Pressan - 23.09.1988, Blaðsíða 28

Pressan - 23.09.1988, Blaðsíða 28
28 Föstudagur 23. september 1988 sjúkdómar og fólk Hóstakjöltur Sigurrósar dagbókin hennar Kæra dagbók. Ég heyrði í alveg meiriháttar stjórnmálamanni í útvarpinu áðan. Hann er sko á akkúrat sömu skoð- un og ég, sem sýnir náttúrulega að ég hef miklu meira vit á pólitík en pabbi og mamma segja. Mig minnir að þessi maður hafi verið kallaður Bjarni Matthíasson (eða kannski Matthías Bjarnason?) — hann er að minnsta kosti þingmaður — og hann sagði við fréttamanninn: „Ég er orðinn alveg HUNDLEIÐUR á öllum þessum eilífu útreikning- um!“ (Ég held að þetta sé nákvæm- lega orðrétt, því ég flýtti mér að skrifa það niður. bað væri töfl' að nota þetta í næstu ritgerð í skólan- um.) Það er alveg Ijóst að það gæti reddað þjóðinni ef þessi Bjarni kæntist einhvers staðar til valda. Ég er ekki klár á því í hvaða flokki hann er, en það er engin spurning... ég ntyndi kjósa hann sem forsætis- ráðherra á nóinu. Það er nefnilega á tæru að allar þessar endalausu tölur, sem stjórnmálamennirnir dæla yfir mann, eru algjört rugl. Mér l'innst að minnsta kosti soldið skrítið hvernig mismunandi kallar í mismunandi flokkum geta notað sömu tölurnar í útreikningunum sínum, en enginn fær sömu útkom- una. (Það myndi nú aldeilis einhver segja eitthvað við einhvern, ef við krakkarnir fengjum öll sitt hverja niðurstöðuna í sama sttcrðfræði- dæminu!) Þessir náungar geta ekki einu sinni reiknað verðbólguna eins út, þó þeir ættu að vera komnir í alveg ógeðslega góða æfingu. Hag- fræðingarnir hjá ASÍ segja eitt, hagfræðingarnir hjá Þjóðhátta- stofnun segja annað, hagfræðing- arnir hjá Vinnuveitendafélaginu segja það þriðja og hagfræðingarn- ir hjá Verðalagsráði (eða einhverju svoleiðis...) segja það fjórða. Síðan nota pólitíkusarnir auðvitað töl- urnar, sem passa best fyrir það sem þeir vilja að maður trúi. Og svo er bara ætlast til þess að fólk úti í bæ — sem kannski vinnur í fiski eða í sjoppu eða þannig — finni á sér hver er að Ijúga og hver segir satt. Ég meina það! Þetta er ekki hægt. Ég held að pabbi hafi verið frekar montinn af mér, þegar ég var að tala um þetta við matarborðið áðan. Hann kallaði mig „ignoramusinn sinn“ og varð ofsa sætur í framan. Ég myndi fletta því upp í orðabók, ef ég vissi barasta úr hvaða tungu- ntáli þetta er. Mér fannst réttast að láta pabba ekki vita að ég skildi hann ekki. Honum gæti fundist ég svo óupplýst og vitlaus. Bless, bless. Dúlla. Ein nýkomin að „weslan": Ég kallaði fram á biðstofuna næsta nafn á listanum: Sigurrós B. Enginn svaraði, svo ég leit yfir bekkjarað- irnar og sagði síðan aftur Sigurrós B. Þegar enginn svaraði heldur í þetta sinnið snerist ég á hæli, en þá spratt allt í einu ung kona upp úr einu sætinu og sagði: Heyrðu, varstu kannski að kalla á mig, ég heiti Sigurrós, en er alltaf kölluð Rósý. Já, sagði ég, komdu inn. Við gengum inn á stofuna og settumst. Hún var