Pressan - 19.11.1992, Síða 3

Pressan - 19.11.1992, Síða 3
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 B3 OFAR MOLDU Svarthvít axlabönd útg. Guðbrandur Magnússon, 1983, Ijóð ★★ Það grillir í útlínur sterks höfundar í þessum misvísandi ______________ blossum, hér eru lausir endar sem eiga eftir að mynda þéttan vef, stílvilji í mótun. GYRÐIR ELÍASSON MOLD (SKUGGADAL MALOGMENNING 1992, UÓÐ ★★★★ Þegar maður reynir að fá yfirsýn yfir skáldferil Gyrðis Elíassonar frá upphafi til nýju bókarinnar í ár hlýtur maður að furða sig á hvað hann er kominn Iangt frá upp- hafspunktinum á furðanlega stuttum tíma án þess að hafa nokkurn tímann kúvent. Hver bók reynist eftir á að hyggja vera nauðsynlegt framhald þeirrar næstu á undan. Þannig spinnur Gyrðir sig á nokkrum árum út á ystu brúnir hugaróranna með Blindfúgli/svartflugi, lengra verð- ur ekki komist í þá áttina. Þá verður prósinn honum leið burt frá yfirþyrmandi huglægninni og þegar hann í fyrstu skáldsögu sinni stekkur í miðri bók frá kyndugum hversdagsveruleika yf- ir í tilbúinn furðuheim þarf það ekki að koma á óvart, í ljóðabók- unum þar á undan slengir hann hiklaust saman ólíkum sviðum og maður fær iðulega á tilfmninguna að hann sé að lýsa einhverju sem er næstum eitthvað allt annað. Tvískiptingin milli jarðbundins veruleika og draumaheims í Gangandi íkorna gengur hins veg- ar ekki nógu vel upp og seinna sameina Tvö tungl og Svefnhjólið hversdagsreynslu og kynjar í einn og sama farveg, í þeim leitar Gyrðir fanga í veruleika þjóðtrú- arinnar til að gera blundandi ógn- ir heimsins sýnilegar, þolanlegar og jafnvel svolítið spaugilegar. Svefnhjólið var samt ekki nógu dýnamísk skáldsaga, enda hefur Gyrðir hingað til skrifað prósa sem er eiginlega ekki línulegur, hann byggir ekki upp spennu heldur raðar upp ótímabundnum atvikum eins og málari pensil- strokum á léreft. Prósabókin í fyrra leysti þetta vandamál upp í frumeindir sínar með textum sem eru svo stuttir að þeir þarfnast ekki skipulags, græddu reyndar á að vera óútreiknanlegir. Ljóða- bókin sama ár tók upp þræði frá Tveimur tunglum en skrúfaði niður í galgopaskapnum, eins og og reyndar öllu öðru sem gerir ljóð að ljóði. Kynjaverurnar í þeirri bók eru ennfremur af öðr- um uppruna en flestar ókindum- ar í Tveimur tunglum, þar fara friðsamir álfar og dvergar ffemur en draugar og skrímsli, og margt virðist ættað úr gömlum barna- bókum. Annarleikinn sem skáldið hefur svo glöggt auga fyrir er blandinn dulúð sem blómstrar af auknum krafti í nýjustu ljóðabók Gyrðis, Mold í skuggadal. í Vetraráformunum í fyrra var hinn órólegi mælandi, sem endaði Svarthvít axlabönd á að segja að sér liði ekki vel og hóf Blind- fugl/svartflug á að taka fram að hann gæti ekki miðlað rósemi, svo að segja sporlaust horfinn, hug- Iægasta yfirlýsingin í bókinni er: „Æ, það sest að mér dimma.