Pressan - 09.03.1989, Blaðsíða 5
4 -v
Fimmtudagur 9. mars 1989
5'
ÞVERSKURÐUR AF
ÞJÓÐARSÁLINNI
segir Björn G. Björnsson, formaður dómnefnd-
ar, um lögin sem bárust í sönglagakeppnina.
Alls komu á fjórða hundrað lög í keppnina.
Það fór tæpur sólarhringur í að hlusta á öll þau lög
sem bárust í Sönglagakeppni íslands. Vart fer á milli
mála að á íslandi búa margir og afkastamíklir laga-
smiðir, því á fjórða hundrað lög bárust í keppnina.
Dómnefnd hlustaði á öll lögin og valdi að lokum þau tíu
lög sem keppa til úrslita á Hótel Sögu 28. apríl naest-
komandi.
Björn G. Björnsson frá Stöð 2 er
formaður dómnefndar, en auk
hans sitja í nefndinni Palmi Gunn-
arsson frá hljóðstúdíóinu Stöðinni,
Steen Johansson frá Pressunni,
Haraidur Gíslason, Hótel Sögu,
Guðbjörg Sandholt fyrir Ferðamið-
stöðina Veröld, Pétur Steinn Guð-
mundsson frá Bylgjunni og Rík-
harður Örn Pálsson frá FTT, Félagi
tónskálda og textahöfunda.
Björn segir dómnefndina eðli-
lega hafa haft ærinn starfa við
að hlusta á öll þau lög sem bárust:
„Við hlustuðum á hvert einasta lag
sem barst í keppnina,“ segir hann.
„Þetta voru á fjórða hundrað lög,
en ómögulegt er að vita hversu
margir Iagasmiðirnir voru. Sumir
sendu inn eitt lag, aðrir mörg og
þess eru dæmi að sami Iagasmiður
hafi sent inn tuttugu lög.
Þau tiu lög sem valin voru til úr-
slitakeppninnar eiga það sameigin-
legt að vera tíu bestu lögin,“ segir
Björn. „Það var mikil breidd í þeim
lögum sem bárust og þau eru í raun
þverskurður af þjóðarsálinni. Þótt
keppt sé um sönglag bárust mörg
dúndrandi harmónikulög þar sem
ekkert var sungið, og í rauninni
komu allar tegundir tónlistar inn í
myndina.“ Hann segir engan
„Eurovision-blæ“ hafa svifið yfir
lögunum: „Alls ekki. Þessi tíu lög
sem valin voru eru hvert með sínu
móti, enda engin tilraun gerð til að
steypa þau í sama mótið og ekki
ætlunin að þau fari á Eurovisi-
on-vettvanginn. Þarna voru hröð
lög og róleg lög, Iétt lög og aivarleg,
þekktir höfundar og óþekktir og
þekktir flytjendur og gjörsamlega
óþekktir.“
Hverju lagi var greitt atkvæði og
eftir fyrstu umferð voru 40 lög
nokkuð jöfn að stigum. Eftir hlust-
un í annað sinn þrengdist valið nið-
ur í 20 og eftir að hafa hlustað á
hvert þeirra fyrir sig voru valin úr
þau tíu sem keppa til úrslita. „Við
slógum þann varnagla að hlusta
enn einu sinni á lög sem voru með
ákveðið atkvæðamagn á bak við
sig, til að vera alveg viss um að okk-
ur hefði ekki yfirsést neitt,“ segir
Björn. „Dómnefndin vann störf sín
samviskusamlega og var sammála í
niðurstöðu á vali þessara tíu Iaga.“
Dómnefndin sendir lögin nú til
hljóðstúdíósins Stöðvarinnar, í
hendur Axels Einarssonar og hans
manna, þar sem þau verða útsett í
samráði við höfunda, valdir verða
flytjendur og lögin tekin upp á
hljómplötu. Útgáfa hennar verður
væntanlega fljótlega eftir keppn-
ina, þar sem reglur hennar kveða á
um að lögin megi ekki hafa verið
gefin út á hljómplötu. Lögin verða
kynnt á Hótel Sögu 14. apríl og úr-
slitakeppnin fer einnig fram þar, 28.
apríl, í beinni útsendingu á Stöð 2
og Bylgjunni. Sama dómnefnd
ásamt hlustendum Bylgjunnar og
gestum á Hótel Sögu á úrslitakvöld-
inu velur endanlega sigurlagið.
