Pressan - 17.11.1988, Blaðsíða 26
.26
Fimmtudagur 17. nóvember 1988
Fréttaskýring
ASÍ-þingiö
ÞUNGAVIGTARMENN
Í LIÐ MEÐ ÁSMUNDI
Karl Steinar talinn styðja forsetann en stefna sjálfur í varaforsetastól.
Karvel yfirlýstur stuðningsmaður beggja. Varaformaður Dagsbrúnar sér
engan vœnlegri en Ásmund. Vilborg, formaður Snótar íEyjum, sterklega
orðuð við embœtti annars varaforseta. Þóra Hjaltadóttir segir að hinn
almenni þingfulltrúi láti ekki stjórnast af pólitískum flokkadráttum eða
kvennakvóta.
Sveit foringja innan verkalýðshreyfingarinnar
vinnur að því að tryggja Ásmundi Stefánssyni, forseta
ASÍ, góða kosningu á þingi sambandsins sem hefst
nk. mánudag. Stuðningsmenn Ásmundar eru sagðir
áfram um að jábræður hans og -systur nái kjöri i mið-
stjórnina. í plottinu gera þeir auðvitað ráð fyrir að
tryggja eigin stöðu í leiðinni.
Meðal þungavigtarmanna sem
beita sér fyrir góðri kosningu Ás-
ntundar eru, samkvæmt heimild-
um PRESSUNNAR, Benedikt
Davíðsson, formaður Santbands
byggingarmanna, Guðmundur I>.
Jónsson, formaður Landssam-
bands iðnverkafólks, Halldór
Björnsson, varaformaður Dags-
brúnar, Magniis Geirsson, for-
maður Rafiðnaðarsambands ls-
lands, Karl Steinar Guðnason,
formaður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur, og
Karvel Pálmason, varaforntaður
Verkamannasambáhds íslands.
AFDRÁTTARLAUS
STUÐNINGUR
„Ég hef vonast til að Ásmundur
verði áfram, en hvað hann ákveð-
ursjálfur þori égekki að segja. Ég
tel ákaflega erfitt að fjalla um
málið á nreðan liann hefur ekki
sagt neitt sjálfur. En það eru
hreinar línur, að ég er fylgjandi
Ásmundi el' hann gefur kost á
sér,“ sagði Magnús Geirsson þeg-
ar PRESSAN spurði hvort hann
tilheyrði stuðningshópi Ásmund-
ar.
Halldór Björnsson, varafor-
maður Dagsbrúnar og varamaður
í miðstjórn ASÍ, kannast við að
þrír af þeim sex sem nafngreindir
eru hér að ofan hafi ræðst við um
þessi mál. Það er hann sjálfur,
Benedikt Davíðsson og Guð-
mundur Þ. Jónsson. „Við höfunr
spjallað saman um þá óvissu sem
verið hefur í kringum þetta. Ég
geri ráð fyrir að ef Ásnrundur
gefur kost á sér verði hann sjálf-
kjörinn. Ég sé ekki nokkurn ann-
an vænlegri frambjóðanda,“
sagði Halldór.
STUDNINGSMENN
DREGNIR Á SVARI
Karvel Pálmason segir ekkert
óeðlilegt að nrenn beri saman
bækur sínar fyrir þingið, þó það
virðist hafa verið minna nú en oft
áður. Hann kannast þó ekki við
að þungavigtarmennirnir sex hafi
ræðst við sérstaklega. „Eg veit
ekki livort hægt er að tala um
skipulagðar viðræður, þótt ein-
hverjir sem telja sér málið skylt
beri saman bækur sínar. Enn sem
komið er veit ég ekki til þess að
neinn viti fyrirfram um þróun
nrála,“ sagði Karvel.
Hann dregur enga dul á stuðn-
ing sinn við Ásmund, verði hann í
franrboði. „Ég er Itins vegar
óhress með, að liann skuli ekki
fyrir löngu hafa sagt unr afstöðu
sína til framboðs. Það væri mjög
óheppilegt að standa frammi fyrir
því á fundinum, að hann gæfi
ekki kost á sér.“
ANDSTÆÐINGARNIR
VIDURKENNA ÓSIGURINN
Það þykir næsta víst að Ás-
mundur verði sjálfkjörinn. And-
stæðingar hans, senr flestir konra
úr röðum verkamannasambands-
ins, telja möguleika á hallarbylt-
ingu nánast enga. Til þess vantar
styrk á þinginu, svo og frambjóð-
anda sem gæti laðað til sín fylgi úr
hlutlausa arminum. Þeir hafa því
í rauninni viðurkennt ósigur sinn
fyrir þinginu. Einn þeirra orðaði
það svo, að nú væri aðalverkefniö
að standa vörð unt Verkanranna-
sambandið. ASÍ væri fyrir bí.