“ Mælandinn er hlutlaust vitni fremur en angistarfull vitundar- miðja, hann tekur eftir, man og les. Heimurinn er skrýtinn en það er ekki honum að kenna. Nýja bókin er ekki jafn kyrrlát. Það er meiri mannleg nærvera í Mold í skuggadal, hlýja og angurværð sem tengjast aðskilnaði og missi, algerlega nýju stefi í sjálfhverfúm heimi Gyrðis Elíassonar. Þó erþað tilfinningin fýrir annars konar missi sem er helsta stef bókarinn- ar, dijúgur hluti af þessum ljóðum snýst beint eða óbeint um dauð- ann, nærveru dauðans í lífinu og samneyti lifenda og dauðra. Samt sem áður er engin angist í þessum dauðaljóðum heldur er tilfinning- in á frekar vinsamlegum nótum og áberandi er samstaðan með þeim sem í moldinni liggja. Það er engu líkara en skáldið sé að yrkja sig í sátt við dauðann, taka við dauðanum inn í lífið, ekki sem endalokum tilverunnar heldur sem nokkurs konar vistaskiptum: ljóðin eru galdur til að breyta „dauðans kistu í ferðakoffort", eins og segir í aðeins öðru sam- hengi. Orðið galdur á reyndar vel við, því eins og ég vék að er dulúð sterkur þáttur í þessari bók; birtu- stigið í skuggadöium þessara ljóða er rökkur, slungið daufum Ijós- gjöfum, lömpum, stjörnum, vit- um. Eins og í Vetrarferðalaginu flögra skammlíf fiðrildin um, dul- arfullir silungar synda í dimmu vatni, grös eru lesin til að brugga seyði. Og hljómur Ijóðanna er sums staðar svolítið galdraþulu- legur því Gyrðir er tekinn upp á að nota endurtekningar og næstum eða alveg reglubundið hljómfall á stöku stað. Sérstaklega er þessi töfrahljómur eftirminnilegur í mögnuðu upphafsljóði sem gerir gamalli áráttu skil, stefinu um hnífa og augu, en á nýjan og „já- kvæðan" hátt. Mold í skuggadal er áfangi á leið Gyrðis, einstigi Gyrðis því hann virðist fjarlægjast sífellt meir alfaraleið íslenskra bókmennta til að kortleggja áður ónumin svæði. Þetta er sterk bók, ég held samt að hún hefði orðið ennþá sterkari tíu ljóðum styttri, ekki af því það séu tíu slæm ljóð í henni heldur til að ná betra hlutfalli milli góðra ljóða og ffábærra. Það er hálfgerður kreppublær á útgáfúnni, Gyrðir ekki innbund- inn erns og í fyrra og meir að segja eru innábrotin góðu horfin af kilj- unni. Sigurlaugur Elíasson rissar góðan draug framan á kápuna, mér hefði samt fundist rökkur- mynd betur við hæfi, kannski í anda Samuels Palmer sem spáss- érar með William Blake í einu ljóðinu og á sennilega eitthvað í dulúð bókarinnar. Aftan á er svarthvít ljósmynd af Gyrði með ffekar ískyggilegt glott á vör og ef vel er að gáð sést ára skáldsins öðrum megin við höfuðið einsog siginn geislabaugur. Jón Hallur Steánsson „Það er meiri mannleg nœrvera í Mold í skuggadal, hlýja og angurvœrð sem tengjast aðskilnaði og missi, algerlega nýju stefi í sjálfhverfum heimi GyrðisElíassonar.u Tvíbreitt (svig)rúm MM, 1984, Ijóð ★★★ Skáldið ræskir sig. Virkilega frískleg bók. Alls kyns leikur með tungumál- ið og Ijóðformið, truflandi línuskípt- ingar sem eiga eftir að einkenna Ijóð .Gyrðis næstu árin. Einskonar höfuð lausn MM, 1985, Ijóð ★ ★★ Svigrúmið þrengist. Innilokunar- kennd og uggur einkenna þessi Ijóð, ofbeldi og dauði virðast vofa yfir við hvert fótmál. Bakvið Maríuglerið útg. höf. 1985, Ijóð ★ ★★★ Beint framhald af Höfuðlausninni en sterkari bók, hugar- órarnir ískyggilegri, tungumálið áhrifa- meira. Skáldið yrkir á brún hengiflugs og þótt Ijóðin séu ekki öll jafn góð fer ekki hjá því að lesandann svimi. Blindfugl/Svartflug Norðan