Pressan - 14.12.1989, Page 20

Pressan - 14.12.1989, Page 20
20 Fimmtudagur 14. des. 1989 2,rtburuekjum gamían en góban §ib d jóíaföðtu STAURBITIÁ AÐVENTU EFTIR STEINUNNI EYJÓLFSDÓTTUR Þá er nú jólafastan komin, aðvent- an sem sumir kalla. Og margir eru nú svoleiðis gerðir, einkum krakk- arnir, að þá iangar að fá sér smáveg- is forskot á alla jólasæluna. Allskon- ar jólaföndur kemst á kreik og fyrir nokkrum árum kom mikill hvalreki á jólafjörur Islendinga. Það var glöggið svonefnda. Með ólíkindum er hversu fljótt þessi siður hefur fest hér rætur. Jafnvel þó haft sé í huga að allt er best sem erlent er — að margra dómi. En ekki hafa nú allir áhuga og heilsu í glöggið og krakk- arnir sitja uppi með að verða snuð- aðir um einn tyllidag. En bíðum nú við — ef við flettum upp í þjóðsögum og annálum þá kemur í Ijós að áður fyrr var siður á íslenskum heimilum að gefa glaðn- ing einhverntíma á jólaföstu, víst oftast í vikunni fyrir jólin, en sú vika var kölluð staurvika og glaðningur- inn staurbiti, vegna þess að fólkið var orðið svo syfjað í jólaannríkinu að það átti að hafa haldið augnalok- unum uppi með litlúm spýtum sem kallaðar voru vökustaurar. Þá voru víða mannmörg heimili og öll föt varð að búa til heima. Allir urðu að fá nýja flík svo enginn færi í jólakött- inn. Það er því augljóst að fólkinu veitti ekki af að fá dálítinn staurbita. Hvers vegna endurvekjum við ekki þennan sið? Það ætti ekki að vera meira mál heldur en endurlífgun þorrablótanna, sem voru þó búin að liggja enn lengur í gleymsku, eða nokkur hundruð ár. Hver mundi vilja vera án þeirra nú? Oftast er meira og minna komið upp af skrauti á þeim tíma sem staurvikan er, en mér hefur dottið í hug að ef maður skreytti borðið sér- staklega væri gaman að koma sér upp jólaköttum til skreytinga. Þeir eru svo nátengdir fatastússinu og jólaönnunum. Líklega kynnu þeir best við að hanga í Ijósum og gluggatjöldum — þið vitið, þessir kringlóttu með, gormaskottin sem allir krakkar kunna að búa til. Spyrj- ið fóstrur eða föndurkennara ef þeir skyldu hafa farið fram hjá ykkur. í a.m.k. sumum prentsmiðjum er hægt að kaupa ódýrt allavega litar arkir, alveg mátulega þykkar í jóla- ketti. Svo geta þeir hangið uppi yfir jólin ef maður vill. En hvað á þá að hafa í sjálfan staurbitann? Möguleikarnir eru óteljandi og hverjum og einum verður sjálfsagt hugsað til sinna uppáhaldsrétta. Þeir sem þykir góð- ur súrmatur fá hér prýðisgóða átyllu til að hafa hann á borðum. Hér eru nokkrar uppástungur að einföldum og góðum staurbitum. Heit eða köld svið með kart- öflu- og rófustöppu. Lundi með brúnuðum kartöfl- um, sósu og sultuhlaupi eða öðru sem ykkur þykir gott. Niðursneitt kalt kindakjöt (læri) með soðnum sveskjum og ávaxtasalati (ávextir skornir í bita eða teknir úr dós og hrært í sýrðan rjóma). Harðfiskur og smjör er sjálfsagður fyrir- og eftirréttur. Ef einhver lumar á frystum berjum frá Austfjörðum er þetta rétti dagurinn til að neyta þeirra og vonast eftir betra berja- sumri næst. Og svo skal ég að end- ingu segja ykkur hvernig ég held að ég sleppi ódýrast frá staurbitanum, en þetta er annað árið sem ég efni til hans. Ég ætla að baka himinháan stafla af ósætum lummum, setja hann á mitt borðið og þar hjá skálar með salötum — ég hef ekki enn ákveðið hverskonar, nema áreiðanlega hef ég heitt hangikjötssalat — þ.e. hangikjöt og grænmeti saxað í jafn- ingi. Þessu hafði ég hugsað mér að fólk skolaði niður annaðhvort með góðri súpu eða kúmenkaffi eins og gömlu konurnar í minni sveit bjuggu til. (Þá lætur maður svo sem matskeið af kúmeni með í könnu- pokann og fær öndvegiskaffi.) Svo er auðvitað líka hægt að fá sér suitu og rjóma með lummum. Og að end- ingu — staurbitann skal snæða um miðnættið, þá smakkast hann al- best. Samtaka nú! A ^^ins og kunnugt er voru í vetur stofnuð hér á landi Landssamtök heimavinnandi fólks. í mesta sak- leysi gæti maður því ætlað að þetta væri þar af leiðandi hópur heima- vinnandi fólks, sem bundist hefði samtökum til að geta barist í sam- einingu fyrir réttindamálum sínum. En þegar skoðaður er listi yfir þá, sem eiga sæti í fulltrúaráði þessa fé- lagsskapar, er greinilegt að svo er ekki. I ráðinu eru t.d. tveir alþingis- menn, þeir Kristinn Pétursson og Guðmundur Agústsson, og hefur þingmennska ekki hingað til talist heimavinna. Einnig er í fulltrúaráð- inu Olafur Helgi Kjartansson. skattstjóri á Vestfjörðum, sem þar af leiðandi vinnur meira en lítið utan heimilis. Þess má þó geta til gamans að Ólafur Helgi dundar við það í frí- stundum að skrifa smásögur, sem sumar hverjar hafa verið birtar á prenti, og sú „vinna" er væntanlega innt af hendi á heimilinu en ekki á skattstofunni. . . u þessar mundir er verið að skipa nýtt jafnréttisráð og hefur formaður þess þegar verið tilnefnd- ur af Hæstarétti. Það er Ásdís Rafnar lögfræðingur, sem nú lætur af formennsku í ráðinu, en við tekur önnur lögmenntuð kona, Ragn- hildur Benediktsdóttir, skrif- stofustjóri á Biskupsstofu. . . u sunnudaginn kemur verður haldin jazzballettsýning í Súlnasal Hótels Sögu. Þar munu nemendur úr jazzballettskóla Ástu Ólafs- dóttur sýna þá dansa sem þeir hafa lært í vetur og eru yngstu dansar- arnir aðeins 4ra ára áð aldri. . . Jólatilboð Húsasmöunnar Peugeot borvél kr. 5.653,- Expressó kaffívél kr. 5.963, I verslun Húsasmiðjunnar fást nytsamar jólagjafir við allra hæfí og á jólamarkaði á 2. hæð er mikið úrval skrauts og gjafavara. í Húsasmiðjunni fæst einnig allur húsbúnaður og heimilistæki, öll áhöld og efni sem þarf til að fegra og prýða heimilið fyrir jólin. i ’sk % KryddhiIIa. kr. 2.804,- Útvarp/kassettutæki kr. 5.800,- Piparkökuhús kr. 717,- Makita slípirokkur kr. 12.950. bf/i, u SKÚTUVOG116 SÍMI 687700

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.