Pressan - 14.06.1990, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 14. júní 1990
sjúkdómar og fólk
Konur í læknastétt
25
Aukinn fjöldi kvenna sækir nú inn
í læknadeild og í sumum yngri ár-
göngunum eru konur í meirihluta.
Það er af sem áður var þegar karlar
voru 85—90% þeirra sem útskrifuð-
ust úr læknisfræði ár hvert. Þetta
vakti talsverða athygli í fjölmiðlum,
enda eru íslenskir blaðamenn því
vanastir að læknirinn þeirra sé karl-
maður. Rætt var við konur í lækna-
stétt um þessi málog menn veltu því
fyrir sér, hvort þessi kvennafjöldi
kæmi til með að breyta læknisfræð-
inni í landinu. í umræðunni komu
fram þau sjónarmið, að viðhorf
kvenna til sjúkdóma og orsaka
þeirra væru öðruvisi en karla; kon-
ur hefðu betri heildarsýn á málin og
víðtækari skilning á orsökum sjúk-
dóma. Karlar hefðu meiri tilhneig-
ingu til að skoða einstaka sjúkdóma
og líffærakerfi en konur ættu auð-
veldara með að líta til líkama og sál-
ar samtímis og sjá þannig fleiri en
eina skýringu á vandanum. Aukinn
fjöldi kvenna gæti því haft þau áhrif,
að læknisfræðin yrði yfirgripsmeiri
og í ríkara mæli reynt að sjá sam-
hengið milli sjúkdóma og þjóðfé-
lags, en ekki einblínt á einstök líf-
færakerfi.
Konur eru líka menn
Þessi sjónarmið fundust mér sér-
lega spennandi og Jýsa ákveðinni
viðhorfsbreytingu. Eg fylgdist vel
með kvennabaráttu 8da áratugar-
ins, þegar konur börðust fyrir jafn-
rétti á sem flestum sviðum. Þá var
sagt, að konur gætu sinnt öllum
störfum til jafns við karla, því mun-
urinn á kynjunum væri ákaflega lít-
ill. Konur væru eitthvað síðri til mik-
illa líkamlegra átaka af líffræðileg-
um ástæðum, en þær gengu þó í öll
möguleg ,,karlmanna“-störf eins og
ekkert væri, stjórnuðu vegheflum
og loftpressum, fóru að fljúga þot-
um og syngja messur. Konur eru
líka menn, var sagt, og karlar, sem
efuðust um jafnan rétt kynjanna til
allra starfa, voru kallaðir karlpung-
ar eða karlrembur sem þóttu mikil
smánarheiti. Barátta kvenna síð-
ustu áratugi hefur borið ríkulegan
ávöxt, konur flykkjast í hefðbundin
karlmannastörf, eru með eigið
framboð til alþingis og sveitar-
stjórna og hlutur þeirra hefur aukist
í stjórn lands og fyrirtækja, þó jafn-
rétti sé hvergi nærri komið á. I öðr-
um löndum hefurþessi þróun geng-
ið í sömu átt en þjóðirnar mislangt
komnar. Sumar Norðurlandaþjóðir
eru á undan okkur, en íslendingar
eru mun fremri ýmsum þjóðum
sunnar í álfunni. Konur hafa náð
lengra í jafnréttisátt í Norður-
Evrópu en annars staðar í heimin-
um.
Norrœna godafrœdin
Áhugamenn um norræna sögu
hafa talið jafnrétti karla og kvenna
eðlislægara Norðurlandabúum en
öðrum. Sköpunarsaga norrænnar
goðafræði er allt öðru vísi en kristn-
innar hvað snertir sköpun kynj-
anna. í Vafþrúðnismálum er lýst
þeim skilningi, að heimurinn sé
skapaður úr líkama jötuns. Vaf-
þrúðnir jötunn segir frá tilurð kynj-
anna, sem var með þeim hætti, að
kona og karl uxu samtímis undan
öðrum handlegg jötunsins. í Völu-
spá er uppruni mannkyns eignaður
goðunum með Óðin í fararbroddi.
Tveimur trjám, Aski og Emblu, er
breytt í karl og konu. (Er þaðan
komið nýlegt slagorð í fjársöfnun;
skógrækt/mannrækl.) I Snorra-
Eddu er enn ein frásögnin af sköp-
un mannkyns; Óðinn og bræður
hans voru á göngu dag einn í fjör-
unni og finna þá fyrir tvo trjáboli
mismunandi tegundar. Goðin gáfu
þeim líf og varð annar að karlmanni
og hinn að kvenmanni. Verður því
aldrei fullbrýnt fyrir þjóðinni að
ganga sem best um skóga landsins,
því trén eru forfeður okkar. í þess-
um goðsögnum eru karlinn og kon-
an sköpuð samtímis. í biblíunni er
sköpuninni lýst á allt annan hátt.
