Pressan - 09.03.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudágur 9. mars 1989
15
að sögn félaganna er hann einn af
þeim sem halda uppi fjörinu i ferð-
um Iandsliðsins; sérstaklega hafa
félagarnir gaman af flughræðslu
Sigurðar og hefur þeim dottið í hug
að fá Ijósalampa við gluggann við
sætið hans því hann er svo hræddur
við myrkrið. Trúir því að björgun-
arsveitunum takist ekki að finna
vélina í myrkri þegar hún hrapar,
sem hann er viss um að muni gerast
þegar hann stígur um borð. En Sig-
urður er eigi að síður ákaflega
skemmtilegur og geðgóður segja
þeir.
Kristján Arason er einn af þeim
leikmönnum sem verið hafa liðinu
mjög dýrmætir og leikur nú á
Spáni. Hann er kvæntur Þorgeröi
Gunnarsdóttur, laganema við há-
skólann hér heima, og reyna þau að
hittast eins oft og aðstæðúí bjóða
upp á. Um Kristján segir Guðjón
Guðmundsson liðsstjóri: Hann er
einn af þessum mönnum sem alltaf
er hægt aö treysta, rólegur og yfir-
vegaður. Hann er jarðbundinn per-
sónuleiki, en þrátt fyrir að vera hlé-
drægur og rólegur er hann mikil fé-
lagsvera. Hann er mjög vel gefinn
og skynsemin sagði honum á sínum
tíma að láta af fyrirliðastöðunni í
íslenska landsliðinu. Hann nýtur
ómældrar virðingar strákanna sem
hann hefur svo sannarlega unnið
fyrir.
Gunnar Þór Jónsson, læknir
og formaður landsliðsnefndar HSÍ,
segir samstöðuna innan landsliðs-
ins eins og best verði á kosið. Dreng-
irnir, allir sem einn, séu rniklir
reglumenn og agaðir einstaklingar.
Þeir séu allir mjög góðir vinir og
þekki hver annan mjög vel, sem
komi Iiðsheildinni til góða.
Sigurður Sveinsson hefur ekki
verið í náðinni hjá Bogdan í gegn-
um tíðina, sem mörgum leikmönn-
um liðsins hefur ekki þótt réttlátt
þar sem Sigurður er toppleikmaður.
Þorgils Óttar fyrirliði segir Sigurð
hafa sýnt einstaka þolinmæði og
skynsemi. Stór þáttur í því sé hve
Sigurður hefur létt skap og að sögn
Þorgils, eins og fram hefur komið,
er hann einstakur húmoristi.
Um Þorgils Óttar sem fyrirliða
segir einn af leikmönnum liðsins:
„Hann er mjög góður fyrirliði sem
allir bera virðingu fyrir. Hann er
ákveðinn og ekki laust við að hann
sé frekur, sem helgast kannski af
því að hann er kominn af fjölskyldu
sem hefur dekrað við hann.“ Ann-
ar segir um Þorgils að aldrei verði
vart við að það stígi honum til höf-
uðs, hann sé virkilegur vinur vina
sinna og ævinlega taki hann upp
hanskann fyrir þá sem minna mega
sín.
Að skrifa nærmynd um þessa
„príma“-drengi, sem skipa lands-
liðið, er ekki tekið út með sældinni.
Allir þeir aðilar, sem leitað var til
um upplýsingar, voru á einu máli
unt að fátt væri hægt að finna að
þeim. Enda væru þeir ekki í lands-
liðinu ef þeir hefðu ekki þá kosti
sem þeir búa yfir. „Það nær enginn
árangri sem ekki er heilsteyptur
karakter, hefur mikið keppnisskap
og temur sér mikinn sjálfsaga, og
síðast en ekki síst þurfa ntenn að
vera greindir og reglusantir til að ná
árangri," segir einn viðmælandi
blaðsins, sem þekkir vel til.
En Guðjón Guðmundsson liðs-
stjóri á lokaorðin: Sá árangur sem
landsliðið hefur náð hefði aldrei
orðið ef ekki væri fyrir Bogdan.
Hvað svo sem um hann má segja
hefði ekki tekist að ná fram því
besta sem í þessum stákum býr.
Hann hefur lag á að byggja upp
þann metnað sem til þarf auk þess
sem hann hefur kennt þeini — með-
vitað eða ómeðvitað — að beita
skapinu á réttan hátt og með sínum
aðferðum byggt upp nauðsynlegan
aga.
HLIÓÐ
BYLGJAN
Betri
heilsa
með góðum vítamínum
og fiollefnum
I Tóró 25 eru 15 vítamín og 10
steinefni í réttum hlutföllum.
Eitt hylki gefur fullan dag-
skammt allra helstu vítamína
og steinefna. Tóró 25 er e.t.v.
besta fáanlega fjölvítamíniö,
hvaö varðar verö og gaeði.
„Sífellt fleiri rannsóknir á efn-
um til varnar sjúkdómum
benda til þess að nokkur
næringarefni dragi úr tíðni
krabbabeins í þekjuvef líkam-
ans. Meðal þeirra eru A, C
og E vítamín, B-karótín (for-
veri A vítamíns) og selen".
Hollar og fjölmettaðar fitusýr-
ur fyrir hjarta og æðakerfi.
Ekkert annað lýsisþykkni á
íslandi er ríkara af omega-3
fitusýrum, þ.e. 50% innihald
af EPA og DHA. Hylkin inni-
halda ekki A og D vítamín.
Gerið verðsamanburð.
J//Í TÓRÓ HF
Siöumúla 32. I08 Reykjavik. o 686964