KARL STEINAR LÍKLEGUR
VARAFORSETI
„Trúnaðarmenn" Ásmundar
virðast m.a. áfram um að ná fólki
inn í miðstjórnina sem komi til
með að verða sammála forsetan-
um. Andstæðingar hans segja
hann ósamvinnuþýðan og gjarn-
an á að taka persónulega til sín ef
menn eru ósammála honum. Enn
er þó ófrágengið hverjir verða
varaforsetar. Bæði Guðríður
Eliasdóttir og Björn Þórhallsson
hafa lýst yfir að þau gefi ekki kost
á sér til endurkjörs. Karl Stein-
ar Guðnason hefur oft verið
nefndur upp á síðkastið í embætti
1. varaforseta og miðað við þróun
mála síðustu vikur er talið líklegt
að hann hafi tryggan stuðning.
Með stuðningi við Ásntund telja
menn hann gulltryggja sig í
embætti 1. varaforseta. Karvel
Pálmason, sem jafnframt hefur
verið nefndur líklegur frambjóð-
andi, segist styðja Karl Steinar
gefi hann kost á sér. Hitt varafor-
mannssætið keniur þá í hlut
konu, en mest óvissa virðist ríkja
um þann frambjóðanda.
LEIT AD KONU
Þóra Hjaltadóttir, formaður
Alþýðusambands Norðurlands,
hefur stundum verið orðuð við
varaforsetaenrbættið, en hún er
ekki talin vera i náðinni hjá Ás-
mundi. í samtali við PRESSUNA
staðfesti hún að nröguleiki á
framboði hefði verið ræddur við
hana. Miðað við þá blokk sem
nrynduð hefur verið fyrir þingið
virðist hins vegar Vilborg Þor-
stcinsdóttir, formaður Snótar í
Eyjum, sá kvennraður sem helst
kemur til greina. Kagna Berg-
inann, formaður Verkakvennafé-
lagsins Framsóknar, og Þórunn
Sveinbjörnsdóttir, formaður
Sóknar, hafa einnig verið nefnd-
ar.
Kosning formanns og varafor-
nranns fer fram á ntiðvikudag, en
kosning í miðstjórn daginn eftir.
Það er kjörnefnd sem kýs nefndir
þingsins, þar á meðal uppstilling-
arnefnd. Þar verður væntanlega
fyrst Ijóst hverjir bjóða sig fram
til ýmissa embætta. En tilnefning
frambjóðenda utan úr sal er leyfi-
leg og þar kynnu helst að verða
óvæntar uppákonrur.
ÓHÁÐIR KVENNAKVÓTA OG
FLOKKADRÁTTUM
Þóra Hjaltadóttir segir útilok-
að að s!á einhverju föstu fyrir-
fram unr kosningar á þinginu.
„Fólk lætur ekki lengur segja sér
fyrir verkum. Hinn almenni þing-
fulltrúi lætur ekki stjórnast af
pólitískum flokkadráttum eða
kvennakvóta. “ Sömu skoðunar er
Karvel Pálmason: „Það er nánast
liðin tíð, að menn geti eyrnamerkt
sér þetta eða hitt. Flvort sem
menn telja það gott eða vont
hefur pólitíkin mun minni áhrif
en áður.“
Engu að síður virðist ljóst, að
Ásmundur Stefánsson hefur mjög
styrkt stöðu sína með stuðningi
ýmissa þungavigtarmanna í hreyf-
ingunni. Hvort allt gengur eftir
sem sem þeir kunna að hafa
ákveðið er önnur saga. Hinn
almenni þingfulltrúi hlýtur að la
einhverju ráðið. Annað verður að
teljast óeðlilegt innan heildarsam-
taka launafólks.
Magnús Geirsson vonast til að
Ásmundur verði áfram.
Halldór Björnsson sér ekki væn-
legri frambjóðanda.
styðja sitjandi forseta.
Guðmundur Þ. Jónsson i stuðn-
ingshópnum.
Karl Steinar talinn njóta stuðn-
ings i embætti 1. varaforseta.
Karvel Pálmason segist styðja
bæði Ásmund og Karl Steinar
bjóði þeir sig fram.