Guð skapaði heiminn og öll dýrin og
síðast Adam í sinni mynd. Á meðan
Adam fékk sér smáblund í aldin-
garðinum tók Drottinn eitt rifbein
úr síðu hans og skapaði konuna úr
því. Hann skapar fyrst manninn en
gerir konuna síðan úr líkama hans.
Þessi forgangsröðun sköpunarinnar
hefur orðið margri karlrembunni til-
efni djúpviturra athugasemda.
Konurá söguöld
Á söguöld höfðu íslenskar konur
mikið til málanna að leggja. Þær
gátu slitið hjónabandi, ef þær voru
óánægðar með karlinn sem rekkju-
naut, eins og fram kemur í Njálu,
þegar Unnur skilur við Hrút. í Grá-
gás er að finna margs konar ákvæði
sem eiga að vernda konuna. Ef karl-
maður reyndi að kyssa konu gegn
vilja hennar gat legið við útlegð,
sama var upp á teningnum ef karl-
maður reyndi að sænga hjá konu án
samþykkis hennar og skóggangur
lá við að yrkja mansöng til konu.
Sambærileg lagaákvæði eru ekki til
á okkar tímum. Á hinn bóginn
skorti mjög á þátttöku kvenna í
stjórnunarstörfum og pólitískar
ákvarðanir voru teknar i karlveldi
sögualdar án þess að til kvenna
væri leitað opinberlega. Hins vegar
virtust konur taka þátt í mannlífinu
af lífi og sál, þær elskuðu menn sína,
ólu upp börnin, stjórnuðu stórbú-
um, studdu mennina sína eða sviku
þá í tryggðum á ögurstundinni. Kon-
ur voru miklir örlagavaldar í íslend-
ingasögum, öttu mönnum út í harð-
vítug átök og gengu með þeim út í
dauðann. Höfundur sagnanna eru
stundum lítt hrifnir af konum og
áhrifamætti þeirra.
Breyttar adstœdur
Gjörbreyttir þjóðhættir og skipu-
lag samfélagsins hafa breytt stöðu
konunnar. Nýjar getnaðarvarnir
hafa gefið konum kynferðislegt
frelsi, sem þær hafa aldrei notið
áður. Kona á 20tu öld nýtur meira
jafnréttis en nokkrar aðrar stallsyst-
ur hennar frá upphafi vega á Islandi.
Eg hef fagnað þessari þróun og
fjölgun kvenna í læknastétt er mér
því mikið gleðiefni. Á læknisferli
mínum hef ég kynnst mörgum kon-
um, sem eru frábærlega góðir lækn-
ar og sinna sjúklingum sínum af
mikilli natni. Eg hef þó ekki orðið
var við mismunandi viðhorf kynj-
anna til starfsins sem fram kom í
umræðunni. Hlutur kvenna eykst í
öllum starfsstéttumog sömu lögmál
hlytu að gilda þar, ef sönn væru.
Konur í arkitektastétt ættu þá að
hafa betri heildarsýn og væntanlega
eiga betra með að teikna heil borg-
arhverfi en sérstök hús. Konur í flug-
mannastétt ættu væntanlega að
hafa meiri tilfinningu fyrir allri flug-
vélinni og líðan þeirra sem þar eru
en einstökum mælitækjum eða
hreyflum. Konur í hjúkrunarstétt
ættu að hafa betra auga með orsök-
um sjúkdóma en lækningu þeirra.
Mér fannst þessi umræða stórt skref
aftur á bak. Margar konur sem fyrst-
ar börðust fyrir jafnrétti kvenna
máttu þola alls konar spekinga, sem
vopnaðir helgum bókum sögðu að
það væri mikill munur á eðli kynj-
anna sem gerði konuna öðruvísi en
karla. Við erum komin á þennan
stað í umræðunni aftur. Sjálfum
finnst mér gott að fá sem flestar
konur í læknastétt. Margar konur
eru skemmtilegar og gáfaðar en
þær eru misjafnar eins og karlarnir,
enda eru þær líka menn. Ég held,
að konurnar eigi ekki eftir að breyta
læknisfræðinni að neinu marki, en
spurningin er hvort læknisfræðin á
eftir að breyta þeim eins og okkur
öllum hinum.
lófalestur
I þessari viku:
Subaru
(kona, fædd 20.02. 1974)
Þessi kona er trygglynd að eðl-
isfari, skyldurækin og með sterka
réttlætiskennd. Hún hefur átt
fremur rólega æsku, þó hún hafi
kannski verið svolítið viðkvæm til
heilsunnar. Hún ágott með að ein-
beita sér, er stefnuföst og mjög
minnug. Trúrækt á eftir að aukast
mjög hjá henni með aldrinum.
