Pressan - 11.04.1991, Page 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11.APRÍL1991
ffiffil i
ÁSAKANIRlM
FJÁRMÁIAÓREKIU
EINS RÍKASDI
FÉUGS LANRSINS
Landsþing Náttúrulækningafélags Islands boðað í skyndingu vegna útkomu skýrslu frá Ríkisendurskoðun
Ríkisendurskoðun mun fljótlega skila skýrslu um starf-
semi eins ríkasta félags landsins, Náttúrulækningafélags
íslands. Efni skýrslunnar lýtur fyrst og fremst að starf-
semi heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði. Einn stjórnarmanna
í NLFÍ sendi ítarlegar athugasemdir um starfsemi hælis-
ins til heilbrigðisráðuneytisins á miðju síðasta ári. Eftir að
ráðuneytið hafði fengið ófullkomin svör frá rekstrar-
stjórn hælisins var farið fram á rannsókn Ríkisendur-
skoðunar. Ávæningur af innhaldi hennar hefur orðið
mönnum tilefni til að ræða um „svarta skýrslu".
Náttúrulækningafélagið er eitt
ríkasta félag landsins en í því eru
skráðir á milli 800 og 900 félags-
menn. Félagið á miklar og skuld-
lausar eignir og eru þær helstu auð-
vitað í tengslum við hælið í Hvera-
gerði. Einnig á félagið húseignir í
Reykjavík og jarðir austur i Arnes-
sýslu. Munu eignir félagsins vera
metnar á milli 400 og 500 milljónir
króna.
RÁÐUNEYTIÐ
ÁKVAÐ AÐ KALLA
RÍKISENDURSKOÐUN TIL
Á miðju síðasta ári sendi Jóhann-
es Ágústsson, stjórnarmaður í stjórn
NLFI, inn bréf til heilbrigðisráðu-
neytisins þar sem hann lagði fram
harðorða gagnrýni á starfsemi hæl-
isins í Hveragerði. Beindist gagn-
rýni hans að fjármálaóreiðu á hæl-
inu. Að sögn Páls Sigurdssonar,
ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðu-
neytinu, þá íeitaði ráðuneytið skýr-
inga, vegna athugasemda Jóhann-
esar, hjá stjórn náttúrulækninga-
hælisins. Einnig sagði Páll að þær
skýringar sem fengust hefðu ekki
þótt fullnægjandi og því hefði ráðu-
neytið falið Ríkisendurskoðun að
rannsaka starfsemi hælisins. Nátt-
úrulækningahælið er sjálfseignar-
stofnun sem fær greitt samkvæmt
daggjaldakerfi. Þetta kerfi hefur
meðal annars verið gagnrýnt vegna
þess eftirlitsleysis sem í því felst.
KOSTNAÐARHLUTDEILD
SJÚKLINGA VAXIÐ UM 20%
Starfsemi náttúrulækningafélags-
ins í Hveragerði er orðin tæplega
fjögurra áratuga gömul og hefur
vaxið að umfangi með hverju árinu.
Hefur á undanförnum árum orðið
sífellt háværari gagnrýni um það að
félagið sé að fjarlægjast þær hug-
sjónir sem lágu til grundvallar því í'
upphafi.
Sem dæmi um umskiptin er nefnt
til að greiðslur þær sem sjúklingarn-
ir sjálfir inna af hendi hafa vaxið
verulega á undanförnum árum.
Hafi þær vaxið úr því að vera 15%
af daggjaldakostnaðinum í það að
vera um 35%.
Starfsemi félagsins er orðin mjög
umfangsmikil. Að sögn Eiríks Ragn-
arssonar, forstjóra hælisins, þá
koma 2400 sjúklingar þangað á
hverju ári en má til samanburðar
nefna að á Reykjalund koma um
900 manns á ári hverju.
Síðan 1. mars síðastliðinn hefur
ráðuneytið greitt 3247 krónur með
hverjum sjúklingi á dag. Eiríkur
sagði að það væri síðan mjög mis-
munandi hve mikið sjúklingarnir
sjálfir yrðu að greiða en sagði að
það væri á bilinu 580 krónur á dag
upp í 1320 krónur á dag. Hann sagði
þó að nærri lagi væri að áætla
brúttótekjur hælisins af hverjum
sjúklingi um 4200 krónur á dag.
