Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 6

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 6
B6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 Önnur plata Sálarinnar á árinu Það er ótrúlegt hangs að vera poppari. Birgir Baldursson Sálar- trommari vitnar í uppáhaids- trommarann sinn, Charlie Watts: Ég hef unnið í fimm ár, hangið í tuttugu. Við erum staddir í mötuneyti Ríkissjónvarpsins, klukkan er hálfeitt á föstudegi og Sálin hefur verið að taka upp sjónvarpsþátt síðan snemma í morgun. Jón Egill Bergþórsson stjórnar upptökunni og þátturinn fer líklega í loftið 5. desember. Sálin situr allt í kringum mig og hámar í sig smálúðu í remúlaði. Hér eru þeir allir uppstrflaðir fyrir þáttinn nema Stefán, sem hefur brugðið sér ffá. Ég bíð þar til þeir eru búnir með lúðuna og farnir að reykja, þá tek ég upp tækið og ýti á Rec. Jens saxófónleikari hverfur en ég byrja að pumpa hina fjóra. Þær sögur ganga núna að Sálin ætli sér bara að starfa saman út mars. Ég spyr hvort „Þessi þungu högg“ sé síðasta platan þeirra en fæ loðin svör. „Já og nei, eins og Hannes Hólmsteinn mundi segja,“ segir Guðmundur. „Við förum í langt frí í mars og eftir það er framtíðin mjögóljós.“ Þeir gantast með þá hugmynd að setja á svið flugslys, flýja til Mexíkó og starfrækja sveitina „under cover“ þaðan. Það er ágætur andi í bandinu en ég verð að trufla þá í grínspunanum og spyr Guðmund hvort það hafi ekki verið leiðinlegt að sleppa ól- inni afbandinu? „Jú, anarkíið hefur tekið við, nei nei, það var ákveðið í upphafi að vinna alla tónlistina í samein- ingu og mér fannst skemmtilegt að prófa þetta. Hugmyndin kom líklega upp einhvern tímann í Kaupmannahöfn. Mig minnir að við höfum ákveðið að taka allt upp læf eftir að hafa horft á mynd- band með The Who.“ „Mig minnir nú að hugmyndin að því að gera samvinnuplötu hafi orðið til þegar ég dró þig út í horn í Vestmannaeyjum og sagðist ekki nenna að vera sessjónmaður endalaust," grípur Birgir ffam í. ,Æi, maður hætti nú að hlusta á þig eftir fyrsta fylliríið,“ slengir Guðmundur fram. „Það var kominn tími til að menn fengju að hafa áhrif á gang mála,“ segir Birgir. „Platan er ekki eins stórt stökk og ég vildi hafa hana. Það var farið í gang af fít- onskrafti, en hún fágaðist á leið- inniípakkann.“ „Málið er að Biggi er eini mað- urinn í bandinu með rokkbakgrunn,“ tekur Atli við. „Þótt við setjumst niður og ákveð- um að gera rokkplötu þá kemur ekkert meira rokk en er til í okkur. Bon Jovi gæti t.d. ekki gert djass- plötu þótt hann vildi.“ „Það var heldur ekkert málið að hafa plötuna sem þyngsta og hraðasta, heldur reyna að hafa hana ferska, vera aðeins í þessum „indf‘-ffling,“ segir Birgir. „Mér fannst aðalmálið hvernig platan var tekin upp. Við unnum miklu meira sem heild, sem hljómsveit,“ segir Friðrik. „Þetta var tekið upp 80% læf, allt upp í þrjú lög á sólarhring. Ég hef aldrei þurft að vera jafnmikið í stúdíói, vanalega hendi ég bara bassanum inn og á svo frí.“ „Oftast höfum við verið að gera plötu á þremur, fjórum mánuð- um, smápúss við og við, en núna gerðum við þetta í einum rykk, tókum plötuna upp á tveimur vik- um,“ segir Atli. Er ekki hundleiðinlegt að vera poppari? spyr ég eftir smáþögn. „Það er að minnsta kosti hund- leiðinlegt að gera svona sjón- varpsþátt," segir Friðrik. „Það er heillandi á asnalegan hátt...