Pressan - 17.11.1988, Blaðsíða 29
Fimmtudagur 17. nóvember 1988
29
Sverrir Stormsker situr ekki auðum
höndum þessa dagana. Hann er að ijúka
við og gefur frá sér um næstu mánaða-
mót tvær hljómplötur. Önnur þeirra er
barnaplata en hin er klassísk. Efni beggja
er frumsamið og sýnir þetta aö Sverrir er
ekki allur þar sem hann er séður. Rokk-
pressan leit inn í hljóðverið þar sem
Sverrir vinnur tónlist sína, dvelur einn um
nætur innan um tækin og skapar tónlist
fyrir alla aldurshópa.
ég ekki barnaplötur, mér
hefur alltaf þótt þær hund-
ieiðinlegar, leiðinlegustu
plötur sem ég gat hugsað
mér. Einu barnaplöturnar
sem ég hef hlustað á eru plöt-
urnar hans Bjartmars.“
— Verður hann ekkert
spældur ef hann les þessi
ummæli þín?
„Það held ég ekki. Ég tal-
aði við hann um þetta í síma
og hann var alveg á því að
þetta væru barnaplötur og
ekkert annað. Mín plata
verður á svipuðum nótum en
samt er ég ekkert að herma
eftir honum svo að platan
mín seljist í 14.000 eintök-
um. Mitt „stöff“ er einfald-
lega barnapopp."
— Má þá segja að þú
verðir mjög barnalegur á
plötunni, ertu kannski með
bleiu á bossanum á umslag-
inu?
Sverrir hlær en segir:
„Nei, nei, en mér finnst um-
slagið vera voðalega sjóara-
legt.“
— Plata fyrir sjómanna-
börn?
Stormskerið hlær enn:
„Eftir umslaginu að dæma
má segja að þetta sé plata
fyrir sjómannabörn en nú
erum við kannski búnir að
þrengja hringinn fullmikið.
Þetta er plata fyrir alla
krakka.“
— Að öllu gríni slepptu
langar mig að vita hvað
raunverulega fékk þig til að
gera barnaplötu?
„Einfaldlega það að ég
vildi ekki hjakka í sama far-
inu, mig langaði að gera eitt-
hvað nýtt, og þegar ég var að
gramsa í lagabunkanum
mínum sá ég að þar voru um
það bil 20 lög sem voru í
þessum barnastíl, einhver
barnakeimur af þeim. Því lá
beinast við að gera við þau
texta og koma þeim á plast.
En mín plata á að vera
skemmtileg, ekki pínlega
leiðinleg eins og meirihluti
íslenskra barnaplatna, sem
gera því skóna að krakkar
séu hálfgerð fífl. Ég held að
krakkar geti ekki hlustað á
áður útgefnar íslenskar
barnaplötur, ekki ógrát-
andi.“
— En miðað við þjóðfé-
lagið í dag, eru krakkar þá
nokkuð spenntir fyrir barna-
plötum? Væri ekki nær að
gera 45 mínútna langt mynd-
band, kryddað hóflegu of-
beldi?
„Jú, það er alveg rétt, en
málið er að ég geri ekki út
með því augnamiði að
— Barnaplatan þín á að
heita Nú er ég klæddur og
kominn á rokk og ról. Er
nafn plötunnar dæmigert
fyrir húmorinn á henni?
„Það felst nú svo sem eng-
inn gríðarlegur húmor í
nafninu. Þetta er gömul
tugga frá Megasi og með
þessari nafngift er ég ein-
faldlega að skírskota til þess
að þetta sé barnaskífa.“
— Þú ert ekkert hræddur
um að fólk misskilji titilinn
og haldi að þetta sé argasta
rokkplata?
„Nei, nei, ekki ef þú birtir
víðtalið. “
Blaðamanni lék forvitni á
að vita hvað það væri sem
gerði þessa plötu að barna-
plötu.
