Pressan - 14.06.1990, Page 16

Pressan - 14.06.1990, Page 16
16 Þannigað það var Ameríka sem gerði miggráhærðan. Aður var ég talsvert mikið dökkhærður, nánast svarthærður. Hins vegar vil ég benda á að fólk í móðurætt minni hefur orðið grá- hært mjög ungt. Bnn móðurbróðirminn varð til dæmis hvít- hærður 23 ára gamall. Talsvert af frændsystkinum mínum er líka áberandi gráhært. Grátt hár ermjög ríkjandi í móðurfjöl- skyldu minni." Omar segir að sér hafi ekki þótt gráu hárin neitt sérstakt vandamál: „Af ogtil var ég jú að setja einhvern lit í hárið, en svo nenni ég ekkiað standa í því lengur. Kostur við grátt hár? Ja, það er að minnsta kosti sá kostur að maður er með hár!" Ekki kannast Ómar við að ókunnugt fólk hafi verið að benda honum á að lita á sér hárið, en hins vegar: „hafa krakkarnir mínir svolítið verið að skammast út í þetta einstaka sinnum. Svo verð ég var við að sumt fólk heldur að ég sé eldri en ég er, þannig að gráu hárin gera mann óneitanlega ellilegri. Mér fannst það ágætt um tíma, en veit ekki hversu gott það er núna! Mér líður ágætlegasvona og það eru ænnilega tóm mis- tök að fjalla um þetta á prenti. Það getur orðið til þess að ég verði hégómlegur og fari að lita á mér hárið! — Það besta sem ég veit er að vera gráhærður...“! „Ég var orðinn eins og sifurrefur 35 ára;' Birgir Sigurðs- son rithöfundur. Eins og silfúrrefur 35 ára Birgir Sigurðsson rithöfundur: „Eg var byrjaður að grána ansi mikið innan við þrítugt. Þrjá- tíu og fimm ára \ar ég orðinn eiris og silfurrefur. Það hefur aldrei hvarflað aðmér að lita á mérhárið. Með því er ég þó síð- ur en svo að fordæma þá sem lita á sér hárið; það er bara smekksatriði. Eg veit eiginlega ekld hvort mér fannst fallegt að verða gráhærður. Aftur á móti varð ég var við að sumum öðr- um fannst það fallegt. Einhvern veginn hugsaði ég ekki svo mikið um það." Þegar Birgir er spurður hvort einhverjir kostir séu við að grána snemma, hvort fólk verði með því virðulegra, svarar hann: „Já, ef menn sækjast eftir því að verðavirðulegir þá get- ur það náttúrulega verið kostur. Ég hef hins vegar ekki sóst eft- ir því. Ég held það fylgi því í sjálfu sér enginn kostur að verða gráhærður snemma. Nei, það ér ekki algengt í fjölskyldu minni að fólk gráni snemma. Þetta var alvegsérstakt með mig. Móðir mín fékk tO dæmis ekki eitteinasta grátt hár fyrr en um fimmtugt og þá aðeins nokkur grá hár." „Áðurvarég með lit semeinhverjir kölluðu „gólftuskulit". Á þeim tíma litaði ég hárið. Frá því ég varð gráhærð hef ég hins vegar aldrei sett lit í það." Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Var áður með „gólftuskulit“! Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra: „Ég hef verið gráhærð frá tvítugu og er satt að segja mjög ánægð með þann lit. Ég var áður með sérkennilega skollitað hár, sem ég raunar var aldrei ánægð með. Sumir sögðu að þetta væri „gólftuskulitur' og á þeim tíma litaði ég hárið nokk- uð oft. Sveiflaðist á milli þess að vera alvegdökkhærð og Ijós- hærð. Ætli ég hafi ekki verið orðin vel gráhaa-ð um þrítugt og frá þeim tíma hefur mér ekki dottið í hug að lita á mér hárið. Ég er alsæl með minn gráa lit og vil ekki breyta honum. Það er svolítið um það í ættinni hjá mér að fólk verði gráhært snemma. Föðurætt mín i^ánar fljótt en móðurættin ekki og tvíburasystir mín er til dæmis alveg dökkhærð." Jóhanna segir það helst vera hárgreiðslufólk sem vilji að hún liti hár sitt: „Það hefur að vísu