Pressan


Pressan - 02.08.1990, Qupperneq 14

Pressan - 02.08.1990, Qupperneq 14
14 Fimmtudagur 2. ágúst 1990 PRESSU Vr endipunktur varð í lífi og starfi byggingarfulltrúans Olafs Guðmundssonar um síðustu ára- mót þegar sumarbústaðir urðu fleiri en íbúðir í umdæmi hans í Borgar- firdi. Ólafur hefur umsjón með 18 sveitum, en það er öll Mýrasýslan, 4 hreppar í Borgarfjarðarsýslu, allt sunnanvert Snæfellsnes og tveir hreppar á norðanverðu Snæ- fellsnesi. Um 900 heimili eru skráð á þessu svæði og fer fækkandi, en sumarbústöðum fjölgar mikið og komust þeir yfir þúsund um áramót- in. Borgarfjörður hefur þó ekki vinninginn hvað sumarbústaði varðar, en almestur fjöldi sumarbú- staða er í Grímsnesinu. . . I^Éorrænt þing lögfræðinga sem haldið verður dagana 22.-24. ágúst er stærsta þing sem skipulagt hefur verið á íslandi. 1100 erlendir þátttakendur og 200 íslendingar munu sækja þingið. í undirbúnings- nefnd ráðstefnunnar eru Ármann Snævar, fyrrverandi hæstarétt- arlögmaður, Erla Jónsdóttir, Benedikt Blöndal og Guðrún Er- lendsdóttir hæstaréttarlögmað- ur. Þingið stendur yfir í þrjá daga og hefurFerðaskrifstofa Islands veg og vanda af umgjörð ráðstefnunn- ar. . . I mola í síðustu Pressu þar sem fjallað var um álit erlendra ferða- manna á íslenskri menningu og háttalagi, var gefið tilefni til mis- skilnings sem bitnaði á starfsfólki í Hveradölum og biðst blaðið vel- virðingar á því. Af klausunni mátti draga þær ályktanir að þjónar í Hveradölum sem klæðast vík- ingabúningi, væru fullir. Sagt var að útlendingar hefðu gaman af því að virða fyrir sér innfædda sem augafulla víkinga og léttúðardrósir á íslenskum búningum. Þetta átti við þann orðróm sem íslendingar eiga að hafa á sér erlendis fyrir mikla drykkju. A mÉP f marka má fréttir Tímans af erlendum vettvangi mætti ætla að hin mesta gúrkutíð ríkti um gervalla heimsbyggðina. Þó er svo að sjá í fréttum annarstaðar að ýmislegt sé að gerast í heiminum, til dæmis ef litið er til Trinidad og Tobago, Ge- orgíu eða Líberíu, svo eitthvað sé nefnt. En Tíminn er öðruvísi í frétta- vali. Á síðustu dögum hefur hann fært okkur fréttir af örvhentu fólki, sem oftar er samkynhneigt en ann- að fólk. Blaðið hefur sagt frá 10 ára gömlum dreng í Bandaríkjunum sem kærður var fyrir nauðgun og í gær var í fyrirferðarmikilli frétt greint frá rakvélablaðaskorti á Kúbu. . . I^íýtt tímarit hefur litið dagsins ljós á Islandi og kallast það 2000. Forráðamenn þess hafa fest kaup á ljósmyndasafni Helgarpóstsins sáluga, sem var í eigu Róberls Árna Hreiðarssonar lögfræðings. Langflestar myndirnar í safninu tók Jim Smart, sem nú starfar við Þjóðviljann, og telur bæði hann og Blaðamannafélag íslands að Jim eigi birtingarrétt allra myndanna. Það er því hugsanlegt að nýja tíma- ritið geti ekki notað þessa „eign” sína nema ljósmyndarinn fái greiðslu í hvert sinn sem einhver myndanna birtist í blaðinu. . . íslensk kvikmynd verður frumsýnd í Háskólabíói þann 11. ágúst næstkomandi. Það er mynd framleidd af Hrifum hf. um Papp- írs-Pésa, en hún er gerð eftir sögu Herdísar Egilsdóttur. Spennandi bíll á spennandi verði Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími 91-674000 LÉTT0STAR þrjár nýjar tegundir á léttu nótunum MUNDU EFTIR 0STINUM

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.