Pressan - 14.06.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 14. júní 1990
9
VÉLSTJÓRAFÉLAGIÐ RITAR SIGLINGAMÁLASTOFNUN BRÉF:
Meðal Japanstogararma sex sem vélstjórafélagið spyr um er Páll Pálsson, skip Miðfells í Hnífsdal.
JAPANSTOGARAR SAGÐIR MED
RANGLEGA SKRÁDAR VÉLAR
Vélstjórafélag íslands hefur ritað bréf og síðan
ítrekunarbréf til Sighngamálastofnunar ríkisins
um reglur og mælingar er varða skráningu á hest-
aflafjölda véla í sex hinna svo kölluðu Japanstog-
ara. Skuttogarar þessir hafa allir farið til endur-
byggingar og breytinga í Póliandi síðustu 2—3 ár-
in, þar sem þeir hafa meðal annars verið lengdir
um nær tíu metra ogskipt umaðalvél. Tilefni bréfs-
ins er að grunur leikur á að vélarnar séu í raun
mun aflmeiri en skráningin segir til um — sem þýð-
ir að útgerðarfélög þessara togara geta haft færri
og réttindaminni vélstjóra um borð.
EFTIR: FRIÐRIK ÞÚR GUÐMUNDSSON
MYND: HRAFN SNÆVARSSON / FISKIFRÉTTIR
Útgerðaraðilar sex skuttog-
ara grunaðir um að skrá
stærð aðalvélanna rang-
lega undir ákveðnum mörk-
um til að spara sér launa-
greiðsiur. Þessu er harðlega
mótmælt af umboðsaðila
vélanna og einum útgerðar-
stjóranna, sem segja snún-
ingshraðann miðaðan við
bestu orkunýtingu•
Umrædd skip eru Páll
Pálsson í Hnífsdal (Miðfell
hf.), Vestmannaey í Vest-
mannaeyjum (Huginn-Berg-
ur sf.}, Ljósafell og Hoffell á
Fáskrúðsfirði (Hraðfrystihús
Fáskrúðsfjarðar hf.), Brett-
ingur á Vopnafirði (Tangi hf.)
og Ólafur Bekkur á Qlafs-
firði (Utgerðarfélag Olafs-
fjarðar hf.).
Helgi Laxdal, formaður
vélstjórafélagsins, sagði að-
spurður að ítrekað hefði ver-
ið leitað til hans vegna ofan-
greindra grunsemda. Hann
sagði að hægt væri að niður-
færa hestöfl skipsvéla sam-
kvæmt ákveðnum reglum og
að hann hefði ritað siglinga-
málastofnun bréf 22. janúar
síðastliðinn. Óskaði hann eft-
ir upplýsingum um í hvaða
skipum skráðu vélarafli hefði
verið breytt og, hvað jap-
önsku togarana varðar, um
gerð vélanna, smíðaár og
uppgefið stöðugt álag sam-
kvæmt staðli.
Munur á réttindum
og fjölda vélstjóra
,,Sé skráð afl ekki í sam-
ræmi við uppgefið afl frá
framleiðanda, miðað við áð-
urnefndan staðal, óskast upp-
lýst hvaða breytingar voru
gerðar á búnaði vélanna,"
segir í bréfinu. Þar sem ekk-
ert svar hafði borist, þrátt fyr-
ir munnlega eftirgrennslan,
sendi Helgi ítrekunarbréf 4.
maí, en enn barst ekkert svar.
í bréfinu vísar Helgi meðal
annars til munnlegra upplýs-
inga frá Magnúsi Jóhannes-
syni siglingamálastjóra, um
að til greina geti komið að
skipa nefnd í málið, og óskar
Helgi sérstaklega eftir því að
„leitað verði til aðila sem
ætla má að hafi grunnþekk-
ingu á efninu, til að tryggja
skilvirk störf nefndarinnar".
„Það hefur verið haft sam-
band við mig af mönnum
sem telja að vélarnar séu ekki
rétt skráðar. Þeir eru þá vit-
anlega með hagsmuni vél-
stjóra í huga, því gildandi
ákvæði hljóða svo, að ef vélin
er undir 2.040 hestöflum og
1.500 kílówöttum þá þarf að-
eins tvo vélstjóra um borð og
þá þurfa þeir aðeins að hafa
3. stig vélstjóranámsins. Ef
vélin er umfram þetta þarf
þrjá vélstjóra um borð og þá
þurfa þeir allir að hafa klarað
4. stigið, þ.e. allan skólann.
