Pressan - 17.11.1988, Blaðsíða 5

Pressan - 17.11.1988, Blaðsíða 5
886r ledmsvcn .'\i' tueGbiilrnm'-l t- Fimmtudagur 17. nóvember 1988 PRESSAN spjallar við Stefán Friðfinnsson, aðstoðarmann utanríkisráðherra VIÐTAL: BERGLJÓT DAVÍÐSDÓTTIR „Það er alltaf svo fjári mikið að gera hjá mér. Bíddu hvað er klukkan núna? Jæja, segjum það þá, þó ég hafi ekki frá neinu að segja. Komdu um sexleytið, en það er á þína ábyrgð að þetta viðtal verði ekki hundleiðinlegt.“ Ég var fljót að svara Stefáni Friðfinnssyni, aðstoðar- manni Jóns Baldvins utanríkisráðherra, að hann skyldi ekki hafa neinar áhyggjur af því, við gætum ábyggilega fundið okkur eitthvert umræðuefni. Ég var því mætt á tilskildum tíma og Stefán bauð upp á kaffi. „Jæja, hvað viltu vita um mig? Mér leiðist þessi'ævi og uppruna- viðtöl,“ segir hann og kveikir sér í sígarettu. — Við verðum nú aðeins að tipla á því, svara ég, og spyr hvaðan hann sé ættaður. „Ég tel mig Grímseying, þar ólst ég meira og minna upp og var þar öll sumur frá því ég man eftir mér fram á unglingsár hjá fósturmóður minni, sem ég kalla svo, en reyndar var hún móðursystir mín. Þar var yndislegt að vera og mikil og góð reynsla. Reyndar má kalla það forréttindi að fá að kynnast sjómennsku og skepnuhaldi á barnsaldri. Nokkuð sem maður býr að alla ævi. Faðir minn, Friðfinnur, var ættaður frá ísafjarðardjúpi. Nú, ég átti heima í Vogunum og gekk í Langholtsskóla og Vogaskóla. Síðan lá leiðin í MR og þaðan á ég margar ánægjulegar- legar minningar. Ég var svo hepp- inn að lenda í skemmtilegum bekk, þar sem lagt var meira upp úr lífs- nautnum en lærdómi. Meðal skóla- félaga voru greindir náungar eins og Olafur Torfason, blaðafulltrúi ,,mafíuráðuneytisins“, Pétur Gunn- arsson rithöfundur, Óttar Guð- mundsson læknir og Vilmundur heitinn Gylfason, svo einhverjir séu nefndir. Við lifðum fyrir liðandi stund og síðan tókum við skorpu fyrir prófin og þetta gekk allt upp.“ HEIMSBJARGAR- ÁÆTLUNUM OKKAR ER FRESTAÐ UM HÁLFAN MÁNUÐ í SENN Á menntaskólaárunum kynntist Stefán konu sinni, Ragnheiði Ebeneserdóttur. „Flún var í Versló ög átti heima í nágrenni við mig. Við tókum því alltaf sama strætisvagninn í skól- ann og í strætó kynntumst við. Reyndar áttum við sameiginlega kunningja og í gegnum hana kynnt- ist ég mínum besta vini, Friðriki Pálssyni hjá SH. Allar götur síðan hefur hann haft yndislega slæm áhrif á mig. Nú, við Ragnheiður höfum vart skilið síðan við hittumst í strætó forðum daga. Hún er hörkudugleg og skemmtileg kona og síðan og ekki síst eigum við ákaflega vel saman. Við eigum einn son, Þórarin Ásgeir, sem við eign- uðumst ung. Hann er tuttugu og eins árs og starfar hjá Stöð 2. Nei, við ætlum ekki að bæta við okkur börnum, það er ósköp gaman að fá þau lánuð og Ieika við þau, en þá er líka gott að skila þeim. Við bíðum bara eftir barnabörnunum.