Pressan - 14.12.1989, Page 13

Pressan - 14.12.1989, Page 13
Fimmtudagur 14. des. 1989 13 > AF KAUPENDUM yfjendum einar Berg tgefanda 1987—1988 voru tollar af erlendum hljómplötum felldir niður. Innflutn- ingur á þeim var því í algjöru lág- marki fyrir jól því menn kærðu sig ekki um að greiða háa tolla af plöt- um í desember sem urðu tollfrjálsar í janúar. íslenska útgáfan varð því enn meira áberandi en ella. í fyrra datt salan að nokkru leyti niður en það sem af er þessari vertíð lofar svo sannarlega góðu. íslenskar plötur seljast mjög vel og það sem meira er, margar erlendar plötur eru að seljast í 2—3000 eintökum sem er mjög gott. Annars er ómögulegt að segja til um hvernig þetta kemur út fyrr en upp er staðið að lokinni Þorláks- messu, því þann dag seljast jafn- margar hljómplötur í verslunum á Islandi og í öllum júlímánuði, sem þó er ágætismánuður hvað sölu varðar! Nú, um miðjan desember má því segja að enn séu nokkrir mánuðir til jóla hjá okkur útgefend- um.“ Bylgjan á hættulegri braut — Eins og kemur fram hér í byrjun fer mikil spilun þeirrar tegundar tónlistar sem við erum að ræða um fram í útvarpi á degi hverjum. Skiptir sú spilun miklu máli fyrir útgefendur? ,,Það er alveg ljóst að leggist dag- skrárgerðarmenn einhverrar stöðv- arinnar á eitt um að spila ákveðið lag — ákveðna plötu mikið, þá getur sú spilun þýtt meiri sölu en annars hefði orðið. í útvarpi gefst fólki kost- ur á að heyra það sem verið er að gefa út hverju sinni, auk annars efn- is. Það er hins vegar misskilningur að dagskrárgerðarmenn séu á jöt- unni hjá okkur. Við komum vissu- lega ákveðnum upplýsingum til þeirra um okkar listamenn og kynn- um þeim efni þeirra. Það er aftur á móti mitt mat að Bylgjan sé í dag á ákaflega hættu- legri braut hvað þetta varðar. Við hlustun á hana fæ ég það óneitan- lega nokkuð sterklega á tilfinning- una að hún sé nokkurs konar útibú frá Skífunni en eigandi hennar er einn aðaleigandi Bylgjunnar. Mér hefur reyndar oft fundist þetta, en aldrei eins og nú og ég trúi því ekki að allar þær símhringingar sem ég hef fengið með ábendingar um þetta séu út í bláinn! Ég held að það sé nauðsynlegt að fólk sem vinnur við að spila tónlist í útvarpi hafi persónulegt álit á tón- listinni og spili þá músík sem því lík- Framhald á næstu síðu. w/u/s og sala íbúðar Lög um húsbréfaviðskipti gilda um kaup og sölu notaðra íbúða, sem eiga sér stað eftir 15. nóvember 1989. Hvað eru húsbréf? Húsbréf eru skuldabréf sem seljandi íbúðar getur fengið hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem kaupandi íbúðarinnar gefur út. Húsbréf eru verðtryggð og gefin út með föstum vöxtum til 25 ára. Gengi þeirra er opinberlega skráð daglega. Húsbréf eru með ríkisábyrgð og undanþegin skatti. j&x a. XUmsögn ráðgjafastöðvar er \ skilyrði fyrir tilboði. Allir kaupendur í húsbréfakerfinu verða að hafa i höndum skriflega umsögn ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar um greiðslugetu sína og kaupverð íbúðar, áður en þeir geta gert seljanda kauptilboð. Hvemig fer sala íbúðar fram? Seljandi fær kauptilboð. Tilvonandi kaupandi sýnir seljanda umsögn ráðgjafastöðvar og gerir honum kauptilboð með tilliti til greiðslugetu sinnar skv. umsögninni. i^~ír\Tilboði tekið með fyrirvara um skuldabréfaskipti. Þegar samkomulag hefur náðst um kaupverð, samþykkir seljandi kauptilboðið með fyrirvara um skuldabréfaskipti við húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar. Allt að 65% af kaupverði íbúðarinnar getur verið fasteignaveðbréf sem kaupandinn gefur út og seljandinn fær skipt fyrir húsbréf. Fasteignaveðbréfin geta verið tvö, ef seljandi þarf að aflétta skuldum sem kaupandi tekur ekki við, frumbréf og viðauka- bréf. Undirbúningur að skuldabréfa- \.......\ Skiptum. Þegar seljandi hefur gengið að tilboði, fer tilvonandi kaupandi fram á skuldabréfaskipti við húsbréfadeildina. Æ5 Afgreiðsla húsbréfadeildar. Húsbréfadeild metur veðhæfni íbúðar og matsverð og athugar greiðslugetu væntanlegs kaupanda. Samþykki hún kaupin, sendir hún væntanlegum kaupanda fasteignaveð- bréfið, útgefið á nafni seljanda. Kaupsamningur undirritaður - fasteignaveðbréf afhent seljanda. íbúðarkaupandi og íbúðarseljandi gera með sér kaupsamning og kaupandi afhendir seljanda fasteignaveðbréfið. -» \ Kaupandi lætur þinglýsa ■ * \ kaupsamningnum. r\ Seljandi lætur þinglýsa * \ fasteignaveðbréfinu. Fram að 15. maí 1990 eiga þeir einir aðgang að húsbréfakerfinu sem sóttu um húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars sl. og hafa lánsrétt. HÚSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI 696900 \ Seljandi skiptir á fasteigna- ^\_?_\ veðbréfi fyrir húsbréf. Óski seljandi eftir því að fá húsbréf, fær hann þau afhent hjá húsbréfadeildinni í skiptum fyrir fasteignaveðbréfið. ACi\ Húsnæðisstofnun annast inn- heimtu fasteignaveðbréfsins af kaupanda, enda orðinn eigandi þess, þegar hér er komið. Seljandi rí að vild. ráðstafar húsbréfunum Seljandi getur átt bréfin, notað þau við íbúðarkaup eða leyst þau út.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.