Pressan - 14.06.1990, Page 28

Pressan - 14.06.1990, Page 28
PRESSU ^Íeknar hafa verið saman tölur yf- ir starfsemi Stígamóta, ráðgjafar- stöðvar fyrir fórnarlömb kynferðis- afbrota, en fyrir skemmstu voru liðnir þrír mánuðir frá opnun stöðv- arinnar. Alls hefur verið leitað til Stígamóta með 93 mál þessa fyrstu mánuði og í um 60% tilvika var það þolandi kynferðisafbrotsins, sem sjálfur kom og leitaði aðstoðar. í öðrum tilvikum var um einhvern millilið að ræða. En þetta voru ekki allt konur, því i sjö af þessum tæpu eitt hundrað málum voru fórnar- lömbin karlkyns. í 20 tilfellum var afbrotið nauðgun, en 39 mál sner- ust um sifjaspelL Hinn mikli fjöldi, sem leitað hefur til stöðvarinnar, hefur styrkt aðstandendur hennar í þeirri trú að starfsemina verði að efla enn frekar ogí þeim tilgangi er efnt til fjáröflunar um helgina. Sölubörn verða því á ferðinni með barmmerki samtakanna vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. . . c ^^jálfstæðismenn lögðu höfuð- kapp á að fá bæjarstjórastöðuna í Keflavík i sambræðingi D- og B- lista. Fékk Ellert Eiríksson, efsti maður D-listans, stólinn eftir að samkomulag náðist, en hann mun hafa lýst því yfir að ef hann yrði bæj- arstjóri myndi hann ekki sækjast eftir þingsæti í næstu kosningum, en Ellert er varaþingmaður flokks- ins í dag. Sjálfstæðismenn voru reiðubúnir að kosta miklu til og að eftirláta Drífu Sigfúsdóttur, full- trúa Framsóknar, bæði for- mennsku bæjarráðs og forsæti bæj- arstjórnar. Niðurstaðan varð sú að flokkarnir skipta á milli sín for- mennsku bæjarráðs og verður Drífa formaður fyrsta árið auk þess að vera forseti bæjaistjórnar. D-listinn er með fjóra fulltrúa á móti einum fulltrúa Framsóknar . . . A ^ÉPins og við skýrðum frá um daginn hefur þess verið farið á leit við Arna Þórarinsson, ritstjóra sunnudagsblaðs Morgunblaðsins, að hann taki að sér ritstjórn tíma- ritsins Mannlífs frá næstu áramót- um. Núverandi ritstjóri, Svanhild- ur Konráðsdóttir, lætur af störfum i þessum mánuði en fram til ára- móta mun ætlunin vera að Bjarni Brynjólfsson, ritstjórnarfulltrúi Mannlífs, og Ragnheiður Davíðs- dóttir, ritstjóri blaðsins „Við sem fljúgum", annist ritstjórn. . . í^íeð nýjum meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs heyrum við að spurningar vakni um framtíð ýmissa embættismanna bæjarins. Er talið að hreinsanir muni verða víða og þá ekki síst í félagsmála- stofnuninni og er talið að hitnað hafi undir vinstrimanninum Braga Guðbrandssyni félagsmálastjóra, sem hefur gegnt því starfi um ára- bil . . . g ^^Þreiðslukortafyrirtækin verða sífellt meira vör við svik af ýmsu tagi. Það nýjasta í þeim efnum er að algengt er orðið að krítarkortum sé stolið og þau -seld fjársvika- mönnum sem nýta þau í fjárplógs- starfsemi sína. Gangverð á stolnum kortum mun vera á bilinu 10.000—20.000 krónur ef þau eru seld „réttum" aðila. . . o - ^^^kkur Islendingum þykir verð á flugfarseðlum heldur hátt og öf- undum oft þá sem búa á meginlandi Evrópu og komast milli landa fyrir lítið fé. Þeir hinir sömu vilja þó auð- vitað líka sjá Ameríku og þeim standa til boða mun ódýrari farseðl- ar en við þekkjum, auk þess sem þeim kaupum fylgja ýmis hlunn- indi. Hlunnindi þessi felast meðal annars í að innifalið í verði miða á ICELANDAIR The eosyand comfortable way totheUSA Europe's onSy CIASS Business Flyep Prooram Saga Class er einn miði á venju- legu farrými, semgildir í eitt ár, eða að samferðamaður greiði aðeins 'A af fargjaldi á Saga Class. Við komu til New York bíður glæsibifreið sem ekur farþega á hótel eða til annars fiugvallar og innifalin í miðaverðinu er einnig tveggjasólarhringa dvöl á Islandi með gistingu á hóteli, morgunverði og kvöldverði, bíla- leigubíl eða skoðunarferð. Að auki býðst farseðilskaupandanum 14 daga bílastæði við flugvöllinn í Lúxemborg, þaðan sem ferðin er hafin. Og flugfélagið sem býður þessi vildarkjör er auðvitað Flug- Ieiðir, eins og sjá má á meðfylgj- andi auglýsingu sem birtist í er- lendu tímariti. . . I skugga Listahátíðar hafa leik- hópar í Reykjavíkátt erfitt uppdrátt- ar, nema hvað mikil aðsókn hefur verið að hinu rómaða leikverki Sig- rúnu Ástrósu, líka þekkt sem kvik- myndin Shirley Valentine sem enn er verið að sýna í Háskólabíói. Sigrún Ástrós kveður Borgarleik- húsið á laugardagskvöldið og birtist síðan í leikhúsinu á Akur- eyri þriðjudaginn 19. júní, þar sem þrjár sýningar verða á verkinu. Eins og flestum er kunnugt leikur Margrét Helga Jóhannsdóttir eina hlutverkið í leiknum, hina makalausu og skemmtilegu Sig- rúnu Ástrósu . .. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 NÚ ER HANN ÞREFALDUR

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.