samkvæmt skýrslunni 26 ára en leit út fyrir að vera nokkrum árum eldri. Hún var með ýktan rauðan lit í hárinu, máluð eins og hún væri á leiðinni á stórdansleik, í niðþröngum, svörtum fínriffluðum flauelsbuxum, hvitum lágum stíg- vélum með kögri, bleikum bol með silfurglimmer-tölum og víðu háls- rnáli og utan yfir þessu var hún í rauðum stuttum leðurjakka sem mátti muna fífil sinn fegri. Um hálsinn bar hún litla plötu sem á stóð Bill T. Blood Group A +. Hún leit á mig og sagði: „Sorry“ að ég svaraði ekki strax, en ég er svo óvön að vera kölluð Sigurrós, fyrir „west- an“ er ég nefnilega alltaf kölluð Rósý. Áhyggjufullir Fjölnismenn: Ég heyrði strax, að þessi kona var að koma að „westan“, hún talaði ís- lenskuna með þessum sérkennilega hreint sent íslendingar leggja sér oft til eftir að hafa verið í Bandaríkjun- um, annaðhvort í fáar vikur í sum- arl'ríi eða nokkur ár. Þá rúlla menn á errunum og sletta síðan enskunni við öll hugsanleg tækifæri. Hvað get ég gert fyrir þig? spurði ég. Ég er nýkomin frá Bandaríkjununt, „divorced" skilurðu, og komin heini á þetta „godforsakenland“, og er alltaf hóstandi. Mamma vildi að ég færi til þín, ég held öllum „awake“ á nóttunni með hósta. Svo er ég móð og hálfslöpp. Þetta er alveg „no good“. Jæja, sagði ég, og hugsaði með þakklæti til þess að þeir Fjölnismenn skyldu ekki hafa heyrt til konunnar. Hvenær komstu l'rá Bandaríkjunum? spurði ég. Fyrir nokkrum dögum, svaraði hún og brosti nú í fyrsta sinn frá því hún kom inn og það skein í gullfyllingu í annarri framtönninni. Það var smávaralitur efst á tönnunum eins og hún hefði verið að flýta sér þegar hún skellti á sig litnum. Reykingar: Reykirðu mikið? spurði ég. „Don’t talk about it,“ svaraði Sigurrós B., svona einn og hálfan pakka á dag, en það er ekki útaf því sem ég hósta, ég hóstaði aldrei í Bandaríkjunum, en það er eins og annað á þessu „godfor- saken" landi, manni er alltaf kalt í þessari ,,damned“ rigningu og „windi“. Annars finnst mér allir vera hóstandi hérna. Já, það er kannski rétt, hugsaði ég með sjálf- um mér. Sigurrós sagði mér nú sögu sína i stuttu máli. Hún hafði gifst hermanni af vellinum, farið með honum út. Hann hafði síðan lamið hana við öll tækifæri. Hann var alveg „crazy“, sagði hún með innlif- un, ég ætla að skilja við hann. Er það hann sem er Bob T. í blóðflokki OTTAR A? spurði ég og Iíorfði á menið sem hún bar um hálsinn. Hún svaraði þessu varla. Frá því að ég kom hing- að upp á skerið er ég búin að vera hóstandi „on and off“. — Ég verð að fá að hlusta þig, sagði ég. Skoöunin: Sigurrós B. fór nú úr að ofan og settist upp á skoðunar- bekkinn. Hún var í svörtum brjóstahaldara með litlum gervi- perlum á, hlírarnir voru hálftrosn- aðir, og einn krókurinn rifinn af. Maðurinn minn gerði þetta, sagði hún afsakandi, hann var svo „crazy“. Ég brá hlustpípunni á brjóstkassann á konunni. Hún var með marbletti á öxlunum og undir öðru brjóstinu. Hlustunin