Pressan - 14.06.1990, Qupperneq 23
Fimmtudagur 14. júní 1990
23
Forsíðan á bók Ames Treholt þar
sem hann lýsir þeirri atburöarás
sem hófst við handtökuna á
Fornebu-flugvelli.
„Fjölmiðlar gengu svo fram fyrir
skjöldu í að sakfella Arne Treholt
aö þau hafa æ síðan átt í erfiðleik-
um með þetta mál."
sig inn í málið. Við verðum líka að hafa í huga að fjölmiðlarnir
gengu svo fram fyrir skjöldu á sínum tíma í að sakfella Treholt
að þeir hafa æ síðan átt í miklum erfiðleikum með þetta mál.
Arne Treholt hefur ætíð fengið ansi slæma útreið í fjölmiðlun-
um. Úttekt sem gerð hefur verið á umfjöllun fjöimiðla um mál
hans allt til þessa dags sýnir að hann verður enn fyrir mjög hat-
ursfullum árásum í fjölmiðlum og sömu sögu er að segja um
það fólk sem talar máli hans s.s. þátttakendur í norrænu Tre-
holt-nefndinni. Þetta hefur þó heldur lagast frá því sem áður
var og sem dæmi má nefna að fyrir skemmstu var leiðari í Ar-
beiterbladet þar sem lýst er yfir stuðningi við náðunarbeiðn-
ina. Ekki á þeirri forsendu að hann sé saklaus af njósnum —
svo stórt skref geta þeir ekki stigið — heldur er vitnað til mann-
úðar og sagt að það sé engin ástæða til að taka harðar á hans
máli en ráðherra í ríkisstjórn Quislings á stríðsárunum. Þeir af-
plánuðu þriðjung dómsins og það hefur Arne Treholt þegar
gert.“
Undir náðunarbeiðnina til norsku ríkisstjórnarinnar hafa
skrifað allmargir stjórnmálamenn, lögfræðingar og listamenn
á Norðurlöndunum. Má í því sambandi nefna þrjá fyrrverandi
ráðherra í Danmörku, þau Anker Jergensen, fyrrverandi for-
sætisráðherra, Ole Espersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra,
og Dorte Bennedsen. Þá eru elíefu sænskir þingmenn á beiðn-
inni og sjö finnskir. Af Norðmönnum sem skrifa undir hana má
nefna sex háskólaprófessora, en fjarvera fólks sem tengist
norskum stjórnmálum er áberandi. í beiðninni er vísað til
mannúðarsjónarmiða sem og þess að nú séu andstæðurnar
milli austurs og vesturs að mildast og náðun Treholts væri að
ýmsu leyti táknræn í því samhengi.
Ole Krarup er líka þeirrar skoðunar að breytt heimsmynd í
kjölfarið á hruni ríkiskommúnismans vinni með ArneTreholt.
,,Mál eins og þetta gæti aldrei komið upp í dag og það er
kannski táknrænt að danska sjónvarpið sýndi fyrir mjög
skömmu ágæta mynd um Treholt undir titlinum „Síðasti njósn-
arinn í Evrópu". Málið er í rauninni tímaskekkja."
Sterkt vitni gegn norska réttarkerfinu
En hverjar eru aðstæður Arnes Treholt í dag?
,,Þær eru mjög slæmar. Ég held að afskaplega fáar mann-
eskjur hefðu þolað þá meðferð sem hann hefur þurft að sæta.
Hann hefur verið í algerri einangrun um lengri og skemmri
tíma og enn þann dag í dag er hann undir stöðugu eftirliti
fangavarðar allan sólarhringinn. Fangelsislæknar og sálfræð-
ingar hafa ítrekað lýst því yfir að meðferðin á honum sé ógnun
við andlegt heilbrigði hansog hann verður að komast út mjög
fljótlega ef hann á að eiga nokkurn möguleika á því að lifa
þetta af sem manneskja.'1
í fjölmiðlum hafa oft á tíðum heyrst sögur um að Treholt hafi
skipulagt flóttatilraunir ogþví spurði ég Ole Krarup hvort með-
ferðin á honum ætti rót sína að rekja til þess?