minnkað mikið, en var nokkuð um að hárgreiðslufólk vildi að ég fitaði á mér hárið. Það var mér hins vegar alveg heilagt að gera það ekki því ég er mjög ánægð með hárlitminn. Einna verstfinnst mér þegar fólk spyr mig hvort ég sé með litað hár og ég hef fundið það að fólk hef- ur ekki þorað að spyrja fyrr en það er farið að þekkja mig nokkuö hvort égsé með litað hár eða ekki!" Jóhönnu hefuraldrei fundist gráu hárin tákn um ellina og hvort henni finnistjrau kannski gefa henni ákveðinn virðu- leika svarar hún: „Eg hef aldrei fiugsað út í það." Fimmtgdagur 14. júní 1990 „Ég er að safna virðingu með gráu hárunum“ Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi: „Ég varsextán ára þegarég sá fyrsta gráa hárið. Ég var alveg dökkhærð þegar ég sá þetta fyrsta gráa hár, og annað eldrautt. Ég hef aldrei litað á mér hárið. Ég var undrandi sextán ára á þessu og dálítið miður mín, en þegar gráu hárunum fór fjölg- andi þegar ég var komin áþritugsaldurinnþá fylltist ég bara stolti. IVÍer fannst þetta fallegt. Þegar ég var með gráan topp rak fólk stundum fingur í hann og sagði: „Ofsalega er þetta vel gert, þetta er alvegeins og ekta litur!" Fólk hélt að ég væri með svona flottar strípur. En grái liturinn hefur aldrei háð mér. Ég hef verið stolt af gráu hárunum og sagst vera að safna virðingu með þeim. Mér dettur ekki í hug aðláta Iita á mér hárið. í kosn- ingabaráttunni fðck ég marga stuðningsmenn sem sögðu að ég yrði að lita á mér hárið. Ég sagði að ég skyldi gera margt fyrir þau, en aldiei það!“ „í kosningabaráttunni eignaðist ég stuðningsmenn sem vildu endilega að ég litaði á mér hárið. Égsagðist skyldu gera allt fyrir þá nema þaö!" Kristín Á. Ólafsdóttir borgar- fulltrúi. FLESTIR VILJA LÁTA LITA GRÁU HÁRIN segir Brósi hárgreiðslumeistari ísamtölum okkar viðfólk íþessari grein kemur fram hjá mörgum að svo virðist sem það sé ætt- gengt hversu snemmafólk byrjar aðgrána. Sigurð- ur Benónýsson, betur þekktur sem Brósi hár- greiðslumeistari, segir að á sínum ferli hafi hann margoft orðið var við þettæ með „henna" eðajurtum, en efni til hárlitunar eru sífellt að verða betri os fasfólkið færara í meðhöndlun peirra. Þegar ég var að byrja að læra hárgreiðslu fyrir 22 árum og maður spurði konur sem setja átti permanent í hvort þær væru með lit í hárinu svöruðu þær nær undantekn- ingarlaust neitandi. Þá þótti svo skammarlegt að lita á sér hárið. Nú er tíðarandinn allur annar og nú þykir jafnsjálf- sagt að lita á sér hárið og að nota andlitsfarða." Hvort karlmenn láti mikið lita á sér hárið svarar Brósi játandi: „Það er ekkert hár svo fallegt á litinn að ekki sé hægt að fegra það með hárlit og það er enginn litur svo skýr að ekki sé hægt að gera hann enn skýrari með réttum lit. Ég held satt að segja að karlmenn hafi litað harið á sér árum saman, — bara í laumi! Fyrir svona tiu árum hefði maður ekki boðið karl- manni annað en lita á honum hárið eftir lokun. Nú setjast „Sumir gráhærðir eigin- menn banna grá- hærðum eiginkonum gínum að lita hár sitt. Eg brýt slíkar skipanir auðvitað á bak aftur!" Brósi hárgreiðslu- meistari. um fjölgar. Oft er sett per- manent í grátt hár, þar sem það verður oft of stift til að auðvelt sé að meðhöndla það.