Pressan - 02.08.1990, Síða 23

Pressan - 02.08.1990, Síða 23
Fimmtudagur 2. ágúst 1990 23 Á 39. hæö á hinu nýja Marriott-hóteli í San Francisco. vinnunni og brá mér til London á fund Dunlop og fékk umboð fyrir þá á Islandi." Það umboð hefur hann enn, en segir þó að stærsti þátturinn í rekstri fyrirtækisins séu sjúkrahússvörur, auk þess sem Austurbakki hefur umboð fyrir þekktar íþrótta- vörur. Stofnandi Handknattleikssambands íslands En Árni er þekktur fyrir fleira en fyrirtæki sitt. Hann hefur átt drjúgan þátt í uppbyggingu íslenska handboltans og segir það algjöra tilviljun að hann hafi lent þar. „Það var árið 1954 sem formaður Víkings bað mig að mæta á fund hjá Hand- knattleiksráðinu úti í Valsheimili. Ég reiknaði ekki með að þekkja nokkurn mann þar, en þegar ég fór út af fundinum var ég orðinn formaður Handknattleiksráðsins! Ég hafði keppt í handbolta með Víkingi á árunum 1940—1946 og liðið varð bæði Reykjavíkur- og íslandsmeistarar. Hallur Símonarson blaðamaður var með mér í liðinu, sem og Bjarni Guðnason prófessor, Jóhann Gíslason lögfræðingur Landsbankans og Hjörtur Hjartarson lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg. I markinu var Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri, svo þetta var hörkulið." Starfssvið Handknattleiksráðsins var á þessum tíma að reka og skipuleggja alla handknattleiki á landinu því þá var ekkert sérsamband til. „Þegar ég hafði komið skipulagi á Handknatt- leiksráðið fór ég í það að stofna Handknattleikssamband ís- lands og var fyrsti formaður þess árið 1957. Það má þvi segja að þetta sé allt mér að kenna!" segir hann brosandi. — Árni var jafnframt í stjórn HSÍ, stjórn Víkings, gjaldkeri HSÍ um tveggja ára skeið og sat í varastjórn ÍSÍ Árni og Guðrún eiga þrjú börn, Árna Þór, Þórhildi og Guð- jón Inga og barnabörnin eru orðin níu. „Nei, strákarnir hafa ekkert verið í handbolta," svarar Árni aðspurður. „Sennilega hafa þeir fengið nóg af að sjá pabba sinn helga handboltanum allan sinn frítíma. Árni Þór hefur hins vegar verið í varastjórn ÍSÍogstarfað með Víkingi. Ég held að hans hugsun hafi verið eins og mín: að starfa þar sem mað- ur getur látið gott af sér leiða. Árni Þór dreif upp badminton- deildina hjá Víkingi með góðra manna hjálp eins og alltaf er. Það gerir enginn neitt einn." Þau hjónin kynntust árið 1946 og byrjuðu búskap fjórum ár- um síðar á neðri hæð hússins sem foreldrar Árna áttu. Guðrún getur nú ekki stillt sig um að skjóta inn í einni setningu: „Það Guðrún og Arni hafa aðgang að þessari sundlaug í „Leis- ure Town" í Vacaville. Mun betri kostur en að annast hirð- ingu á eigin laugi var yndislegt að búa með tengdaforeldrunum," segir hún. „Sú vinátta entist í þau tíu ár sem þau lifðu eftir að við giftum okk- ur.