Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.2002, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 2002 INNA borg, finna mér borg að búa í,“ sungu hin Talandi höf- uð árið 1979 og töldu upp nokkra mögu- leika, dimma London, ríka Birmingham, ráðvillta El Paso og svo Memphis, heimaborg Elvis og Forn-Grikkja. Samkvæmt Margaret Crawford þá hefðu þeir vel getað prófað að búa í öllum þessum borgum og jafnvel fleirum, bara ef þeir hefðu verið staddir í versl- unarmiðstöðinni West Edmonton Mall, í Ed- monton, Kanada. Í risahóteli þessarar risa- kringlu hefur verið komið fyrir eftirlíkingu af hinum og öðrum borgum, löndum og tímabilum. „Í hvaða landi viltu gista í nótt?“ spyrja aðstand- endur kringlunnar og bjóða upp á herbergi í anda Pólinesíu og Hollywood, Rómaveldi og England Viktoríutímans. Ferðamátinn er við hæfi, en gestir geta fengið far með hestvögnum jafnt sem skutbílum. Innbú kringlunnar styður síðan við þessa fjölþjóðlegu ímynd, en þar er að finna eftirlíkingu af skipi Kólumbusar fljótandi á tilbúnu vatni, en undir yfirborðinu ferðast kaf- bátar gegnum ómögulegt neðansjávarlandslag stráð innfluttum kóröllum og plastþara. Í vatn- inu búa lifandi mörgæsir og rafknúnir gúmmí- hákarlar. Yfir gnæfir svo splunkuný járnbrú í Viktoríönskum stíl. Þannig rúmar kringlan sú ekki aðeins alla þá neyslu og þjónustu sem borg- arbúinn þarfnast heldur kemur innkaupaferðin einnig í stað utanlandsferða og sumarleyfis- staða, því hlutar kringlunnar eru eftirlíkingar af götum Parísar og New Orleans. Borgið Í Tröllakirkju Ólafs Gunnarssonar fær arki- tektinn Sigurbjörn Helgason þá hugmynd að byggja Vöruhús Reykjavíkur, yfirbyggða versl- unarmiðstöð á tveimur hæðum með rúllustiga; þakbrúnin á að vera eins og máfsvængir eða öld- ur og í kjallaranum eru bílastæði. Árið er 1953 og framsýni Sigurbjörns hefur verið mikil, því fyrsta yfirbyggða verslunarmiðstöðin í Banda- ríkjunum reis ekki fyrr en árið 1956. Fram að þeim tíma voru verslunarmiðstöðvar fyrst og fremst eins konar verslunarkjarnar eða þorp, tilbúnar eftirlíkingar af miðbæjum, eða einfald- lega samsafn verslana og þjónustu. Samkvæmt Wytold Rybczynski var þessi þróun í raun rök- rétt framhald af breyttum lífsstíl millistéttanna á fyrri hluta aldarinnar, bættum efnahagi og síð- ast en ekki síst, nýjum og betri eldhúsgræjum. Í bók hans frá 1995, City Life: Urban Expect- ations in a New World, bendir hann á að með til- komu ísskápsins og frystikistunnar hvarf þörfin fyrir að kaupa inn daglega og húsmæður gátu keypt inn í stórum skömmtum. Þetta þýddi auk- inn burð sem krafðist þess að frúin færi á bíl í innkaupin. En einkabíllinn var einmitt svo heppilega í mikilli uppsveiflu á þessum tíma. Miðbæjarsvæðið varð fljótlega of dýrt til að hægt væri að byggja stórverslanir og bílastæði og því fluttu stórmarkaðir út fyrir bæinn á ódýr- ari lóðir og þar mynduðust nýir miðbæir. Svo var þetta bara eins og dómínó, þegar matarinn- kaupin voru komin öll á einn stað, þá var af- skaplega sniðugt að hafa alls konar annað dót þar. Stórmarkaðirnir léku lykilhlutverk í þess- ari þróun, sem síðan gat í stigum