“ segir Birgir en Guðmund- ur grípur fram í: „Kostirnir eru kerlingar og brennivín." „Og stuttur vinnutími og mikið hægt að liggja í leti,“ klárar Birgir. „Og stundum fær maður þá uppljómun að maður sé að gera eitthvað merkilegt," botnar Frið- rik. Þurfið þið ekki að leggja ýmis- legt misjafnt á ykkur til að selja plöturjyrirjólin ?“ „Við spilum jafnvel oftar þá en venju!ega,“ svarar Guðmundur, „svo eru það útvarpsviðtöl, sjón- varpsþættir, áritanir... en auðvit- að er það alltaf músíkin sjálf sem selur plötu. Það er sama hvað þú „hæpar“ þetta mikið upp; þú selur ekkert út á forna frægð og bandið er ekki sterkara en síðasta hittlag- ið. Sálin er enginn fótboltaklúbb- ur sem fólk heldur með fram í rauðan dauðann." Lendið þið ekki oft í neyðarleg- um áritunum? „Áritanir eru yfirleitt neyðar- legar,“ fullyrðir Atli. „Tölum um álverið," stingur Guðmundur upp á glottandi. „Það var svaka góð hugmynd hjá einhverjum um síð- ustu jól að fara suður í álver í há- degishléi og árita fyrir starfs- mennina," segir Friðrik. ....sem horfðu á okkur yggldir á brún og létu ekki sjá sig við borðið," bætir Birgir við. „Við seldum eina plötu!“ Nú kemur skriftan til okkar og segir: „Jæja, strákar mínir, nú er matartíminn búinn.“ Það kurrar í Sálinni: „Er þetta eitthvert frystihús?“ spyr Friðrik og Guðmundur svarar: „Nú er að stimpla sig aftur inn og drífa sig í tækin.“ „Ég hélt að það væri gott að vera poppari,“ fussar Friðrik um leið og hann stendur upp frá borðinu. Ég elti þá niður í sal þar sem sviðið stendur autt og tækni- menn stússast með vélar og kast- ara. Stefán situr búralegur í stjörnustól og ég spyr hann hvern- ig honum finnist nýja platan. „Mér finnst hún mjög skemmtileg," svarar Stefán, „nýj- asta platan er alltaf skemmtileg- ust.“ Stefán rekur feril sveitarinnar. Fyrst var þetta hugmynd Jóns 01- afssonar sem var í fríi frá Bítla- vinafélaginu. Hann hóaði í nokkra kunningja og setti upp gleðiband sem sérhæfði sig í sálarlögum. „Það þurfti þrjár byssukúlur til að koma Bítlunum saman á ný og þá ákváðum við Gummi að haida áfram. Músíkin fór að Iíkjast því sem við erum þekktastir fýrir, hún einkennist af gítarsándinu hans Gumma og rödd minni, sem er ill- mögulegt að fela í fjölmenni.“ „Hýenuröddinni!" laumar Atli að stríðnislega. „Allavega, þá fórum við í fimm mánaða frí í nóvember 1990 og byrjuðum svo í þessu formi eftir það. Ég hef alltaf haldið því fram að Jens sé aigjörlega ómissandi í hljómsveitinni og var því hissa og móðgaður þegar hann var kosinn veikasti hlekkurinn í einhverri kosningu í PRESSUNNI. Við köll- um hann að vísu alltaf veika hlekkinn eftir þetta, eða týnda hlekkinn...“ „Vei vei,“ heyrist nú í hinum og þér stökkva fagnandi að Jens, sem er mættur í leðurvesti og með gervihúðflúr á handleggnum. öll- um finnst húðflúrið rosalega töff og tæknimennimir stilla Jens upp hans til popptónlistarinnar. Það er varla til sá Islendingur sem hefur ekki fengið eitthvað af lögunum hans á heilann og flautað á leið- inni heim úr vinnunni. Kannski er þó nóg fyrir Guðmund að fá stef- gjöldin og nota Durex í sífellu. Það er alltaf leiðinlegt vesen fyrir þann sem semur Iögin þegar undirleikararnir fara að vera með múkk og heimta að taka þátt í lagasmíðunum. Þegar þannig heimtufrekja og misskilningur fara af stað er voðinn vís og út- koman oftast verri plata en áður. I þetta skiptið gengur dæmið þó þokkalega upp — öll lögin eru skráð á Sálina en textar eftir hina og þessa meðlimi — og Þessi þungu högg er jafngóð og síðustu tvær plötur. Platan hefst á ágætu rokklagi, „Ég þekki þig“ — tmyndið ykkur að Stefán Hilmars færi að syngja með