Eiríkur sagðist vilja taka það fram
að þetta væru mun lægri greiðslur
en til dæmis færu upp á Reykjalund
en þar er daggjaldagreiðsla vegna
hvers sjúklings 7036 krónur. Eiríkur
tók einnig fram að greiðslur sjúkl-
inga hefðu ekki hækkað síðan 1.
október 1989 en hækkun þeirra
varð eigi að síður mikil á tímabilinu
frá 1986 til október 1989.
Þeir sem gagnrýnt hafa þessa
hækkun á greiðslukostnaði sjúkl-
inga hafa einnig haldið því fram að
aukin innkomá hafi ekki nýst félag-
inu sem skyldi. Hafi til dæmis upp-
bygging við hælið í Hveragerði ekki
réttlætt þessa hækkun. Þvert á móti
hafi þetta farið í aukna yfirbyggingu
félagsins og er tekið sem dæmi um
það að stjórn hælisins er nú launuð
eins og stjórnir annarra opinberra
stofnana.
Um gagnrýni á fjármálstjórn sína
sagðist Eiríkur ekkert vilja tjá sig —
menn yrðu einfaldlega að bíða
skýrslu Ríkisendurskoðunar.
UPPSAGNIR MEÐAL LÆKNA
En óánægja með fjármálastjórn
hælisins er ekki eina deiluefnið inn-
an þess. Einnig hefur verið deilt um
eðli þeirrar læknisfræðistarfsemi
sem þar hefur farið fram. Snýst sú
deila meðal annars um ábyrgð
læknanna við meðferð sjúkling-
anna. Er það sérstaklega megrunar-
meðferðin sem þar er deilt um en
hún er auðvitað stór þáttur í starf-
semi hælisins.
PRESSUNNI er kunnugt um að
allavega einn læknir hefur sagt upp
vegna þeirrar deilu sem hefur verið
á milli læknanna annars vegar og
hjúkrunarfræðinga, forstjóra og
stjórnar hælisins hins vegar. Þessi
deila hefur meðal annars borist inn
á borð landlæknis.
Reyndar er rétt að taka það fram
að deilur um starfsemi NLFÍ og
heilsuhælið eru ekki nýjar og hafa
orðið blaðaskrif um þær með reglu-
legu millibili. Gagnrýnin á fjármála-
þáttinn í starfseminni hefur hins
vegar aldrei verið eins ítarleg og
þetta er í fyrsta skipti sem Ríkisend-
urskoðun hefur afskipti af starfsem-
inni.
JÓHANNES ÚTILOKAÐUR
FRÁ STJÓRNARFUNDUM
Deila Jóhannesar við stjórnina
hefur tekið á sig ýmsar myndir því á
tímabili taldi hann að sér hefði ekki
verið kleift að sækja stjórnarfundi í
NLFÍ. Þurfti ráðuneytið að hafa af-
skipti af því máli.
Landsþing NLFÍ hefur verið boð-
að vegna útkomu skýrslu Ríkisend-
urskoðunar. Var fyrirhugað að
landsþingið yrði um næstu helgi en
að sögn Jónasar Bjarnasonar, for-
seta NLFÍ, hefur verið ákveðið að
fresta fundinum til 27. apríl til þess
að skýrslan væri örugglega komin
út. Jónas sagðist sjá í þessari deilu
ásælni ríkisvaldsins inn í einkastofn-
un en hann tók fram að aldrei hefði
komið annað til greina en að hleypa
Ríkisendurskoðun í reikninga fé-
lagsins. Jónas taldi að lagalega hefði
þeim ekki borið að gera það.
,,Við teljum að það hafi aldrei ver-
ið fótur fyrir neinu af því sem Jó-
hannes hefur verið að segja. Það var
aðeins eitt atriði sem var eftir, sem
við gátum ekki fullreynt, og Ríkis-
endurskoðun hefur nú farið ofan í.
Okkur hefur verið tjáð það munn-
lega frá Ríkisendurskoðun að það sé
ekki fótur fyrir því atriði," sagði Jón-
as.
Samkvæmt upplýsingum frá Sig-
urdi Þórdarsyni, vararíkissaksókn-
ara, þá er embættið enn að vinna að
skýrslunni og sagðist hann gera ráð
fyrir að hún lægi fyrir innan fáeinna
daga.
Sigurður Már Jónsson
ásamt Gunnari Smára Egilssyni