Pressan - 28.01.1993, Blaðsíða 24
24
___________FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993_
LEIKHÚS MYNDLIST KLASSÍK
T
KLASSÍKIN
FIMIVITUDAGUR
• Sinfóníuhljóm-
sveit íslands Tónlist-
arhátíðin Myrkir músík-
dagar hefst með tónleikum Sin-
fóniuhljómsveitarinnar. Flutt
verða verkin Afsprengi eftir Hauk
Tómasson,
An Rathad Ur,
konsert fyrir
tenórsaxófón
og hljóm-
sveit, eftir
William Swe-
eney og Sin-
fónía fyrir Ró-
bert eftir Sally
B e a m i s h .
Hljómsveitarstjóri er Gunther
Schuller. Einleikari er skoski ten-
órsaxófónleikarinn Tommy
Smith. Háskólabíó kl. 20..
9 Tommy Smith & Jasskvar-
tett Reykjavíkur leika og eru
tónleikarnir liður f Myrkum mús-
íkdögum. Sólon Islandus kl. 21.
LAUGARDAGUR
• Auður Hafsteinsdóttir
heldur einleikstónleika á fiðlu,
sem eru liður í Myrkum músík-
dögum. Flutt verða verk m.a. eft-
ir Karólínu Eiríksdóttur, Edward
McGuire, Jónas Tómassson og
David Dorward. Kjarvalsstaðir
kl. 17.
SUNNUDAGUR
• Björn Steinar Sólbergsson
heldur orgeltónleika. Flutt yerða
verk eftir Widor, Durufle og
Messiaen. Haligrímskirkja kl.
20.30.
9 Bensínstöðin Nemendaleik-
húsið sýnir gamanleik hins virta
franska leikritaskálds Gildas Bo-
urdet. Leikstjóri er Þórhallur Sig-
urðsson. Nemendaleikhúsið
skipa: Björk Jakobsdóttir, Gunnar
Gunnsteinsson, Jóna Guðrún
Jónsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir,
Dofri Hermannsson, Hinrik Ólafs-
son og Kristina Sundar Hansen.
Lindarbœr kl. 20.
9 Útlendingurinn. Gamanleik-
ur eftir bandaríska leikskáldið
Larry Shue sýndur norðan heiða.
Þráinn Karlsson fer með hlutverk
aðalpersónunnar, Charlies, sem
þjáist af feimni og minnimáttar-
kennd. Leikstjóri er Sunna Borg.
Leikfélag Akureyrar kl. 20.30.
LAUGARDAGUR
• Drög að svínasteik. Því mið-
ur verð ég að segja um heildina
að góð viðleitni dugði ekki til.
Heldur batnaði þó er á leið, en
þá var liðinn erfiður klukkutími,
segir Lárus Ýmir Óskarsson i leik-
dómi um sýningu Egg-leikhúss-
ins. Þjóðleikhúsið, Smíðaverk-
stœði, kl. 20.30.
9 My Fair Lady. Þjóðleikhúsið
kl. 20.
9 Blásarakvintett Reykjavík-
ur heldur tónleika með bland-
aðri efnisskrá og eru þeir þáttur í
Myrkum músikdögum. Flutt
verða verk eftir Edvard Nyholm
Debess, Rory Boyle, Hans Wern-
er Henze og Hauk Tómasson.
Kjarvalsstaðir kl. 20.30.
LEIKHUS
nsmm
II Io Hafið Það er
|:j^Mskemmst frá því að
JHIsegja að áhorfandans
bíða mikil átök og líka húmor,
skrifar Lárus Ýmir Óskarsson.
Þjóðleikhúsið kl. 20.
• Ríta gengur menntaveg-
inn. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl.
20.30.
9 Ronja ræningjadóttir. Borg-
arleikhúsið kl. 14.
9 Blóðbræður Borgarleikhúsið
kl. 20.
9 Platanov. Sýningin á Plat-
anov er þétt og vel leikin og
skemmtileg, stendur (leikdómi
Lárusar Ýmis. Borgarleikhúsið,
litla svið, kl. 20.
9 Bensínstöðin Nemendaleik-
húsið. Lindarbœr kl. 20.
9 Stræti. Þessi sýning er gott
dæmi um það hve stílfærður og
stór leikur fer vel á sviði, segir
Lárus Ýmir í leikdómi. Þjóðleik-
húsið, Smiðaverkstœði, kl. 20.