“ Til Bandaríkjanna Það var árið 1982 sem þau hjónin ákváðu að flytjast til Bandaríkjanna. í Vacaville hefur móðursystir Guðrúnar, Ingi- björg Johnson. búið í tugi ára og þannig kynntust þau þess- um friðsæla bæ. Þau búa í fallegu húsi i svokölluðum „Leisure Town“. Þar býr eingöngu fullorðið fólk og þau Guðrún og Árni hafa aðgang að sundlaug, tennisvelli, golfvelli og samkomu- húsi. Síðari hluta þessa föstudags vörðum við í að synda i tærri lauginni, meðal annars með fyrrum blaðamönnum af hinu þekkta stórblaði San Francisco Chronicle, skoða golfvöllinn og bæinn. Öll húsin eru á einni hæð, nema hvað eitt er upp á þrjár hæðir. Hverfið er óvenjulega hreint, enda segja þau að hver íbúi greiði ákveðna upphæð í hverri viku fyrir þrif á öllum götum og gangstéttum. Þau segjast ekki beinlínis hafa ráðgert að setjast að í Vacaville; aðstæður hafi þróast þannig. „Við feðgarnir, ég og Árni Þór, vinnum saman í Austur- bakka," segir Árni. „Árni Þór leiðir fyrirtækið í dag og ég styð við bakið á honum. Það hefur marga kosti i för með sér að vera staðsettur hér,“ segir hann. Áður en þau fluttu út höfðu þau margoft sótt ráðstefnur í Bandaríkjunum á vegum fyrirtækisins. Það var á einni slíkri sem þau hittu sjálfan Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, sem þá var reyndar ekki orðinn forseti heldur fyrirlesari á ráð- stefnu í San Francisco. Þau vilja ekkert um þetta mál tala, en í albúmum sem þau höfðu leyft mér aðgang að kvöldinu áður rakst ég á ýmislegt forvitnilegt. Til dæmis mynd af þeim hjón- unum með Charlton Heston leikara, Esther Williams sund- drottningu ogöðrum þekktum leikurum eins og Ray úr Dallas, sem ekkert okkar man reyndar hvað heitir í raunveruleikan- um! í einu ajbúmanna er einnig að finna persónuleg bréf frá mönnum eins og Dan Quale. Hvernig í ósköpunum lentu þau í hringiðu þekkta fólksins? Þau segja það allt tilviljunum háð og hafi byrjaö á ráðstefn- unni í San Francisco þegar Reagan var þar ræðumaður. „Við vorum mætt snemma á hóteliö jjar sem ráðstefnan var haldin og þá var Ronald Reagan líka mættur," segir Árni. „Guðrún fór að spjalla við hann og spurði hvort hún mætti ekki fá Holly- woodbros á eina mynd. Þá mynd sendum við honum síðar og þannig lentum við einhvern veginn á gestalista Hvíta húss- ins! Við höfum þó aðeins tvívegis þegið slík boð. í annað skipt- ið var það þegar kvikmyndaleikarar héldu veislu til heiðurs Ronald Reagan og i fyrra var okkur boðið til kvöldverðar í Washington. Þá var haldið kokteilboð heima hjá Dan Quale áður." Bandaríkjamenn snillingar í allri sviðsetningu Lokaspurningunni, hvort þau ætli að koma heim aftur er fljótsvarað: „Auðvitað komum við aftur heim. Við ætlum ör- ugglega ekki að verða gömul í Bandaríkjunum. Slíkt hlutverk er ekki öfundsvert. Bandaríkin eru hvorki staður til að verða gamall á né staður til að ala upp börn. Hér má ekki líta af börn- um í eina mínútu. Bandaríkjamenn eru snillingar í allri svið- setningu, hvort heldur það er að koma upp stórsýningum á litlu sviði, aka um á limósínu þegar þörf þykir eða byggja falleg hús sem raunverulega reynast svo ekki peninganna virði eins og kom fram í jarðskjálftanum. Húsin í San Francisco hrundu og húsin í Texas fjúka í hvirfilvindi! Hér er allt gert svo lokk- andi að manni finnst maður ekki geta verið án hlutanna. Heima á íslandi var maður án þeirra og saknaði þess ekki. Það eina sem við vitum fyrir víst á þessari stundu er að ellinni eyð- um við ekki í Ameríku."

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.