,,Ég held að yfirvöld séu fyrst og fremst hrædd um að hann
sé mjög sterkt vitni gegn norska réttarkerfinu. Ég ætla ekki að
halda því fram að það hafi verið unnið meðvitað og skipulega
að því að brjóta hann niður en það væri óneitanlega afskap-
lega heppilegt fyrir yfirvöld norska réttarkerfisins ef hann
fremdi sjálfsmorð eða flýði inn í einhvers konar sálsýki. Þá
væri ekki til neitt Treholt-mál. Þetta er martraðarkennt mál
bæði fyrir norsk stjórnvöld og norsku þjóðina. Það eru ákveðin
raunsæisrök fyrir því að búa þannig að honum að hann eigi
litla möguleika á að koma andlega heilbrigður út úr þessu
máli. En svo mikið er víst að hann er ótrúlega sterkur persónu-
leiki."
í ljósi alls þessa, er þá ekki ólíklegt að mál hans fáist tekið
upp að nýju?
,,Eins og ég sagði fyrr þá býður norskt réttarkerfi upp á
nokkuð rúma möguleika á slíku. Ég er hins vegar ekki sá ein-
feldningur að halda að þaðsé hin hreina og klára lögfræði sem
ráði ferðinni í þessu máli. Það væri reiðarslag fyrir norska rétt-
arvitund ef þettamál fengist tekið upp að nýju, því það væri
yfirlýsing um að upphaflegi dómurinn hafi verið rangur.
Norskum dómstólum og fjölmiðlum væri ekki treystandi. Það
væri rétt eins og að segja frómri, kristinni manneskju að guð
væri ekki til. Einmitt þess vegna er öll umræðan í kringum Tre-
holt-málið svona tilfinningahlaðin. Ef ég á að vera raunsær þá
held ég að fyrr eða síðar sjái norsk stjórnvöld að auðveldasta
leiðin til að losna við Treholt-málið sé að láta hann lausan. Þau
muni jafnvel reyna að semja við hann um að hann láti málið
niður falla gegn því að fá frelsi að nýju. I þessu máli verðum
við, sem látum okkur það varða, einfaldlegaað reyna að höfða
til skynsemi þeirra sem viðer að etja og um leið notfæra okkur
veikleika þeirra cg valdhroka."
Ég spurði Ole Krarup að lokum hvort Treholt-málið væri
vitnisburður um að norrænt réttarkerfi væri ekki eins réttlátt
og manneskjulegt og menn gjarnan telja?
,,Já, það er víst óhætt aðsegja það. Mér dettur ekki í hug að
halda því fram að málið sé svo einfalt að það sé bara eitthvað
athugavert við norskt réttarkerfi. Ég lít þannig á að þetta snúist
í rauninni um norrænt réttar- og stjórnkerfi því svo dæmi sé
tekið þá búa Danir og Norðmenn við nánast sama kerfi. Mál
eins og þetta hefði eins getað komið upp í Danmörku, því hér
eru sömu öfl að verki og í Noregi. Einmitt þess vegna hafa ein-
staklingar á Norðurlöndum tekið sig saman og skipulagt bar-
áttuna í þessu máli á norrænum grundvelli."
FERILLINN
Arne Treholt fœddur þann 13. desember 1942. Sonur Torsteins
Treholt sem uar m.a. þingmadur og ráöherra norska Verka-
mannaflokksins.
Bladamadur vid Arbeiterbladet 1965—1966.
JÚNÍ 1972
Ritari og upplýsingafulltrúi nefndar á vegum verkalýdshreyf-
ingarinnar sem kom á framfœri upplýsingum gegn aðild að
Efnahagsbandalaginu.
OKTÓBER 1973 TIL ÁRAMÓTA '78—'79
Ritari Jens Evensen sem m.a. var hafréttarráðherra Noregs.
FEBRÚAR 1979
og fram á sumar 1982. Sendifulltrúi hjá fastanefnd Noregs á
þingi Sameinuðu þjóðanna í New York. íseptember 1980 byrj-
ar FBl að njósna um hann aö beiðni norsku leyniþjónustunnar.
SEPTEMBER 1982 TIL MAÍ 1983
Nemandi í ,,Forsvarets Hogskole“ (skóli á vegum hersins).
