Pressan - 17.11.1988, Page 24

Pressan - 17.11.1988, Page 24
.24 Fimmtudagur 17. nóvember 1988 bridge Mistök eru óumflýjanleg við græna borðið; stundum velur félagi okkar ranga sögn eða spilar skökku spili. Það er sjaldan sem „við“ eigum sökina. Yfirleitt reynast slysin mjög dýr, en spil vikunnar, sem er komið til ára sinna, sýnir okkur að stundum lenda hrakfallabálkarnir á löppun- um: ♦ 983 V D873 ♦ 8754 4* G6 ♦ 65 y G106542 ♦ J96 4» 87 N V A S ♦ KDGI07 y 9 ♦ K32 4» D1095 * Á42 V ÁK ♦ ÁDIO 4» ÁK432 A gefur, allir á og opnar á 1-spaða. Á flestum borðum gripu suðurspilararnir til þess bragðs að OMAR SHARIF „krefja“ með 2-spöðum. Öll af- brigði í framhaldinu reyndust illa. 5 í láglitunum áttu aldrei möguleika og 3-grönd eru steindauð eftir spaðaútspil. Einn suðurspilaranna kaus opn- unardobl. Norður svaraði með 2-hjörtum. Suður meldaði nú 2-spaða, til að leita frekari frétta, en það varð fátt um svör; hann fékk pass í hausinn. Út kom trornp. Suður drap á ás, tók tvo efstu í laufi og trompaði lauf. Næst var tígulsvíningin tekin og hirt á tígulás. Lauf enn trompað í blindum. Að lokum fór suður í hjartað og þótt það gæfi aðeins einn slag var spilið slétt staðið. Þetta var eina borðið þar sem skor í spilinu var færð í N-S. skák 12. Manntaflið og lífið í ítölskum ritum er fyrst minnst á manntafl árið 1061 í bréfi frá ítölsk- um kardínála, Damiano að nafni, til páfa. Þar fárast kardínálinn mjög yfir þeim ófögnuði er sé að grafa um sig meðal geistlegra manna: Þeir sói tímanum i tafl sem sé af ókristilegum, jafnvel arabísk- um uppruna og engu betra en dufl og spil. Allar líkur benda til þess að það hafi verið Serkir sem fluttu mann- tal'lið mcð sér norður yl'ir Miðjarð- arhaf til Ítalíu. Vera má að víkingar hafi einnig komið hér við sögu, þeir sóttu allt austur til Miklagarðs og stofnuðu ríki á Sikiley. Við Sikiley er kennd ein vinsælasta taflbyrjun skákarinnar: Sikileyjarleikurinn, en sú nafngift er miklu yngri. Sikil- ey var viðkomustaður á leiðinni til Miklagarðs en frá eynni voru líka greiðar samgöngur til meginlands Italíu. Skákin varð brátt vinsæl á Ítalíu ekki síður en Spáni og þaðan breiddist hún út um Evrópu. Á ofanverðri þrettándu öld er svo rituð bók á Italíu sem sennilega varð, meiraen nokkurt annað rit frá þessum tíma, til að kynna skákina og afla henni vinsælda — og var þó ekki eiginleg skákbók. Þetta rit var eftir dóminíkanskan munk, Jacopo Cessolis, og heitir SKÁKIN VEITIR HUGFRÓ (Solatium Ludi Scacorum). Eiginlega er þetta hug- vekjubók, spunnin upp úr ræðum Cessolis, en í stað þess að nota sögur úr Bibiíunni sem dæmi notar Cessolis manntaflið. Bókin hefst á skrautlegri sögu um uppruna skák- arinnar, síðan eru menn taflborðs- GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON ins kynntir hver um sig, frá kóngi niður í peð, sagt frá eiginleikum þeirra, skyldu, dyggð og veikleika. Frá taflinu dregur Cassolis ótal þræði til mannlífsins, finnur hvar- vetna hliðstæður með lífi manna og þeim hræringum er verða á tafl- borðinu og notar skákina þannig til að kenna mönnum guðrækni og góða siði. Um tveggja alda skeið átti þessi bók óhemju vinsældum að fagna, hún var önnur veraldlega bókin sem prentuð var í Englandi og fjórum sinnum var henni snúið á þýsku, þarsem hún gekk næst Bibliunni að vinsældum. Þær glefsur sem ég hef séð úr bókinni vekja ekki áhuga nútimamanns og maður spyr sig ósjálfrátt hvað hal'i valdið hinum gífurlegu vinsældum hennar. í skáksögu sinni telur breski höfund- urinn Harry Golombek að það séu hinar fjölmörgu smásögur sem bókina prýða og sumar hverjar nálgast slúðursögur nútímans, bókin minni stundum á rabbdálk í nútímablaði. Tilgangur Cessolis var að kenna samtímafólki sínu guðrækni og góða siði á viðkunn- anlegan og fjörlegan hátt. Þetta virðist hafa tekist mætavel og skák- in notið góðs af í leiðinni. Mynd úrSKÁKIN VEITIR HUGFRÓ, ensku útgáfunni frá 15. öld. Þetta mun vera ein af fyrstu tréskurðarmyndum sem gerðar hafa verið i Englandi. Myndin sýnir konung og heimspeking aö tafli. krossgátan 1 2 17 18 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 Pressukrossgáta nr. 8. Skilafrestur er til 27. nóvem- ber og er utanáskriftin eftirfar- andi: PRESSAN, krossgáta nr. 8, Ármúla 36, 108 Reykjavík. Verölaunin eru að þessu sinni Islensk skáldsaga sem út kom fyrir síöustu jól, Ung, há, feig og Ijóshærð. Bók þessa skrifaði Auður Haralds en um bókinasegirm.a.ákápu aö þetta sé örlagaþrungin saga um ástir og ofbeldi þar sem fléttast saman vonbrigði, grimmd, samviskuleysi, kær- leikur, ást og kristilegt hugar- far. Forlagið gaf bókina út. Dregið hefur verið úr réttum lausnum í PRESSUKROSS- GÁTU nr. 6 og upp kom nafn Guðbjargar M. Friðriksdóttur, Efstahjalla 1c, 200 Kópavogi. Hún fær sent smásagnasafn Guðbergs Bergssonar, Hinsegin sögur, sem Forlagið gaf út.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.