Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 8

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 8
B 8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 HEITASTA BAND LANDSINS JETBLACKJOE JETBLACKJOE STEINAR, 1992 ★★★ ^^^■Ef þýska táningablaðið Bravo væri gert út frá ís- WSBlandi mundi plakat af hljómsveitinni Jet Black Joe fylgja með hverju blaði. Sveitin hefur valdið meiri usla í heilabúum ís- Ienskra unglinga en öll önnur ný- leg dæmi. Kverkatak Jet Black Joe á íslenskri æsku minnir einna helst á Bubbaæðið og Bjöggaæðið þar á undan. Það hefur líka lengi verið skortur á frískum ungum rokkurum. Vinsælustu bönd landsins hafa verið að eldast. Stjórnin, Sálin, Sólin — allt er þetta fólk um og yfir þrítugt — og ungæðislegt rokk Jet Black Joe því á margan hátt ferkur gustur og löngu tímabær. Þeir eru á bilinu 18 til 20 ára og eru því að spila fyr- ir jafnaldra sína og krakka litlu yngri. Þegar þetta birtist verður fyrsta plata sveitarinnar líklega að skríða yfir gullplötumarkið (3.000 ein- tök) og enn er langt til jóla. Tím- ann mun sveitin nota til að kynna plötuna, spila vítt og breitt, bæði á böllum og tónleikum, rafmagnað og órafmagnað, svo það er í nógu að snúast. Páll Rósinkranz söngv- ari og Gunnar Bjarni gítarleikari gáfu sér þó tíma til að spjalla eilít- ið við PRESSUNA, en ekki lengi, því þeir þurftu að drífa sig á fúnd leikstjórans Júlíusar Kemp sem gerir myndband við lagið „Fall- ing“. „Við ákváðum í fýrra að hætta í skóla og vinnu til að einbeita okk- ur að tónlistinni. Þetta hefur redd- ast vel, við erum farnir að þéna ágætlega núna og getum drukkið Jim eða Jack í staðinn fyrir brenni- vín,“ segja félagarnir kotrosknir og reykja Lucky Strike stíft — „enda ódýrast og best“ — og Páll fær sér rándýra samloku á kaffi- húsinu þar sem við sitjum. „Þetta er að verða algjör draumur,“ segir hann, „við spil- um þá tónlist sem við ffium sjálfir og þetta þrælgengur í fólkið.“ „Við fórum líka nýjar leiðir við að kynna okkur,“ segir Gunnar Bjarni, „spiluðum með Sálinni og jafnvel Stjórninni — alls staðar þar sem mikið af fólki var saman komið.“ íslenskan og frægðin „Ef ég ætti að gagnrýna plötuna sjálfúr mundi ég segja að hún væri ekki nógu heilsteypt," segir Gunn- ar Bjarni. „Þetta var jú í fyrsta skipti sem við fórum í stúdíó og allir vildu fá sitt ffarn. Kannski var það okkar lán að stúdíóið er lítið (Stúdíó Gnýr — 16 rásir), við höfðum ekkert til að fikta í!“ „Ég er stoltur og ánægður með þessa plötu,“ segir Páll, bítur í lok- una og sveiflar rauðu faxinu, „og ég held að við séum það allir.“ En hvað d það að þýða að vera með allt d ensku? „Við höfúm nú eiginlega ekkert eitt svar við þessu. Málið er bara að 99 prósent af íslenskum popp- urum dreymir um að slá í gegn í útlöndum og við erum engin und- antekning. Með fúllri virðingu, þá hefur enski framburðurinn hjá þeim böndum sem eru að reyna fyrir sér úti verið hálfslappur. Við stefnum á útlönd og fannst meira orginal að hafa enska texta með frá byrjun. Þannig venjum við okkur á enskuna sem við stefnum hvort eð er að að nota. Við lifúm í einum stórum heimi!“ Páll, hvemigfer það með egóið að vera valintt kynþokkafyllsti ungi maðurinn á landinu (sjá PRESSUNA 29. okt.)? „Æi, það er búið að skjóta svo mikið á mann út af þessu,“ dæsir Páll en glottir síðan við tönn, „ég held að þetta hafi haft miklu meiri áhrif á stelpurnar.