Pressan - 09.03.1989, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 9. mars 1989
13
Framför í hormónagjöf:
PLÁSTUR AUÐVELDAR BREYTINGASKEIDIÐ
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR: EINAR ÓLASON
Breytingaaldurinn hefur reynst mörgum konum erf-
iður. „Hormónagjöf breytti öllu,“ segja margar og ekki
ósjaldan heyrast fullyrðingar á borð við að vanlíðanin
hafi verið orðin svo mikil að þær hafi ekki gert sér grein
fyrir því fyrr en eftir hormónagjöf í hverskonar lægð
þær voru.
En breytingaaldrinum fylgir fleira en svitakóf og
þunglyndi. Beinþynning er alvarlegur sjúkdómur og
margt bendir til að tíðni beinþynningar megi lækka,
meðal annars með hormónagjöf og kalkneyslu. Fram til
þessa hafa íslenskar konur fengið hormón i sprautu-
formi einu sinni í mánuði
dag.
Beint í blóðrásina_______
Á síðustu árum hafa komið á
markað erlendis plástrar sem inni-
halda hormónið ÖSTROGEN og
einhverjar íslenskar konur hafa far-
ið út fyrir landsteinana til að fá
þannig meðferð, en slíkar ferðir eru
hér eftir óþarfar: Hormónaplástr-
arnir eru komnir!
JENS GUÐMUNDSSON læknir
segir plástrana ekki vera neina bylt-
ingu, en óneitanlega sé um framför
í hormónagjöf að ræða:
„Plástrarnir innihalda östrog-
enhormón og eru öðruvísi en töflur
að þvi leyti að hormónið fer beint
inn í blóðrásina. Aukaverkanir geta
hins vegar orðið þær sömu og við
inntöku taflna, bein hormónaáhrif,
eins og brjóstaspenna, þyngdar-
aukning og bjúgur.“ Jens segir að
þær konur sem þola illa hormóna-
töflur geti orðið einhverju bættari
með því að nota plástur, þar sem
hormónið fer jafnar inn með hon-
um og sveiflurnar verði því ekki eins
stórar.
Hormónaplásturinn má setja alls
staðar á líkamann nema á brjóst,
þar sem brjóstavefur er mjög næm-
ur fyrir hormónum. í hverri pakkn-
ingu eru 24 plástrar og dugar hver
plástur í 4 daga. „Estraderm-plástr-
arnir eru nú skráðir Iyf hérlendis og
læknar geta skrifað út lyfseðil á
þá,“ segir Jens. „í vissum tilvikum
geta plástrarnir átt betur við en töfl-
ur, en ég vil ekki fullyrða að þeir séu
á neinn hátt betri en töflurnar.“
Jöfn blóðþéttni — minni
aukaverkanir?____________
ÞORSTEINN LOFTSSON, pró-
eða töfluformi, eina töflu á
fessor í lyfjafræði, segist ekki vera
kunnugur klínískum prófum á
þessum plástrum, en þær hafi verið
framkvæmdar: „Það sem svona
plástrar almennt hafa umfram töfl-
ur er að það fæst jöfn blóðþéttni
með notkuh þeirra. Þegar töflur eru
teknar er blóðþéttnin sveiflukennd-
ari, eykst og minnkar, er mjög há
stuttu eftir að taflan er tekin og fell-
ur svo.“ Að sögn Þorsteins ættu
aukaverkanir hormónsins yfirleitt
að minnka þar sem sveiflan minnk-
ar.
Östrogen-plástrarnir hafa ekki
verið á markaði nema í eitt, tvö ár,
en áður komu á markaðinn Ni-
troglycerin-plástrar, fyrir hjarta-
sjúklinga, og Scopolomin-plástrar
við „veltuveiki“, sjóveiki og bíl-
veiki.
„Ég held að plástrarnir eigi að
vera betri kostur fyrir margar kon-
ur,“ segir Þorsteinn. „Þó er ekki
hægt að fullyrða neitt um kosti
þeirra fyrr en eftir nokkurra ára
reynslu.“
Að sögn ELLERTS MAGNÚS-
SONAR, lyfjafræðings í Vestur-
bæjarapóteki, kosta plástrarnir
sjúklinga það sama og töflurnar, en
eru nokkru dýrari fyrir samfélagið.
Þannig greiðir sjúklingur 440 krón-
ur fyrir hvern pakka af plástrunum,
jafnmikið og fyrir glas af hormóna-
töflum, en í raun kosta plástrarnir
3.400 krónur fyrir 96 daga á móti
1.800 krónum fyrir 84 daga töflu-
inntöku. Og þá er bara að ráðfæra
sig við lækni konur góðar: Þurfið
þið östrogengjöf og henta plástr-
arnir ykkur þá betur en töflur'/
Hormónið fer beint úr plástrinum inn i blóðrásina.
