Pressan - 14.06.1990, Blaðsíða 4

Pressan - 14.06.1990, Blaðsíða 4
4 OP.P.r imii í fuptíbuitnn?i"*i Fimmtudagur 14. júní 1990 litilræði af sjón- og hljóðlínu Þaö er sláandi hvernig gert er upp á milli list- greina á listahátíöinni sem nú stendur sem hæst. Þaö er einsog byggingarlistin, sjálfur arkí- tektúrinn, hafi gleymst. Við slíkt verður ekki unaö þar sem íslenskur arkítektúr er snar þáttur í menningararfleifð þjóðarinnar. Kominn er tími til aö gera helstu einkennum íslenskrar byggingarlistartæmandi skil á verð- ugan hátt. Þaö hefur lengi veriö grundvallarstefnan í ís- lenskum arkítektúr aö bygg'a fyrst hús en at- huga síðan hvort þau séu nothæf til síns brúks. Sem beturfer er alltaf hægt aö gera á þeim bragarbót og lappa uppá þau þar til hugsan- legt er að þau fari aö halda vatni og vindi eða þjóni sínum tilgangi t.d. sem mannabústaöir eöa samkomuhús. Margur hyggur aö íslenskur arkítektúr hafi risiö hæst meö byggingu Þjóöleikhússins og Hallgrímskirkju og er þaö ekki fjarri lagi. Bæði eru húsin hriplek ef marka má blaðadeilur vit- manna aö undanfömu. í öðru húsinu kvaö ekki hægt aö sjá handa skil og í hinu er víst einsog segir í vísunni góöu: Ekki hægt að heyra daut heldur kemur allt í graut. Nú er, í anda íslenskrar byggingarlistar, veriö að laga þaklekann í turni Hallgrímskirkju og hljómburðinn í húsinu og sama má segja um Þjóðleikhúsið aö viöbættri sjónlínunni sem er ný og áöur óþekkt lína í íslenskum arkítektúr. Þaö bar svo til tíðinda, eigi alls fyrir löngu, að einn vitrasti arkítekt þjóöarinnartók uppá því aö hagræöa sjónlínunni í óbyggöri handbolta- heimsmeistarahöll sem á aö rísa í Kópavogin- um þegar allir eru endanlega hættir aö horfa á handbolta. Fyrir þetta tiltæki fékk arkítektinn, sem bæöi er káerringurog vesturbæingur, þungar ákúrur enda ekki háttur íslenskra arkítekta að breyta húsum fyrr en eftir að búið er aö byggja þau. íslenskur nútíma-arkítektúr á rætur aö rekja til þeirra frumkvööla og merkisbera byggingar- listarinnar sem öll aðferð við húsbyggingar á íslandi dregur dám af í dag. Brautryðjendurnir eru tvímælalaust þeir bræöur á Bakka, Gísli, Eiríkur og Helgi. Og sporgöngumenn þeirra íslenskir arkítekt- ar. Fræg er sagan af þeim heiöutsbræörunum þegar þeir voru aö byggja kofannog komu ekki mæniasnum inn um dyrnar, hvort sem þeir reyndu langsum eöa þversum, og gekk ekki fyrr en aðkomumaður tók ásinn og lagði á stafnana einsog venja vartil. Og þegar búiö var að refta og þekja húsið kom í Ijós aö niðamyrkur var inni. Á þessu eygðu þeir Bakkabræöur þá lausn besta, aö bera myrkrið út í sorptrogi og sól- skinið inn. Hér voru línurnarlagðar í ísJeoskum arkítekt- úr. Aö byggja fyrst, breyta svo. Það var þessvegna hrein goðgá þegar arkí- tektinn ætlaði sér á dögunum að bæta sjón- línuvandann í heimsmeistara-handboltahöll- inni áður en búið væri aö byggja hana, sem er auðvitað ekki nærri nógu séríslensk aðferö byggingarfræöilega séö. Afturámóti ætlar byggingarnefnd Þjóöleik- hússins aö bæta sjónlínuvanda hússins, fjöru- tíu árum eftir að byggingu lauk, meö því aö auka gólfhallann í salnum þannig aö hugsan- legt sé að fólk sjái á sviðiðyfir hvirfilinn hvaö á ööru og heföi nú mátt ætla aö kórrétt væri aö málum staðið En þá kom babb í bátinn,því á þessumfjöru- tíu árum hefur áhorfendasalurinn í Þjóðleik- húsinu, aö dómi þeirra arkítekta sem halda vilja vöku sinni, unnið sér þann sess í íslensk- um arkítektúr aö vera orðinn þjóöminjar. Og þegar maður situr í þjóöminjum og horfir á leikrit, þá gerir ekkert til þó maöur sjái ekki hvaö er aö gerast á sviðinu. Eða einsog segir í Matteusarguöspjalli 13. kapítula 13.—14. versi: Sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki né skilja Sem auövitaö leiöir hugann aö Hallgríms- kirkju þar sem sjónlínuvandinn er ekki fyrir hendi vegna þess aö guð er beint fyrir ofan höfuöiö á kirkjugestum. Þar á bæ glíma menn hinsvegar viö hljóö- línuvandann, ööru nafni hljómburðinn, í guös- húsinu. Oröhvöss kona skrifaði á dögunum í Velvak- anda og erá henni að skiljaaðallt komi íeinum graut í eyrun á henni viö jarðarfarir, orgelspil, söngur og guðsorð, sem getur auövitaö komiö sér vel ef illa er spilað, falskt sungið og prestur- inn talar bull. Sú mun hinsvegar ekki raunin, því aö flestra dómi heyrist í Hallgrímskirkju afburðavel í prestinum og söngur og hljóðfærasláttur end- urómar þar sirkabát fimm sekúndum eftir aö upphaflega hljóöiö brestur á og er, aö dómi sérfróðra, „kjörstuðull" fyrir frambærilega kirkjumúsík. Hinsvegar er þaö staðreynd aö fólk hefur jafnan allt á hornum sér ef því leiðist í jaröarför- um. Sem auðvitað er ábending til klerka, að hafa jaröarfarir skemmtilegar. Sanniði til, þá verður ekkert uppá hljóm- burðinn að klaga. Allir í stuði. Sem minnir mig á þaö aö nú er verið aö safna fyrir pípum í orgeliö fína sem á að endur- óma í Hallgrímskirkjuhvelfingunni. Þeirri söfnun var hrundiö af staö undir kjör- orði '68-kynslóðarinnar: „Gefiö í pípu". Hvorki meira né minna en fimmþúsund tvö- hundruð sjötíuogfimm pípur sem organistinn segir, í Mogganum, að eigiað draga til muna úr bergmálinu í kirkjunni, því (eins og organistinn segir orðrétt í Morgunblaðinu): — Orgelið er stórt húsgagn úr viöi og málmi sem myndar hljóð-ísog sem ekki er hægt aö reikna út fyrirfram. Viö frágang rým- is í kringum orgelið opnast tvö stór op úr kirkjuskipinu sitthvorumegin viðorgelið inní bakrými sem kemurtil með að gleypa tóninn að einhverju óþekktu marki. (Tilv. lýkur.) Auövitaö skiptir ekkert af þessu neinu máli. Ef spilaöerfallegaáhúsgagniö,einsog hæfir bergmáli Hallgrímskirkju, þá má einu gilda hver bergmálsstuðullinn er. Það er nú mergurinn málsins. Og nú ríður bara á aö ná hinum eina og sanna tóni meö því að — gefa í pípu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.