Þarna á milli er geysilegur
munur í námi,“ sagði Helgi.
Álagið á
aðalvélunum eykst
til muna
Helgi vildi sem minnst tjá
sig frekar um mál þetta þar
sem honum hefðu ekki borist
svör við fyrirspurnum sínum.
Aðrir viðmælendur PRESS-
UNNAR fullyrtu hins vegar
að vélarnar hlytu að vera afl-
meiri en skráningin gæfi til
kynna. Var meðal annars
bent á að einn Japanstogar-
anna, Aðalvík (áður Drang-
ey), hefði fyrr farið í endur-
byggingu og eigendur þess
talið sig þurfa vél sem væri
vel yfir áðurnefndum mörk-
um.
Bent er í þessu sambandi á,
að frá því Japaastogararnir
komu til landsins, tíu alls á ár-
unum 1973—1974, hafi veru-
lega bæst við veiðarfæri um
borð, þynging þeirra sé jafn-
vel allt að fimmföld og skipin
hafi um leið þyngst töluvert.
Þá hafa skipin stækkað við
þessar breytingar, lengst um
tæpa tíu metra. Loks er á það
bent að álag hefur aukist á
vélunum með því að raforka
um borð er nú knúin með að-
alvél, en ekki meðsérstökum
hjálparvélum eins og áður.
Hjálparvélar eru að vísu um
borð en Helgi hefur fengið
staðfest að aðalvélarnar séu
notaðar til raforkuframleiðsl-
unnar.
Áður þóttu vélarnar rétt
svo passlegar fyrir skipin, en
í ljósi þessara breytinga væri
út í hött að panta sams konar
vélar að aflsmunum.
Erfitt að trúa því
að logið sé
að okkur
Magnús Jóhannesson sigl-
ingamálastjóri staðfesti að
hann hefði fengiðbréf frá vél-
stjórafélaginu um fram-
kvæmd á ákveðnum reglum
um vélastærð, en kannaðist
ekki við efasemdir um stærð
vélanna og sagði að þær
hefðu ekki verið kannaðar
sérstaklega í ljósi bréfsins.
Aðspurðurum áðurnefnd rök
fyrir því að stærri vélar en áð-
ur hlytu að vera óhjákvæmi-
legar sagði Magnús: „Aukin
veiðarfæri og stækkun skip-
anna tel ég vera fremur létt-
væg atriði, en ef menn hafa
verið með mikla orkufram-
leiðslu á hjálparvélum, sem
þeir eru nú komnir með inn á
aðalvél, myndi ég telja að
slíkt gæti gefið einhverja vís-
bendingu um það. En þetta
mál hefur ekki verið skoðað
sérstaklega."
Hann vísaði málinu að
öðru leyti til Páls Hjartarson-
ar innan stofnunarinnar, sem
gæti svaraðtil um tæknilegar
hliðar málsins.
Páll sagði að á sínum tíma
hefði maður frá stofnuninni
farið um borð í eitt þessara
skipa og skoðað aðalvélina
meðal annarra hluta og ekki
komið auga á neitt athuga-
vert. Efni bréfsins hafi hins
vegar ekki verið tekið upp
við útgerðaraðilana.
„Við höfum tekið upplýs-
ingarnar frá vélarframleið-
andanum sem góðar og gild-
ar og eigum erfitt með að
trúa að það sé beinlínis verið
að ljúga að okkur. En ef
ákveðnar grunsemdir koma
upp um að skráningin sé röng
þarfnast málið nánari skoð-
unar.“
Snúningshraði fest-
ur — mun betri
nýting en áður
Umboðsaðili vélanna, Nie-
gata, er Isgata, sem er í eigu
FJAS — Félags japanskra
skuttogaraeigenda. Fram-
kvæmdastjóri ísgata, Helgi
Þórarinsson, sagði í samtali
við PRESSUNA að hann hefði
ekki heyrt um bréfin eða efa-
semdirnar og væri í raun
hissa.
