Pressan - 02.08.1990, Síða 15

Pressan - 02.08.1990, Síða 15
Fimmtudagur 2. ágúst 1990 15 „Taktu þig saman í andlitinu,“ er sagt viö konur sem þjást af fœöingarþunglyndi. Meira en helmingur kvenna fær grátköst og óþægilegar geð- sveiflur eftir barnsburð. Tíunda hver kona þjáist af þunglyndi sem getur staðið mánuðum saman. Ein til þrjár konur af hverj- um þúsund sem fæða barn fá svokallaða fæðingarpsýkósu, al- varlegan geðsjúkdóm sem krefst sjúkrahússvistar. Pað mætti þvíætla að auðvelt sé að ná tali afkonu sem fús væri til að miðla öðrum afreynslu sinni. En svo er ekki. Hvað skyldi valda þess- ari þögn um sjúkdóma sem eru svo útbreiddir sem raun ber vitni? EFTIR CUÐRÚNU FINNBOGADÓTTUR Það eru ekki allir eiginmenn eins skiln- ingsríkir og fúsir til að fyrirgefa konum sín- um og Bretinn John Soan. Kona hans, Cat- herine, varð völd að dauða langþráðra tví- bura þeirra hjóna, fimm mánaða gamalla. Eina nóttina reis hún á fætur og klæddi sig hljóðlega. Svo gekk hún að vöggu barnanna, tók þau upp, fór með þau fram í baðherberg- ið og drekkti þeim í baðkerinu. Catherine var dæmd í þriggja ára fangelsi en var náðuð eftir að hafa setið inni í eitt ár. Eiginmaður- inn hefur tekið hana í sátt og er fús til að hefja nýtt líf með konu sinni, því nú skilur hann hversvegna Catherine framdi þennan hræðilega verknað. Hann veit nú að hún þjáðist af svokallaðri fæðingarpsýkósu. Catherine, sem sjálf man varla eftir atburð- inum, þjáist af samviskubiti. ,,Það hefði átt Á hraðri ferð á milli vinnustaðar og vöggustofu. að dæma mig í lífstíðarfangelsi," segir hún. Hún átti erfiða bernsku eins og margar kon- ur sem þjáðst hafa af þessari tegund þung- lyndis. Catherine ólst upp í fátækrahverfi í Koiumbíu, móðir hennar yfirgaf börnin sín þegar hún var fimm ára og bróðir hennar dó úr hungri í örmum hennar. Hún hafði þráð að eignast börn með manni sínum sem hafði gjörbreytt lífi hennar svo sjúkdómurinn kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Pagnarmúr Það er ólíklegt að nokkur íslensk kona hafi upplifað í bernsku þær hörmungar sem Cart- herine Soan varð fyrir en þær hafa samt ekki farið varhluta af þessum sjúkdómi fremur en konur í öðrum heimshlutum. En það er ein- kennilegur þagnarmúr í kringum hann þrátt fyrir umræðu í blöðum og upplýsingar í sam- bandi við foreldrafræðslu. Það er mjög erfitt að fá konur til að segja frá reynslu sinni, jafn- vei þó gætt sé nafnleyndar. „Það er eins og konur skammist sín fyrir að veikjast af þess- um sjúkdómi,” segir Hulda Þórðardóttir, sem er í stjórn félagsins Barnamál. „Það rík- ir mikið skilningsleysi í umhverfinu og fólk segir bara: „Hverslags er þetta manneskja, Catherine Soan drekkti tvíburunum sínum til eiginmannsins. taktu þig saman í andlitinu"." Guðrún Jón- asdóttir, sem er í ritstjórn Mjóikurpósts- ins, rits sem gefið er út af áðurnefndu félagi, tekur undir þetta. „Fólk kemst oft ekki óskemmt út úr þessu og vill ekki heyra minnst á þetta framar," segir hún. Oft kemur þetta niður á hjónabandinu og konur vilja fyrir alla muni gleyma þessum erfiða tíma, enda hægara sagt en gert að rifja upp allar þær þjáningar sem þær gengu í gegnum, oft einar og óstuddar. Þar við bæt- ist að stundum virðist sem almenningsálitið telji það vera skapgerðarbrest sem valdi geð- rænum sjúkdómum. „Ég skil ekkert í mann- eskjunni að haga sér svona," segir fólk, þótt Ijóst sé að viðkomandi persóna sé í meðferð hjá geðlækni og á geðlyfjum. FÆÐINGARDEYFÐ FÆÐINGARÞUNGLYNPI FÆÐINGARPS YKOSA Þunglyndi sem kemur í kjölfar fæðingar má skipta í þrjá hluta. í fyrsta lagi það sem kallað hefur verið á íslensku í -EÐINGARl)EY! 0 og kemur fram hjá meira en helmingi kvenna eftir barnsburð. Það eru smávægilegar geð- sveiflur og grátköst sem vara í nokkrar klukkustundir eða nokkra daga. Konan