Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.2002, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.2002, Blaðsíða 10
Þ EGAR Sigvard Oscar Fredrik fæddist 7. júní 1907 var honum fagnað með fallbyssuskotum sem gáfu til kynna að fæddur væri sænskur prins. Foreldrar hans voru Gustaf Adolf, þáver- andi krónprins Svíþjóðar, og eiginkona hans Margareta, sem var sonardóttir Viktoríu Bretadrottningar. Sigvard var annað barn þeirra hjóna en fyrir áttu þau soninn Gustaf Adolf sem í fyllingu tímans eignaðist soninn Karl Gustaf, núver- andi konung Svíþjóðar. Æskuárin Eins og vera bar fékk Sigvard prins kon- unglegt uppeldi og kennslu sem hæfði stöðu hans. Sjálfur hafði hann mikinn áhuga á leiklist og vildi verða leikari en það þótti ekki sæma stöðu hans, listasaga þótti hins vegar við hæfi. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi hóf hann því nám í listasögu og ensku við Háskól- ann í Uppsölum og lauk þaðan fil. kand.-prófi 1929 og var hann þar með fyrstur Bernadotta til að ljúka háskólaprófi. Í Uppsölum ákvað Sigvard að hefja nám við Listaháskólann í Stokhólmi og naut til þess stuðnings frænda síns Eugenes prins, sem var þekktur málari. Sigvard nam við þá deild skólans sem kall- aðist „Dekorativa skolan“ þar sem nemendur fengust m.a. við leikmyndagerð og var þetta það næsta leikhúsinu sem prinsinn gat kom- ist. Meðal verkefna í skólanum var að skreyta stóra sýningu sem haldin var í Stokkhólmi árið 1930. Þar var m.a. kynnt það nýjasta til heimilisins og í húsagerð í anda hinnar nýju nytjastefnu, öðru nafni fúnksjónalismi. Þessi stefna felur í sér að form hluta eigi að ráðast af notagildi þeirra og að munir séu í sjálfu sér fallegir ef þeir þjóna tilgangi sínum. Þessi nýja stefna hafði mikil áhrif á hinn unga Sig- vard og þegar hann stuttu eftir sýninguna tók að sér að hanna nútímalega silfurmuni fyrir vöruhúsið Nordiska Kompaniet i Stokk- hólmi var það í anda hinnar nýju stefnu. Sá sem smíðaði munina eftir teikningum Sig- vards var Jörgen Jensen, sonur hins kunna danska silfursmiðs Georgs Jensen. Í kjölfarið hóf hinn ungi prins samstarf við silfursmiðju Georgs Jensen í Kaupmannahöfn. Leitin að starfsvettvangi Sigvard prins var aðeins 23 ára þegar hann hóf að hanna silfurmuni fyrir Georg Jensen og hafði þá margt annað í hyggju en að leggja fyrir sig silfurhönnun. Ennþá dreymdi hann til dæmis um frama innan leikhússins og fór hann því á námskeið í leiktjaldamálun í München í Þýskalandi. Faðir hans sendi hann reyndar til Þýskalands svo hann gæti gleymt ást sinni á sænskri stúlku sem ekki þótti samboðin honum. Í Stokkhólmi reyndi hann svo fyrir sér sem leikmyndahönnuður en gekk illa og hélt hann þess vegna til Berlínar til að reyna fyrir sér í heimi kvikmyndanna. Í Berlín kynntist Sigvard efnaðri stúlku af pólskum ættum sem hann vildi giftast en fað- ir hans þvertók fyrir það þar sem hún var ekki konungborin. Unga parið lét það ekki aftra sér og gekk í hjónaband í mars 1934. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Sig- vard var sviptur prinstitlinum og öllum fríð- indum sem því fylgdi að vera sænskur prins, þar með talið var framfærslufé hans. Þar við bættist að Sigvard varð atvinnulaus vegna breytinga innan kvikmyndaheimsins í kjölfar valdatöku nasista 1933. Í Hollywood var hins vegar nóg að gera og ungu hjónin fluttu þangað. Þar var hann meðal annars aðstoð- arleikstjóri við gerð einnar Tarzan-myndar. En Hollywodd bauð hvorki upp á frægð né frama og í september 1937 lagði Sigvard Bernadotte Hollywood-drauminn á hilluna. Þau hjónin fluttu aftur til Berlínar með við- komu í Kaupmannahöfn þar sem Sigvard tók upp fyrra samstarf við Georg Jensen. Það leiddi svo til þess að þau settust að í Kaup- mannahöfn árið 1939 og yfirgáfu það Þýska- land sem ótvírætt stefndi hraðbyri inn í stríð. Silfursmiðurinn Hjá fyrirtæki Georgs Jensen biðu Sigvards Bernadotte margvísleg verkefni. Eins og áð- ur einkenndist hönnun hans af einföldum rúmfræðilegum formum og var laus við allt óþarfa skraut, ólíkt hinum