Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.2002, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.2002, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 2002 E R leið á dvöl mína í London á miðju sumri uppgötvaði ég að í Buckingham-höll, stjórnsetri hennar hátignar Elísabetar II drottningar, ætti sér stað ein- stæður viðburður. Nánar tiltekið í hinu svonefnda drottningar- galleríi, sem var innréttað 1962 og endurgert í tilefni hálfrar aldar krýningaraf- mælis hátignarinnar. Fjölþætt úrval hinna kon- unglegu gersema væri til sýnis almenningi og um mikinn viðburð að ræða. Dyrum sýningar- innar var annars upp lokið 22. maí og stendur hún til 12. janúar 2003. Langt síðan ég vissi af áhuga enskra konunga í aldanna rás á myndlist, húsagerðarlist og list- handverki. Með metnaðarfullum áformum um grunneiningar öflugs þjóðfélags tókst þeim að lokka ýmsa meistara frá meginlandinu til sín er höfðu mikil áhrif á framvinduna. Þannig var þýski málarinn Hans Holbein yngri um skeið í þjónustu Önnu Boleyn drottningar og hið fræga málverk hans af franska sendiherranum opnaði honum leið til Thomasar Cromwells og hirð- arinnar. Varð svo hirðmálari Hinriks áttunda, og fyrir utan frábæra hluti sem streymdu frá höndum listamannsins, jafnt teikningar sem málverk, gegndi hann fleiri hlutverkum, svo sem að ferðast um meginlandið og mála myndir af prinsessum, vænlegu kvonfangi fyrir kóng- inn! Ennfremur naut hirðin fjölhæfni Holbeins til hliðar, en hann gerði uppköst að ýmiss konar ílátum, skartgripum, vopnum og eldstæðum. Þá tyllti Rubens þar tá og van Dyck var viðloðandi hirðina í heil 30 ár ásamt því að fleiri listamenn meginlandsins komu við sögu. Snilli þessara manna kveikti í enska aðlinum um listræna hluti í óðul sín, og án þesssa bakgrunns væri erfitt að hugsa sér að fram hefðu komið málarar eins og Reynolds, Gainsborough, Hogarth og seinna Constable og Turner. Allt þarf sitt bakland, áskorun og metnaðarfulla örvun. Eðlilega var forvitni mín vakin, og alveg rétt, á sýningunni getur að líta margan óviðjafnan- legan gripinn í listhandverki og myndlist, helgi- myndir meistara miðalda eins og Sienamálar- ans Ducchios og Flórensmálarans Bernardos Daddi. Málverk á mörkum síðmiðalda og end- urreisnar líkt og eftir Lucas Cranach eldri, þá málara endurreisnar eins og Giorgione (eignað honum), Lorenzo Lotto, Correggio, Annibale Carracchi og Hans Holbein, sautjándu aldar málara líkt og Rembrandt, Rubens, Albert Cu- yp, Frans Hals, Gerhard Ter Borch, Georges de la Tour, Le Lorraine, Anthony van Dyck, Cana- letto, Johannes Vermeer og fleiri. Einstæðar teikningar eftir Leonardo da Vinci, Michaelang- elo, Rafael og Hans Holbein yngri. Málverk átjándu aldar eftir William Hogarth, Thomas Gainsborough, John Singleton Copley og El- isebeth Vigée le Brun. Loks síðari tíma málara eins og Claude Monet, Graham Sutherland og Lucien Freud. Höggmyndir eftir Canova, þá mínatúríur margra meistara fagsins svo og mik- ið magn íburðarmikilla húsgagna og listmuna víða að, aðallega heimsveldinu sem var, ekki síst Indlandi. Einnig Niðurlöndum, Frakklandi og víðar. Að öllu þessu skuli safnað á einn stað í Buck- inghamhöll og haft til sýnis er mikilsháttar við- burður sem hefði verið harla óskynsamlegt að láta framhjá sér fara, þótt stássleg krúnudjásn væru neðarlega á óskalista mínum í það sinnið sem og jafnaðarlega. Samsafnið í þessari mynd ekki aðgengilegt, nema í besta falli eitt og eitt listaverkið og einn og einn listgripurinn á tíma- mótandi sýningum á myndlist eða listhandverki. Minnugur teikninga Holbeins frá Windsor- kastala, sem hrifu mig upp úr skónum forðum á árunum í Handíðaskólanum, hélt ég á staðinn með hraði … Trúa mín er að flestir landar mínir fái ofbirtu í augun af öllum þeim djásnum er fyrir augu ber rekist þeir þangað inn, margur muni standa höggdofa fyrir framan jafnt málverk sem list- handverk. Í síðarnefnda tilvikinu er mikið um skreyti, íburð og krúsidúllur, en þó iðulega um að ræða stílsöguleg meistaraverk og völundar- smíði af hárri gráðu, jafnt um húsgögn, vopn og verjur (rítlist), postulín sem skartgripi, að forn- um handritum ógleymdum. Eins langt og verða má frá því sem hefur hlotið nafnið kitsch (kits) á síðari tímum og höfðar til yfirborðslegra vinnu- bragða, smekklauss