Pressan - 11.01.1990, Blaðsíða 20

Pressan - 11.01.1990, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 11. jan. 1990 Þetta er þitt líf, en: ÞETTA ER EKKI KONAN ÞÍN! Mike Aspel og framleidandi þáttanna ,,This is your life“ leysa frá skjóðunni Stöð 2 sýndi til skamms tíma viðtalsþætti undir stjórn Mikes Aspel sem báru nafnið This is your life. í þátt- unum var til dæmis farið inn á þætti í lífi gestanna, sem voru jafnvel þeim sjálfum gleymdir, og í lokin birtist einhver óvæntur meðlimur fjölskyldunnar, vinur eða ættingi, sem viðkomandi átti ekki von á. Slíkar uppákomur voru oítast gestinum til mikillar gleði og undr- unarefni þegar náinn ættingi var mættur inn á sviðið, kannski úr fleiri þúsund kílómetra fjarlægð. Það tek- ur Mike Aspel tímana tvo að koma þáttum sínum saman — og ekki tekst alltaf eins og til var ætlast. Nú eru þættirnir This is your life að hefja sitt 21. sýningarár og af því tilefni hefur framleiðandi þáttanna, Malcolm Morris, ákveðið að dusta rykið af leyndarmálum sem komið hafa upp og þeir aldrei fyrr sagt frá. Eitt leyndarmálanna er á þá leið að fyrir nokkrum árum mætti þekktur kvikmyndaleikari í þáttinn. Eins og oft er gert í þáttunum hafði fjölskylda leikarans, eiginkona og börn, verið boðuð frá Bandaríkjun- Allir þeir, sem greitthafa iaun w á árinu 1989, skulu skila launamiðum vegna greiddra launa á þar tilgerðum eyðu- blöðum til skattstjóra. Frestur til að skila launamiðum rennur út 22. janúar. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI um og var „falin" á hótelherbergi rétt við upptökuverið. Þau átti að sækja skömmu eftir að byrjað var að senda þáttinn út, þannig að þau birtust á sviðinu um það leyti sem kveðja skyldi leikarann. Nema hvað. Þegar leikarinn gekk í sjón- varpshúsið var ung Ijóska í fylgd með honum. Þau gengu að bar sem þarna var og stóðu upp við hann í innilegum faðmlögum og kossa- flensi. Malcolm Morris vissi ekki sitt rjúkandi ráð og í örvæntingu laug hann einhverju að fjölskyldunni, lét færa hana af hótelinu og koma henni fyrir á öðru hóteli, langt frá sjónvarpsstöðinni. Þessi frægi leik- ari fékk því ekki óvænta heimsókn í lok þáttarins! Mörgum árum síðar sagði Malc- olm Morris leikaranum frá þessu at- viki. Leikarinn eldroðnaði og sagði: „Þetta kvöld var síðasta kvöldið okkar saman. Við vorum að kveðj- ast þarna . . .“ Þeir Malcolm Morris og Mike As- pel ganga úr skugga um það hjá fjöl- skyldum verðandi gesta sinna, að ekki leynist einhverjar vofur í lífi þeirra, sem illa getur komið sér fyrir þá að draga fram í þáttunum. I sam- tölum af þessum toga kemur oft hið gagnstæða upp; eitthvað verulega gott sem ástæða væri til að láta um- heiminn vita af. En einnig slíkar upplýsingar geta skemmt fyrir: „Við höfðum fregnað hjá ættingja manns sem ræða átti við, að hann hefði drýgt mikla hetjudáð í stríðinu og bjargað lífi fjölda fólks í litlu þorpi í Skotlandi. En tveimur vikum áður en þátturinn skyldi sendur út kom babb í bátinn. Fyrra nafn mannsins stemmdi ekki við nafn hetjunnar . . . Hetjan hafði nefni- lega verið tvíburabróðir gestsins; maður sem lést skömmu eftir stríð- ið. Gesturinn hafði tekið sér það bessaleyfi að skrá hetjudáðina á sjálfan sig, því látnir tala jú ekki! í fjörutíu ár hafði því gestur okkar verið gangandi lygi — og við hætt- um við þáttinn." DÝR ERII ALLRA MEINA BÓT Stundum „uppgötva" vís- indamenn nútímans eitthvað með rannsóknum sínum, sem allir vissu í gamla daga. Einhver hópur þeirra komst t.d. nýverið að því, að það gerði fólki gott að umgangast dýr. Þessi merki boðskapur var kynnt- ur á alþjóðlegri ráðstefnu í Mónakó síðla á nýliðnu ári, studdur tilvitnun- um í hávísindalegar rannsóknir. Vís- indamenn höfðu m.a. kannað það að sjúklingum á sjúkrahúsum batn- aði mun fyrr, ef dýr voru á staðnum, en ferfætlingarnir höfðu til dæmis jákvæð áhrif á eftirfarandi: of háan blóðþrýsting, flensu, kvef og bak- verk. Þar að auki stuðla dýr að bætt- um mannlegum samskiptum, því návist þeirra verður til þess að fólk talar meira saman en ella. Og þetta á ekki bara við um hunda og ketti, heldur einnig skjaldbökur, kanínur og jafnvel gullfiska.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.