Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 2002 13 DOCUMENTA-listsýningin, sem stendur nú yfir, hefur verið hald- in í bænum Kassel í Þýskalandi á fjögurra ára fresti allt frá því 1955. Á sýningunni, sem er sú ell- efta í röðinni, eru yfirleitt dregn- ir fram þeir straumar og stefnur í myndlistarheiminum sem hvað mest hefur borið á sl. fjögur ár. Documenta sýningin nýtur jafn- an mikillar virðingar og þykir því ekki síður hafa áhrif á hvaða lista- straumum mest ber á ár- in á eftir. En að mati breska dagblaðsins Daily Tele- graph er gott sem ómögu- legt að ofmeta mikilvægi sýn- ingarinnar fyrir listamenn, list- fræðinga og gagnrýnendur. Listrænn stjórnandi Docu- menta er að þessu sinni hinn níg- eríski Okwui Enwezor, en sýn- ingin er að venju mjög vel skipulögð og beinist athyglin að þessu sinni nokkuð að mynd- bandsverkum, auk þess sem stór hópur listamannanna er ungur að árum. Hinir eldri eiga þó einn- ig sína fulltrúa og bendir blaðið m.a. á þýsku ljósmyndarana Bernd og Hillu Becher og húsa- myndir þeirra frá fyrri hluta átt- unda áratugarins. Japanski konseptlistamaðurinn On Kaw- ara er einnig á meðal sýnenda, sem og Bandaríkjamaðurinn Leon Golub sem sýnir óstrekktar strigamyndir sem þaktar hafa verið orðapári og grimmilegum myndum af ofbeldi sem er í bein- um tengslum við stjórnmál. Er stór hópur listamannanna sem sýna á Documenta að þessu sinni upptekinn af heiminum í kring- um sig. Listin listarinnar vegna sé hér víðs fjarri og að mati Daily Telegraph hefði ekkert annað þema getað átt betur við þetta árið. Gauguin í Metropolitan- safninu METROPOLITAN safnið í New York hýsir þessa dagana sýningu á verkum franska 19. aldar lista- mannsins Paul Gauguins. En Gaug- uin, sem efalítið er hvað þekktastur fyrir litrík- ar myndir sínar af íbúum eyja Suður- Kyrrahafsins, lést úr sárasótt er hann var 54 ára gamall. Um 120 verk eru á sýningunni, sem telst þó ekki yfirlitssýning á verkum listamannsins í hefð- bundnum skilningi þess orðs – heldur er öllu frekar um að ræða yfirlit á persónu Gauguin sjálfs. Safnað hefur verið saman teikn- ingum, grafíkverkum, mál- verkum, keramikverkum, tré- skúlptúrum og bréfum listamannsins til að veita innsýn bæði í líf hans og persónu. Gauguin þótti sérlega sjálfs- elskur og eigingjarn í lifanda lífi og þykir þess sjá merki í verkum hans og samskiptum við aðra og virðist sem fátt hafi skipt hann meira máli en að öðlast almenna viðurkenningu og frægð. Sú frægð barst listamanninum þó ekki að fullu fyrr en eftir lát hans er verk hans tóku að seljast vel og söfnuðu ýmsir listunnendur þeim af ákafa. Documenta í Kassel Í Vanillulundinum, maður og hestur (1891) eftir Paul Gauguin. Klefi XXII og Klefi XII eftir Louise Bourgeois. ERLENT Þ EGAR blaðamaður og ljósmyndari renna í hlað í Klettahlíð í Hvera- gerði, tekur á móti þeim mynd- listarkonan Jóhanna Bogadóttir, þar sem hún heldur sýningu á verkum sínum um þessar mundir í Studio-Gallery, sem er vinnu- stofa hennar og heimili. Jóhanna hefur gert hús sitt að innan sem utan að einu verki, ef svo má segja. Þar hanga stórir strigar og krítarteikningar upp um alla veggi, alla leið frá vinnustofunni inn í sólstofuna, en auk þess hefur Jóhanna notað ýmsa veggi hússins sem vettvang fyrir myndsköpun, utanhúss sem inn- an. Veggir og innréttingar eldhússins eru mál- uð svipuðum verkum og strigarnir á vinnustof- unni, veggir lítils baðherbergis bera nú titilinn Að vera í vatni og útveggir hússins eru málaðir stóru málverki sem nefnist Heit jörð, auk þess sem Jóhanna hefur gert þar steypu- og mósaík- verk. Veggir hússins vettvangur myndsköpunar „Sýningin hefur verið í undirbúningi á þess- um þremur árum síðan ég flutti hingað,“ segir Jóhanna aðspurð um tilkomu sýningarinnar. „Þegar ég flutti hingað inn var ýmislegt sem ég vildi gjarnan breyta, en mig langaði ekki að gera það á hefðbundinn hátt. Ég hreinlega kveið því að mála skápahurðirnar í eldhúsinu! Áður en ég vissi af var ég komin með penslana mína og krítarnar og ætlaði að mála bara eina hurð, en svo gat ég ekki hætt. Nú eru verkin mín komin upp um alla veggi í húsinu.