Pressan - 19.11.1992, Qupperneq 2

Pressan - 19.11.1992, Qupperneq 2
B 2 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 16.JÚLf 1992 Þorvaldur snýst í mörgu Þofvaldur Þorsteinssonpyk- ir meðal frumlegustu og efnileg- ustu myndlistarmanna af yngri kynslóð. En Þorvaldi er fleira til lista lagt: hann hefur fengist við auglýsingagerð, bókaskreytingar, samið barnabók, stutt leikrit og núna fyrir jólin gefur hann út skáldverk. Þetta eru smásögur sem hafa fengið yfirskriftina Engill meðal áhorfenda, en Bjartur, ungt og metnaðarfúllt forlag, gefúr út. ÞEGAR HUGSANIR KOMAST Á RINGULREIÐ ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR JÚLÍA FORLAGIÐ1992 ® „There is less to this than meets the eye,“ sagði bandaríska leik- konan Tallulah Bankhead eftir frumsýningu á leikriti sem höf- undur hafði ætlað djúpa merk- ingu. Einhver svipuð orð koma upp í hugann eftir lestur á fyrstu skáldsögu Þórunnar Valdimars- dóttur. Þessi framtíðarsaga um fólk með fortíðarþráhyggju er yfirborðslegt verk sem þolir á engan hátt nærskoðun. Það verður ekki af Þórunni haft að hún er hugmyndarík en hér er líkt og hugmyndimar hafi sótt að allar í einu. Þær hafa fang- að skáldkonuna en hún ekki þær. Þess vegna flækjast hugmyndim- ar hver fyrir annarri um leið og óbeisluð hugsun virðist helst að því komin að þjóta með þær samtímis í allar áttir. Af þessu skapast sú skáldskaparlega ring- ulreið sem einkennir verk þar sem höfundur hefur ekki gætt þess að aga hugsun sína. Reyndar gengur Þórunn svo langt í ofsa- fullu hugmynda- og orðflæði að ekki hefði nægt að aga hugsunina til að skapa frambærilegt verk, skáldkonan hefði þurft að grípa til valdbeitingar. Örlaga- og spennusaga er þetta ekki. Spennan er einfaldlega eng- in. Stíllinn býður ekki upp á hana. Persónusköpun er ekki fyrir hendi og samtölin einkennast af bóklegri tilgerð. Þegar Þórunn segir á fremur klaufalegan hátt um eina persónuna: „Júlía liggur í fangi hans eins og bam á meðan sagan vellur upp úr honum“ þá er það lýsing á því sem gerist í hvert skipti sem persónur tjá sig; þá vellur upp úr þeim ótrúleg þvæla. Bók Þórunnar um Snorra á Húsafelli leið nokkuð fyrir óhefta tilfmningasemi, en var þó mikil og góð bóL Sól í Norðurmýri var enn betra verk, býsna snjallt. Þær bækur opinbemðu ótvfræða hæf- leika Þórunnar en báru þó með sér að hún gæti átt á hættu að festast í tilgerðarlegum og tilfinn- ingasömum háspennustíl. Þótt Þórunn hafi sloppið fyrir horn með stíl sinn í tveim fýimefnum verkum þá verður hann henni nú aðfalli: „Yfirgengilegt, þanþolið mitt er við að bresta, Seifúr býður mér upp á alla víddina og hún er of stór, of mikil, blossi í allar áttir, skil hann er guð og því er svo svakalegt þegar hann beinir sér til mín, hví er það svo sárt?“... „öskulaus jörð með eintóma blíðu elur mikið af sér, en ekki skáldskap og ekki æðstu vellíðan, takmarkalausa skynjun háloft- anna sem kemur, líkt og í sköp okkar í sálina þegar við sköpum meðhöfðinu..." Þetta er ekki mælska, þetta er vaðall, þetta er verkið í hnot- skum. Verkið er áhugaverðast sem heimild um ímyndunarafl skáld- konunnar en af því virðist hún hafa gnótt. Vænlegast sýnist mér að líta á þetta verk sem hvert ann- „Reyndar gengur Þórunn svo langt í ofsafullu hug- mynda- ogorð- flœði að ekki hefði nægt að aga hugsunina til að skapa frambœrilegt verk, skáldkon, hefði þurft að grípa til valdbeitingt að víxlspor sem auðveldlega má bæta fyrir í náinni framtíð. En um leið verð ég að fúrða mig á því að útgáfustjórn Forlagsins, venju- lega þefriæm á góðar bókmennt- ir, skuli hafa gert skáldkonuni þann óleik að taka verkið til út- gáfú. En svo einhverjum sé hrósað þá ber að geta þess að kápan er örugglega með þeim fallegri í ár. Mestan heiður af henni á Hier- onymus Bosch (d. 1517) en af þeim aðilum sem hér hafa verið nefndir þarf hann líklega einna síst á hrósi mínu að halda. Kolbrún Bergþórsdóttir Bókumjólin Nýútkomnar plötur önnur plata KK-Band er komin út og heit- ir „Bein leið“. Það verður gaman að vita hvort þessi plata á jafngreiða leið að eymm íslendinga og fyrri KK-platan, „Lucky one“, sem kom út fyrir síðustu jól. Japis dreifir „Bernni leið“. „Hókus Pókus“ nefnist önnur bama- plata „Stóru bamanna“ en sá hópur, með Þorvald Þorvaldsson úr Todmobile í broddi fýlkingar, átti góða daga fyrir síð- ustu jól með plötunni „Stóm bömin leika sér.“ Steinar gefa út. c, VANDAÐAR IpANDBÆKUR UMTÖLVUROG HUGBUNAÐ, NYJARBÆKUR í ÖIRÚLEGU ÚRVAU Hringbraut, Reykjavík síml 91-61 59 61 Bókabúb Keflavikur, Sólvallagötu 2, Keflavík, sími 92-111 02 Tölvutæki, FumvöUum 5, Akureyri, simi 96-2 61 00 „Minningar 2“ nefnist „sérrT-safiiplata frá Skífúnni. Á þeirri plötu syngja valin- kunnir hálsar — Sigríður Beinteinsdóttir, Bergþór Pálsson, María Björk Sverrisdótt- ir, Eyjólfúr Kristjánsson og Ema Gunnars- dóttir — gamaíkunnug lög. Pétur Hjalte- sted sér um upptökur og útsetningar. Plat- an er samvinnuverkefrii Skífúnnar, Eim- skips, Hljóðsmiðjunnar og Rauða kross- ins. Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Rauða krossins. QfáUA- ÍP í /• u Hljómsveitin Orgill hefúr starfað í ein þrjú ár og nú er loks komfri út fyrsta platan. Hún heitir einfaldlega „Orgill“, er ellefú laga og var tekin upp af Sigurði Bjólu nú í sumar. Orgill spilar vel hrærða popp- tónlist og þau gefa plötuna út sjálf en Japis dreifa. Steinar hf. em duglegir við endurútgáf- una. Nýlega vom þessir titlar endurút- gefhir; Samnefnd plata Mána frá 1972, „Undir áhrifúm" með Trúbroti frá 1970, „Plágan“ með Bubba, fyrsta plata Hljóma frá 1967, „í gegnum tíðina“ með Mannakomi, og safiíplatan „Blóm og friður", sem eins og nafnið bendir til er ætlað að seðja áhuga manna á hippa- tímanum. Flytjendur em Óðmenn, Flo- wers, Roof Tops, Tatarar, Hljómar, Tilvera o.fl.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.