Sótti um skólavist fyrir tilstuðlan yfirmanna sinna í utanríkis-
ráðuneytinu.
16. DESEMBER 1983
Skipaöur skrifstofustjóri í fjölmiðladeild utanríkisráðuneytis-
ins.
20. JANÚAR 1984
Handtekinn á Fomebu-flugvelli á leið til Vínar þar sem hann
œtlaði að hitta Genadji Titov, foringja í KGB.
20. JANÚAR TIL 5. MARS 1984
1 gœsluvarðhaldi og algerri einangrun á lögreglustöðinni í
Osló. Hann borðar, sefur og er yfirheyrður í sömu herbergjum.
Ljós logar hjá honum allan sólarhringinn og tveirmenn fylgja
honum hvert fótmál og sitja m.a. yfir honum á salerninu.
6. APRÍL 1984
Ríkisstjórn Kaares Willoch leysir Arne Treholt frá störfum.
4. JÚNÍ 1984
Norska stórþingið samþykkir gegn atkvœðum tveggja þing-
manna að taka laun og eftirlaun af Arne Treholt.
5. MARS 1984 TIL JÚLÍ 1985
Treholt er í algerri einangrun í Drammen kreds-fangelsi.
Honum er ekki heimilað að hafa símasamband við neinn, ekki
einu sinni verjanda sinn. Eftir mikinn þrýsting frá fangelsis-
lœkni fœr hann leyfi til aö hreyfa sig örlítið utandyra en þá í
handjárnum og umkringdur þremur vopnuðum vörðum.
25. JANÚAR 1985
Réttarhöldin hefjast.
20. JÚNÍ 1985
Dœmdur í 20 ára fangelsi.
29. JÚLÍ 1985 TIL 20. JÚNÍ 1986
er Treholt í ríkisfangelsinu í lla á lokaðri deild með föngum
sem eiga við geðrcen vandamál aö stríða.
4. APRÍL 1986
Sett fram beiðni um að refsimálið verði tekið upp að nýju.
20. JÚNÍ 1986
Fluttur í ríkisfangelsið í Ullersmo og haldið þar í einangrun á
svokallaðri sérdeild.
30. NÓVEMBER 1987
Heilbrigðisstarfsmenn fangelsisins snúa sér til norskra fangels-
isyfirvalda vegna heilsufars Arnes Treholt. íyfirlýsingu þeirra,
sem er undirrituð af lœkni, sálfrœðingi, presti og félagsráð-
gjafa, segir að þau geti ekki lengur samþykkt að á grundvelli
öryggissjónarmiða sé lífi og heilbrigði Treholts ógnað með
þeim hœtti sem gert sé. Þeim er bannað að tjá sig um málið.
FEBRÚAR 1988
Fangelsissálfrœðingurinn skrifar skýrslu til forstjóra fangelsis-
ins þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að aðstœður Tre-
holts í afplánuninni séu bein ógnun við andlegt heilbrigði
hans. Segist hann hvorki telja það mögulegt né siðferðislega
réttlœtanlegt að halda áfram sem sálfrœðingur Arnes Treholt.
11. FEBRÚAR 1988
Undirréttur hafnar beiðni um að málið verði tekiö upp að nýju.
ÁGÚST 1988
Arne Treholt er fluttur aftur í ríkisfangelsið í lla.
15. ÁGÚST 1988
Úrskurður undirréttar staðfestur af Hœstarétti.
1. SEPTEMBER 1988
Umboðsmaður Stórþingsins gefur frá sér yfirlýsingu um af-
plánun Arnes Treholt þar sem hann tekur að hluta til undir
einstök kœruatriði.
OKTÓBER 1988
Norrœn Treholt-nefnd stofnuð.
21. DESEMBER 1988
Nefndin sendir kœru til mannréttindanefndar Evrópu.
VORIÐ 1990
Viðtöl við Titov í sœnskum, dönskum og norskum fjölmiðlum.
MAÍ 1990
Lögmaður Treholts, Arne Haugestad, fer fram á að refsimálið
verði tekið upp að nýju. Áhrifamiklir einstaklingar á Norður-
löndum skrifa uridir náðunarbeiðnitil norsku ríkisstjórnarinn-
ar.