Pressan - 17.11.1988, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 17. nóvember 1988
23
s|úkdómar og fólk
Magaverkir Jóhanns J.
Helvítis kvótakerfið
Jóliann J. var kraftalegur sjó-
maður á fimmtugsáldri og hafði
ekki komið oft til læknis um dag-
ana. Hann hal'ði lent í smáslysi úti
á sjó eða við löndun og verið saum-
aður á handlegg, en annars hafði
liann verið heilsuhraustur. Ég hafði
kynnst Jóhanni lítilsháttar á ein-
hverjum pólitískum fundi sem ég
hafði álpast á og síðan heilsuðumst
við alltaf nreð virktum. Hann átti
pantaðan tíma þennan morgun og
sat hinn þolinmóðasti á biðstof-
unni og las þriggja vikna gamlan
Þjóðvilja þegar ég kallaði á hann.
Við komum okkur þægilega fyrir í
stólunum á stofunni minni og fór-
um að ræða um pólitík. Jóhann
bölvaði ríkisstjórninni og stjórnar-
andstöðunni og þeim stjórnmála-
mönnum öllum, sem hvorki væru í
stjórn eða stjórnarandstöðu. Hann
talaði illa um þá í sjávarútvegsráðu-
neytinu, bölvaði kvótunum og verð-
tryggðu lánunum, umferðinni og
Kvennalistanum.
Belgurinn er að
drepa mig
Síðan spurði ég eins og alltaf:
Hvað er að? — Það er belgurinn á
mér sem er að drepa mig, sagði
Jóhann. — Hvernig þá? spurði ég.
Hann lýsti þá verk í kviðnum undir
bringubeininu sem hann hefði haft
undanfarnar vikur. Verkurinn væri
mjög slæmur „brunaverkur“, kæmi
og færi, en þess á milli væri hann
einkennalaus. — Hefurðu haft
brjóstsviða? spurði ég. — Já, hann
hef ég haft um árabil, svaraði Jó-
hann. Ég hef þolað illa ákveðinn
mat, steiktan og brasaðan, en þetta
helvíti núna er miklu verra en allt
sem ég hef upplifað áður. Ég fór að
spyrja Jóhann út í hagi og lifnaðar-
háttu og hann sagðist vera ferlega
stressaður. Fiskeríið hefði ekki
verið eins og hann hefði kosið,
skuldirnar væru að drepa hann,
enda nýskilinn við konuna eftir
margra ára hjónaband, og hann
Líklega er nœrtœkt að gera sér í
hugarlund að heildverslun sem
lieitir því ofurvenjulega íslenska
nafni Edda sé skírð í höfuðið á
Eddu Snorra Sturlusonar, Eddu
Sœmundar fróða, eða þá einhverri
íslenskri kvenpersónu sem hefur
borið þetta ágœta nafn, Edda.
En hlutirnir eru ekki alltaf jafn-
gráupplagðir og þeir virðast við
fyrstu sýn. Staðreyndin ku nefni-
lega vera sú að heildverslunin Edda
hf. heitir eftir allt annarri og síst
ófrœgari Eddu; nefnilega Eddu
dóttur Mussolinis, einræðisherra á
Ítalíu.
Heildverslunin Edda var stofnuð
árið 1931 og stundaði í upphafi
bœði inn- og útflutning, þar á
meðal á saltfiski til Ítalíu. Ekki
mun alltaf hafa verið vel gott að
eiga við ítalina á þessum árum og
því álitu menn að það myndi liðka
fyrir viðskiptunum ef fyrirtœkið
ÓTTAR
GUÐMUNDSSON
LÆKNIR
væri enn að gera upp við hana. Hún
hefði fengið að halda húsinu sem
þau áttu en hann væri fluttur í litla
blokkaríbúð og þetta væri erfiður
róður, eins og hann sagði. Hann
sagðist reykja þetta 1—2 pakka af
sígarettum á dag, drykki mikið
kaffi og talsvert brennivín um
helgar og í landlegum. — Hefurðu
verið að taka einhver lyf? spurði ég.
— Nei, ég tek engin lyf, svaraði Jó-
hann, nema út af giktarfjanda sem
er að drepa mig. — Hvaða lyf tek-
urðu út af giktinni? spurði ég. —
Það veit ég ekki, svaraði hann, þetta
eru einhverjir belgándskotar, sem
ég fann um borð.
Úr að ofan og upp á
bekkinn
— Farðu úr að ofan, sagði ég, og
leggstu upp á bekkinn. Hann gerði
það og var lengi að klæða sig úr,
enda vel búinn í 2—3 nærbolum
auk skyrtu. Ég skoðaði hann gaum-
gæfilega. Jóhann var talsvert
aumur við þreifingu á kviðnum
fyrir neðan bringubeinið, en annars
var skoðunin eðlileg. Lifrin hafði
ekkert stækkað, endaþarmsþreif-
ing var eðlileg og engin merki um
blæðingu frá meltingarvegi að sjá.
Þegar skoðuninni var lokið klæddi
Jóhann sig á nýjan leik og við sett-
umst niður til að ræða málin. — Þú
ert sennilegast með magabólgur
eða maga- eða skeifugarnarsár. Þú
hefur með alveg dæmigerð einkenni
fyrir það. — Nú, sagði Jóhann,
magasár, hver djöfullinn er það,
eitthvað sem grær með tímanum, er
það ekki?