9 Ríta gengur menntaveg-
inn. Fyrir þá leikhúsgesti sem
ekki eru að eltast við nýjungar
heldur gömlu góðu leikhús-
skemmtunina, skrifar Lárus Ýmir.
Þjóðleikliúsið, litla svið, kl. 20.30.
9 Ronja ræningjadóttir. Það
er mikill styrkur fyrir sýninguna
að svo snjöll leikkona sem Sig-
rún Edda Björnsdóttir getur leik-
ið hina tólf ára gömlu Ronju án
þess að maður hugsi mikið út í
aldursmuninn, segir Lárus Ýmir
Óskarsson í leikdómi. Borgarleik-
húsiðkl. 17.
■QSSH1ÍSS319I
• My Fair Lady. Stefán Bald-
ursson leikstjóri hefur skilið
nauðsyn góðrar útfærslu vel og
kostar miklu til. Úrvalsfólk er á
hverjum pósti undir styrkri stjórn
Stefáns, segir Lárus Ýmir Óskars-
son í leikdómi. Þjóðleikhúsið kl.
20.
9 Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíða-
verkstœði, kl. 20.
9 Útlendingurinn. Leikfélag
Akureyrarkl. 20.30.
• Húsvörðurinn. Pé-leikhópur-.
inn frumsýnir eitt þekktasta verk
Harolds Pinter. Leikstjóri er Andr-
és Sigurvinsson. Hlutverk eru i
höndum Róberts Arnfinnssonar,
Arnars Jónssonar og Hjalta
Röngvaidssonar. (slenska óperan
ki. 20.30.
9 Dýrin í Hálsaskógi Hlut-
verkaskipan er að því leyti sér-
kennileg að Mikki refur hefði
komist tvöfaldur fyrir inni í Lilla
klifurmús, svo vitnað sér í leik-
dóm Lárusar Ýmis Óskarssonar.
Þjóðleikhúsið kl. 14 og 17.
9 Drög að svínasteik Þjóð-
leikhúsið, Smiðaverkstœði, kl.
20.30.
9 Ríta gengur menntaveg-
inn. Þjóðleikhúsið, litla svið, ki.
20.30.
9 Blóðbræður. Leikfélag
Reykjavikur sýnir söngleik Willys
Russel. Verkið segir frá ólíkum ör-
lögum tvíbura sem eru skildir að
við fæðingu. Leikstjóri er Halldór
E. Laxness. Tvíburana leika þeir
Felix Bergsson og Magnús Jóns-
son. Borgarleikhúsið kl. 20.
• Vanja frændi. Vanja geldur
samflotsins við Platanov, að því
er fram kemur í leikdómi Lárusar
Ýmis. Borgarleikhúsið, litla svið,
kl. 20.
9 Ronja ræningjadóttir Borg-
arleikhúsið kl. 14.
9 Blóðbræður. Borgarleikhúsið
kl. 20.
9 Vanja frændi. Borgarleikhús-
ið, litla svið, kl. 20.
9 Bensínstöðin Nemendaleik-
húsið. Lindarbœrkl. 20.
9 Aurasálin. Halaleikhópurinn
sýnir gamanleik Moliéres. Aðal-
hlutverk er í höndum Ómars
Braga Walderhaug. Leikstjórar
eru Guðmundur Magnússon og
Þorsteinn Guðmundsson. Fé-
lagsmiðstöðin Árseli, Breiðholti,
kt. 15.
Hriplegt verk
ÖRN ÓLAFSSON
KÓRALFORSPIL HAFSINS
SKJALDBORG 1992
©
•••••••••••••••••••••
f þessu riti gerir Örn Ól-
afsson tilraun til að gefa
heildaryfirlit um mód-
ernisma í íslenskum bókmennt-
um. Hann leggur upp með heima-
smíðaða skilgreiningu á módern-
isma: módernískur er sá skáld-
skapur sem einkennist af órök-
legri framsetningu. Að mati Amar
koma bragarhættir og hugmyndir
þeirri skilgreiningu á engan hátt
við.
Þetta er einföld skilgreining
sem býður upp á einfaldar lausnir
og Örn Ólafsson kemst að niður-
stöðum sem hljóta að orka tví-
mælis, eins og þegar hann segir að
vafasamt sé að telja Vefarann
mikla til módernískra verka. Hið
sama segir hann um smásögur
Svövu Jakobsdóttur frá sjöunda
áratugnum. Unglinginn í skógin-
um segir hann ekki vera nógu
mótsagnakennt kvæði til að geta
talist til súrrealisma — og er hér
aðeins fátt talið af niðurstöðum
sem hljóta að vekja fúrðu.