“ „Hann var helvíti flottur daginn eftir í Rósenberg- kjallaranum, með sex stelpur í kringum sig,“ segir Gunnar Bjarni. „Ég er nú samt alltaf að segja honum að það sé ekki allt satt sem stendur í PRESSUNNI!" „Ja, ég tók þetta með miklum fýrirvara þegar ég sá líka einhvem gamlingja, forstjóra ÁTVR eða eitthvað, á þessum lista. Ég vona að það komi aldrei neinn stjörnu- fflingur upp hjá okkur. Það eina sem við stefnum að er að geta lifað af tónlistinni.“ Og það er nóg að gera hjá ykkur á öllum sviðum? „Já já, þetta gengur upp og nið- ur, he he!“ Platan í heild mega allir aðstandendur vera mjög ánægðir með fyrstu plötu Jet Black Joe. Hún er hæfi- lega löng fyrir aðdáendahópinn — krakkar eru óþolinmóðir og nenna ekki að hanga yfir langlok- um. öll lögin ganga líka vel upp. Sem byrjandaverk er þessi plata mjög þétt, hefur að geyma skemmtileg lög og Páll Rósin- kranz er skemmtilegur söngvari, einn albesti nýgræðingurinn. Áhrifin koma víða að. Það er smáhippafflingur í þeim (móðu- leg hammond-orgel, sýrumettað- ar stemmur), en fyrst og ffemst er Jet Black Joe melódískt rokkband og það er langt síðan jafngóð rokklög og „Take Me Away“, „Stepping Stone“ og „Chicks in the House“ hafa heyrst á íslenskri plötu. Drengirnir hafa fýlgst vel með; þeir eru meðvitaðir um vin- sælar stefnur og áhrif ffá sveitum eins og Red Hot Chili Peppers og Pearl Jam skjóta upp kollinum. Ég átti von á rólegri plötu mið- að við lög þeirra á „Bandalögum 5“ í sumar. Þau lög eru á plötunni og standa fýrir sínu og „Falling" er líka fin ballaða sem Eyþór Arnalds lyftir vel með angurværu selló- spili. Auk þess að taka upp plöt- una semur Eyþór eitt lag, „Listen to the Wind“, sem er gott rokk og grípandi. Platan er öll á ensku, sem er auðvitað galli — skemmtilegra hefði verið að heyra hana á ís- lensku og tiltölulega auðvelt hefði verið fýrir bandið að snúa textun- um eftir á. En aðdáendum Jet Black Joe er nákvæmlega sama. Þeir mundu líklega ffla bandið þótt það syngi á hebresku. HÍjómsveitin hefur ekki enn fundið sinn sanna tón; hún er enn að leita, en ég heyri ekki betur en stutt sé í þann tón. Platan þeirra er ein besta frumsmíð sem heyrst hefur lengi í íslensku rokki og vin- sældirnar eiga þeir fýllilega skild- ar. Jet Black Joe er einfaldlega skemmtileg hljómsveit. Þessi plata er góð, en sú næsta gæti orðið enn betri og jafnvel komið sveitinni á erlend rokklandakort. Gunnar Hjálmarsson Popparar Þóttjólin séu aðal- útgáfutími poppar- anna eru þó margir sem ekkertgefa út fyrir þessijól. Tvær plötur voru komnar á lokastig hjá Skífunni en var svo kippt af jólalistanum og eru nú í salti. Magnús Kjartansson vartilbúinn með dinnermúsík- plötuna „Á mála hjá sála" og Gunnar Þórðarson var að fín- i nýja sólóplötu. |essar plötur líta væntanlega dagsins Ijós á næsta ári. Valgeir Guðjónsson gaf út ný- aldarplötuna „Gaja" í fyrra en fyrir þessi jól heyrist ekki múkk frá honum. „Þegar maðurer lengi ífremstu víglínu frýs maður á tánum," sagði Valgeir í gær og bætti við að þó væri til nóg af efni sem vildi fá útrás. Valgeir berst nú af hörku fyrir tónlistarhúsi og í þeirri baráttu frýs varla undan honum því stríðið fer að mestu fram inni í upphituðum opinberum bygg- ingum. í pásu Frekar lítið hefur heyrst frá Síðan skein sól á árinu en eftir jól verður breyting þar á. Hljómsveitin vinnur nú náið með útgáfufyrirtækinu DEVA Records sem gefið hefur út sveitirnar Daisy Chainsaw og Sunshot. Þessar hljómsveitir