hefðbundnu mun- um frá Georg Jensen sem þekkjast af mjúk- um lífrænum formum og skrauti sem er sótt til náttúrunnar. Þó að munir hans væru frá- brugðnir því sem framleitt var hjá fyrirtæk- inu vann hönnun hans sér engu að síður fast- an sess og enn í dag framleiðir Georg Jensen t.d. þau hnífapör sem Sigvard teiknaði árið 1939 og bera nafnið Bernadotte. Margt af því sem Sigvard Bernadotte hannaði fyrir fyr- irtækið var ætlað til fjöldaframleiðslu, til dæmis kertastjakar og kaffikönnur. Megin- verkefni hans voru þó sérhannaðir silfurmun- ir, t.d. þær gjafir sem danski krónprinsinn Friðrik og Ingiríður kona hans, systir Sig- vards, tóku með sér í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. Innan silfursmiðju Georgs Jensen varð Sigvard Bernadotte frumkvöðull í nútímalegri hönnun og átti því þátt í að losa um þá stöðnun sem hafði háð framleiðslunni. Hann vann einnig að því að efla fyrirtækið á alþjóðamarkaði og ferðaðist m.a. um öll Bandaríkin og hélt sýningar á munum frá Georg Jensen. Iðnhönnuðurinn Sigvard Bernadotte hannaði ekki aðeins silfurmuni fyrir Georg Jensen, á vinnuborði hans voru einnig teikningar af húsgögnum, glermunum, vefnaðarvöru og gólfmottum. En það var ekki aðeins listiðnaður sem heillaði. Á sýningarferðalögum í Bandaríkjunum vakn- aði áhugi hans á iðnhönnun og í New York kynnti hann sér þessa ört vaxandi grein. Iðn- hönnuðir komu fram sem sérstök starfsstétt í Bandaríkjunum á þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldar þegar hönnun varð viður- kennd sem mikilvægur þáttur í framleiðslu þess iðnvarnings sem ætlaður var fyrir al- mennan markað. Eftir ýtarleg samtöl við marga af þekktustu iðnhönnuðum Bandaríkj- anna sannfærðist Sigvard Bernadotte um að iðnhönnun hentaði honum vel og væri nokkuð sem þörf væri á í Skandinavíu. Árið 1950 stofnaði hann því, ásamt danska arkitekt- inum Acton Bjørn, hönnunarstofu í Kaup- mannahöfn þar sem megináherslan var lögð á hönnun iðnaðarframleiðslu. Acton Bjørn hafði einnig verið í Bandaríkjunum og kynnst iðnhönnun og hann bjó jafnframt yfir þeirri tæknilegu þekkingu sem Sigvard Bernadotte skorti. Hönnun innan iðnaðarins var ekki nýtt fyr- irbæri. Sú hönnun sem var til staðar snerist hins vegar fyrst og fremst um útlit fram- leiðsluvörunnar og oftast var það einhver tengdur fyrirtækinu sem þótti hafa „góðan smekk“ sem átti hlut að máli. Hinir nýju iðn- hönnuðir litu hins vegar á sig sem millilið milli framleiðandans og neytandans. Millilið sem yki hagvæmni í framleiðslu og betrum- bætti þær vörur sem neytandinn keypti á sanngjörnu verði. Það voru því ekki fagur- fæðileg sjónarmið sem réðu ferðinni heldur þarfir notandans og forsendur framleiðslunn- ar. Sjálfur sagði Sigvard Bernadotte að iðn- hönnuðir leituðust fyrst og fremst við að gefa hlutum hentugt form sem væri auðvelt í framleiðslu en einnig útlit sem yki sölumögu- leika þeirra. Rauði þráðurinn í allri hönn- unarvinnu hans var þó sá að hanna hluti sem væru þægilegir í notkun og þjónuðu tilgangi sínum sem best. Nytjastefnan sem hann kynntist á námsárunum var því aldrei langt undan í hönnun hans. Sem iðnhönnuður átti Sigvard Bernadotte þátt í að móta ótrúlegustu hluti úr öllum hugsanlegum hráefnum. Plastið ruddi sér til rúms á sjötta áratugnum og það kemur því ekki á óvart að Bernadotte og Bjørn fengust Silfurprinsinn er eitt af mörgum viðurnefnum sem sænski hönnuðurinn Sigvard Bernadotte hefur fengið og svo sannarlega á það vel við þar sem silf- urmunir skipuðu mik- ilvægan sess á hönn- unarferli hans. En það var ekki aðeins hönnun silfurmuna sem leiddi til þess að Sigvard Berna- dotte var kallaður silf- urprinsinn, heldur einnig sú staðreynd að hann var konungborinn og þess vegna prins í eiginlegri merkingu þess orðs. Sigvard Bernadotte bak við líkan af 16 tonna vinnuvél sem Bernadotte Design hannaði árið 1968. E F T I R D A G N Ý J U H E I Ð D A L SILFURPRINSINN SIGVARD BERNADOTTE 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 2002

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.