Pressan - 14.06.1990, Blaðsíða 5

Pressan - 14.06.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. júní 1990 5 Verðmætar lóðir við Aðalstræti 16 og Túngötu 2 og 4 eru í eigu Ólafs Laufdal. SKULDAR BÚNAÐARBANKA 700 MILUÖNIR Tíðir fundir í bankaráðinu. Herluf Clausen jr. kemur til bjargar __ Konungur íslensks skemmtanaiðnaðar, Ólafur Laufdal, rærnú lífróður til að forða sér frá gjaldþroti. Sjallinn á Akureyri, Hollywood, Aðalstöðin og hálfkarað hótel hans, HótelIsland, eru tilsölu en kaupend- urhafa ekki fundist Skuldirhans viðBún- aðarbanka íslands nema nú um 700 millj- ónum króna og bankaráð hans hélt sér- stakan fund um málin í síðustu viku. EFTIR: INGIBJÖRGU SÓLRÚNU GÍSLADÓTTUR OG FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON I Alþýðublaðinu sl. þriðju- dag var því haldið fram að Ólafur væri búinn að selja einbýlishús sitt í Haukanesi 10 á Arnarnesi og Búnað- arbankinn væri búinn að loka ávíscinahefti hans í bankanum. Þessu vísar Olaf- ur staðfastlerja á bug ogsegir ekkert hæft i fréttinni. I sam- tali við PRESSUNA lagði hann áherslu á að hann væri hvergi í vanskilum, en að ýmsir aðilar sæju drauga í hverju horni. Ólafur vildi að öðru leyti alls ekki tjá sig um málefni sín og fyrirtækja sinna, þau væru einkamál. Herluf Clausen leggur fram 14,5 m.kr. PRESSAN hefur engu að síður eftir áreiðanlegum heimildum að á bankaráðs- fundi í Búnaðarbankanum í síðustu viku hafi verið ákveð- ið að loka á allar fyrirgreiðsl- ur við Ólaf umfram þær sem þegar eru til staðar og ábyrgðir eru fyrir. Þá hafi staðið til að loka ávísana- reikningnum þegar ljóst var að Ólafur átti að greiða 14,5 milljónir í virðisaukaskatt um sl. mánaðamót en ekki var til innstæða fyrir því á heftinu. Það mál hafi þó bjargast fyrir horn þar sem Herluf Clau- sen jr. hafi lagt fram það fé sem til þurfti. I samtali við PRESSUNA sagði Herluf að þetta væri alger tilbúningur og hann vissi ekki hvernig á því stæði að slíkar sögur væru komnar á kreik. „Eg skil bara alls ekki samhengið í málinu," sagði hann. 700 milljóna króna skuld Ólafs í Búnaðarbankanum er tryggð með veðum í ýmsum Ólafur vísar sffelldum fréttum um fjárhagserfiöleika á bug. eignum hans, s.& hótelinu, einbýlishúsinu og húseign hans og lóðum við Aðal- stræti 16 og Túngötu 2 og 4. Mun bankinn hafa auga- stað á þessum lóðum undir bílastæði þar sem þær eru í næsta nágrenni bankans. Enn sem komið er hefur þó ekkert orðið úr því að bank- inn yfirtæki þær. Leitað til Flugleiða Ólafur hefur verið mjög umsvifamikill í veitingahúsa- rekstri á undanförnum árum og af mörgum talinn mjög hæfur veitingamaður. Þannig leggur fólk sem til þekkir áherslu á að hann hafi til að bera þá þjónustulund sem til þurfi og haldi ákveðin grundvallárviðhorf í heiðri, s.s. þau að taka tillit til um- kvartana og ábendinga gesta sinna. Reksturinn virðist líka hafa gengið nokkuð vel allt þar til hann réðst í byggingu Hótels íslands. Því fylgdu miklar lántökur og þ.a.l. mik- ill fjármagnskostnaður. Stöðvun allra framkvæmda við hótelið fyrir u.þ.b. ári varð honum dýrari en í upp- hafi var ætlað og J>ó veitinga- staðurinn á Hótel íslandi hafi gengið ágætlega dugir það ekki til. Með tilkomu bjórsins breyttist skemmtanamunstr- ið og fólk sækir í auknum mæli á matsölustaði og krár þar sem ekki þarf að greiða aðgangseyri. Til að mæta þessu hafa hefðbundnir veit- ingastaðir þurft að leggja út í dýr skemmtiatriði til að laða til sín gesti. Og rétt eins og það sem sett er upp í leikhús- unum getaslík skemmtiatriði gengið lengi þegar vel tekst til, en þau geta líka fallið. Að undanförnu hefur Ólaf- ur reynt að útvega nýtt fjár- magn í hótelið, m.a. með því að leita til fyrirtækja um að þau gerðust hluthafar. Þann- ig er ljóst að hann leitaði til Flugleiða, rétt eins og marg- ir aðrir sem þurfa að selja eða útvega fjármagn í hótel, en það mun ekki hafa borið árangur. Salan á Broadway Eitt af fyrirtækjum Ólafs Laufdal er Veitingahúsið Pósthússtræti 11 hf. en það hefur m.a. haft Hótel Borg á leigu. Eftir því sem komist verður næst hefur tapið á þeim rekstri verið að meðal- tali um 1,5 milljónir króna á mánuði undanfama mánuði. Veitingastaðurinn Broad- way mun hafa gengið illa þegar Ólafur seldi Reykja- víkurborg hann á síðasta ári fyrir 114 milljónir. Fyrir þá sölu hafði hann aflétt áhvíl- andi veðskuldum af eigninni og greiddi borgin honum með 100 milljóna króna skuldabréfi, lóðunum Tún- götu 2 og 4, auk þess sem gerð var upp skuld Ólafs við borgina vegna fasteigna- gjalda. Svo virðistsem sú sala hafi ekkí skilað sér til Búnað- arbankans því skuldir hans við bankann hafa síst minnk- að frá þeim tíma. Útleiga Reykjavíkurborgar á Broad- way fyrir árshátíðir hefur líka hitt Olaf fyrir enda um beina samkeppni við Hótel ísland að ræða. Það er haft til marks um slæma stöðu Ólafs að fjár- málastjóri hans, Jóhann Frímannsson, er hættur störfum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.