af sér þá mynd verslunarmiðstöðvarinnar sem við þekkjum í dag, yfirbyggð og glerjuð með loftræstu veð- urfari, hrein og tær, björt og glaðleg, aðgengileg og fjölbreytt. Fyrir Rybczynski liggur aðdráttaraflið ná- kvæmlega í þessu, í verslunarmiðstöðinni er allt á hreinu, þar er ekkert af þeim óróa og óreiðu sem einkennir miðborgir, umhverfið er undir miðstýrðu eftirliti með eigin „lögreglu“ sem sér um að allt fari vel fram. Í verslunarmiðstöðinni er ekkert sem ógnar friðsælli neyslu borgarans, ekkert sem truflar hugmyndaheim hans og vel- megunartilfinningu – engir rónar, engir heim- ilislausir geðsjúkir sem vappa um göturnar, engir aðsópsmiklir unglingar, engir glæpamenn sem bíða færis í myrkum skúmaskotum. Versl- unarmiðstöðin verður því eins og einskonar út- ópísk eftirmynd borgarinnar sjálfrar, hún birtir borgina í sinni bestu mynd, sem skipulagða og verndaða neysluveislu. Verslunarmiðstöðin býð- ur upp á allt það sem borgarlífið hefur, vörur, verslun, þjónustu og skemmtun. Getur verið að hægt sé að búa til svona full- kominn lokaðan hættulausan heim? Ekki sam- kvæmt arkitektinum og rithöfundinum Barry Maitland sem skrifar bæði skáldsögur og fræði- rit um verslunarmiðstöðvar. Í glæpasögu hans Silvermeadows er einmitt dregin upp þessi út- ópíska mynd af kringlunni sem íðilfullkomnum silfurakri. Þegar lögreglumenn koma þangað í leit að horfinni stúlku og mögulegum morðingja hennar hafnar framkvæmdastýra miðstöðvar- innar (sem er ung blökkukona, svona eins og til að undirstrika hina upphöfðu mynd af verslun- armiðstöðinni sem betri heimi) því gersamlega að þar geti nokkuð illt þrifist. Allt sé undir full- kominni stjórn eftirlitsmyndavéla og sérþjálf- aðra öryggisvarða, sem margir séu fyrrum lög- reglumenn. Nema í ljós kemur að hin glæsta ímynd kringlunnar á sér dekkri hliðar, því í krafti ónýtts og óþrifalegs kjallararýmis þrífst bæði spilling og glæpir – og morð. Þannig hefur það að finna sér borg, finna sér borg að búa í öðlast nýjan og uggvænlegan und- irtón: borgin er ekki lengur borg heldur kringla og ekki einu sinni þar ertu í óhultri borg. „Borg“ Það kemur persónum Mannveiðihandbókar Ísaks Harðarsonar ekkert á óvart að ung stúlka skuli hafa týnst í verslunarmiðstöð, því sam- kvæmt henni er kringlan, eða hringlan eins og hún er kölluð í bókinni, ekki aðeins staður óhóf- legrar neyslu og andleysis heldur einnig beinlín- is hættulegt fyrirbæri sem miðar að því að ná valdi yfir fólki, heilla það í gömlu merkingu þjóð- sagnanna, þegar álfar heilluðu fólk inn í steina sína og það varð aldrei samt eftir. Á nútímamáli mætti líkja þessu við „Borga“ Star Trek sjón- varpsþáttanna, en þeir eru geimverskur þjóð- flokkur sem er allur samtengdur í eitt bú – svona álíka og býflugur – og hafa því ekkert ein- staklingseðli, tala um sig í fleirtölu og taka eng- ar sjálfstæðar ákvarðanir; þeim er stýrt af drottningu sem hefur öll völd í hendi sér. Þannig má sjá kringluna fyrir sér sem skordýrabú það- an sem herir vinnudýra eru gerðir út til að viða að forða í búið – forða sem í þessu tilfelli er ein- faldlega peningar. Þegar þessi hugmynd er