Pressan - 23.09.1988, Page 12

Pressan - 23.09.1988, Page 12
Föstudagur 23. september 1988 (ERA TAKNMAL Viðtal við Elly Þorðardottur; móður heyrnarskertra tvíbura sem litlu mimaði að ekki sœju dagsins Ijós. Ellý Þórðardóttir fékk rauðu hundana, þegar hún var ófrísk, en fyrir misskilning var hætt við að framkvæma fóstureyðingu. Nokkrum mánuðum síðar eignaðist hún heyrnarskerta tvíbura og bjóst við að þeirra biði fremur ömurleg ævi. Þær áhyggjur reyndust þó óþarfar. Öll eigum við okkar sögu, en saga sumra er mun dramatískari en annarra. Maður hittir t.d. ekki á hverjum degi konu, sent eignast hefur heyrnarskerta tvíbura — og l'arið iétt með það! En þannig kona er Ellý Þórðardóttir, sem starlar á Ferðaskrifstol'u íslands. Ein lífs- glaðasta og hressasta manneskja, sem hægt er að hugsa sér. Ellý samþykkti fúslega að segja blaðamanni Pressunnar sögu sína og fór samtalið frant á heimili hennar í Reykjavík — í skugga risa- vaxins burkna, sent virtist um það bil að leggja undir sig alla stofuna. „Þegar ég var ófrísk voru rauðu hundarnir að ganga í Vestmanna- eyjum, þar sem ég átti heima. Mamma hafði hins vegar sagt mér að ég væri búin að fá þá, svo ég hafði engar áhyggjur. En dag einn, þegar ég var að strauja í rólegheit- unum, sá ég allt í einu litla díla á handleggjunum á mér. Dílarnir voru svo daufir að þeir voru bara rétt greinanlegir, en ég reif strau- járnið strax úr sambandi og þaut til læknisins. Ég gerði mér grein fyrir því, að hann yrði að sjá útbrotin ef ég ætti að eiga von um að fá fóstur- eyðingu. Læknirinn var Einar Guttorms- son. Hann staðfesti strax að ég væri með rauðu hundana og væri komin JONINA LEÓSDÓTTIR það stutt á leið að þeir gætu skaðað barnið. Ég sagðist þá vilja losna við fóstrið, en því fylgdi mikil skrif- finnska og fyrirhöfn. Það þyrfti m.a.s. undirskrift lögreglustjórans í Vestmannaeyjum til að fá þetta í gegn! Um Ieið og skjölin voru tilbúin fór ég með Herjólfi til Reykjavíkur, þó það væri vitlaust veður og hræðilegt í sjóinn. Þegar þangað kom fór ég beina leið upp á Land- spítala — án þess svo mikið sem fá mér matarbita fyrst. Ég var nátt- úrulega titrandi og skjálfandi af þreytu og viðbrögð læknisins voru ekki beint til að bæta ástandið. Hann tók bréfið frá Einari, henti því út í horn og sagðist ekkert hafa með þetta að gera. Málið þyrfti að fara fyrir nefnd. Ég fékk manninn þó til að segja mér hvert ég ætti að snúa mér með bréfið, sem ég tók upp af gólfinu, en síðan rak hann mig hálfpartinn út. Bréfið sendi ég til úrskurðar- nefndarinnar, en hún kom ekki saman fyrr en að þremur vikum liðnunt. Ég veit ekki hvort þetta fólk var einhvers staðar úti í lönd- um eða hvað... En allan þennan tíma þurfti ég að hanga í Reykjavík, fjarri heimili mínu og fjölskyld- unni. Á hverjum degi hélt ég að nú hlyti staðfestingin að koma og datt aldrei í hug að mennirnir myndu draga þetta svona á langinn." SEND HEIM AF SKURÐBORDINU „Loks kom svo nefndin saman og gaf grænt ljós á að ég fengi fóstur- eyðingu. Þá var ég lögð inn á Land- spítalann og allt gekk eðlilega fyrir sig. Mér var gefin kæruleysis- sprauta, sett upp á skurðborð og aðgerðin átti að fara að hefjast — en þá kom babb í bátinn. Lækn- arnir fullyrtu nefnilega að ég væri komin mánuði lengra á leið en ég sagði sjálf! Ég kom alveg af fjöll- um. Blæðingarnar höfðu verið mjög reglulegar og ég þóttist algjör- lega viss í minni sök, en læknarnir töldu þetta augljóst mál. Þeir full- yrtu, að fóstrið hefði verið orðið það gamalt, þegar ég fékk rauðu hundana, að það hefði ekki beðið neinn skaða af því. Og þær fréttir glöddu mig að sjálfsögðu, þó ég ætti erfitt með að skilja hvernig ég gat misreiknað mig svona hrapal- lega. Með þetta var ég svo tekin af skurðborðinu og send heim, sem aldrei hefði gerst ef sónartækninni hefði verið til að dreifa. Þá hefði Ellý Þórðardóttir hafði fengið kœruleysissprautu og var komin upp á skurðhorð, en þá var hœtt við að framkvœma fóstureyðinguna. Pressu- myndir: Magnús Reynir. komið í Ijós að iegið hafði stækkað svóna mikið vegna þess að þetta voru tvö börn en ekki eitt. Og þá hefðu tvíburarnir mínir, Arnþór og Júlía, aldrei litið dagsins Ijós. Ég dreif mig strax heim til Eyja, alsæl