“ Verkið í eldhúsinu kallar Jóhanna Frum- skógarferð í eldhúsi og segist hafa verið inn- blásin af afrískum áhrifum þegar hún hóf vinnslu þess, ásamt íslenskum. „Fyrstu áhrifin komu beint inn um gluggann og upp á fyrstu skáphurðirnar. Þar er meira unnið í blátt, því hér blómstrar lúpínan allt í kring á sumrin og birtan mjög blá á veturna. En þegar ég hélt áfram af skápunum yfir á veggina voru það hughrifin frá Afríku sem höfðu áhrif á mig, þar sem ég dvaldi í fyrrasumar. Það var geysilega áhrifaríkt,“ segir hún. Þetta er ekki eina verk Jóhönnu þar sem telft er saman ólíkum menningaráhrifum. Hún notar yfirskriftina Frá Skeiðará til Sahara yfir verk sín, sem lýsir glögglega þeim ólíku áhrif- um sem liggja að baki verkum hennar. „Ég er enn að vinna úr upplifuninni af Afríku,“ segir Jóhanna. „Ferðir til framandi heimshorna hafa haft mikla þýðingu fyrir mig og ég hef notað þá reynslu í verkum mínum. Þegar ég hef farið til dæmis til Mexíkó, Afríku og Indlands hef ég fundið að það er minn heimur líka, þó að hann sé mér framandi. Ég hef reynt að koma þeirri tilfinningu áleiðis í verkum mínum. Einnig hafa náttúruöflin og höfuðskepnurnar verið áber- andi kveikja, eins og vatn, eldur og einnig vind- urinn, eða stormurinn. Mér finnst dramatíkin í náttúrunni oft vera eins konar myndlíking fyrir það sem er að gerast í þessari veröld okkar.“ Margbreytileg sýning Jóhanna segir sýninguna á heimili sínu vera stöðugt í vinnslu. „Ég dreg fram nýjar myndir og skipti út á sýningunni, eftir því hvað sá dag- ur segir mér,“ segir hún. „Á hefðbundinni sýn- ingu verður maður alltaf að vega og meta hvað á að sýna og hvað ekki, svo það felst í því ákveðið frelsi að geta skipt út verkum og end- urhugsað sýninguna stöðugt upp á nýtt, eins og ég get núna.“ Hún leggur áherslu á að sýningin sé vinnu- stofusýning, og að hún sé opin öllum. „Ástæðan fyrir því að ég geri þetta svona, er að ég er ekki alveg sátt við þetta hefðbundna sýning- arform, þar sem sýning stendur opin í afmark- aðan tíma. Leiðirnar eru svo ótalmargar aðrar og þær hafa margir myndlistarmenn reynt,“ segir Jóhanna. Hún segist ekki sjá kaflaskil á ferli sínum með þessari sýningu þegar hún lítur til baka. „Ég er í miðju ferli sem ég hef verið að vinna í um tíma. Hér tek ég líka fram nokkuð af þeim myndum og skissum sem ég á eftir að vinna meira með, eins og til dæmis áhrifin frá Afríku. En mér finnst ekkert síður ástæða til að sýna þær myndir hér, þó að ég eigi eftir að vinna ennþá meira úr þeim.“ Sýning Jóhönnu í Klettahlíð 7 í Hveragerði stendur opin til 30. júní. Hún er opin daglega frá kl. 15-18. Á VEGGJUM INN- AN HÚSS SEM UTAN Sérstæð myndlistarsýning stendur nú yfir í Hveragerði, en þar hefur myndlistarkonan Jóhanna Bogadóttir breytt næstum heilu húsi í sýningarrými fyrir verk sín. INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR heimsótti hana þar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhanna Bogadóttir sýnir í Studio-Gallery Jóhönnu Boga í Hveragerði um þessar mundir. ingamaria@mbl.is HÁTT í átta hundruð manns frá 35 löndum taka að þessu sinni þátt í árlegri bókamessu sem efnt verður til í Gautaborg dagana 19.–22. september nk. Þátttakendur koma víða að úr heiminum, en að venju eru það þó norrænu bókmenntirnar og norrænir rithöfundar sem hvað stærstan sess skipa. Þeir íslensku rithöfundar sem tekið verður á á málþingum bókamessunnar eru Einar Már Guðmundsson og nóbelsskáldið Halldór Lax- ness. Einar Már mun sjálfur taka þátt í einum þremur málþingum á bókamessunni, m.a. þingi sem nefnist „Lär i dialog – om mötet mellan kultur og arbetsliv.“ En hvað gerist þegar sænskur verkfræðingur leitar til rithöf- undarins til að fræðast um vinnubrögð hans og sköpunargáfu? Úr því fæðast nýjar hugmyndir um það hvernig tengsl menningar, vísinda, tungumáls og verkkunnáttu geta þróast. Þá tekur Einar Már einnig þátt í málþinginu Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í 40 ár, sem og í Draumar á jörðu, sem tekur á rómantík í íslenskum skáldskap. Í tilefni af aldarafmæli Halldórs Laxness verður enn fremur efnt til sérstaks málþings sem tileinkað er nóbelsskáldinu, en á því málþingi verður m.a. tekið á mikilvægi Lax- ness fyrir þróun íslenskra bókmennta og þá séríslensku lífssýn sem einkennir verk skáldsins. Meðal þátttakenda í þinginu verða Halldór Guðmundsson og sænski prófess- orinn Lars Lönnroth. Þá mun Jón Yngvi Jóhannsson taka þátt í málþinginu „Nordisk litteratur här och nu, vilsegången eller visionär?“ sem haldið er í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina. Einar Már og Laxness á bókamessu í Gautaborg Halldór Laxness Einar Már Guðmundsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.