var langt frá því að vera eðlileg. Það blés i lungnapípunum báðum megin og á nokkrum stöðum var greinilegt slímhljóð. Þegar blæs í lungnapíp- um á þennan hátt fer loftið gegnum mótstöðu í berkjunum, en það ger- ist einmitt í astma þegar pípurnar þrengjast. Þetta er kallað á tungu- niáli lækna „rhonki“. Þá fyllast lungun oft af lofti, sem sjúklingur- inn getur ekki losað sig við vegna þessara þrengsla í berkjunum, og þetta veldur ntiklum óþægindum og vanlíðan. Auk þessa rhonki heyrði ég slímhljóð. Kemur eitthvað upp þegar þú hóstar? spurði ég. Já, það kemur „a lot“ af slími, svaraði Sigurrós. Hvernig er það á litinn? spurði ég. „My God“, ég hef aldrei gáð, en ég held að það sé svona gult eða grænt. Næst bankaði ég í brjóstkassann á Sigurrós og hlust- aði eftir deyfum og reyndi að gera mér grein fyrir neðri mörkum lungnanna. Mér fannst bönkunin, eða „perkussionin“, vera eðlileg. Ég þreifaði síðan eftir eitlum og skoð- aði brjóstin með tilliti til hnúta. Grciningin: Ég held ég viti hvað er að þér. Þú ert með svokallaðan hornkít. en hann er ákaflega al- gengur hjá stórreykingafólki. Þess vegna ertu svona móð og úthaldslít- il og slöpp. Þú verður að minnka reykingarnar, helst hætta alveg. Sigurrós fórnaði höndurn og sagði: „My God you are all alikeþ og svip- urinn sagði kannski meira um álit hennar á læknum en þúsund orð. Ég setti upp þunga læknissvipinn sem ég set stundum á mig. Já, en þú verður að taka þetta alvarlega með reykingarnar. Svo ætla ég að taka af þér lungnamynd, en auk þess setja þig á meðferð með lyfi sem þú and- ar að þér úr svona stauk, og ég tók fram sýnishorn af lyfi sem heitir ventolin. Ventolin er efni sem sjúkl- ingurinn andar að sér og vikkar út berkjurnar og þá reynist honum auðveldara að anda og hann á betra með að losa sig við slímið sem ligg- ur þarna niðri. Auk þess þori ég ekki annað en gefa þér fúkalyf sem heitir doxycyklin, vegna þess að slímið sem upp úr þér kemur er gul- grænt á litinn. Slíkur litur þýðir yfirleitt að um sé að ræða bakteríur og graftarmyndun og það þurfum við að losna við. Sigurrós klæddi sig í. „Anything you say,“ sagði hún og brosti svo aftur skein í gullfyll- inguna. Ég skrifaði út lyfseðla og beiðni um röntgenmynd og lét kon- una fá hvort tveggja. Svo sýndi ég henni nákvæmlega hvernig átti að nota innúðalyfið ventolin. Sigurrós fór út og ég sá að hún kveikti sér strax í sígarettu í útidyrunum og saug af áfergju. Bandaríkjunum. Hann horfði á mig með köldum augunum og augnaráðið lýsti áliti herraþjóðar á undirsátum. Ertu ekki hætt að hósta? spurði ég Sigurrós. „Never felt better," sagði hún og hló glyðrulega. Og ég reyki ennþá. Ég stundi þungan, kastaði á þau kveðju og keypti mér dós af vond- um fiskbollum og stykki af bragð- lausum osti. Þangað leitar klárinn sein liann er kvaldastur, sagði ég svo spekingslega við sjálfan mig og horfði á eftir þeim Rósu og David C. leiðast gegnum