Pressan - 17.11.1988, Blaðsíða 11

Pressan - 17.11.1988, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. nóvember 1988 PENNAVHIIfl En þeir eru til sem virðast eiga ritdeilu vísa í hvert skipti sem þeir drepa niður penna. Þeir eiga mótherja sem bíða þess eins og villidýr eftir bráð að þeim verði á í messunni. Þannig kallast þeir á Árni Bergmann Þjóðviljaritstjóri og Indriði G. Þorsteinsson Tima- ritstjóri yfir fornar markalínur milli hægris og vinstris. Árni ritdæmirverk Indriða, þykir Indriði G. eltir ólar viðÁrna Bergmann... ...sem aftur finnst Indriði G. vondur rithöfundur. hann skrifa vondar skáldsögur og afleit leikrit, og sér svart- höfða í hverju skúmaskoti. Indriði sér í Árna bandamann „sænsku mafíunnar“, eftirlegu- kind úr bolsévismanum, sem í reynd hafi aldrei kastað trúnni á Kremlarbónda. Aðalsteinn Ingólfsson og Halldór Björn Runólfsson eru báðir mætir listfræðingar, en í grundvallar- atriðum ósammála um allt milli himins og jarðar, sérstak- lega listina. Illugi Jökulsson læturekkert tækifæri ónotað til að skattyrðast út í Hermann Gunnarsson og Hermann svar- ar fullum hálsi. Hannes H. Gissurarson og Þorsteinn Gylfason eru báðir heimspek- ingar, en athugasemdir sem þeir hafa gert hvor við annan í blöðum og á málþingum gætu fyllt heila bókhlöðu. Aðallega eru þeir þó ósammála um vægi prófgráða. Ingvi Hrafn Jónsson á frægan fjandmann í Ingimari Ingimarssyni og send- ir honum tóninn á prenti, en Sigrún Stefánsdóttir er líktega sammála Ingimari um að Ingvi Hrafn sé allsendis óalandi og óferjandi. Að ógleymdum rit- deilumeisturunum Hrólfi Sveinssyni og Helga Hálfdan- arsyni, sem alltaf eru að gera hvor öðrum ónæði á síðum Morgunblaðsins. GÓÐ RITDEILA Vinstri maður, málkunningi undirritaðs, taldi sig eiga því láni að fagna að hann var eilíf- lega að lenda í ritdeilum við hægri menn um frjálshyggj- una. Hann skrifaði og þeir svöruðu. Þeir skrifuðu, hann svaraði. Þegar greinar eftir hann hættu allt i einu að birt- ast urðu menn eðlilega nokk- uð forviða. Hafði hann tekið sinnaskiptum? Var hann veik- ur? Voru ritstjórar Dagblaðsins búnir að fá sig fullsadda á frjálshyggjunni? Skýring fannst á endanum og hún nokkuð óvænt. Þessi and- stæðingur frjálshyggjunnar hafði lent í enn einni ritdeil- unni, í þetta sinn við dularfull- an mann sem hann kunni eng- in deili á. Honum fannst þetta fjarskalega skemmtileg rit- deila. „Þetta er ein albesta rit- deila sem ég hef lent í,“ sagði hann móður og másandi við vini sína. En nú var hann orð- inn forvitinn og í því var fall hans falið. Hann lagði skilaboð inn á ritstjórn Dagblaðsins og bauð hinum óþekkta frjáls- hyggjumanni í kaffi. Á tilsett- um tíma sat hann á veitinga- stofunni Ingólfsbrunni og hugsaði sér gott til glóðarinn- ar að halda ritdeilunni áfram yfir kaffibolla. Því varð honum eðlilega ekki um sel þegar við borðið settist snaggaralegur tólf ára pottormur með lamb- húshettu og vísispoka, pantaði sínalkó, og sagði: „Jæja, svo þú ert ekki hrif- inn af frjálshyggjunni..." Eftir þetta gleymdi vinurinn smátt og smátt frjálshyggj- unni, en fór að gefa út yfir- lætislausar Ijóðabækur í fjöl- riti. RITDEILUR ELÍASAR RJÖRNS Annar málkunningi var líka haldinn þrálátri ritdeilusýki þegar hann var ungur piltur í menntaskóla. Hann neytti allra bragða til að espa menn í rit- deilur, en yfirleitt var eftirtekj- an ósköp rýr. Þó fannst honum sér hafa tekist vel upp þegar hann deildi part úrvetri við aldinn bændahöfðingja um kal í túnum. En sú sæla var skammvinn; það nennti enginn að deila við hann um framburð í útvarpi, rithátt á Ijóðum eftir Jónas Hallgrímsson eða inn- flutning á dönsku sæði. Þann- ig að á endanum brá hann á gamalt þjóðráð og fór einfald- lega að skrifast á við sjálfan sig. Þann vetur geystist fram á ritvöllinn maður sem kallaði sig Elías Björn Kárason. Eng- 11 inn tittlingaskítur var svo ómerkilegur að Elías nennti ekki að elta ólar við hann. Og ekkert bréf Elíasar var svo litil- fjörlegt að umræddur mennta- skólapiltur svaraði því ekki. Það vissu hins vegar fæstir að þeir voru einn og sami maður- inn, Elías Björn Kárason og skólapilturinn. Brian O’Nolan hét rithöfund- ur sem varð þjóðhetja á írlandi fyrir að rífast við sjálfan sig í blöðunum. Á einhverjum stað skrifar hann: Það sem skiptir máli i ritinu er matur, peningar og tækifæri til að jafna um óvini sína. Látið mann hafa þetta þrennt og þá heyrið þið hann varla kvarta mikið. ■ AFSLATTUR RÝMING ARSAL A!! Við eigum nokkra MAZDA 626 árgerð 1988, sem við seljum í dag og næstu daga með VERULEGUM AFSLÆTTI: Fullt verö VERÐ NÚ Þú sparar 4 dyra LX 1.8 ^^ira/vökvast. Uppseldur 826.000 710.000 116.000 4 dyra GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. 956.000 844.000 112.000 5 dyra LX 1.8 ^^jíra/vökvast. Uppseldur 845.000 725.000 120.000 5 dyra LX 1.8 L sjálfsk./vökvast. 903.000 773.000 130.000 5 dyra GLX 2J^^jálfsk./vökvast. Uppseldur 989.000 852.000 137.000 5 dyra GLX 2.0^lfálfsk./vökvast. m/álfelgum c^óllúgu Uppseldur 1.088.000 945.000 143.000 5 dyra GTi 2.0 L 16v 5 gíra/vökvast. m/álfelgum og sóllúgu 1.134.000 968.000 168.000 2 d. Coupe GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. 959.000 839.000 120.000 2 d. Coupe GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. m/sóllúgu 999.000 870.000 129.000 2 d. Coupe GTi 2.0 L 16v 5 gíra/vökvast. m/álfelgum og vindskeiöum 1.100.000 954.000 146.000 2 d. Coupe GT^^L 16v 5 gíra/vökvast. m/álfelgum,^idskeið og sóllúgu Uppseldur 1.170.000 998.000 172.000 Þetta eru án efa bestu bílakaup ársins. Tryggið ykkur því bíl strax!! OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 1-5. BlLABORG H.F. FOSSHÁLSI 1.SÍMI6812 99

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.