Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 2002 H ANN var í svefnrofunum, vissi ekki almennilega hvort hann væri vakandi eða sofandi. Þetta var und- arleg tilfinning, að liggja þarna á milli svefns og vöku án þess að gera sér þess fulla grein hvar vit- und hans væri; hvort hún væri svefnsins megin við þilið eða vökunnar. Og um það var hann raunar að hugsa þarsem hann lá á þreföldum dýnum og efst kúlóttri sænskri heilsudýnu sem hann hafði talið ákjósanlegt mótvægi gegn gigt og hækkandi aldri. Það var kolniðamyrkur þóttist hann vita, enda á vetrarsólhvörfum og stytztur dagur að renna upp. Kannski yrði það enginn dagur, einungis samfellt myrkur. En það var logn úti, hann heyrði ekkert gnauð og trén lömd- ust ekki við bílskúrinn einsog þegar hann bólgnaði upp og blásandi vindar slógu nökt- um og skammdegisþreyttum greinum utaní húsið. Nei, það var logn; ekki hvítt logn, heldur svart. Og hann var að hugsa um veðr- ið og hvernig honum væri ómögulegt að líta út og athuga hvað morgninum liði. Vissi samt það var skammdegissvart logn. Hann var einsog bandingi, já, hann var bandingi þessa kröfuharða tómarúms sem hugur hans flögraði um einsog fugl í búri. Milli þils og veggjar, einmitt, þannig leið honum. Þá kom bíll og stöðvaðist við húsið. Hann heyrði í einhverjum körlum sem voru að kallast á í dimmunni og köll þeirra náðu inní tómarúmið þarsem hann var bundinn við eigin hugsanir og þar samlöguðust þau hljóðinu í bílnum sem stóð kyrr utanvið hús- ið. Hann er í hlutlausum gír og gengur bara án þess hreyfast, hugsaði hann þarna í svefn- rofunum og reyndi að gera sér einhverja grein fyrir því sem átti sér stað utan við hús- ið. Hann var farinn að fylgjast með bílnum og körlunum sem virtust vera að hreyfa eitt- hvað í garðinum götumegin, opna eitthvað og loka og hann heyrði skelli og lágvær köll og þá rann allt í einu upp fyrir honum ljós: karlarnir voru að tæma öskutunnurnar í þessu biksvarta myrkri og hann þóttist vita að hann þyrfti ekki að vakna strax því ösku- karlarnir komu alltaf árla morguns og löngu áður en hann þurfti að fara í vinnuna. Hon- um þótti það notaleg tilfinning þegar hann hugsaði um að hann þyrfti ekki að hreyfa sig strax og naut þess að liggja þarna á heilsu- dýnunni og bylta sér án þess vita af því og reyna að losna við allar þessar hugsanir sem þyrptust að honum, en gat það ekki. Og nú var hann farinn að hugsa um hvað bíllinn hefði verið þarna lengi fyrir utan húsið, já, heila eilífð. Og hann stóð sig nú að því að vera farinn að vonast til þess bíllinn færi, svo hann losnaði við hávaðann af götunni en þá skelltu þeir einni öskutunnunni enn utan á bílinn og losuðu hana með skellum en ýttu henni svo á sinn stað og hann fylgdist ná- kvæmlega með því að hún hafnaði í garð- Á RITÞINGI um Matthías Johannessen sem haldið var í Gerðubergi 9. nóvember síðastliðinn vakti Ástráður Ey- steinsson prófessor og einn af þátttakendum á þinginu at- hygli á smásögunni sem hér er birt og fjallar um persónu sem liggur milli svefns og vöku og upplifir sig sem öskutunnuna sem verið er að tæma úr í öskubílinn fyrir utan gluggann. Ástráði þótti þetta djörf myndlíking – milli innra lífs sögu- persónunnar og öskutunnu sem gáttar út í samfélagið – ekki síst með það í huga að ritstjóri Morgunblaðsins hafði skrifað söguna. Matthías kvað söguna öðrum þræði ævisögulega, sem lýsa mætti sem eins konar mottói um líf sitt sem ritstjóri Morgunblaðsins þar sem hann hafi stöðugt verið að taka við innihaldi annarra til birtingar í þeirri gátt sem Morgunblaðið er út í samfélagið. Silja Aðalsteinsdóttir innti Matthías eftir því hvort hann iðraðist einhvers og svaraði hann því til að það myndi þá helst vera að hafa ekki getað orðið dýrlingur! HVÍLDARLAUS FERÐ INNÍ DRAUMINN S M Á S A G A E F T I R M AT T H Í A S J O H A N N E S S E N Morgunblaðið/Einar Falur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.