kaupfélagið, tal- andi hátt um það hversu vöruúrval- ið væri Iitið. Það væri nú eitthvað annað fyrir „westan"! Ediileg lungnamynd: Lungna- myndin af Sigurrós var alveg eðlileg og ég 'neyrði ekki meira af henni í bili. Hún kom á stofuna nokkru síðar til að fá eitthvert vottorð og var þá farin að vinna í fiski. íslensk- an skánaði hjá henni og marblett- irnir hurfu. Nokkru síðar kom hún til að fá lyfseðil upp á pilluna og var þá farin að vinna uppi á Velli. Mán- uði siðar hitti ég hana svo í kaupfé- laginu. Hún var aftur kornin í rauða Ieðurjakkann, máluð eftir kúnstar- innar reglum, í níðþröngum galla- buxum og hárið var rauðara en ég hafði séð það áður. Hún var með amerískum hermanni sem var að hjálpa henni að setja grænar baunir ofan í körfuna. Óttar, sagði hún, má ég ekki kynna ykkur. Þetta er David C„ „he is my boyfriend, we . are so happy“. „Pleased to meet you David, which blood group do you belong to?“ spurði ég svona til að vera léttur í lund, og minntist plöt- unnar, sem hún hafði áður liaft um hálsinn. David var eitt af þessum feitu rassmiklu börnum á þritugs- aldri sem maður sér svo víða í kvikmyndir BÍÓBORGIN Foxtrot. * ★ íslensk spennumynd. Sýnd 5, 7, 9 og 11. Frantic. * * * Spenna og örvænt- ing í París. Sýnd 5 og 9. Rambo III. * Enn ein Rambo- myndin. Fáránleg atriði á færibandi. Stalloneersprenghlægilegur. Sýnd 7, 9 og 11. Bönnuð: 16 ára. D.O.A. Sýnd 5, 7, 9 og 11. BÍÓHÖLLIN Góðan daginn Vietnam. ★ ★ * Grátfyndin mynd um útvarpsmann sem sendur er til Víetnam til að hressa upp á dátana með fyndnu- útvarpsefni. Vitlaus maður á vit- lausum stað. Sýnd 5, 7.05, 9 og 11. Ökuskirteinið. Sýnd 5, 7, 9 og 11. Foxtrot. Sýnd 5, 7, 9 og 11. Beetlejuice. Sýnd 5, 7, 9 og 11. Að duga eöa drepast. Sýnd 5, 7,9 og 11. HÁSKÓLABÍÓ Klikurnar. ★ ★ ★ Löggu- og bófa- leikur. Sýnd 5, 7.30 og 10. Bönnuð: 16 ára. LAUGARÁSBÍÓ Þjálfun í Biloxi. ★ ★ ★ Sýnd 5, 7, 9 og 11.05. Bönnuð: 12 ára. Vitni að moröi. ★ ★ ★ Hörkuspenn- andi mynd um litinn strák sem kemst í hann krappan. Sýnd 5, 7, 9 og 11.05. Bönnuð: 14 ára. Stefnumót á Two Moon Junction. ★ ★ Nakin spennumynd. Sýnd 5, 7, 9 og 11.05. Bönnuð: 14 ára. REGNBOGINN: Sér grefur gröf... Spennumynd. Sýnd 5, 7, 9 og 11.15. Bönhuð: 16 ára. Hamagangur á heimavist. ★ ★ Glens og grín fyrir unglingana. Sýnd 5, 7, 9 og 11.15. Á ferð og flugi. ★ ★ ★ Gamanmynd um tvo strandaglópa. Sýnd 5, 7,9 og 11.15. Leiösögumaöurinn. ★ ★ Spennu- mynd um lappagoðsögn, gerð í skugga Hrafns Gunnlaugssonar. Sýnd 5, 7, 9 og 11.15. Bönnuð: 14 ára. Krókódila-Dundee 2. ★ ★ Ágætis framhald um krókódíla-Astralann. Sýnd 5, 7, 9.10 og 11.15. STJÖRNUBÍÓ: Sjöunda innsigliö. Ný spennandi og dularfull mynd. Sýnd 5,7,9og 11. Bönnuð: 16 ára. Von og vegsemd. ★ ★ ★ Úrvals- mynd um lítinn dreng i síðari heims- styrjöldinni. Sýnd 5, 7 og 9. ★ ★ ★ ★ = ★ ★ ★ = ★ ★ = ★ = FRÁBÆR, SÍGILD MJÖG GÓÐ GÓÐ SÆMILEG AFLEIT

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.