“ Um það leyti sem þið standið í að fjölga mannkyninu drífur þú þig í háskólann. Hafðir þú áður ákveðið að leggja viðskiptafræði fyrir þig? „Nei, blessuð vertu, ég byrjaði í læknisfræði, tók mér síðan frí ein- hvern tíma og þvældist í viðskipta- fræðina, lauk prófi og hélt til Éng- lands í framhaldsnám í rekstrarhag- fræði. Það var geysilega skemmti- legur tími sem ég átti í háskólanum, eignaðist þar marga góða vini, sem ég hitti reglulega og eru reyndar mínir bestu vinir í dag.“ Þar segist Stefán einnig hafa lagt meiri áherslu á lífsins lystisemdir en nám, en slampast vel í gegn. Hann teflir reglulega við skólafélagana úr háskólanum. Hann segist vera í frá- bærum félagsskap, en vinirnir lé- legir skákmenn. „Þar eru öll heimsins vandamál leyst reglulega á hálfsmánaðarfresti en þagað vandlega yfir lausnum. Jón Helgi í BYKO, Brynjólfur í Granda, Guðlaugur Björgvins hjá Mjólkursamsölunni, Halldór Vilhjálms hjá Flugleiðum, Gísli Ben. hjá iðnlánasjóði, ég og Snorri Péturs erum meðlimir í þessu leyni- félagi. Við höfum það eins og her- foringjarnir á Taiwan, sem hittast á hverjum morgni til að fresta innrás- inni i Kína um einn dag. Heims- bjargaráætlunum okkar er frestað um hálfan mánuð í senn.“ Glettnin leynir sér ekki í augum Stefáns og greinilegt að í manninum leynist mikill húmor, sem hann ekki sýnir öllum. Hann afþakkar beisku töflurnar um leið og hann býður mér enn meira kaffi. Ég skil hann, það er svo fj... vont að reykja með töflurnar uppi í sér. MENN DANSA EKKI MENÚETT í VINNUNNI. EINS OG ÉG HÉLT Pólitíkin. Hvað veldur því að Stefán Friðfinnsson, sem aldrei hafði verið virkur í henni, verður eins og að fara á vertíð. Fjármála- ráðuneytið var að því leyti skemmti- legt að maður hafði aðeins hug- mynd um hvað verið var að fjalla um, fyrir utan fjállhresst samstarfs- fólk. Ég veit ekki eins mikið um diplómatíuna, nema ég hef gert mér ljóst núna að menn dansa ekki menúett í vinnunni eins og ég hafði haldið. Þar er hinsvegar líka fjallað um öll utanríkisviðskipti og það er vettvangur sem ég hef mikinn áhuga á. En eins og ég sagði var. vinnan í fjármálaráðuneytinu mjög^ skemmtileg og ég hefði gjarnan Stefan Friofinnsson, aðstoðarmaður Jóns Baldvins:.....svo hefur mamma hans sagt honum að velja Stebba frænda." allt í einu aðstoðarmaður Jóns Baldvins? „Það er algjör tilviljun að ég lenti í að verða aðstoðarmaður Jóns Baldvins. Ég satt að segja veit ekki hvernig það atvikaðist, en ég ímynda mér að Jón hafi skrifað nöfn allra hæfustu manna sem til greina komu niður á blað, listað plúsa og niínusa, svo hefur mamma hans sagt honum að velja Stebba frænda. Mér finnst það a.m.k. ekki verri skýring en hver önnur.“ Stefán segist aldrei hafa verið virkur í pólitísku starfi innan AI- þýðuflokksins. Þó sé hann af rót- gróinni krataætt og hafi fylgt flokknum að málum, eins og hver annar sem aðhyllist stefnu flokks- ins. Að vísu segist hann hafa unnið aðeins fyrir flokkinn í síðustu kosn- ingum, en ekki haft nokkur áhrif innan hans. „Allt í einu var ég kominn til starfa í fjármálaráðuneytið nteð mjög skömmum fyrirvara og sé ekki eftir því. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt starf fram að þessu og einn aðalkosturinn er hversu þetta er tímabundið. Þetta er

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.