- nesku, og nú einnig ensku. Tuovi er tragí-kóm- ísk persóna eldri konu sem lifir mikið til í eigin heimi. Það er í hennar hugskotum sem hinar persónurnar fjórar lifna við og hefja samræður sín á milli, þó svo að aldir og álfur skilji sumar þeirra að. Margrét segist hafa verið ótrúlega heppin að fá svo reynda leikkonu sem Ingrid Söderblom er til liðs við sig þegar hún sé sjálf að stíga sín fyrstu skref. Getur ein ákvörðun breytt öllu? Dóttir Ingridar, Delilah Gurovitsch, fer einn- ig með hlutverk í verkinu og byggir hún per- sónu sína á einræðu Ollie McGee úr Spoon Riv- er Anthology, sem í þessu verki rís upp úr sinni gröf til að lýsa draumum um frægð og frama. Alexandra Price fer með hlutverk Helenu úr Allt er gott sem endar vel eftir Shakespeare og þegar gripið er niður í verkið er Helena rétt í þann veginn að taka örlagaríka ákvörðun. Jas- on Liebman fer með hlutverk Mercutios úr Rómeó og Júlíu, þess sem trúir ekki á ástina. Í þessu verki stendur hann þó frammi fyrir því að þurfa að endurskoða afstöðu sína þegar hann fellur hug til hinnar Shakespeare-per- sónu leikritsins, Helenu. Simone Parker dreg- ur hins vegar upp mynd af Ellu Fitzgerald þar sem hún er ung að stíga sín fyrstu skref sem söngkona. Persónur verksins virðast í fljótu bragði ekki eiga margt sameiginlegt en Margrét bendir á að allar standi þær andspænis stórum ákvörð- unum og þeirri spurningu hvort ein ákvörðun geti breytt öllu í lífi einstaklings. Um þetta ræða þær m.a. sín á milli í verkinu. Sýningin er reglulega brotin upp með mynd- skeiðum sem varpað er á tjald á sviðinu, s.s. í upphafi þegar leiðir leikaranna liggja saman í einni af neðanjarðarlestum borgarinnar og í einræðu Mercutios, sem tekin var upp í helli- dembu um miðja nótt í litlum almenningsgarði í Brooklyn. Segir Margrét að sér hafi þótt spennandi að leiða formin tvö saman en hún vann um tíma við gerð auglýsingamynda og þykir kvikmyndun ekki síður heillandi en leik- húsið. Frítímum sínum í sumar hyggist hún hins vegar verja í að endurskrifa og vinna verk- ið áfram, vonandi til frekari flutnings síðar. FÆRÐI Á SVIÐ EIGIN VERK New York. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir Margrét Óskarsdóttir setti nýverið á svið eigin leikverk með leikhópi sínum í New York.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.