Pressan - 09.03.1989, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 9. mars 1989
6
„Það var mikil
breidd í þeim
lögum sem
bárust og þau
eru í raun
þverskurður
af þjóðar-
sálinni. “
„SAMIÐ TIL SIGURS“
Nafn: Rúnar Þór Pétursson
Heimili: Brotnar myndir
Texti: Heimir Már Pétursson
(bróöir Rúnars Þórs)
Rúnar Þór Pétursson hefur
sent frá sér fjórar hljómplötur
og því enginn nýgræðingur á
tónlistarsviðinu. Hann segir
Brotnar myndir vera lag í „sín-
um dúr“, samið eftir pöbbaspil
á Fógetanum fyrir hálfu ári:
„Var mitt lag eitt af tíu? Það er
gott mál!“ sagði hann. „Ég
sendi lagið fyrst og fremst til
að taka þátt í þessari keppni.
Ég hef aldrei áður tekið þátt í
sönglagakeppni."
Hvort honum fyndist þessi
keppni á einhvern hátt frá-
brugðin öðrum slíkum svaraði
hann: „Já, mér finnst þessi
einhvern veginn á heilbrigðari
nótum. Mér finnst ekki rétt
staðið að Eurovision núna.“
Kom þér á óvart að þitt lag
skyldi verða eitt af tíu?
„Nei, þ,að kom mér ekkert á
óvart! Ég á von á fyrsta sæt-
inu.“ Stefnir ótrauður að fyrsta
sætinu 28. apríl? „Já, ná-
kvæmlega. Þaö er samið til
þess. Samið til sigurs."
„LÖGIN SAMIN
FYRIR SJÓNVARP"
Nafn: Bjarni Hafþór Helga-
son
Heimili: Akureyri
Heiti laga: Ég útiloka ekkert,
Ég sigli í nótt
Texti: Bjarni Hafþór Helgason
Bjarni Hafþór Helgason
segist hafa sent fjögur lög í
keppnina. „Þetta eru lög úr
tónlist sem ég hef verið að
vinna fyrir sjónvarpsefni. Ann-
að lagið var flutt í þaetti á Stöð
2 sl. haust og heitir Ég útiloka
ekkert, og hitt er upphaflega
samið fyrir sjónvarpsþátt fyrir
RÚV,“ segir Bjarni Hafþór i
samtali við Pressuna.
Bjarni Hafþór hefur tvívegis
sent lög í undankeppni Euro-
vision og svo sigraði lag eftir
hann í sönglagakeppni sem
Reykjavíkurborg efndi til á 200
ára afmælinu. „Það lag heitir
Hún Reykjavík, en ég veit
reyndar ekkert hvað varð um
lagið eftir þá keppni," segir
hann.
Hafþórerþekkturfyrir nokk-
ur fleiri dægurlög sem hafa
komið út á hljómplötum og eru
flest í flutningi Skriðjökla frá
Akureyri. Þar á meðal eru lög
eins og Tengja, Aukakílóin,
Hryssan mín bláog Inn í eilífð-
ina, sem samið var fyrir um-
ferðarráð. í vor er svo væntan-
legt lag á safnplötu sem heitir
Mikki refur, en það lag segist
Hafþór hafa sent i fyrstu Euro-
vision-keppnina.
Áttirðu von áað komast í úr-
slitakeppni Landslagsins?
„Ég veit það eiginlega ekkl. Ég
hef ekki talist til afkastamik-
illa lagahöfunda. Á síðustu
tveimur eða þremur árum hafa
komið út sex eða átta lög og
þau hafa reyndar gengið ágæt-
lega. Ég átti ekkert sérstak-
lega von áað komast að í þess-
ari keppni en mér fannst þó að
það gæti allt eins gerst.“
„BER VOTT UM
GÓÐAN SMEKK"
Nafn: Ingi Gunnar Jóhanns-
son
Heimili: Reykjavík
Heiti lags: Við tvö
Texti: Ingi Gunnar Jóhanns-
son og Iðunn Steinsdóttir
Ingi Gunnar Jóhannsson
samdi lagið „Við tvö“ fyrir
nokkrum árum, „á þeim tíma
sem ég var f Hálft I hvoru“,
segir hann. „Ég sendi lagið í
þessa keppni því ég hef gam-
an af að semja lög og vil láta
þau heyrast. Maður beitir öll-
um brögðum til að koma lög-
um sínum á framfæri!"
Ingi Gunnar segir lagið hafa
legið í skúffu og hljómað í koll-
inum á sér frá því hann samdi
það fyrir um fimm árum:
„Þetta lag var ekki samið af
neinu sérstöku tilefni. Stef
verða til eftir ákveðinni hug-
mynd, sem ég man ekki hver
var í þessu tilviki, og maður
leitar leiða til að Ijúka við lag-
ið.“
Hann hefur áður sent lög f
söngvakeppni, náði öðru sæti
í Eurovision í fyrra með laginu
„Ástarævintýri" (Á vetrar-
braut), og þetta lag, Við tvö,
sendi hann tvívegis í Eurovisi-
on-keppnina: „Þar náði þetta
lag ekki inn,“ segir hann.
Ingi Gunnar sendi nokkur
lög í Landslagið og um það
hvort þessi úrslit kæmu hon-
um áóvart svaraði hann: „Mað-
ur veit náttúrulega ekkert um
gæði í fjögurhundruð laga
bunka, en hins vegar vonaðist
ég til að eitthvað af mínum lög-
um kæmist áfram. Mér hefði
þótt súrt í broti ef ekkert þeirra
hefði náð lengra. Ég er mjög
sáttur við að þetta lag skyldi
verða valið af mínum lögum og
finnst það bera vott um góðan
smekk dómnefndarinnar!"
