Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Qupperneq 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 2002 ER ÞETTA EKKERT? – HVAÐA HNÚSKAR OG HNÚÐAR ERU ÞETTA?* Hér höfum við völl hnúska og hnubba í réttum hlutföllum við sjóndeildarhringinn. Hnúða og hnotta á afskekktum og óþekkjanlegum stað. Mosavaxnir hólar, hver og einn umlukinn mosavöxn- um dal á breidd við fótinn á manni. Þessir dalir mynda vef og völundarhús. Þeir rugla mann ekki, en þeir hægja á manni. Þeir ráða ferðinni, gefa ferðalagi manns hrynjandi. Þeir krefj- ast eins konar nándar, annars konar athygli sem fer saman við ógnvænleg hlutföll þessa víða, víða vallar. Því mann langar til að ganga, til að fara út á meðal þessara nautnalegu hnúða. Mann langar til að liggja á þeim og finna líkama sinn sem miðju þess sem er óend- anlega opið og umsvifalaust náið. Maður verður að skurðpunkti, þeim stað þar sem þetta ekkert er að lokum nefnt. *Melrakkaslétta, 1994. Þetta er ellefti hluti flokks sem í heild ber heitið: Iceland’s Difference (Sérkenni Íslands). © fyrir ljós- mynd, 2002, hönnun og texta, 2002, Roni Horn. Fríða Björk Ingvarsdóttir þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.