Pixies og þið eruð nokkru nær um hvernig lagið hljómar. „Bein“, besta lag plötunnar, er næst. Þetta er eitt af þessum sí- gildu Sálarsmellum sem límast við heilann á manni og hanga þar eins og kumpánlegar sogskálarottur. Það er skemmtilegt „grúv“ í þessu lagi og fléttur undirleikaranna hitta í mark. Platan líður svo áfram í fínum ffling; „Holdið og andinn“ er í gamalreyndum Sálar- ballöðustfl, ekkert nýtt þar en samt bara gaman, „Nýr heimur“ er frekar asnalegt lag og leiðinlegt, en í lögunum „Hæ“ og „Óður“ er bandið komið í gott rokkstuð, rænir nokkrum fönkuðum köfl- um frá Red Hot Chili Peppers hrærir saman við eigin meðul og sleppur vel ffá sínu. „Eitt sinn“ er annað ffekar leið- inlegt lag — eins og hirt upp úr öskutunnu Michaels Jackson — en „Verur“ er flott lag sem sveifl- SÁUNHANSJÓNSMlNS ÞESSI ÞUNGU HÖGG STEINAR ★★★ er engin tilviljun að F^tjsálin hefur verið ein af IhJHallra vinsælustu hljóm- sveitum landsins síðustu árin. Hún er um margt pottþétt hljóm- sveit; temmilega sætir strákar, þétt undirspil, einn allra besti poppbarki þjóðarinnar og smell- amaskínan Guðmundur Jónsson eru blanda sem bregst örsjaldan. Það ætti nú einhver að fara að heiðra Guðmund fyrir framlag fýrir sóló í laginu „Óður“, sem á að taka upp næst. Einhver fer í að redda leðurkaskeiti í leikmuna- deildinni og Stefán segir flissandi: „Jens er alltaf flottastur, reyndar er hann algjört kraftaverk og þú verður að nota það sem fyrirsögn — smásárabót fýrir veika hlekk- inn.“ Úr poppi í popprokk JENS ER KRAFTAVERK! PLÖTUR SÁLARINNAR SYNGJANDI SVEITTIR 1988 ★★ Léttir erlendir sálar-slagarar og nokkur frumsamin lög, m.a. fyrsti smellurinn frá smellamaskínunni Guðmundi Jónssyni, .Á tjá og tundri'. HVAR ER DRAUMURINN? 1989 ★★ Sálin langt komin á Þróunarbraut- inni. Hér eru mörg sígild lög frá Guðmundi en einnig nokkur leiðin- leg, eins og t.d. titillagið. WHERE'S MY DESTINY? 1991 ★★ Steinar hf. með .herferð" í Skandin- avíu. Sálin, eða Beaten Bishops eins og þeir kölluðu sig, reynir fýrir sér á Norðurlöndum. .Draumurinn" sung- inn á ensku og 300 eintök seld í Sví- þjóð... SÁLIN HANS JÓNS MfNS 1991 ★★★ Sálin orðin fullvaxta popprisi. Guð- mundur upp á sitt besta í lagasmíð- unum. Fullt af frábærum lögum inn- an um nokkur leiðinleg. GARG 1992 ★★★ Þrjú ný lög og átta af safnplötum síðustu sumra. Nýju lögin er skemmtileg eins og flest þau gömlu. ast úr nettum Frankie goes to Hollywood-fíling í eitthvað mátu- lega frumlegt í viðlaginu. Það er eins og Þursaflokkurinn sé mætt- ur og farinn að pönka í laginu „Líddu mér“ — eða maður sé að hlusta á Sex Pistols-lag af „Top of the Pops“-plötu. Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og jafnvel erfiðara að troða pönki upp á gamla popphunda. Platan endar á ágætri ballöðu, „Lfkömum". Ég hef heyrt þetta lag með einhverjum öðrum áður en man auðvitað ekki hverjir það voru, kannski INXS. í lokin segja Sálarmenn gamlan Nirvana- brandara; láta plötuna halda áfram eftir síðasta lag og keyra í brjálaðan sýrudjass eftir ellefu mínútur. Gunnar í Krossinum ætti að tékka á þessu, telja sek- úndurnar á milli laganna og hlusta á andsælisboðskapinn í lag- inu, hann kæmist í feitt. Annars er þetta daður við Satan hálfbarna- legur húmor hjá Sálinni, ef þeir vildu vera verulega sniðugir hefðu þeir t.d. getað látið plötuna rúlla í þögn í ellefu mínútur og sagt svo: „Hvað? Hélduð þið virkilega að við ætluðum að stæla Nirvana!?