Niður, 1986, Ijóð ★★★★ Lok og hápunktur fýrsta tímabilsins á ferli Gyrðis. Hér nær hann tærleika í stíl sem hefurfylgt honum síðan. Haugrof MM, 1987, Ijóð ★ ★★★ Endurskoðuð út- gáfa af Svarthvít- um axlaböndum, Maríuglerinu og Blindfugli/Svart- flugi. Gangandi íkorni MM, 1987, skáldsaga ★★ Textinn er mjög fallegur og and- rúmsloftið magnað. Atburðarásin er hins vegar ekki annað en röð atvika, fyrst í kynlegum sveitaheimi, svo í öðrum undarlegri heimi. Bréfbátarigningin MM, 1988, sögur ★ ★★ Fjórar sögur. „Tré- fiskur" er lítið meistaraverk og minnir á fyrri hluta íkornans; „Loftnet" ____er dálítið stefnu- pabbinn í sögunni er skemmtilegasta sögupersóna Gyrð- is til þessa; „Vængmaður" er fín en „Sumarhús' áberandi slökust. Tvötungl MM, 1989, Ijóð ★★★ Nýr og kíminn tónn. Andrúmsloftið er léttara og uggurinn er ekki þrúg- andi í brjóstinu heldur álengdar í líki kynjavera úr þjóðsagnaheimi. Svefnhjólið MM, 1990, skáldsaga ★★★ Samruni kynjaheims og hversdags- heims. Slungnar ofin en íkorninn, þó varla hægt að tala um atburða- rás og persónusköpun er ekki til staðar. Stíllinn og andrúmsloftið halda skáldsögunni uppi og saman. Heykvísl og gúmmískór MM, 1991, sögur ★★★★ í þessum stuttu textum nýtur hug- myndaauðgi Gyrð- is sín til fulls. Bernskar furðusög- ur, frábær texti. Vetraráform um sumarferðalag MM, 1991, Ijóð ★★★ Afar hljóðlát bók, einfaldir textar, hárfínn húmor. Ljóðin eru svo blátt áfram að það er á mörkunum að þau virki. KÆR KVEÐJA ÝMSIR MINNINGARTÓNLEIKAR UM KARL J. SIGHVATSSON STEINAR ★★★★ ^PqMÞaö var sorgardagur í ^^^■íslenskri tónlistarsögu WaíflPþegar Karl J. Sighvats- son féll sviplega ffá 2. júní 1991. Karl heitinn var einn besti popp- og rokkhljómborðsleikari sem þjóðin hefúr alið og auk þess ötull baráttumaður fyrir sanngjörnum kjörum og aðbúnaði dægurtón- listarfólks. Jakob Magnússon átti frum- kvæðið að tónleikunum sem nú eru komnir út á plötu. Þar kvöddu ýmsir samverkamenn Karls hans á heiðarlegan hátt, hver með sínu nefi, og er þessi kveðja snillingnum Karli sam- boðin. Þursaflokkurinn reið á vaðið með góðum flutningi á þremur gömlum Þursalögum. Hvert frá- bært atriðið rak svo annað og krafturinn og virðingin sem tón- listarfólkið túlkaði komast vel til skila á plötunni. Hljómsveitinni Nýdanskri tókst frábærlega að túlka þijú lög eftir Karl; „Blómið" og „Andvaka“ sem voru á einu plötu Flowers og „My Magic Key“ sem var á samnefndri plötu hippasveitarinnar Náttúru. Trú- brot kom saman eftir tæplega tuttugu ára hlé og menn sviptu kóngulóarvefnum hressilega af sér. Flutningur sveitarinnar á þremur lögum af „Lifun“ var raf- magnaður og líklega hápunktur kvöldsins, þótt úr mörgu góðu væri að moða. GCD voru æstir og grimmari en annað efni kvöldsins og gam- an var að Sólinni og flutningi hennar á nokkrum kjarngóðum lögum. Hjónakornin Ellen Krist- jáns og Eyþór Gunnarsson og hljómsveitin Mannakorn voru .svo á rólegu.nótunum; Ellen, Ey- þór og félégar á djössuðu nótun- um en Mannakorn á góðlátlegu blúsdóli. Ef einhver plata er skyldueign í íslensku plötusafni er það þessi. Gunnar Hjálmarsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.