skreytis í óekta útfærslu og úr ódýrum efnum. Með nafni um að ræða gegn- heila hluti hvort heldur í tré, málmi, gulli, silfri eða eðalsteinum, engar eftirlíkingar eða gervi- efni. Spónaplötur og plast ekki komin í gagnið, ei heldur ódýrt silfur- og gullbrons eða ótal efnalíki sem upp spruttu í kjölfar iðnbylting- arinnar og náð hafa gríðarlegri útbreiðslu á okkar tímum, um leið og allt hitt er á undanhaldi og verður fágætara. Einmitt þess vegna er sýn- ingin lærdómsrík til skoðunar, ekki síst yngri kynslóðum er þekkja síður til viðlíka vinnu- bragða, og mundi vafalítið gjörbreyta áliti margra á fortíðinni, nálgist viðkomandi hlutina fordómalaust. Svo yfirmáta vandað er þetta allt, smíðin gegnheil og nákvæm í stóru og smáu, að heimfæra má til grunnvísinda, í hæsta máta óréttlátt að einblína einungis á stásslegt skreyt- ið eitt sér og og afgreiða sem hégóma og fordild. Jafnmisvísandi og til að mynda að horfa á trjá- bol og einblína eingöngu á nýtimöguleikana, en koma ekki auga á hina formrænu opinberun; fjölþættar trjágreinarnar, krónublöðin og ynd- isfagurt laufið þótt minna og seinvirkara arð- semisgildi kunni að hafa. Hitt er nær sanni að þessi myndlistarverk og kjörgripir beri í sér kjarna og vitnisburð um þróunarsöguna, menn- ingu heimsins í hnotskurn. Ást mannsins í ald- anna rás á hinu óviðjafnanlega og mikilfenglega. Í tilefni sýningarinnar hefur verið gefinn út yfirgripsmikill doðrantur upp á 496 síður í stóru broti, sem gegnir í senn hlutverki sýningar- skrár og bókar um listaverkin, gerð þeirra og sögu. Jafn mikið vandað til hans og þess sem til sýnis er, listaverkabók og handverk af hárri gráðu. Í bókinni eru kaflar um fleiri listaverk í eigu krúnunnar, varðveislu sem forvörslu þeirra, sem veitir hálærðum séfræðingum og fjölda annarra vinnu. Rétt að geta þess að fyrrum var mun meira af ítalskri myndlist í eigu krúnunnar, einkum eftir að Karl I, sem var mikill aðdáandi hennar, festi sér safn Gonzagna í Mantua. En eftir andlát konungs mun hluta þess hafa verið fyrirgert fyrir mistök, fóru þar ómetanleg listaverk eftir nokkra af höfuðsnillingunum ítalska málverks- ins. En hér er ekki meiningin að skrifa ítarlega um sögu listaverkaeignar ensku krúnunnar, einungis vekja athygli á sýningunni sem býsna forvitnilegum kosti þeim mörgu sem sækja borgina heim, hún ein sér allt eins tilefni til að halda utan. Þegar inn í sýningarrýmið er komið rak ég fljótlega augun í andlitsmynd Luciens Freud af drottningunni, en sagan segir að hátignin hafi setið 50 sinnum fyrir hjá málaranum! Þó allt önnur vinnubrögð í myndinni en hinni frægu mynd Picassos af Gertrude Stein, en skáldkon- an mátti koma 88 sinum, málarinn þó hvergi ánægður. Neyddist seint um síðir að leggja frá sér penslana, enda á leið í sumarfrí, en áður en hann fór málaði hann kruss og þvers yfir andlit- ið. Er hann sneri aftur til Parísar tveimur mán- uðum seinna dró hann málverkið fram og nú lauk hann við ásjónu Gertrude á einum eftirmið- degi án þess að fyrirmyndin væri til staðar! Seg- ir kannski einhverjum að í listum er efitt að marka vinnubrögð og tímalengd við gerð port- rettmynda eða hvers sem er, árangurinn jafn- aðarlega það sem gildir, engin bein leið til. Lítum einungis á hina gullfallegu mynd Rem- brandts af Agötu Bas frá 1641, hér eru vinnu- brögðin afar frábrugðin hinna málaranna, allt vígt rósemi og dýpt, eins og eilífðin eigi sér hjá- lendu í ásjónu konunnar. Og hvílík vinnubrögð! MYNDVERK OG KOSTAGRIPIR Í tilefni hálfrar aldar krýn- ingarafmælis hennar há- tignar Elísabetar II Eng- landsdrottningar var opnuð fjölþætt sýning á gersemum krúnunnar í sölum Buckingham-hallar í London 22. maí sem stendur til 12. janúar 2003. Um fágætan við- burð er að ræða sem BRAGI ÁSGEIRSSON lét ekki framhjá sér fara. Bernardo Daddi (sirka 1320-1348): Meyjarhjónabandið, um 1330-42, tempera á þilju (panel). Málverk Lucien Freuds af Elísabetu II. Rembrandt, Agata Bas 1641, olía á dúk. Teikning Johns Simpsons af hinum dóríska inngangi í endurnýjaða sýningarsali drottningarinnar. Leonardo da Vinci: Stjórnarfarsleg launsögn, rauðkrít, um 1495.Johannes Vermeer: Kona og herramaður við sembalhljóðfæri, olía á dúk, um 1662-5. Kórónudjásn frá Indlandi, um 1875.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.