Pressan - 02.08.1990, Page 5

Pressan - 02.08.1990, Page 5
Fimmtudagur 2. ágúst 1990 . 5 Ráövilltur unglingur gerir tilraunir til aö svipta sig lífi. Ættingjar rekja þaö til dáleiöslumeöferöar á námskeiöi. Má hver sem er Leitandi unglingar sem á einhvern hátt hafa lent á skjön við lífið leita gjarnan í duihyggju eftir lausn á vanda sínum. En er lausnina að hafa þar? Um það má vissu- lega efast og PRESSAN segir hér frá einum slíkum sem endaði leit sína með sjálfs- morðstilraun. En það getur verið erfitt að greina hvað er orsök og hvað afleiðing. Sú spurning vaknar þó óneitanlega hvort hver sem er hafi leyfi til að meðhöndla við- kvæmar sálir. EFTIR INGIBJÖRGU SÓLRÚNU GÍSLADÓTTUR MYNDIR: MAGNÚS REYNIR OG KRISTÍN BOGADÓTTIR Út um allan hinn vestræna heim blómstra nú hverskyns afbrigði af dulhyggju. Auglýs- ingadálkar dagblaðanna eru eins og markaðstorg yfirskil- vitlegra og dulrænna fyrir- bæra. Á þessu torgi standa leitandi afkvæmum neyslu- samfélagsins til boða marg- víslegar aðferðir til sjálfs- könnunar og sjálfshjálpar. Margir svala forvitni sinni og finna þar einhver þau and- legu verðmæti sem að er leit- að. Sumir fá þar eflaust ein- hverja bót sinna sálarmeina með aðstoð fólks sem hefur þroska og þekkingu til að bera. En í andlegu hjálpar- starfi eru margir kallaðir og fáir útvaldir. Þess eru því mið- ur líka dæmi að viðkvæmar og óharðnaðar sálir hafi lent í andlegum hremmingum eft- ir að hrært hefur verið full óþyrmilega í tilfinningalífi þeirra af einstaklingum sem betur létu slíkt ógert. „Maður sá lífsorkuna seytla frá þeim“ Það sem af er þessu ári hafi a.m.k. tveir einstaklingar verið lagðir inn á geðsjúkra- hús í framhaldi af námskeið- um þar sem beitt var sefjun eða dáleiðslu. Hjá Ólafi Ól- afssyni landlækni fengust jafnframt þær upplýsingar að landlæknisembættinu hefðu borist nokkrar kvartanir vegna dávalda og þá aðallega frá foreldrum unglinga sem sótt hafa námskeið á þeirra vegum. Sagði hann að það væri alþekkt munstur um all- an heim að unglingar sem hefðu lent á skjön við lífið sæktu í allskyns dulhyggju. „Það sama gildir um ungling- ana okkar. Þetta eru reikandi sálir og þó að þeim hafi verið séð vel fyrir fæði og klæðum þá hefur okkur ekki tekist að gefa þeim það sjálfstraust sem þau þurfa.“ PRESSÁN komst í samband við aðstandendur eins slíks unglings en sá gerði ítrekað- ar sjálfsvígstilraunir eftir að hafa sótt námskeið og verið í einhvers konar meðferð hjá Nándar- og næmiþjónust- unni sem rekin er á vegum Leifs Leópóldssonar. Unglingurinn sem hér um ræðir var forvitinn og leit- andi — eins og eðlilegt er — en jafnframt mjög áhrifa- gjarn. Segja aðstandendur hans að hann hafi alls ekki átt við þunglyndi að stríða — þvert á móti, hann hafi alla tíð verið athafnasamur og kátur. Á nokkrum vikum í vor hafi svo allt farið að ganga á afturfótunum 1' honum og hann sé nú ekki svipur hjá sjón. Sama eigi við um vin hans sem líka hafi tek- ið þátt í námskeiðunum. Sá sé mjög vel gefinn og kraft- mikill drengur sem hafi geng- ið vel í skóla og ætíð haft munninn fyrir neðan nefið. Hann sé nú hvorki í vinnu né skóla og „gufist um“ eins og sagt var. „Það lá við að mað- ur sæi lífsgleðina og lífsork- una seytla frá þessum krökk- um,“ sagði kona sem PRESS- AN ræddi við. Liður í orsakakeðju En hvað gerðist á nám- skeiðinu sem hafði slík áhrif á líf þessara vina? Litlar upplýs- ingar er um það að hafa frá þeim unglingi sem hér er til umfjöllunar, enda munu minningar hans af því sem gerðist vera bæði brota- kenndar og óljósar. Hann hef- ur þó nefnt að þau sem sóttu námskeiðið hafi grátið mikið meðan á því stóð. Móðir hans er þeirrar skoðunar að þeim hafi verið haldið i n.k. sefjun- arástandi í tvo daga. Segir hún að sonur sinn hafi komið heim af námskeiðinu stjarfur og titrandi. í kjölfarið sigldu svo sjálfsmorðstilraunir. Sú alvarlegasta þeirra endaði á Slysadeild Borgarspítalans nú í vor og framhaldið var inn- lögn á geðdeild. Þessi ung- lingur hefur verið til með- ferðar hjá geðlækni síðan og er smám saman að jafna sig á því sem gerðist. Tíminn einn getur þó skorið úr um hvort hann kemst til fullrar geð- heilsu aftur. Af sögu þessa unglings er Ijóst að á námskeiðinu hefur hann lent í einhverjum til- finningalegum upplifunum sem hvorki hann né sá sem námskeiðið hélt gátu tekist á við. Það er aftur á móti ástæða til að fara varlega í að fullyrða að námskeiðið hafi verið frumorsök þess sem gerðist. Geðlæknar sem PRESSAN ræddi við eru yfir- leitt þeirrar skoðunar að þarna sé fremur um lið í or- hræni i _ viðkvæmum