ÚRSLIT
ÞESSI TÍU LÖG HALDA ÁFRAM í KEPPNI
HEITI LAGS: HÖFUNDUR:
Fugl í búri Bergþóra Árnadóttir
Prinsippmái Þórhallur Sigurösson
Við fljótið Sigfús E. Arnþórsson
Ráðhúsið Ágúst Ragnarsson
Við tvö Ingi Gunnar Jóhannsson
Brotnar myndir Rúnar Þór Pétursson
Við eigum samleið Jóhann G. Jóhannsson
Ég útiloka ekkert Bjarni Hafþór Helgason
Dúnmjúka dimma Ólafur Ragnarsson
Ég sigli i nótt Bjarni Hafþór Helgason
SÖNGVAKEPPNI
ISLANDS
1989
10 LÖG KOMIN
í ÚRSLIT
„VILDI VERA MEГ
Nafn: Jóhann G. Jóhanns-
son.
Heimili: Reykjavik
Lag: Við eigum samleið
„Mérfannst þettagott fram-
tak og vildi vera með,“ segir
Jóhann G. Jóhannsson um
þátttöku sfna í keppninni. Jó-
hann er í Félagi tónskálda og
textahöfunda, en félagiö
hvatti til almennrar þátttöku i
Sönglagakeppninni.
„Þaö er ekki alltof auðvelt
fyrirlagahöfundaaö komaefni
sínu á framfæri, sérstaklega
eftir að söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstööva
breyttist í það sem hún er
núna,“ er skoðun Jóhanns.
Hann hefur tvisvar sent lög í
söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva.
Lagið, Við eigum samleið,
samdi Jóhann árið 1986. „Ætli
það hafi ekki verið samið inni í
stofu, þau eru svo mörg samin
þar,“ segir Jóhann.
„Ég átti ekki von á miklum
árangri þegar ég frétti hvað
þátttakan var almenn og úrslit-
in koma þægilega á óvart."
„FYRSTA LAGIÐ SEM
ÉG LÝK VIГ
Nafn: Ólafur Ragnarsson
Heimili: Mosfellsbær
Lag: Dúnmjúka dimma
„Lagið sem ég sendi inn í
keppnina er það fyrsta sem ég
lýk við,“ segir Ólafur Ragnars-
son, einn hinna tíu útvöldu.
Ólafursegist hafasamið lag
og texta nótt eina þegar hann
„horfði inn leillfðina“ogerþar
jafnframt komin skýringin á
nafninu. „Ég spái mikið I
stjörnufræði og alheimsspeki
og þessa nótt fannst mér ég
komast í nánasnertingu viðtil-
veruna."
ÞegarÓlafur kom til að skila
sþólunni í keþþnina sá hann
stóran bunka af umslögum.
„Ég ætlaði jafnvel að hætta
við allt saman. En þar sem ég
var kominn á staðinn skildi ég
mitt umslag eftir í bunkanum
og bjóst ekki við neinu sér-
stöku framhaldi.“ Annað kom
á daginn og sér Ólafur ekki
eftir því að hafa lagt frumraun
sína fyrir dómnefndina.
„VAR ÞRJÁ MÁNUÐI
AÐ SEMJA TEXTANN"
Nafn: Sigfús Arnþórsson
Heimili: Reykjavik
Lag: Við fljótið
„Ég sendi fimm lög inn og
átti síst von á að þetta lag yrði
fyrir valinu,'1 segir Sigfús Arn-
þórsson.
„Það tók mig þrjá mánuði að
semja textann og lagið varð til
I bútum sem féllu saman þeg-
ar textinn var kominn."
Viö fljótið er saknaðarljóð
og bjóst Sigfús ekki við að það
ætti upp á pallborðið hjá dóm-
nefndinni og sendi þess vegna
fjögur lög til vara. „Það hljóta
að vera miklir smekkmenn
sem sitja í dómnefndinni. Ég
er viss um að þetta lag hefði
aldrei náð langt i Eurovision-
keppninni."
Sigfús samdi fyrir nokkrum
árum lagið Endurfundi, sem
hljómsveitin Upplyfting gerði
vinsælt.