„Vélarnar eru vissulega
þannig gerðar að hægt er að
ná út úr þeim 2.300 orku mið-
að við 310 snúninga, en stað-
reyndin er sú að vegna raf-
orkuframleiðslunnar eru þær
keyrðar á aðeins 279 snún-
ingum og snúningshraðinn
festur þannig. Og þá eru hest-
öflin nokkuð innan við 2.000
eða undir þessum umræddu
mörkum. Það eru ýmsir sam-
verkandi þættir sem valda
því að skipin geta verið með
sama hestaflafjölda og áður,
nefna má slaglengri og þung-
byggðri vél, breyttskrokklag,
þ.e. perustefni, mun betri
skrúfur og fleira. Snúnings-
hraðanum er haldið stöðug-
um einmitt vegna raforku-
framleiðslunnar, því ef hon-
um er breytt getur riðafjöld-
inn breyst með alvarlegum
afleiðingurn," sagði Helgi.
Eiríkur Ólafsson, útgerð-
arstjóri Hraðfrystihúss Fá-
skrúðsfjarðar, tók fyllilega
undir orð Helga og sagði að
vélstjórafélagið ætti að
skammast sín fyrir bréfin til
siglingamálastofnunar.
Hagkvæmar vélar
— minna álag á
vélstjórum
„Við leituðum að vél sem
myndi spara sem mest og
staðreyndin er sú, að á með-
an skipin eyddu um 5.300 lítr-
um af olíu áður á sólarhring
eyða þau um 4.000 lítrum í
dag og munar þar ófáum
milljónum. Vélarnar eyða
minnu, skrúfurnar gefa
25—30% betri nýtingu en
þær gerðu, minni eyðsla er
vegna perustefnisins og
áfram mætti telja. Vélstjórafé-
lagið verður að átta sig á því
að snúningshraðinn er festur
við 279 snúninga og þar með
í 1.935 hestöflum. Og ef spurt
er um fjölda vélstjóra um
borð liggur beint fyrir að
þessar vélar eru mun auð-
veldari í þrifum og viðgerð-
um og hafa vélstjórarnir ekki
mikið að gera þótt þeir séu
bara tveir."
Helgi og Eiríkur sögðu það
rétt að hægt væri að tengja
raforkuframleiðsluna við
hjálparvélarnar og taka þá út
meiri orku á aðalvél, en það
væri hreinlega ekki gert, því
umfram allt væru menn að
hugsa um orkusparnaðinn —
þ.e. að olíunotkun væri sem
minnst.
Undir orð þei/ra tók síðan
Guðmundur Óli Lyngmó,
yfirvélstjóri á Páli Pálssyni á
Isafirði. „Vélin er það sem
hún er skráð, en ég vildi að
hún væri stærri, því ég sé fyr-
ir mér að eftir 5—10 ar verði
hún of lítil. Krafa okkar á sín-
um tíma var 3.300—3.400
hestöfl, en það var ekki farið
eftir því. Eg vil hins vegar
taka það skýrt fram að engin
vandkvæði hafa komið upp
hjá okkur og vélarnar reynst
vel.“
Stærri vél „í
Iágmarki“ í
Aðalvíkinni
Japanstogarinn Aðalvík
(áður Drangey) frá Keflavík
hefur einnig farið í endur-
byggingu og fengið nýja aðal-
vél af Crepelle-gerð. Sú vél er
skráð með 2.200 hestöfl og
1619 kílówött og því velyfir
umræddum mörkum. PRESS-
AN spurði Stefán Ásmunds-
son, yfirvélstjóra Aðalvíkur-
innar, að því hvort hann teldi
að skipið gæti komist af með
aflminni vél. „Eg myndi segja
að vélin hjá okkur væri alveg
í lágmarki og teflt á tæpasta
vað í toppum, t.d. þegar við
erum að veiða með þessi troll
í vondu veðri á djúpsævi. Það
er eins hjá okkur að snún-
ingshraðinn er festur vegna
raforkuframleiðslunnar og
ég get varla skilið að mepn
komist af með minna afl. Eg
hefði viljað hafa að minnsta
kosti 2.600 hestöfl og þá rúm-
lega 1900 kílówött," sagði
Stefán.