er uppstökk og á erfitt með að einbeita sér og þjáist af höfuðverk. Þessar geðsveiflur sem koma fram þremur til fjórum dögum eftir barnsburðinn hverfa af sjálfu sér án þess að nokkuð sé að gert. í öðru lagi ÆÐINGARÞUNGLYNDi sem er mun alvarlega. Það kemur oft ekki fram fyrr en konan er komin lieim af fæðingardeildinni og varir mun lengur, oft í nokkra mánuði, jafnvel í hálft ár. Sumir halda því fram að þunglyndið þróist úr fæð- ingardeyfðinni. Þunglyndið kemur fram hjá um það bil 10% kvenna eftir barnsburð. Konan verður eirðarlaus og þjáist af svefnleysi, lystarleysi og stöðugri þreytu. Hún verður full vanmáttar- og sektarkenndar og efast um að hún geti sinnt barninu. Fæðingarþunglyndið kemur öðru fremur fram hjá konum sem eiga við hjóna- bands- og/eða fjárhagsvandamál að stríða og fá lítinn stuðning frá fjölskyldunni. Þær sem þjáðust af þunglyndi um meðgöngutímann eru í sérstakri hættu. Einnig frumbyrjur og einstæðar mæður. Orsakir fæðingardeyfðar og -þunglyndis eru taldar vera sambland hormónabreyt- inga og ýmissa sálrænna vandkvæða auk vissra áhrifa frá umhverfinu. I þriðja lagi alvarlegur geðrænn sjúkdómur, svokölluð FÆDINGARPSÝK.ÓSA, Hún kemur oftast fram í fyrstu viku eftir barnsburð en getur birst allt að því einu ári á eftir. Konur sem þessi sjúkdómur hrjáir verða að leggjast á sjúkrahús til þess að koma í veg fyrir að þær fari sjálfum sér að voða eða geri barni sínu mein. Sem betur fer er hann sjaldgæfur. Hann kemur aðeins fram hjá 1—3 af hverjum þúsund konum. Helstu einkennin eru ranghugmyndir, ofheyrnir og ofskynjanir og lítil tengsl við raunveruleikann. Þessi sjúkdómur hefur truflandi áhrif á líf konunnar og barns hennar og getur valdið alvarlegum samskiptaerfiðleikum innan fjölskyldunnar. Með lyfja- og sálfræðimeðferð eru batahorfur þó góðar og oft tekst að vinna bug á sjúkdómnum á nokkrum mánuðum. og fór í fangelsi en er nú komin aftur heim Auðvelt að lækna Fæstar konur gera sér grein fyrir því hvað hrjáir þær þegar þunglyndiseinkennin koma í ljós eftir barnsburð. Þær fengu ekki upplýs- ingar í gegnum hinar venjulegu leiðir, fræðslubæklinga og upplýsingarit um með- göngu og fæðingu. Sumar komast að því eft- ir nokkur ár að depurðin, þreytan og von- leysið sem þær börðust við mánuðum saman án nokkurrar utanaðkomandi hjálpar var fæðingarþunglyndi sem tiltölulega auðvelt er að lækna með sálfræðilegri aðstoð og/eða lyfjum. Erfitt er að segja um hvort slíkum tilfellum hefur fjölgað á síðustu áratugum. Það er ólík- legt að ömmur okkar og iangömmur hafi verið fúsari til að ræða þessi mál en upplýst- ar nútímakonur. Enn þann dag í dag finnst konum sem þær séu að bregðast móðurhlut- verkinu þegar þær geta ekki sinnt barninu sínu — af fullkomlega eðlilegum ástæðum. Þá er oft vinnuálagi eða öðrum félagslegum aðstæðum kennt um og vissulega hafa þær sitt að segja. Rannsóknir á Islandi Þó hefur talsvert verið ritað um þetta mál. Þrír nemendur í Ljósmæðraskólanum, þær Ása Halldórsdóttir, Rannveig Páls- dóttir og Sigurlinn Sváfnisdóttir, gerðu könnun á fæðingardeyfð hjá sængurkonum á Landspítala 1988—1990, undir hand- leiðslu Rögnu Ólafsdóttur sálfræðings sem hefur rannsakað þessi mál um árabil. Þær komust að þeirri niðurstöðu að um 50% kvenna fyndu fyrir einkennum fæðingar- deyfðar. Marga Thome, lektor í hjúkrunarfræðum, er nú að gera könnum sem Heilsugæsiu- stöðin í Kópavogi tekur þátt í. Konur sem eru nýkomnar heirn eftir barnsburð svara spurningalistum sem hjúkrunarkonan í ung- barnaverndinni ieggur fyrir þær. Ef þung- lyndiseinkenni koma í Ijós er konunni ráð- lagt að ráðgast við lækni eða sálfræðing heilsugæslustöðvarinnar. Þetta eru virðing- arverðar fyrirbyggjandi aðgerðir sem vert væri að taka upp til langframa.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.