„Það eru fyrst og fremst
textarnir, sem eru voðalega
barnalegir. Að vísu fer ég
ekkert í skóna hans Bessa
Bjarnasonar, en textarnir
eru mjög einfaldir. Einfald-
lega barnatextar. Samt hitti
ég nú um daginn gamla skúr-
ingakonu sem hafði verið að
lesa textana yfir uppi í prent-
smiðju. Hún spurði mig
hvort þetta væru virkilega
barnatextar. Það er alltaf til
fólk sem misskilur alla hluti
og hún hefur eflaust séð ein-
tóma svertu þegar hún vissi
að textarnir voru eftir mig.
En þeir eru mjög saklausir,
hvað sem öllum skúringa-
kerlingum líður.“
— Er munur á því að gera
plötu fyrir börn samanborið
við „fullorðinsplötur"?
„Hjá mér er aðalmunur-
inn sá að á barnaplötunni
beiti ég röddinni öðruvísi,
reyni að vera barnalegri. Það
hefur komið í ljós eftir því
sem líður á vinnsluna að
platan verður ekki eins
barnaleg og ég átti von á.
Hún nær reyndar í skottið á
unglingunum."
— Er þá kannski vafa-
samt að kalla plötuna barna-
plötu?
„Já, ég sá það reyndar
eftir á því ég ætlaði að kalla
hana BARNAPLÖTU með
stórum stöfum, en svo sá ég
bara að það var ekki hægt.“
— Þegar maður gerir
barnaplötur svona upp úr
þurru, þarf maður þá ekki
að hlusta á aðrar barnaplöt-
ur til að átta sig á hlutunum?
„Nei. Ég vildi bara gera
barnaplötu eins og mér
finnst að barnaplötur eigi að
vera, innan gæsalappa að
vísu. En ég hlustaði ekkert á
barnaplötur áður en ég réðst
í að gera þessa. Reyndar þoli
græða, er ekki í þessu út af
„bissness". Ef ég gerði það
væri þessi plata steingeld og
hundleiðinleg."
Nú tók umræðan dálítinn
hliðarsveig og við ræddum
um svívirt börn og þess hátt-
ar miður skemmtilega hluti.
Ég spurði m.a. að því hvernig
honum fyndist þjóðfélagið
fara með börnin sín.
„Miðað við þennan þátt
þarna í imbakassanum um
daginn fer þjóðfélagið nú
ekkert of vel með börnin sín.
Samt sem áður held ég að
yfir höfuð hafi fólk það
svona skítsæmilegt, alls stað-
ar nema hér og í Eþíópíu!!“
— Fyndist þér þá ekki
nær að íslenskir tónlistar-
menn styddu við bakið á
þessum svívirtu þjóðfélags-
þegnum í stað þess að syngja
fyrir einhvern blökku-
mannaleiðtoga í Afríku?
„Auðvitað. Fólk á að líta
sér nær. Það er mér óskiljan-
legt hvers vegna fólk hérna,
sem hefur það frekar skítt, er
að raka saman þessum ann-
ars fáu aurum sínum til að
styðja einhvern blökku-
mannaleiðtoga eða sveltandi
fólk víðsvegar um heiminn.
Það væri t.d. miklu nær að
stofna sjóð til styrktar fórn-
arlömbum kynferðisglæpa-
manna eða fólki sem býr við
þröngan kost i kvisther-
bergjum og kjöllurum og
hefur varla efni á að verá á
lífi. Það sem okkur kemur
við er fyrst og fremst það
sem gerist hér á klakanum."
— Segjum sem svo að
einhver ónefndur aðili
skipulegði tónleika til styrkt-
ar svívirtum börnum, mynd-
ir þú taka þátt í slíkum tón-
leikum?
„Ég myndi gera það, en
annars er maður orðinn
svakalega hundleiður á öllu
þessu styrktarveseni. Á
tímabili var hringt í mig dag-
lega og ég beðinn að styrkja
liitt og þetta með því að
koma fram. Þetta var orðið
nánast endalaust og ég var á
góðri leið með að verða svip-
að andlegt og líkamlegt brak
og þetta blessaða fólk, sem
ég átti að styrkja. En ég er
núna að gefa þrjú lög á plötu
til styrktar lömuðum og fötl-
uðum. Annars væri mjög
sniðugt hjá mér að gefa út
plötu til styrktar geðsjúkum,
því þá væri ég að styrkja
sjálfan mig í leiðinni,“ segir
Sverrir og hlær. En hann
hefur ekki alveg talað út um
þessi mál og heldur því
áfram: „Mér finnst þessi
styrktarmál æði skrýtin.
