Pressan - 17.11.1988, Blaðsíða 18
18
Fimmtudagur 17. nóvember 1988
ibróttir
BYLTING FRAMUNDAN
■■
FJOLGUN GERVIGRASVALLA
Flestir íþróttaunnendur vita að mikill munur er á ís-
lenskum handknattleik og íslenskri knattspyrnu, hand-
boltalandslið okkar er á heimsmælikvarða en staða ís-
lands í knattspyrnuheiminum er enn nokkuð undir
meðallagi. Engu að síður eru þeir margir sem gera gælur
við þá framtíðarsýn að íslendingar muni eignast knatt-
spyrnulandslið í sama gæðaflokki og þau lið sem riðla
vinnudegi og heimilislífi margra landsmanna þegar
beinar útsendingar standa yfir á sjónvarpsskjánum. Og
þetta eru ekki helberir dagdraumar heldur rökstudd von
margra.
Ástæðurnar fyrir þessari bjart-
sýni eru þessar: Annars vegar líta
menn tii kraftaverksins í handbolt-
anum, sem birtist i sínu skærasta
Ijósi á heimsmeistaramólinu I986,
og segja sem svo að það hljóti að
vera möguleiki að gera sömu hlut-
ina í knattspyrnunni. Hins vegar
leiða menn hugann að nokkuð
stöðugri framför íslenskrar knatt-
spyrnu síðustu árin, þróun sem
hófst um miðjan síðasta áratug og
felur í sér tvennt; íslendingar hafa á
þessu tímabili eignast fjölda at-
vinnumanna í knattspyrnu með er-
lendum liðum, nokkuð sem heyrði
til undantekninga fyrir þennan
tíma; islenska landsliðið hefur
breyst úr fallbyssufóðri í erfiðan
andstæðing, lið sem hvað eftir
annað kemur á óvart með sigrum og
jafnteflum og tapar sjaldan með
miklum mun.
Engu að síður eigum við íslend-
ingar langt í land með að eignast
það landslið sem okkur dreymir
um: Þrátt fyrir óvænt úrslit af og til
er heildarárangur liðsins aldrei góð-
ur og þó að atvinnumennirnir
okkar séu dýrmætir og þjóðinni til
sóma munu fæstir þeirra teljast á
heimsmælikvarða, hugsanlega
aðeins tveir þeirra, Arnór Guð-
johnsen og Ásgeir Sigurvinsson.
En hvað þarf þá að gerast til að
draumurinn verði að veruleika?
Að dómi margra sem til þekkja
(t.d. Siegfried Held landsliðsþjálf-
ara) er það ekki fámennið sem
stendur íslenskri knattspyrnu fyrir
þrifum heldur keppnisfyrirkomu-
lag, m.ö.o. þá leika íslenskir knatt-
spyrnumenn of fáa leiki, keppnis-
tímabilið er of stutt. Næstum allar
þjóðir heims utan við hafa lengra
keppnistímabil og fleiri lið í deild-
um. Þá eru það óyggjandi sannindi
í flestum málum að æfingin skapar
meistarann. Ef keppnistímabilið
yrði lengt verulega á íslandi og
verkefnum leikmanna fjölgað stór-
lega leiddi það óhjákvæmilega til
ÁGÚST BORGÞÓR ÁíWtti .ík
SVERRISSON
þess aö við eignuðumst fleiri og
sterkari atvinnumenn og gæðastað-
all knattspyrnunnar hér heima
myndi hækka verulega. Það þarf
ekki að velta því lengi fyrir sér
hvaða áhrif slíkt hefði á islenska
landsliðið en tilhugsunin er óneit-
anlega spennandi.
Til þessa hefur stutt keppnis-
tímabil verið álitið óumbreytanleg-
ur veruleiki vegna veðráttu hér á
landi og gróðurástands. Margt
bendir til að þessi viðhorf séu að
breytast; menn eru farnir að gera sér
grein fyrir því að það er knatt-
spyrnuveður hér á landi lengur en 4
mánuði á ári og að gervigras er
lausnin á vallarmálunum. En ef
marka ntá viðmælendur greinar-
höfundar virðist lenging keppnis-
tímabilsins ætla að verða fyrr að
raunveruleika en menn hefur órað
fyrir, hugsanlega þegar á næsta ári.
