Pressan


Pressan - 17.11.1988, Qupperneq 6

Pressan - 17.11.1988, Qupperneq 6
 6V viljað vera þar lengur. Fjármála- ráðuneytið hefur þá sérstöðu að þar koma allir málaflokkar frá öðrum ráðuneytum til umfjöllunnar og samskiptin við fólk voru mikil. Ég er félagslyndur í eðli mínu og hef ánægju af að umgangast sem flesta. í utanríkisráðuneytinu horfir þetta öðruvísi við. Þar er allt miklu sett- legra og reynir meira á diplómatíska hæfileika, en ég held að ég sé ekki mikill diplómat í mér — ég er alltof kjaftfor. En þetta gengur mjög vel þrátt fyrir að ekki sé komin mikil reynsla á starfið hér enn.“ Flestir kannast við hina vinsælu bresku sjónvarpsþætti „Yes Prime Minister“, þar sem Sir Flumphrey fer á kostum og stjórnar öllu á bak við tjöldin. Hvað segir Stefán um samskipti þeirra Jóns Baldvins. Eiga þeir Humphrey og Stefán eitt- hvað sameiginlegt, eða sér hann sjálfan sig í honum? „Nei, af og frá, þó ég vildi þá-er Jón Baldvin ekki sú manngerð sem lætur stjórna sér, hann sér við leið- inni hans Humphreys. Nei, það er Jón sem tekur ákvarðanirnar og á síðasta orðið, þó ég að sjálfsögðu segi mitt álit. Starf mitt er að skipu- leggja tíma Jóns Baldvins og létta honunt annríkið. Við Humphrey eigum fátt sameiginlegt.“ NÚTÍÐIN STJÓRNLAUS OG FRAMTÍÐIN LOTTÓVINNINGUR Við snúum talinu að frama Stefáns innan flokksins. Hefur hann ákveðinn metnað í að komast til áhrifa og stefnir hann að þvi? Hann þvertekur fyrir að liafa nokkra „ambisjón“ í þá átt. Hins vegar segist Stefán hafa metnað til að skila vinnu sinni vel. Hann talar um að vinnan í ráðuneytinu sé tíma- bundin og vísvitandi sé hann ekki að róa að því að koma sér í ein- hverja áhrifastöðu innan sjálfs Al- þýðuflokksins. „Ég tók þetta starf að mér fyrir Jón Baldvin, en hvað gerist þegar því lýkur hefur ekki einu hvarflað að mér. Ég er ekki langtímaráðinn og a.m.k. er mér orðið Ijóst að staða aðstoðarmanns ráðherra fellur ekki undir skilgreiningu á vernduðum vinnustað. En það er öruggt að ég verð ekki lengur en mér þykir gam- an í vinnunni," segir hann. „Annars er það verkefni næstu ára að endurskipuleggja flokka- kerfið. Það myndi einfalda hlutina ef þeir sem hugsa svipað um pólitík væru í sama flokki. Síðan ættu for- ystumenn að fara á undan, en ekki eftir, og ríkisstjórnir ættu að stjórna. Þetta er nú ekkert flóknara en það.“ Björn hefur ákveðnar skoðanir og greinilegan áhuga á pólitík. Og áfram talar hann af mikilli sann- færingu um ágæti Alþýðuflokks- ins. „Alþýðuflokkurinn er eini flokk- urinn sem veit hvað hann vill í efna- hagsmálum. Þess vegna þarf hann að stækka mikið og það hlýtur að gerast á næstu árum. Það kemur að því að menn gera sér grein fyrir því að það er hægt að gera þetta betur og alþýðuflokksmenn allra flokka finna sér sameiginlegan vettvang. Flokkurinn hefur skýra stefnu og hæfa forystumenn og hann er ekki bundinn við gamlar, úreltar lausnir. Það er nefnilega líka einkenni á íslenskri pólitik að hún eyðir mikl- um tíma I að leysa vandamál gær- dagsins, en gleymir bæði nútíð og framtíð. Þess vegna er nútíðin stjórnlaus og framtíðin lottóvinn- ingur. Ég hef Iítinn pólitískan metnað fyrir sjálfan mig, en þeim mun meiri fyrir Alþýðuflokkinn. Hann á að vera kjölfesta framtíðarinnar í íslenskum stjórnmálum. Framtíðin er tveir stórir flokkar og síðan brot á báðum jöðrum. Alþýðuflokkur- inn á að vera annar stóri flokkur- inn.“ Þar höfunt við það! Meðan Stefán er svona mælskur er um að gera að notfæra sér það og áfram með pólitíkina. Hann segir pólitík á íslandi vera mestanpart fyrir mis- skilning og heldur því fram að þeir sem ekki eru með vitlausa skoðun séu yfirleitt í vitlausum flokki af vitlausri ástæðu. „Það hlýtur að fara að koma að því að menn átti sig á að Marx er dauður og Adam Smith líka og aðstæður hafa breyst talsvert.“ RÍKISSTJÓRNIN DÓ ÚR LEIDINDUM Við ræðurn um síðustu ríkis- stjórn, sem Stefán segir hafa haft alla burði til að takast á við efna- hagsvandann. „Það urðu mér mikil vonbrigði að sú stjórn leystist upp. Hverju ég vil þar um kenna? Þú spyrð hvort Þorsteinn Pálsson hafi brugðist. Ég vil nú ekki kenna honum einum um það, því ég þekki ekki innviði Sjálf- stæðisflokksins, en það er deginum ljósara að Sjálfstæðisflokkurinn brást og sleit þessari ríkisstjórn, því miður. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar dó úr leiðindum. Einhverntíma dæmir sagan hana og mér segir svo hugur að dómurinn verði harður og þá ekki síst fyrir að hafa ekki notað upplögð tækifæri til að breyta til. Einhvern tíma ætla ég að skrifa sögu síðustu daga ríkisstjórnarinn- ar, en þeirri sögu mun enginn trúa. Þorsteinn segir höfuðandstæðinga Sjálfstæðisflokksins framsóknar- menn. Eg held að það sé alveg rétt, en skyldi hann gera sér grein fyrir að þeir eru flestir í hans eigin flokki? í því er mein llokksins fólg- ið. Sjálfstæðismenn eru bunfr að týna stefnunni og það er með flokk- inn eins og karlinn á elliheimilinu, sem mundi að hann átti að elta stelpur en var búinn að gleyma hvers vegna.“ Nú er Stefán orðinn óstöðvandi, býður upp á meira kaffi og á móti fær hann hjá mér „Fisherman’s Friends“, beiskar töflur. „Mín skoðun er sú að allt ís- lenska pólitíska litrófið sé rangt og ég er næstum því viss um að það eru fleiri framsóknarmenn í þingflokki sjálfstæðismanna en sjálfstæðis- menn í framsókn. Þess vegna held ég að höfuðlínur í íslenskum stjórn- málurn séu afskaplega óljósar. Það er líka einkenni íslensku þjóðarinn- ar að vera alltaf að rifast um tittl- ingaskít eins og í pólitíkinni og gleyma þar með aðalatriðunum. Þetta er einkenni þessarar kleyf- huga þjóðar, en gerir hana á hinn bóginn „intressant“.“ Kleyfhuga þjóð segir Stefán, hvað er maðurinn að fara? „Nú, við erum alltaf að biða eftir góðu sumri, á þeim fosendum að næsta sumar hljóti að verða gott því það síðasta var svo slæmt. Svona hefur það gengið í 1.100 ár, allt frá því við fluttum hingað. Auðvitað kemur aldrei gott sumar. Það voru reyndar meginmistök að flytja, við hefðum átt að senda Norðmenn hingað og búa sjálf í Noregi. Einar Oddur segir að við séum 250.000 vitleysingar á skeri úti í Dumbshafi. Það er einmitt það sem gerir það svo skemmtilegt að vera íslending- ur. Það má alltaf treysta því að ein- hver finnist klikkaðri en maður sjálfur. Já, við erum alveg dýrlegt samansafn. Það þarf reyndar ekki Geri flest í óhófi, hef fáar megin- reglur og brýt þær allar Staða aðstoðar- manns ráðherra fellur ekki undir skilgreiningu um verndaðan vinnu- stað annað en að skoða innflutningstöl- ur til að sjá að við erum miklu fleiri. Hér hljóta að búa að minnsta kosti 500.000 manns, því þeir sem taka manntal kunna einfaldlega ekki að telja. Það er skýringin á fram- kvæmdum okkar og eyðslu. Við erum rniklu fleiri en við höldum. Það kom ntér nú ekki á óvart að vísindamenn kæmust að því að „skítsófrenía" væri arfgeng. Ég fellst hins vegar alls ekki á að þetta sé erfðagalli. Þetta er þjóðarein- kenni. Ef þeir ætla að fara að lækna þetta almennt þá gætum við orðið eins og Svíar. Það þarf einkennilegt fólk til að þrauka hér unt aldir, éta skósóla og semja skáldverk. Og þykja gaman!“ ÆTLAÐI ALLTAF AÐ VERDA FALLEGT LÍK Eftir allan þennan fyrirlestur þiggur Stefán ekki beisku töflurnar mínar. Kveikir þess í stað í sígarettu og hellir í bollana, slakar á og talið beinist að blaðamennsku. „Já, ég er af ’68-kynslóðinni, það er sú kynslóð sem er orðin fræg vegna þess að helmingurinn af henni gerðist fjölmiðlafólk, sem hefur síðan tekið viðtöl við hinn helminginn. Ég er viss.um að við höfum ekki gert okkur grein fyrir hvað við erum merkileg fyrr en við Iásum það í blöðunum. Mikið afburðafólk i þessum árgangi og áberandi hér og þar. Það fer að vera timabært að gera hlé á viðtölunum og skella sér frekar í að taka völdin, ef við megum þá vera að því.“ Við erum búin að spjalla alltof lengi, bæði orðin þreytt, þrátt fyrir ánægjulegt samtal, og farin að hafa áhyggjur af heimilisfólkinu sem beið þolinmótt við að reyna að halda matnum volgum. En ég átti eftir að spyrja aðeins um manninn sjálfan. Karakterinn. „Ég er sambland af Grímseyingi og Djúpmanni. Það er skuggaleg blanda. Af stórri ætt með afskap- lega skrýtið skopskyn. Svona afbrigði af mannskaðahúmor. Ég ætlaði mér alltaf að lifa stutt og lifa vel, deyja ungur og verða fallegt lík. Ég hef reynt að lifa eftir þessu, en er þó búinn að gefa upp á bátinn að verða fallegt lík. Geri flest í óhófi, hef fáar meginreglur og brýt þær allar. Framtíðardraumar? Verða hár, grannur og myndarlegur og fara í fallhlífarstökk áður en ég dey.“ ■ Aðstoðarmaður utanríkis- ráðherra i faðmi fjölskyld- unnar eftir langan og strangan vinnudag fyrr i vikunni: Stefán Friðfinns- son, Ragnheiöur Eben- eserdóttir og sonurinn, Þórarinn Ásgeir. PRESSU- mynd Magnús Reynir.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.