höfð að leiðarljósi gæti kringluferðalangurinn haldið að hann hafi lent í miðri zombíumynd. Í kvikmynd Georges Romero’s frá 1979, Dögun dauðans, hefur heim- urinn eins og við þekkjum hann gerbreyst í vist- fræðilegu slysi sem gerir það að verkum að hinir dauðu rísa grænir úr gröfum sínum og þrá það eitt að borða heila úr lifandi mönnum. Þar sem þetta athæfi bætir ekkert úr heiladauða hinna dauðu, er tilvera þeirra hálfmarklaus og þá tek- ur vaninn við. Í stað þess að ráfa ráðvilltir um flykkjast hinir lifandi dauðu að því er virðist óviðráðanlega í stóra og glæsilega verslunar- miðstöð og ferðast þar dálítið valtir í rúllustig- um, horfa gapandi í glugga og tína af handahófi ofan í körfur. Þetta er það sem þeir gerðu allt sitt líf og þetta er það sem þeir kunna best. Líf þeirra, eða lifandi dauði, er semsé enn skilgreint útfrá kaupgetu, að lifa er sama og kaupa. Því miður er þetta sú sýn sem blasir við sjálfri mér þegar ég skunda spennt í innkaupakringlur, staðráðin í að gerast þátttakandi í lífsgæðakapp- hlaupinu og kaupa allt sem ég þarf í einni ferð. Um leið og ég stíg inn í loftkælt andrúmsloft verslunar er eins og ég tapi áttum, um mig slær aðkenning að ofsóknaræði og yfir mig hellist einskonar dofi, eins og heilinn hafi breyst í hafragraut: eða verið hreinlega étinn? Þessar ímyndir verslunarmiðstöðvarinnar eru náskyldar hinni hefðbundnu marxísku gagnrýni á verslunarmiðstöðina sem musteri mammons og mekka kapítalismans. Í kringlunni myndast kjöraðstæður til innkaupa, tryggðar af hinu miðstýrða umhverfi. Tónlist, lýsing, lofthiti og jafnvel lykt, allt miðar að því að láta neytand- anum líða vel, og hvetja hann jafnframt til að kaupa meira, vera sem lengst í hringlunni, kíkja í næstu búð og þá þarnæstu, stoppa við á mat- sölustöðum og kvikmyndahúsum. Sjónræna hliðin er ekki síður mikilvæg, en þar er undir- staðan ekki aðeins glerið í búðargluggunum heldur og í svalahandriðum og sjálfu þakinu. Í Smáralindinni eru lyfturnar með glerveggjum að hætti erlendra fyrirmynda. Neytandinn hef- ur því óheftan aðgang að þeim sjónrænu veislum sem honum er boðið uppá í hverjum búðar- glugga, auk þess sem hann hefur truflaða yf- irsýn yfir magn innkaupapoka annarra neyt- enda og getur metið eigið kaupmagn útfrá samanburði. Það kom því ekki á óvart þegar í ljós kom að nýjasta stolt Íslendinga, verslunarmiðstöðin Smáralind, væri í laginu eins og reður, en í fem- ínískum kenningum er kapítalisminn á sviði hins karllega og hringlur því augljós afurð karlveld- isins. Í fyrstu gæti það því virst mótsögn að benda á að verslunarmiðstöðvar hafa einnig ver- ÞAR VAXA LAUKAR O VERSLUNARMIÐSTÖÐVAR OG DÖGUN DAUÐANS Eru verslanir orðnar kjarni hverrar borgar? Og er þá Kópavogur orðinn Reykjavík? Í þessari grein er fjallað um þróun verslunarmiðstöðva hérlendis sem erlendis und- anfarna áratugi en áhrif þeirra á borgarlífið eru marg- vísleg og að sumra mati ekki að öllu leyti æskileg. Þangað sækir almenningur orðið ekki aðeins vöru og verslun, heldur skemmtun og félagsskap, fól E F T I R Ú L F H I L D I D A G S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.