“ Að sögn Brósa er ekki al- gengt að fólk sé orðið mikið gráhært fyrir fertugsaldur: „Það er fremur undantekn- ing en regla, en oft er helm- ingur hársins orðinij grár fyr- ir Tertugsaldurinn. Ég hef að- eins einu sinni hitt unga konu sem var orðin töluvert grá- hærð rétt rúmlega tvítug. Sú stúlka litaði hár sitt, en hún sagði að í ætt sinni væri mikið um að fólk gránaði svo snemma." Brósi segir hárlitun hafa færst mikið í vöxt á síðustu árum og karlmenn séu í æ ríkari mæli farnir að lita hár sitt: „Hárlitun hefur verið til alla tíð, allt frá tímum Kleó- pötru. Þá litaði fólk hár sitt „í ákveðnum fjölskyldum gránar fólk á svipuðum aldri og gránar jafnframt á svipað- an hátt. Það er afskaplega misjafnt hversu langan tíma það tekur fólk að grána. Stundum yfirtaka gráu hárin strax en stundum gerist það svo hægt að fólk verður varla vart vio það.“ Brósi segir að gráu hárin séu yfirleitt grófari og stífari en önnur hár og grátt hár sé jafnframt þurrara en annað: „Það þarf því að þvo grátt hár úr mildu sjampói og nota næringu í það. Það er mjög misjafnt hvort grátt hár er óviðráðanlegra en annað af þeim sökum að það er stífara. Þegar gráu hárin byrja að koma eru þau oft beygluð eða krulluð; allt öðruvísi en ann- að hár á höfðinu, en það lag- ast eftir því sem gráu hárun- þessir sömu menn hér í stól- ana, með lit í hárinu, lesa blöð og drekka kaffi. Karl- menn viðurkennahikstalaust í dag ef þeir lita á sér hárið. Sumir lita hárið að staðaldri, aðrir koma og vilja prófa ein- hvern lit. Margir þeirra sem koma hingað á stofuna eru með grátt hár, en obbinn af þeim er þó menn með þetta dæmigerða íslenska, skollit- aða har. Þeir vilja þá fá stríp- ur til að lýsa hárið og fríska upp á það. Karlmenn koma seinna en konur í litun þegar gráu hárin eru komin. Élestir karlmenn koma ekki fyrr en þeir eru orðnir alveg grá- hærðir, en konur koma um leið og þær fara að sjá í grá hár og vilja fá lit eða skol.“ Hvaða skýringu hann kunni á þessu litaæði íslend- inga (og auðvitað annarra þjóða) um leið og grá hár fara að sjást svarar Brósi: „Grá hár minna mann á ellina. Það verður ekkert horft framhjá því. Þegar maður sér grá hár á höfði einhvers veltir maður ósjálfrátt fyrir sér hvað við- komandi ségamall. Það er af þeim sökum sem fólk litar yf- ir gráu hárin. Konur nota líka andlitsfarða yfir hrukkurnar, ekki satt? Allir vilja vera ung- ir og líta unglega út, enda miðast öll tiskan við það. Fer- tugir eiga að líta út fyrir að' vera þrítugir og þegar fólk klæðir sig á þann hátt getur það varla verið að druslast með grá hár á höfðinu, eða hvað?!“ Að mati Brósa getur grátt hár þó verið óskaplega fal- legt og eitthvað það falleg- asta sem hann sér er grátt hár á höfði þeirra sem „farið er að hausta hjá í lífinu. Mér finnst gráhærðar konur til að mynda oft alveg stórglæsileg- ar“. Þegar ég ber söguna um manninn sem lét klippa hár konu sinnar og lita það undir Brósa segist hann ekki þekkja dæmi um slíkt: „Hins vegar þekki ég dæmi um al- veg þveröfuga sögu: eigin- menn, sem banna konum sín- um að lita yfir gráu hárin! Það virðist sem sumum mönnum sé illa við að vera gráhærðir sjálfir en eiga konu með dökkt eða Ijóst hár. Ef kona segir mér af svona eigin- manni, en langar sjálfa til að láta lita hárið á sér, þá fer ég auðvitað eftir ósk konunnar og brýt skipun eiginmanns- ins á bak aftur! Hvað ann- að. ..!“ Brósi segir þessar sömu konur oft vilja fá sinn „upp- runalega lit“ á hárið: „Og þá hefur varla nokkur einasta kona verið með brúnt hár. Þær minnir allar að þær hafi verið með kastaníubrúnt hár hérna áðurfyrr; áður en gráu hárunum fór fjölgandi!"

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.