BÆÐI ÞARFT OG
MÖGULEGT
Fyrsti viðmælandi greinarhöf-
undar, Ellert B. Schram, formaður
KSl, taldi lengingu keppnistíma-
bilsins bæði þarfa og mögulega:
„Ég hef oftar en einu sinni flutt til-
lögur um þessi efni á ársþingum
KSÍ en þær hafa strandað á félags-
liðunum. Á þeim bæjum hafa menn
í grundvallaratriðum ekki verið á
móti lengra keppnistímabili en hins
vegar ekki talið lengingu gerlega,
enn sem komið er. Félögin hafa bor-
ið fyrir sig veðráttu, ástand valla,
aukinn kostnað sem breytingarnar
myndu hafa í för með sér, auk þess
sé álag á leikmönnum nógu mikið
fyrir og ekki á það bætandi."
Þessar tillögur sem Ellert nefndi
fela í sér nýja keppni, svokallaðan
deildarbikar, sem hæfist í mars. Þar
yrði liðum raðað í styrkleikaflokka
(líkt og landsliðum í riðlakeppni),
eftir það yrði dregið í tvo riðla og
leikið heima og heiman. Hápunkt-
ur knattspyrnuvertíðarinnar yrði
eftir sem áður í hinu eiginlega ís-
landsmóti um sumarið. Ellert sagði
ennfremur: „Menn hafa sett fyrir
sig ástand valla en forsendan fyrir
lengingu keppnistímabilsins er
lagning gervigrasvalla, sem mjög er
í deiglunni núna, því mörg félög
íhuga alvarlega að koma sér upp
gervigrasi og þá ekki síður félög á
landsbyggðinni. Ég tel gervigras-
velli mjög þarft mál fyrir íslenska
knattspyrnu.
Þess má geta að nokkur lið hafa
staðið fyrir æfingamóti núna í
haust en mjög hljótt hefur verið um
það í fjölmiðlum.
Við þessar hugleiðingar má einn-
ig bæta að ég tel þörf á að efla mjög
innanhússknattspyrnu hér á
landi.“
Jinas:
FLEIRI LIÐ í DEILDIRNAR
Jónas Kristinsson, forstöðumað-
ur og knattspyrnuþjálfari, var sam-
mála því að lengja þyrfti keppnis-
tímabilið á íslandi en taldi enn
brýnna að þétta leikjafyrirkomulag
yfir sumartímann: „Mér finnst
sjálfsagt að sama liðið leiki tvo
deildarleiki á viku rétt eins og í
handboltanum. Síðasta surnar var
fyrstudeildarkeppnin alltof
grisjótt, jafnvel svo að margar vik-
ur liðu á milli heimaleikja sumra
liða. Þetta dregur úr spennu móts-
ins, hefur slæm áhrif á frammi-
stöðu leikmanna og minnkar áhuga
almennings fyrir mótinu. Þeir
áhorfendur sem eru vanir að niæta
aðeins á heimaleiki síns liðs gleyma
því jafnvel að yfir stendur íslands-
mót þegar liðið þeirra hefur ekki átt
leik í hverfinu svo vikum skiptir.
Næsta sumar verða óvenjumörg
Reykjavíkurlið eða lið í nágrenni
Reykjavíkur í l. deildinni og tel ég
því sjálfsagt að fleiri en tvö af þeim
geti leikið innbyrðis á sama tíma, en
það hefur ekki mátt hingað til af
ótta við minni aðsókn. Ég tel þann
ótta ástæðulausan, menn fylgja
fyrst og fremst sínu liði. í seinni tíð
hefur borið á þeirri tilhneigingu að
teygja úr íslandsmótinu án þess að
fjölga verkefnum. Þannig fer of
mikill tími í æfingar en of lítill í
leiki. Ég sé fyrir mér að meðfram
því sem íslandsmótið yrði þéttara
myndi leikjum fjölga á þann hátt að
liðin í fyrstu og annarri deild yrðu
12 eða 14 i stað 10 núna og auk þess
háð úrslitakeppni efri og neðri
hluta deildarinnar að hausti, um
titil annars vegar og fall hins vegar.