Eigendur sjóða Ávöxtunar mynda samtök
íhuga skaðabótamál gegn rikinu
70 eigendur verðbréfa ísjóðum Ávöxtunar héldu fund sl. sunnudag. Talið
að eigendur bréfanna tapi hátt í 300 milljónum. Brást eftirlit bankaeftir-
litsins með starfsemi Ávöxtunar sf?
Síðastliðinn sunnudag kom um 70 manna hópur saman tilfundar á Hall-
veigarstöðum við Túngötu í Reykjavík. Þeir áttu það sameiginlegt að eiga
kröfur í sjóði Ávöxtunar sf, verðbréfa- og rekstrarsjóðina hf. Þessi hópur
manna, sem missti fé við gjaldþrot Ávöxtunar, nefnir samtökin Samstöðu
og œtlar að leita allra leiða til að heimta til baka hið glataða fé. A fundinum
kom mjög til umrœðu að fara í skaðabótamál við ríkið þar sem bankaeftir-
lit Seðlabankans hefði ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni gagnvart verðbréfa-
sjóðum Ávöxtunar.
Alls munu um 1.100 aðilar, mest
einstaklingar, eiga verðbréf í sjóð-
um Ávöxtunar sf. sem úrskurðað
var gjaldþrota sl. haust. Innlagt fé í
verðbréfasjóð Ávöxtunar var 210
milljónir kr. á nafnverði 1. septem-
ber og uppfært gengi þess skráð á
371 milljón. Innlagt fé í rekstrar-
sjóðinn var um 30 milljónir og upp-
fært gengi skráð á um 40 milljónir
króna miðað við 1. september. Hér
er því um nær hálfa milljón kr. að
ræða á gengi dagsins í dag. Hefur
skilanefnd talið að ekki megi reikna
með að meira en 30% af nafnverði
bréfanna skili sér, þar sem greiðslu-
geta sjóðanna er miklu minni en
gert var ráð fyrir í haust.
Félagið Samstaða, sem stofnað
var sl. sunnudag, kaus sér bráða-
birgðastjórn og ákveðið var að
ganga á fund umboðsmanns Al-
þingis til að kanna réttarstöðu eig-
enda verðbréfanna glötuðu gagn-
vart jíkinu. Eins og fyrr segir er
einníg rætt um það hvort laga-
grundvöllur sé fyrir skaðabótamáli
á hendur ríkinu.
Var bent á það að skv. 15. grein
laga um Seðlabankann beri banka-
eftirlitinu að fylgjast mjög vel með
starfsemi innlánsstofnana og skv.
lögum um verðbréfamiðlun hafi
bankaeftirlitið aðgang að öllum
gögnum og upplýsingum hjá verð-
bréfamiðlurum og -sjóðum. Þetta
hafi ekki verið gert hvað Ávöxtun
varðar og því geti hafa skapast
skaðabótaskylda af hálfu ríkisins.
Bankaeftirlitið heyrir undir Seðla-
bankann og skv. 2. grein Seðla-
bankalaganna beri ríkissjóður
ábyrgð á gerðum Seðlabankans.
Skilanefnd verðbréfasjóða
Ávöxtunar hefur nú sent kröfuhöf-
unum staðfestingu á hlutdeild
þeirra í sjóðunum. Verkefni skila-
nefndarinnar er fyrst og fremst að
koma eignum Ávöxtunar sf. í verð
og skipta því svo á milli þeirra
kröfuhafa sem lýst hafa kröfum í
verðbréfasjóðina.
í bréfi sem skilanefndin sendi
kröfuhöfum í síðustu viku segir að
ljóst sé að greiðslur til eigenda
ávöxtunar- og rekstrarbréfa geti
ekki orðið á næstunni. Muni skila-
nefndin senda greiðslur til rétthafa
jafnskjótt og efni leyfa.
Það er því að verða nokkuð ljóst
að eigendur verðbréfa í sjóðunum
munu líklega tapa hundruðum
milljóna kr. „Það var mikill hugur
og samstaða í þessum 70 manna
hópi og við teljum að þessi fundur
á sunnudaginn marki aðeins upp-
hafið að víðtækari samstöðu flestra
þeirra sem hafa tapað gífurlegum
upphæðum vegna gjaldþrots
Ávöxtunar,“ segir einn af forsvars-
mönnum Samstöðu í samtali við
Pressuna.