Fólk virðist ekki hafa efni á
því að styrkja eitt eða neitt
en samt hefur það alltaf efni
á brennivíni, stútfullt um all-
ar helgar. Það virðist vera
þannig að því minna sem
fólk á því meira drekkur það.
Þetta er alveg ótrúlegt.“
— Aftur til plötumála.
Sverrir er líka að vinna að
klassískri plötu. Hvenær
kemur hún út?
„Hún kemur út nánast
samtímis Nú er ég klæddur
Textarnir eru saklaus-
ir, hvað sem ölium
skúringakerlingum lið-
ur. Pressumynd GHÁ
Það er
mér
óskiljan-
legt hvers
vegna iólk
hérna,
sem hefur
það frekar
skítt, er
að raka
saman
þessum
annars fóu
aurum
sinum til
að styðja
einhvern
blökku-
manna-
leiðtoga
eða
sveltandi
fólk viðs-
vegar um
heiminn.
GUNNAR H.
ÁRSÆLSSONi
og kominn á rokk og ról,
þ.e.a.s. um mánaðamótin
nóvember-desember. “
— Hvernig er að vinna
svona plötur samtímis?
„Mér fannst miklu
skemmtilegraað vinna klass-
ísku plötuna en eitt er víst;
krakkar kaupa hana aldrei.
Þetta er svona gamaldags
klassík eins og Beethoven,
Mozart og (tó)Bach voru að
fást við. Þetta er í fyrsta
skipti sem íslendingur gefur
út klassíska plötu eingöngu
nreð frumsömdu efni og ég
veit ekki unr marga senr hafa
áhuga á þessari tónlist. Ég
gef þessa plötu út í algerri
blindni, veit ekkert hvernig
viðtökurnar verða.“
— Nú er þetta að ég held
í fyrsta skipti sém íslending-
ur gefur út tvær stórar
hljómplötur samtímis. Er
þetta ekki óðs manns æði,
getur þetta ekki haft skugga-
legar afleiðingar í för með
sér?
„Eins og ég sagði áðan hef
ég aldrei gefið út plötu með
einhvern markað eða
„bissness“ í huga. Markaðs-
lega er þetta ekkert sniðugt,
ég veit það. Kannski er þetta
algerlega út í hött. En ég er
ekkert bundinn á klafa
markaðarins eins og Steinar
Berg eða Jón Ólafsson hjá
Skífunni. Þeir vildu heldur
ekki gefa út klassísku plöt-
una þrátt fyrir að mér finnist
hún það albesta sem ég hef
gert. En ef maður hugsar
þetta eins og markaðsfræð-
ingur — það er alltaf»verið
að ráðleggja mér það — er
það alveg sitthvor hópur
áheyrenda sem þessar plötur
höfða til. Ef barnaplatan
selst í einhverjum eintökum
þá eru þetta kannski þeir láu
sem hafa keypt plöturnar
mínar í gegnum árin og svo
kannski einhverjir foreldrar
sem slysast til að kaupa plöt-
una handa krakkanum sín-
um. Hinn hópurinn saman-
stendur svo kannski af fólki
sem er orðið fullorðið, eldra
en 25 ára. Yngra fólk en það
hefur að ég held ekki gaman
af klassískri tónlist. Þannig
að það er greinilega langt bil
á milli þessara platna.“
— Það er kannski eina
leiðin til að gefa svona út, að
hafa hlutina hvorn úr sinni
áttinni?
„Já, en málið er að maður
verður að geta setið við þetta
og haft gaman af, ekki að
slíta sér út eins og einhver
tónlistarmella. En ég veit að
Axel Einarsson útgefandi er
alveg á nálum og ef þetta ler
allt saman fjandans til þá
lendir það á honum. Én
hann má alveg við því að
ntissa nokkur hundruð þús-
und,“ segir Sverrir og hlær
illkvittnislega.
— Viltu segja eitthvað að
lokunr?
