Pressan - 17.11.1988, Side 20
> - I
C('l T^./'Vd \ t- 1«:r.C
Fimmtudagur 17. nóvember 1988
Glæsibæp
ÓDÝRA
KJÖTIÐ
LAMBASKROKKAR Á AÐEINS KR. 169,00 PR. KG (ÁN LÆRA)
LAMBASKROKKAR niöursagaöir. kr. 299.- pr. kg
LAMBAHAKK aðeins......... kr. 299.- pr. kg
KINDAHAKK aðeins......... kr. 250.- pr. kg
NAUTAHAKK (5 og 10 kg pakkar) aðeins kr. 299.- pr. kg
NAUTAHAMBORGARAR m. brauöi . . .
BACON (í sneiðum) aðeins...
LAMBASÚPUKJÖT .............
NAUTABUFF .................
NAUTAGULLASCH .............
NAUTABÓGSTEIK .............
NAUTAGRILLSTEIK............
SVÍNAKÓTELETTUR ............
SVÍNALÆRI...................
SVÍNABÓGSTEIK...............
SVÍNAHRYGGIR................
BEINLAUS HAMBORGARHRYGGUR
kr. 55.- pr. stk
kr. 787.- pr. kg
kr. 299.- pr. kg
kr. 935.- pr. kg
kr. 888.- pr. kg
kr. 485.- pr. kg
kr. 595.- pr. kg
kr. 775.- pr. kg
kr. 399.- pr. kg
kr. 435.- pr. kg
kr. 765.- pr. kg
kr. 1.310.- pr. kg
Tilboð á Fanta Vk I kr. 79,00
Tilboð á Ajax-þvottaefni kr. 299,00
stærsti pakkinn
Tilboð á appelsínudjús 1 I kr. 68,50
Glæsibæ
68 5168.
Aðeins áratugagróin venja ræður þvi að ráðuneytin sleppa við alkóhólskatt-
inn við áfengiskaup. Reykjavikurborg hefur einnig þessi fríðindi ef um erað’
ræða sameiginleg veisluhöld ríkis og borgar. Aðrar ríkisstofnanir greiða
sama verð og óbreyttur almúginn. PRESSUMYND/ Magnus Reynir.
Hverjir sleppa viö alkóhólskattinn og afhverju?
Ráduneytin,
forseti íslands
oa sendiráð fá
áfengi á
diplómatapris
Sumir fá brennivínið sitt á
diplómataprís þ.e.a.s. með af-
slætti. Þessir aðilar sleppa við
svokallaðan „aikóhólskatt“.
Það eru ráðuneytin, embætti
forseta íslands og svo sendiráð-
in sem fá allt vin á þessu „dipló-
mataveröi“, eins og Höskuldur
Jónsson, forstjóri Afengisversl-
unar rikisins, segir að starfs-
mennirnir nefni þetta.
Allir aðrir þurfa að greiða
sama verð fyrir vínið nema veit-
ingahúsin, sem fá áfengið án
söluskatts en leggja söluskatt-
inn sjálf á söluna hjá sér.
„Það eru því frávik frá þessu,“
segir Höskuldur. „Sendiráðu-
neytin, ráðuneytin vegna risnu
sinnar auk forseta íslands
kaupa áfengið ódýrar en aðrir.
Aðrar ríkisstofnanir verða að
kaupa á sama verði og almenn-
ingur.“
Höskuldur segir að diplómata-
verðið byggist á kostnaðarverði
áfengisins. Áfengisverslunin tekur
sömu álagningarprósentu og venju-
lega vegna starfsemi sinnar og því
næst er lagður á söluskattur. Alkó-
hólskattinum er hins vegar sleppt í
þessum undantekningartilvikum.
Sá skattur er lagður á vínandainni-
hald drykkjanna og er aðalskattur-
inn sem ríkið hefur af áfengissöl-
unni. í dag nemur þessi skattur 26
krónum á hverja alkóhólprósentu i
hverri 75 sentilítra flösku.
Ónefndur sveitarstjóri kom að
máli við PRESSUNA og vildi halda
því fram að Reykjavíkurborg nyti
einnig þessara diplómatafriðinda
við áfengiskaup, ein sveitarfélaga.
Þessu harðneitar Höskuldur. Þess
eru hins vegar dæmi að borgin og
ríkið haldi sameiginlega boð og
kaupi þá áfengið á diplómataverði.
Dæmi um þetta er veisla sem haldin
var sameiginlega fyrir erlenda
fréttamenn á meðan leiðtogafund-
urinn stóð yfir. í því tilviki var bor-
ið fram vin á diplómataverði í sam-
eignilegu boði ríkisins og borgar-
innar. Öll önnur áfengiskaup borg-
arinnar eru á almennu verði.
Hver er ástæðan fyrir því að þess-
ir aðilar fá vínið á lægra verði en
aðrir? „Hvað sendiráðin varðar er
þetta sjálfsagt mál því ella myndu
þau einfaldlega flytja sjálf inn
áfengi sitt. Hins vegar hef ég enga
skýringu á því af hverju ráðuneytin
fá þetta líka, en það hefur viðgeng-
ist í áratugi að þau fái áfengi á
diplómataverði," segir Höskuld-
ur. ■
ÚRSLIT
í TÓN LISTARGETRAUN ROKKPRESSUNNAR
1. VERÐLAUN
Bondstec-geislaspilara
hlaut: Geirþrúður Kristjánsdóttir, Álfhólsvegi 88, Kópavogi.
2. VERÐLAUN
Aciko-útvarpskassettutœki
hlaut: Kristinn /ngvason, Heiðvangi 68, Hafnarfirði.
3. VERÐLAUN
Aciko-vasadiskó
hlattt: Jens Guðmundsson, Síðumúla 27, Revkjavík.
Rokkpressan óskar vinningshöfunum til hamingju. Vinning-
anna er hægt aö vitja á PRESSUNNI, Ármúla 36.