Magasýrur og
magasár
— Magabólgur og -sár stafa
sennilegast af of miklum magasýr-
um, sagði ég, surnir virðast l'ram-
leiða of miklar sýrur og auk þess
virðist maginn í sumu fólki ekki
nægilega duglegur að minnka sýru-
stigið nteð meltingarvökvum. Auk
þess er ýmislegt sem veldur því að
sýruframleiðslan eykst, eins og
streita svo og reykingar. Ákveðin
fæða virðist auka framleiðsluna á
magasýrum, t.d. kaffi, áfengi,
ntjólk og rjómi. Ákveðin lyf, eins
og magnvl og alls konar giktarlyf,
auka hættuna á magasári. Þannig
að þú hefur ýmislegt sem stuðlar að
sármyndun. Þú reykir, þú ert yfir-
máta stressaður, þú hefur óreglu-
legan vinnutíma og síðast en ekki
síst ertu farinn að taka giktarlyf,
sem verka illa á magaslimhimnuna.
Hvað er til ráða?
— Hvað á ég þá að gera? spurði
Jóhann. — Það er ýmislegt sem þú
getur gert, svaraði ég. Þú verður t.d.
að reyna að minnka streituna í lífi
þínu, minnka reykingar, sofa reglu-
lega og reyna einhvers konar slök-
un. — Ja, mér þykir þú stórtækur í
ráðleggingunum, sagði Jóhann.
— Þú verður að fara að borða reglu-
lega og reyna að halda þér að trefja-
ríkri fæðu og halda þér frá áfengi
og kaffi. Svo verðurðu að hætta að
táka þessa giktarbelgi, enda eru þeir
sennilegast gagnslausir fyrir þig. En
þetta er nú langtímaáætlun, við
verðum að grípa til annarra aðgerða
til að byrja með. Ég ætla að senda
þig i blóðrannsókn og í magamynd
og sennilegast í magaspeglun líka til
að vera alveg öruggur um sjúk-
dómsgreininguna. Svo verð ég að
gefa þér einhver lyf. Hérna áður
fyrr voru alltaf gefin fljótandi lyf til
að minnka sýruna í maganum, hin
svokallaða hvíta mixtúra, sem inni-
hélt sóda eða basa sem einangraði
sýruna. Nú orðið gefum við í tilfell-
um eins og og þessu lyf í töfluformi,
hina svokölluðu H-2-hemjara, sem
koma í veg fyrir að frumur í melt-
ingarveginum framleiði magasýrur.
Þessi lyf ntinnka sýrumyndunina
um75—95%. Éggef þérlyf úrþess-
um flokki sem heitir Zantac og þú
tekur það tvisvar á dag. Það eru til
ýmis önnur Iyf af þessum l'lokki
lyfja, eins og Tagamet eða Cime-
tidin og fleiri, en við skulum nota
þetta. Jóhann fór við svo búið og
við kvöddumst.
Niðurstöður
rannsókna
Jóhann fór í magamyndatökuna,
sem staðfesti sár í skeifugörninni,
og síðan sendi ég hann í maga-
speglun sem staðfesti enn l'rekar
þessa sjúkdómsgreiningu. Blóð-
rannsóknin var eðlileg. Hann tók
Zantac-töflurnar reglulega og varð
fljótlega einkennalaus. Skömmu
síðar hitti ég hann inni á skyndi-
bitastað þar sem liann sat og raðaði
i sig frönskum kratöflum með
bleikri andstyggilegri sósu. Hann
lét vel af sér en kvartaði sáran
undan magaspegluninni sem
honum fannst leiðinleg. — Hvernig
gengur með streituna, spurði ég, eru
hættur að reykja? Þetta mataræði
er nú kannski ekki það hollasta sem
völ er á. — Nei, alls ekki, sagði Jó-
hann, en þessar pillur sem þú gafst
mér eru svo góðar, að ég áleit mig
ekki þurl'a að gera neitt annað. Svo
ég reyki ennþá og vinn jafnmikið og
lifi bara eins og venjulega og ét
þessar pillur með. Hann stakk upp
í sig feitri kartöflu löðrandi í sósu
og brosti. Ég hristi höfuðið og síð-
an kvöddumst við Jóhann. — Betri
er. pilla í maga en ábyrgð á eigin
liag, sagði ég spekingslega við sjálf-
an mig og flýtti mér siðan út úr
steikarbrælunni á skyndibitastaðn-
um, áður en mér yrði meira illt. ■
Einræðisherrann
Mussolini og fjöl-
skylda meðan
allt lék i Ivndi.
Okkur reilcnast
svo til að Edda sé
unga stúlkan
sem stendur við
hlið föður sins.
bæri nafn sem Italirnir þekktu og
teldu jafnvel viringarvott viðsig. Á
þessum árum var Mussolini alvalda
á Ítaííu og Edda, dótlir hans,
náttúrlega í miklum metum. Og
nafnið var auðvitað ekki síður
kunnuglegt hér á Fróni.
En ailt er í veröldinni valt: Heild-
verslunin Edda hefur fyrir löngu
aflagt útflutningsverslun og Thors-
bræður, sem seldu saltfisk til Ítalíu
í nafni hennar, eru horfnir á \
feðra sinna. Sjálf átti Edda ek
miklu veraldarláni að fagna þeg.
tók að halla undan fœtifyrir föð,
hennar. Þegar endalokin nálguðu
taldi Mussolini að Ciano grel
eiginmaður Eddu, hefði setið
svikráðum við sig. Og greip til þe
ráðs sem einrœðisherrar hafa lön
um haft dálæti á; lét skjóta Cian
en eftir sat Edda í ekkjustandi...