Þegar konan er 24 til 27 ára
gömul verða einhverjar breytingar
í lífi hennar, að öllum líkindum
tengdar starfi eða námi. í tilfinn-
ingalífinu er hún afar varkár, en á
því sviði verður líka mikil breyting
hjá henni um 24 til 28 ára aldur.
Það verða sem sagt þáttaskil fijá
henni á þessu tímabili, bæði í
einkalífinu og á starfsvettvangi.
Það eru líkur á tveimur föstum
samböndum hjá þessari konu, en.
þau verða með mjög löngu milli-
bili. Það fyrra verður snemma á
ævinni, en hitt ekki fyrr en líða tek-
ur á seinni hlutann. Áhrifaríkasta
tímabilið í ævi þessarar konu verð-
ur á árunum 2016 til 2036. Hún
hefur tilhneigingu til liðagigtar,
sem þó þarf ekki að koma fram
fyrr en seint á lífsleiðinni.
AM Y
ENGILBERTS
á heimavelli
Um blettahreinsun
Aldrei er hægt að komast hjá því
að ýmiss konar blettir komi í fatnað,
en svo vel vill til að yfirleitt er hægt
að hreinsa þá úr með ýmsum góð-
um ráðum. Flest óhreinindi losna úr
fatnaði við þvott í góðu sápuvatni
eða þvottavél. Sumir blettir eru þó
þess eðlis að þá verður að taka til
sérstakrar meðferðar, áður en fatn-
aðurinn er látinn í þvott eða sendur
í efnalaug til hreinsunar, svo að
öruggt sé að þeir náist burt. Oft er
öruggast að hreinsa blettina undir
eins úr, svo að þeir gleymist ekki og
festist til frambúðar í flíkinni. Það er
því mikilvægt að kunna dálítil skil á
því hvernig hreinsa má ýmsa al-
genga bletti á fljótlegan og auðveld-
an hátt. Auk þess er það stundum
dýrt spaug að þurfa að senda flíkur
í hreinsun einungis vegna smábletta
sem auðvelt er að ná úr sjálfur
heima.
Mörg af þeim hreinsiefnum sem
hingað til hafa verið notuð til
blettahreinsunar eru því miður
hættuleg heilsu manna, ef ekki er
rétt með þau farið og einnig eldfim.
Það er því mikilvægt að kunna að
nota þau og að geta geymt þau á
öruggum stað. helst undir lás þar
sem óvitar ná ekki til þeirra. I sum-
um nágrannalöndum okkar hafa
þessi efni verið tekin út af frjálsum
sölumarkaði og Mst ekki lengur í
apótekum, nema gegn tilvísun.
Danir hafa t.d. nýlega gert athug-
anir á því hvemig hægt er að
hreinsa ýmsa algenga bletti með
handhægum og hættulausum efn-
um sem til eru á hverju heimili, svo
nú þarf ekki lengur að eiga birgðir í
heimahúsum af þeim eitruðu
hreinsiefnum sem áður voru mest
notuð við blettahreinsun.
Efni i fatnaði hafa líka tekið mikl-
um breytingum áundanförnum ára-
tugum, svo nú er hægt að hreinsa
ýmsa algenga bletti með vatni og
t.d. venjulegum uppþvottalegi,
sem áður var notað bensín eða
terpentína til að fjarlægja. Þá er
hægt að fjarlægja suma bletti með
nýmjólk sem áður voru hreinsaðir
með spritti.
Þeir blettir sem taka þarf til sér-
stakrar meðferðaráður en fatnaður
er þveginn eru t.d: bik, alls konar
fita (majonnes) og olíumálning,
(en um þessa tegund bletta verður
fjallað í næsta þætti), blek, blóð-
blettir, kertavax, lakk, myglu-
blettir, ryð og tyggigúmmí.
Um alla þessa bletti munum við
fjalla nánar síðar. Oft þarf einnig að
taka tillit til hvaða efni eru í flíkun-
um, áður en blettir eru meðhöndl-
aðir. Best er að flíkur séu nokkurn
veginn hreinar þegar hreinsaðir eru
blettir úr þeim, annars er hætta á að
flekkir komi framundan hreinsiefn-
inu. Fjarlægið allt laust skart,
spennur, nælur og blóm úr flíkun-
um, áður en þær eru hreinsaðar, og
burstið vel í burtu ryk eða önnur
laus óhreinindi. Gætið að því að
ekki séu einverjir hlutir í vösum sem
skemmt gætu út frá sér þegar farið
er að nudda með hreinsiefninu.
SIGRÍÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
HUSSTJÓRNARKENNARI