„SETTIST BARA
NIÐUR OG
LAGIÐ K0M“
Nafn: Þórhaliur Sigurðsson
(Laddi)
Heimiíi: Reykjavík
Heiti lags: Prinsippmál
Texti: Þórhallur Sigurðsson
Laddi hefur aldrei fyrr sent
lag i söngvakeppni „og samdi
þetta lag ekki beinlínis fyrir
þessa keppni. Ég átti þetta lag
til og það er upphaflega samið
fyrir plötu sem ég ætla að gefa
út með vorinu. En fyrst ég sá
þessa keppni auglýsta ákvað
ég að senda lagið inn því ég
hafði aldrei tekið þátt í svona
keppni fyrr“.
Hann segirengin sérstöktil-
drög vera að tilurð lagsins:
„Það varð til eins og önnur lög
mín; ég settist bara niður og
lagið kom.“ Nú er þitt lag eitt
af tíu í úrslitum. Kemur það á
óvart? „Já, það kom mér á
óvart að sjálfsögðu. Þegar ég
frétti að það væru svona of-
boðslega mörg lög bjóst ég
ekki við miklum árangri."
En stefnir hann að sigri?
„Að sjálfsögðu, fyrst ég er
kominn svona langt!“
„UPPGJÖR VIÐ
SJÁLFA MIG“
Nafn: Bergþóra Árnadóttir
Heimili: Bergþórshvoll, Dan-
mörku.
Heiti lags: Fugl í búri
Texti: Bergþóra Árnadóttir
Hún er sest að í Danmörku.
Keypti sér hús á Skagen „sem
að sjálfsögðu heitir Bergþórs-
hvolí“, segir hún. Þar býr hún
með dótturinni Birgittu, kett-
inum Garpi og hundinum
Muggi, „sem er danskur
„pulsuhundur" og skilur bara
íslensku!"
Bergþóra Árnadóttir segist
ekki hafa gert mikið af að
semja lög upp á síðkastiö.
„Fugl í búri“ samdi hún fyrir
einu og hálfu ári: „Fyrst og
fremst samdi ég þetta lag
vegna tilfinningakrísu góðrar
vinkonu — en komst svo að því
síðar að það átti alveg eins við
sjálfa mig. Þetta er nokkurs
konar uppgjör mitt við sjálfa
mig.“
Bergþóra segist hafa sent
lag í Landslagið „til að reyna
að vinna keppnina, því mig
vantar peninga"! Hún hafði áð-
ur sent lög í söngvakeppni,
m.a. söngvakeppni sjónvarps-
insfyrirmörgum árum, Reykja-
víkurkeppnina og síðar í
Söngvakeppni sjónvarps-
stöðva, þar sem lögin komust
ekki áfram. Hún sendi tvö lög í
Sönglagakeppnina að þessu
sinni og segist hafa orðið
mest hissa á að „hitt lagið“
skyldi ekki fremur verða valið,
„því ég hélt að það væri meira
grípandi. Hins vegar er ég
þeim mun ánægöari með að
þetta skyldi komast inn“.
Hvort hún ætlaði að koma
heim og flytja lagið sjálf á úr-
slitakvöldinu svaraði hún: „Já
ég verð að gera það. Ég þekki
engansem geturflutt þaðeins
og ég vil að það verði flutt.“
Kom henni á óvart að hún
skyldi eiga eitt lag af tíu í úr-
slitum? „Nei, eiginlega ekki!“
„EKKI ÁRÚÐURSLAG"
Nafn: Ágúst Ragnarsson
Heimili: Reykjavík
Heiti lags: Ráöhúsiö
Texti: Ágúst Ragnarsson
Ágúst Ragnarsson starfar
sem sölumaður hjá íselco og
er einnig starfandi tónlistar-
maður með hljómsveitinni
„Sveitin milli sanda“. Hann
hefur samið lög i nokkur ár og
hafa nokkur þeirra komið út á
hljómplötum. Ágúst er bróðir
Ólafs Ragnarssonar, sem á
jafnframt lag i úrslitakeppn-
inni, og þeir bræður gáfu út
hljómplötuna „Ljóslifandi“ ár-
ið 1982 — kölluðu sig Jarðl-
inga. Ágúst hefur ennfremur
átt lög á safnplötum og tvö lög
ájólaplötu sem kom út 1984.
Hann segist hafa sent lag í
Sönglagakeppnina vegna
þess að „maður vill auðvitað
koma tónsmíðunum á fram-
færi“! Ráðhúsið, er það áróð-
urslag? „Nei það er ekki áróð-
urslag. Ollu heldur skot á báða
aðila, samið upp úr hugleið-
ingu varðandi ráðhúsbygging-
una. Ég hafði gaman af því
hvernig báðir aðilar höguðu
sér og lagið varð til eftir lestur
blaða varðandi þetta mál.“
Ágúst segist hafa sent lög í
öll skiptin sem Söngvakeppni
sjónvarpsstöðva hefur verið
haldin, „nema núna fékk ég
ekki að vera með svo ég sendi
þrjú lög í þessa keppni". Kem-
ur þér á óvart að þetta lag
skyldi verða eitt af tíu? „Já og
nei. Það er auðvitað ansi gott
að vera eitt úrtak af nærri fjög-
urhundruð aðilum, en af hverju
ekki?“ Hefðirðu kosið að ann-
að hvort hinna laganna þinna
hefði heldur komist áfram?
„Nei, ætli það. Annað lagið er
„rokkabiIlí“-lag, hitt er rólegt
hugsjónalag þar sem maður
hveturtil betra lífs í heiminum.
Þetta er svona mitt á milli
þeirra, hugleiðing um ádeilur,
léttur rokkarj."