sálum? sakakeðju að ræða. Þannig geti erfiðar tilfinningalegar jpplifanir í einhvers konar dáleiðsluástandi flýtt fyrir því að fólk missi stjórn á geð- heilsu sinni. Sagði Sigmund- ur Sigfússon geðlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að almennt væri ástæða til að vara við því að fólk með takmarkaða kunn- áttu í því að greina vanda og meðhöndla hann, væri að grauta í tilfinninga- og trúarlífi annarra. „Á þetta sérstaklega við þegar um er að ræða óharðnað og ómótað fólk eins og unglinga. Þeir sem fást við meðhöndlun á slíku fólki þurfa að hafa ákveðna lágmarkskunnáttu. Að baki meðferðinni þarf helst að liggja siðfræði starfsstéttar og ákveðið kenningakerfi. Það er erfitt að amast við kúltúr- bundTnni dulhyggju en það verður að vera hægt að treysta því að fólk sem notar slík fyrirbæri til að hjálpa öðrum, sé vandað og vilji vel og vísi einstaklingum annað þegar vandi þeirra er mikill." Stefán Jón Hafstein fréttamaður dáleiddur til fyrra lífs i sjónvarpssal. Ljósmynd: Ríkissjónparpiö. Einstaklingsbundið hugboð um að hjálp gagni dugar ekki Vilhjálmur Árnason lektor í siðfræði tók í svipaðan streng. Sagði hann það sína skoðun að áður en menn gætu farið að falbjóða ein- hvers konar meðferð eða hjálp þyrfti að uppfylla tvö skilyrði. „Hún þarf annars vegar að vera reist á einhverj- um grunni sem á sér sögu um árangur og vera byggð á reynslu og jafnvel rannsókn- um um að hún gagnist fólki. Hins vegar þarf einstakling- urinn sjálfur að vera búinn að tileinka sér þá þekkingu og færni sem þarf til að meðferð- in komi öðrum að gagni. Það er eðlismunur á því að lið- sinna fólki í vanda með ein- hvers konar fyrirbænum eða samtölum sem ekki er greitt fyrir og svo liinu að laða bein- línis til sín fólk í vanda með því að auglýsa starfsemi sína og taka greiðslur fyrir hana án þess að hafa nokkra vissu fyrir þvi að starfsemin gagn- ist fólki og geri því gott. Ein- staklingsbundið hugboð um að hún komi að gagni dugir ekki sem forsenda. Það er auðvitað margskonar sjálfs- hjálp í gangi þar sem einstak- lingar með sameiginleg vandamál koma saman og styðja hvern annan á jafnrétt- isgrundvelli. Það getur alltaf komið að gagni. Mér finnst það yfirleitt sammerkt fólki sem hefur náð miklum and- legum þroska að það er ekk- ert að bera hann á torg. Það má kannski segja að það sé svolítið andstætt þeirri heim- speki sem liggur þar að baki að falbjóða hana og auglýsa mjög mikið.“ Jóna Rúna Kvaran miðill er ein þeirra sem hefur lið- sinnt fólki sem til hennar leit- ar um ráðleggingar. í samtali við PRESSUNA sagði hún að dulrænir hæfileikar væru engin trygging fyrir gallaleysi þess einstaklings sem hæfi- leikana hefur. Það væri til mjög göfugt fólk með dul- ræna hæfileika en það hefði líka ræktað þá hæfileika og sjálft sig mjög lengi. Það væri líka tvennt ólíkt að vera næmur og vera dulrænn. „Og þó fólk sé næmt þá er ekki þar með sagt að það geti lið- sinnt fólki i hverskyns vanda. Þó skósmiðurinn sé handlag- inn þá fer maður ekki til hans og lætur hann taka úr sér botnlangann. Fólk verður að sýna sjálfu sér þá virðingu sem andlegum verum að leita ekki til hvers sem er þó vandi steðji að. Það er mikill áhugi hjá þjóðarsálinni á hvers kyns dulrænum fyrirbærum og mikið framboð af þeim. Vandi fólks er að velja milli þess sem er einhvers virði og hins sem er einskis virði. Ég myndi ráðleggja fólki að tala við marga aðila sem hafa reynslu af þeim sem eru að bjóða þjónustu sína og kanna hvort einhver veila er á henni. Við megum ekki hætta okkur í hendurnar á fólki sem á einhvern hátt er tilfinningalega og félagslega gallað." Snerting sem einn sættir sig við er eitur í beinum annars En það eru ekki bara ung- lingar sem leita í dulhyggj- una. Það gerir fólk á öllum aldri og kannski aldrei sem nú. Umræður um það sem liggur utan við hinn harða reynsluheim vísindanna hafa aukist mjög á undanförnum árum og fólk leitar í æ ríkara mæli aðstoðar til að kljást við hvers kyns andlega kvilla og óáran. Margir hafa orðið fyrir vonbrigðum með læknis- fræðina sem vísindagrein sem, eins og Sigmundur Sig- fússon benti á, býr yfir mikilli tækni til að fást við sífellt erf- iðari sjúkdóma en nýtist ekki til að lækna algengustu kvilla s.s. höfuðverk, vöðvabólgu og kvef. Fólk sem hefur lent í erfiðri lífsreynslu reynir oft ýmsar og gjarnan óhefðbundnar leiðir til að vinna úr henni. Stúlka sem var fórnarlamb sifjaspells og nauðgunar í æsku fór t.d. á námskeið hjá manni að nafni John Alten sem kom hingað til lands. Eft-

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.