spila hráa og kraftmikla tónlistog eru nú báðar komnar á mála hjá stærri fyrirtækjum. Sólin er að taka upp plötu sem kemur út snemma á næsta ári og verður í senn bæði hrárri og Ijúfari en fyrri plötur að sögn Helga Björnssonar. Sólin kallar sig SS Sól erlendis og er um þessar mundir á Englandi að leggja línurnar og halda nokkra tónleika. En Sólin hefur fleiri járn í eldinum; þeir ætla að gefa út blað um næstu mánaðamót sem heita mun SS Sól og hefur að geyma fróðleik tengdan sveitinni auk efnis eftir unga listamenn; Ijósmyndara og rithöfunda. Tveggja laga smágeisli með nýju efni frá Sólinni fyigir í kaupbæti. Langt er síðan meistari Hallbjörn Hjartarson lét heyra frá sér síðast með hinni frá- bæru „Kántrý 6v. Hallbjörn heldur. sig á Skagastrond, rekur Kántrýb^;* sem verðurofJÍnri eftir pöntunu' veturna, og h núopnað kántrýútvarp. Hvenær kemur Kántrý7?! Bráðlifandifólk ogóvenjuleg saga FRIÐRIK ERLINGSSON BENJAMlN DÚFA VAKA-HELGAFELL, 1992 ★★★ •••••••••••••••••••••••••••• #||^^Þetta er bókin sem fékk n, \ *fslensku bamabókaverð- launin í ár og höfúndur- inn er vel að þeim kominn. Sagan fjallar um uppátæki nokkurra drengja eins og svo margar aðrar en hún sker sig ffá þeim flestum í því að vera ekki safn af litlum skondnum sögum sem gætu þess vegna haldið áfram endalaust en lýkur á ein- hverju spenn- andi ævintýri undir lokin. Benjamín dúfa er miklu mark- vissari. Hún hefst þegar drengur flytur í hverfið með nýjar riddara- Friðrik legar hug- Erlingsson: myndir sem Vannlslensku hafa áhrif á barnabóka- vinahópinn verðlauninfyrir sem fýrir er og Benjamín dúfu. hennt lýkur þegar röð atvika sem af þessu spinnast endar með ósköpum. Margir barnabókahöfundar eru veikir fyrir klisjum, sem er að sumu ieyti skiljanlegt en frekar þreytandi fýrir okkur sem vöxum ekki upp úr barnabókum. í Benj- amín dúfu er að finna nokkrar þekktar persónur; hrekkjusvínið, gömlu hressu kerlinguna sem er vinkona bamanna, óvinaflokkinn og auðvitað nýja strákinn í hverf- inu. En Friðrik gerir úr þessum efnivið bráðlifandi fólk og sjálf sagan er óvenjuleg og spennandi. Mannlífið er svolítið fegrað í bók- inni, sérstaklega hvað varðar aU menna samstöðu með þeim sem verða illa úti, en það er kannski nauðsynlegt mótvægi við sorgleg- an endi. Riddarastefið og endirinn minna á Bróður minn Ljóns- hjarta, sem er hreint ekki leiðum að líkjast. Textinn er ágætlega skrifaður, stundum að vísu fúllhá- fleygur fýrir minn smekk. Dóttur minni finnst þetta ff ábær bók. Jón Hallur Stefánsson Hriflu-Jónas endurmetinn ] ó n a s Jónsson frá Hriflu er býsna fýrir- ferðarmikill á bóka- markaðn- um núna fyrir jólin. Fyrst er auðvitað að telja annað bindi ævisögu hans, sem Guðjón Friðriks- son hefur ritað. I lok fyrra bindis stóð Jónas á tímamót- um, hann var að taka við ráð- herraembætti, svo nú fer leikurinn væntanlega að æs- ast í kringum hann. En Jón- asar sér víðar stað. Hann er ein aðalpersónan í mikilli ævisögu Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra og borgar- stjóra sem Hannes Hólm- steinn Gissurarsson ritar. Þeir áttu löngum í illvígum deilum Jónas og Jón og fer ýmsum sögum af skapferli Jónasar íbók Hannesar. Við útkomu þessara tveggja bóka er máski óhætt að fúllyrða að sagnfræðingar og stjórnmálafræðingar hafi lagt í ákveðið endurmat á ferli og persónu þessa um- deilda og áhrifamikla stjórn- málaforingja.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.