„Ég mana krakkana til að
kaupa klassísku plötuna en
„gamla Iiðið“ til að kaupa
barnaplötuna. Það væri
mikið vit í því.“ ■
dagbókin
hennar
dúllu
í •/. I M-. I ÁVO
Kœra dagbók.
Ég er í rosa krísu út af ensku-
kennaranum. Það var nefnilega árs-
hátíð í MR um daginn og þá byrjaði
soldið að gerast. Ja, ég held það að
minnsta kosti...
Við buðum sko Árna „english" í
bekkjarpartýið á undan og ég gat
möndlað það aö sitja við hliðina á
honum, sem var algjör unaður.
Hann talaði helling við mig og allt,
en ég var svo stressuð af að sitja
svona hjá honum að ég man varla
orð af því sem fram fór. Svo fórurn
við náttúrulega á ballið og mér
tókst að troða ntér í sama leigubíl
og Árni. Við vorum bæði í aftur-
sætinu og það var voða þröngt —
æði, æði, æði... Og næst kom aðal-
bomban, maður. Hann bauð mér
upp!
Þetta hlýiur að þýða eitthvað.
Hann hefði örugglega ekki farið að
dansa við mig l'yrir framan alla, ef
honum fyndist ég barnaleg og von-
laus. Að vísu dansaði hann við fleiri
og fór ógeðslega snemma heim af
ballinu, án þess að kveðja mig, en
það þarf ekkert endilega að vera
neikvætt. Kannski er hann svo
ofboðslega ástfanginn af ntér að
hann barasta getur ekki ráðið við
sig, en kennarar mega ekki vera
með nemendum sinum (Bella vin-
kona segir að það sé bannað með
lögum frá Alþingi!) og þess vegna
varð hann að hendast heim til að
gera ekkert ólöglegt. Ég er viss um
að honurn líður alveg jafnilla út af
þéssu og mér, svona innst inni. Það
er ekki einu sinni vist að hann viti
hvað ég er hrifin af honum og þá
heldur hann að þetta sé alveg von-
laus og óendurgoldin ást í meinum.
Svakalega er þetta rnikið „drama“,
eins og amma á Einimelnum myndi
segja. En hún hefur heldur aldrei
lesið bækurnar eftir Theresu
Charles og Rauðu ástarsögurnar,
svo hún veit ansi lítið um það
hvernig veröldin er.
Ég er stíft að hugsa um að
hringja í Árna og segja honum að
ég sé líka skotin í honum — bara
svo hann róist. Og þó... Það gæti
verið betra að biðja hann að hitta
mig á einhverjum rómantískum
stað og segja honum þetta andliti til
andlitis. Éða ætti ég að skrifa
honum bréf? Ég verð a.m.k. að gera
einlivað. Það er alveg ljóst að mað-
urinn má ekki þjást svona og það
verður að kippa þessu í lag. Ég
giska á að hann heimti að segja upp
vinnunni, svo við brjótum ekki
lögin, en ég ætla sko ekki að taka
það í mál. Ég flyt mig bara i MH og
þá verður allt í lagi. Guð, hvað ég
hlakka til.
Dúllu í sœluvímu.
ROKKPRESSA N
TOPP FIMMTÁN
1. (3) COCKTAIL..................................ÚR KVIKMYND
2. ( 4 ) SUNSHINE ON LEITH............THE PROCLAIMERS
3. (1 ) RATTLE AND HUM ............."...........U2
4. (2) YUMMI YUMMI .......................KIM LARSEN
5. (7) BUSTER....................................ÚR KVIKMYND
6. ( 5 ) UB 40................................UB 40
7. (-) THE FLAG..............................YLLLO
8- (—) TRACEY........................TRACEY CHAPMAN
9.(6) MONEY FOR NOTHING..................DIRE STRAITS
10. (—) SERBIAN FLOWER.......................BUBBI
11. (9) l’M YOUR MAN...................LEONARD COHEN
12. (-) TENDER PREY........................ N|CK CAVE
13. (13) SIMPLE PLEASURES....................BOBBY McFERRIN
14. (8) EFTIR PÓLSKIPTIN.....................STRAX
15. (—) MIDT OM NATTEN....................KIM LARSEN
Listinn er byggöur á smásölu úr verslunum Steina hf., Skifunnar og Grammsins.