Ég vil auk þess bæta hverfa-
stemmningu fyrir leiki og þar með
aðsókn með öflugri kynningu og
jafnvel dreifingu boðsmiða, hún
myndi smita út frá sér og stórauka
aðsókn.“
Pétur:
FASTA LEIKDAGA
Pétur Pétursson knattspyrnu
maður, sem eins og flestir vita hefur
áralanga reynslu af atvinnu-
mennsku, tók að mörgu leyti í sama
streng og Jónas. Hann taldi leng-
ingu keppnistímabilsins þarft mál
en enn brýnna og auðveldara í
framkvæmd væri breytt fyrirkomu-
lag yfir sumarið með þéttari leikja-
dagskrá og fjölgun liða í 1. og 2.
deild um tvö eða fjögur: „Mér
finnst fríin milli Ieikja oft óþörf og
of löng. Sé landsliðið að æfa eða
keppa mætti bjóða þeim liðum upp
á leiki sem ekki eiga landsliðs-
menn.“ í þessu sambandi gátu
bæði Pétur og Jónas hugsað sér
annað mót sem bæði myndi hefjast
á undan íslandsmótinu en einnig
fléttast inn í það um sumarið. Pét-
ur: „Mér finnst leikdagar einnig of
óreglulegir, ég held að tveir fastir
leikdagar í viku, segjum Iaugardag-
ur og miðvikudagur, myndu skapa
miklu meiri stemmningu fyrir mót-
inu og auka aðsókn. Og eitt enn:
Með fleiri liðum í deildunum og þar
með fleiri leikjum þá minnkaði
hættan á því að eitt lið gæti stungið
hin af í byrjun eins og gerðist með
Fram síðasta sumar.
Varðandi það að hefja tímabilið í
febrúar eða mars með öðru og
veigaminna móti þá spilar vitanlega
óvissa með veðráttuna inn í það
dæmi. Eitt ráð er að byggja yfir velli
eða loka þeim af með einhverjum
hætti. Ég minnist þess frá þeim
tíma er ég lék með Feyenoord í
Hollandi, að á æfingum yfir hávet-
urinn tíðkaðist að loka vellinum
með einhvers konar lofttjaldi. Vit-
anlega yrðu svona framkvæmdir
dýrar og sérstaklega þungur baggi
fyrir lið úti á landi, en hins vegar
kæmi til greina fjárhagsleg sam-
vinna margra félagsliða, t.d. allra
liðanna í 1. og 2. deild.“
Pétur staðfesti ummæli Ellerts B.
Schram um að nú stæði yfir lokað
haustmót í knattspyrnu á gervigras-
inu í Laugardal. Hann sagði að öll
Reykjavíkurliðin utan Valur tækju
þátt í mótinu.
Sigurður:
GERVIGRAS Á AKUREYRI
Sigurður Arnórsson, formaður
knattspyrnudeildar Þórs, sagði að
veðráttan hefði meiri áhrif á knatt-
spyrnuna úti á landi en í Reykjavík,
sérstaklega snjóþyngsli: „Síðasta
sumar þurfti að fresta fyrstu leikj-
um Akureyrarliðanna. Hér voru
engir vellir tilbúnir fyrr en í júní,
ekki einu sinni malarvöl!ur.“ Sig-
urður tók hins vegar vel í hugmynd-
ina um lengra keppnistímabil, en
gervigrasvellir væru forsendan fyrir
því. Sagði hann menn vera farna að
ræða það í alvöru að leggja gervi-
grasvöll á Akureyri: „Það er engin
spurning að góð nýting yrði á þess-
um velli hjá liðunum frá nágranna-
byggðarlögunum, Ólafsfirði,
Húsavík, Sauðárkróki og Siglu-
firði. Því er hins vegar ekki að neita
að mun lakari aðsókn yrði á leiki
snemma árs en um hásumar.“
Sigurður sagðist vera hlynntur
föstum leikdögum, sagði að
ákvörðun um slíkt væri í deiglunni.
Einnig stæði til að gefa út getrauna-
seðla fyrir íslensku knattspyrnuna
og nauðsynleg forsenda þess væri
einmitt fastir leikdagar. Sigurður
sagði ennfremur að framundan
væru fundir hjá formönnum knatt-
spyrnudeilda allra fyrstudeildarlið-
anna, þar sem alvarlega yrðu rædd-
ar mögulegar breytingar á móts-
haldi, hugsanlega nýjungar fyrir
næsta keppnistimabil. Sagði hann
bæði vera á döfinni lengingu
keppnistimabilsins og breytt fyrir-
komulag yfir sumarið.
Það er ljóst að breytingar eru
framundan í islenskri knatt-
spyrnu og meiri einhugur virðist
ríkja um hugmyndir þar að lútandi
en oft áður.