yfir því að hafa ekki þurft að eyða fóstrinu. Svo leið og beið, ég fitnaði og fitnaði og varð eins og tunna — alveg óvanalega fljótt á meðgöngunni. Það eru tvíburar í ættinni þannig að þetta hvarflaði aðeins að mér, en vildi bara ekki trúa því. Vildi heldur ekki hugsa um það, vegna þess sem það hefði þá þýtt. En það var erfitt að útiloka þess- ar áhyggjur og að endingu fór ég til ljósmóðurinnar í Vestmannaeyjum og lét hana skpða mig. Það var hins vegar sama ftvað hún hlustaði — hún heyrði aldrei nema einn hjart- slátt. Hennar úrskurður var því sá, að ég gengi alls ekki með tvibura, en áfram hélt ég að fitna. Undir lok meðgöngunnar átti ég orðið svo erfitt með að ná fram fyr- ir þennan stóra maga að ég vaskaði bókstaflega upp með fingurgómun- um — og er ég þó handleggjalöng! Það var þess vegna alveg magnað að sjá mig... Enda voru vinir og kunningjar farnir að streyma í heimsókn til þess eins að skoða hvurslags ósköp þetta væru eigin- lega.“ Ellý skellihló að minning- unni og bætti síðan glottandi við: „Rétt fyrir fæðinguna fékk ég mér göngutúr á móti manninum mínum, en þá var ég orðin ævin- týralega sver. Ég var bókstafiega eins og Frankenstein þar sem ég vaggaði eftir götunni og var eigin- lega hissa á því að ntanngreyið skyldi gangast við mér. Margir hefðu eflaust hlaupið fyrir næsta horn! Það hefði ég a.m.k. gert i hans sporum. Samt sá ég auðvitað skelfinguna í augunum á honunt, því það var allt annað að sjá mann svona „frístandandi" en heima í eldhúsi." GÆTTI ÞESS AÐ VERA STRÖNG Eftir útreikningum læknanna átti ég að fæða um mánaðamótin maí/júní. En þau komu og fóru og allur júnímánuður leið Iíka, án þess að ég yrði léttari. Þá var ég orðin af- skaplega óróleg, því alltaf jókst hættan á að barnið hefði skaðast af rauðu hundunum. Þann fyrsta júlí var ég loks flutt upp á spítala og þar fæddi ég fimmtán marka stelpu. Þegar fæðingin var afstaðin sett- ist ég upp i rólegheitum, lýsti því yfir hvað ég væri fegin að þetta væri búið og þakkaði fólkinu innilega fyrir hjálpina. En þá skellti ljós- móðirin hlustunarpípunni á mag- ann á mér og sagði „Ég vil fá að hlusta þig aðeins aftur.“ „Til hvurs í ósköpunum?!“ spurði ég bálill. „Ég er hrædd um að það sé annað barn þarna,“ sagði hún og viti menn — hún heyrði hjartslátt. Tíu minútum síðar eignaðist ég ellefu marka strák. Þetta olli svolitlu upp- námi, því allir vissu náttúrulega um rauðu hundana. Ég þóttist strax sjá að það væri ekkert að sjón barnanna, þvi þau virtust alveg fylgja hlutum eftir með augunum. Daginn eftir sögðu læknarnir mér svo að þau væru fullkomlega heilbrigð andlega og þá varð ég alveg róleg. Heyrnin var það eina, sem ekki var hægt að segja til um fyrr en seinna. Og auð- vitað vonaði maður það besta í lengstu lög. Við prófuðum oft að skella saman pottlokum og gera annan hávaða til að kanna málið. Stundum litu þau við. Stundum ekki. En það var ekki fyrr en tvíbur- arnir voru komnir á annað ár að það varð endanlega ljóst að þeir voru heyrnarskertir. Bæði fyrir og eftir þann tíma þurfti ég að fara ntörgum sinnum með þau í heyrn- armælingu til Reykjavíkur og það var hræðilega erfitt. Við vorum að byggja úti í Eyjum og vorunt alveg á hausnum, svo ég átti ekki einu sinni fyrir leigubílunt á milli staða í bænum. Og þá var ekki um annað að ræða en ganga og bera krakkana' í fanginu. Það jákvæða við þetta var hins vegar það, að vitneskjan um að þau væru heyrnarskert kom smám sam- an. Maður tók áhyggjurnar út í smáskömmtum. Svo var maður líka þakklátur fyrir að það var ekkert meira að krökkunum en þessi til- tekna fötlun. Þau hefðu t.d. getað verið vangefin eða mikið líkamlega bækluð. Arnþór og Júlía segja sjálf, þegar við rifjum upp þessa sögu: „Mikið erum við heppin! Heppin að þú fékkst ekki fóstur- eyðinguna og heppin að vera „bara heyrnarskert". Þau eru mjög sátt við hlutskipti sitt. En auðvitað kom stundum upp beiskja hjá mér, eins og eðlilegt er. Annað hefði verið eitthvað skrítið. En sú tilfinning náði aldrei yfir- hendinni til lengdar. Og ég reyndi alltaf að vera ströng við þau. Pass- aði mig á því að vorkenna þeim ekki og láta allt eftir þeim. Ég tók alveg

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.