“ „Þessi þungu högg“ er ekki rokkplata og ekki full af þungum höggum. Helsti munurinn á henni og öðrum Sálarplötum er að það suðar meira og vælir í gítamum á milli laga. Þetta er popp, þótt það sé rokkaðra en áður, og platan geymir fúllt af skemmtilegum lög- um, smellum, sem er það eina sem maður biður um frá hljóm- sveit eins og Sálinni. Ég kaupi það að menn vilji kanna nýjar slóðir, jafnvel þótt þeir hætti sér ekki langt út á ísinn og vafri aðallega á báðum áttum á bakkanum. Gunnar Hjálmarsson Lifrin hans Jónasar ÓTTAR GUÐMUNDSSON TfMINN OG TÁRIÐjSLENDINGAR OGÁFENGlfllOOÁR FORLAGIÐ1992 ★ ★★ ••••••••••••••••••••• Jónas Hallgrímsson sat ekki á dánarbeði sínum, sötraði te og las um æv- intýri Jakobs Ærlega milli þess sem hann hallaði sér aftur á koddann og hlustaði á söng fúgl- anna í garði Friðriksspítala í Kaupmannahöfn. Þetta er lyga- saga sem Konráð Gíslason er upphafsmaður að og seinni tíma aðdáendur skáldsins hafa varð- veitt og aukið að rómantík. Ónei. Listaskáldið góða lá með deleríum tremens, hálfsturlað og útbrunnið af langvinnri drykkju. Við krufningu kom í ljós að lifrin vó 2.875 grömm: tvöfalt þyngri en í heilbrigðum mönnum. Óttar Guðmundsson hefúr sett saman bók sem er stútfúll af fróð- leik um viðskipti mannkynsins og Bakkusar. Hann rennir sér fót- skriðu um söguna og drepur víð- ar niður fæti en á íslandi: staldrar við í partíum Grikkja, Rómverja, araba, norrænna manna og guða úr öllum áttum. Fylleríssögurnar eru æði skrautlegar margar hverj- ar, svo mikið er víst. Óttar er skemmtilegur sögu- maður. En hann nálgast viðfangs- efnið úr fleiri áttum. Talsvert miklu rými er varið í að útlista líf- fræðileg áhrif áfengis, þróun og einkenni alkóhólisma og áfengis- meðferð. Ýmsar dellur og þjóð- sögur eru kveðnar í kútinn: Þar talar maður með reynslu af því hvernig hantéra skal alka, fýrrum yfirlæknir á Vogi en messar nú yfir sjúklingum á Landspítala og Vífilsstöðum. Það er skáldæð í Óttari, og sannast bæði í stfl og efnistökum. Óspart er vitnað í skáldskap, fornan og nýjan, auk þess sem Sigurður garmurinn Breiðfjörð er tekinn sem dæmi um örlaga- byttu, og saga hans rakin á bráð- skemmtilegan hátt út frá strang- vísindalegum alkafræðum. Til samanburðar rekur Óttar drykkjusögu fslendings úr nútím- anum og færir sönnur á að Bakk- us er alltaf samur við sig burtséð frá tíðaranda og upplagi fórnar- lamba. 1100 ára sambúð íslendinga og áfengis hefúr lítt orðið til að bæta drykkjumenninguna; og raunar er orðinu menning líklega ofauk- ið þegar rætt er um drykkjusiði fslendinga. Við erum víst einhver drykkfelldasta þjóð í heiminum, segir Óttar. Og hvergi eru jafn- margar stofnanir þar sem boðið er upp á sérhæfða áfengismeð- ferð. Það er giska athyglisvert í því sambandi að engar tölur eru ti! um árangur og bata, en sam- kvæmt upplýsingum Óttars er að jafnaði aðeins einn af hverjum fjórum sjúklingum á Vogi, sjúkrastöð SÁÁ, í fyrstu meðferð sinni. Hvað um það. Tíminn og tárið er mikil fróðleiks- náma. Bókin er skrifúð af þekkingu og innsæi; stfll- inn afar vandaður og oft og tíðum fer doktor Óttar á kostum í skemmtileg- heitum. En það var þetta með liffina hans Jónasar. Hvað ættum við af ljóðum lista- skáldsins ef það hefði ver- ið sjanghæjað í meðferð á unga aldri? Bindindis- kvæði? Fjandakomið. Nei, takk. Hrafn Jökulsson „Listaskáldið góða lá með deleríum tremens, hálfsturl- að og útbrunnið aflang- vinnri drykkju. Við krufn- ingu kom í Ijós að lifrin var tvöfaltþyngri en í heilbrigð- um mönnum“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.