Rit Arnar skiptist í tvo megin-
hluta. f þeim fyrri er fjallað um
Ijóð og í þeim seinni um lausa-
málsrit. örn túlkar ljóð og sögur
og samkvæmt áðurnefndri kenn-
ingu sinni metur hann hvort þar
megi finna módernísk einkenni.
Örn rekur einnig túlkanir annarra
fræðimanna á þeim verkum sem
hann tekur til umfjöllunar. Hann
fellur allt of oft í þá freistni að af-
greiða sjónarmið sem ekki falla að
hans eigin sem „fráleit" og „fjar-
stæð“.
í formála að riti eins og þessu
hefði legið beinast við að draga
saman umræður íslenskra fræði-
manna á síðustu árum um upphaf
módernisma hér á landi og mis-
munandi skilgreiningar á hugtak-
inu. Það er ekki gert. Hvergi er
getið um hið mikla rit Ástráðs Ey-
steinssonar The Concept of Mod-
ernism, eins og það hafi aldrei
verið skrifað. f túlkunum sínum á
einstökum verkum nefnir örn
reyndar greinar eftir Ástráð, Hall-
dór Guðmundsson og Matthías
Viðar Sæmundsson sem allir hafa
barist við skilgreiningar á mód-
ernisma, en viðhorf þessara ffæði-
manna eru ekki sett í samhengi
heldur annaðhvort notuð til að
staðfesta túlkanir Arnar eða til
þess eins að hafna niðurstöðum
þeirra á afundinn hátt.
í þessari bók mistekst að gefa
heillega og sannfærandi mynd af
þróun módernisma hér á landi.
Miklu veldur að sú skilgreining
sem lagt er upp með býður ekki
upp á sannfærandi niðurstöður,
en örn kolfellur á atriði sem
miklu varðar. Þetta má orða svo:
Meginókostur Arnar Ólafssonar
eru ekki skoðanir hans, sem
vissulega hljóta þó að orka tví-
mælis, heldur hitt hversu óbjörgu-
lega hann kemur þeim á ffamfæri.
Texti hans nálgast það allt of oft
að vera þvælukenndur, stundum
skortir beinlínis samhengi innan
málsgreinar. Fjölmörg dæmi
mætti neftia. Hér er eitt úr saman-
tekt höfundar: „Meira ber á and-
stæðum milli annarsvegar stíls
greinaskrifa og annarlegra líkinga
í lýsingum á sögusviði annarsveg-
ar, en hinsvegar skáldsagnahefðar
í samtölum.“ (279). Annað dæmi:
„Nú má sjálfsagt túlka þetta svo,
að undir yfirborðs-sundurleysi
búi það samhengi, að þetta loka-
erindi sýni meiningarleysi lífs og
dauða...“(30).
Þegar illa hugsaðri hugmynda-
ffæði er komið til skila í illa orð-
uðum setningum verður útkoman
ekki gæfuleg. Þetta verk hriplekur.
Kolbrún Bergþórsdóttir
„Meginókostur
Arnar Ólafssonar
eru ekki skoðanir
hans, sem vissulega
hljóta þó að orka
tvímœlis, heldur
hitt hversu óbjörgu-
lega hann kemur
þeim áframfœri. “
Bensínstöðin
NEMENDALEIKHÚSIÐ
HÖFUNDUR: GILDAS BOURDET
ÞÝÐING: FRIÐRIK RAFNSSON
LEIKSTJÓRI: ÞÓRHALLUR SIG-
^URÐSSON^
Oft hefur verið tekið til
þess á undanförnum ár-
um hvað sýningar í
Nemendaleikhúsinu séu ferskari
en það sem við sjáum alla jafna í
hinum svokölluðu stofnanaleik-
húsum. Ekki hefur reyndar verið
hægt að segja þetta um allar sýn-
ingar Nemendaleikhússins, en að
þessu sinni hefúr tekist verulega
vel til enda sýninst mér að afar
skynsamlegalega hafi verið staðið
að þessari sýningu.
Það gleymist vissulega oft að
geta þess að hjá „stóru“ leikhús-
unum fær maður sem betur fer
iðulega að sjá unnið af list og ná-
kvæmni, sem aldrei sést hjá nem-
endum, en það er önnur saga.
Bensínstöðin er skemmtilegt
leikrit og persónurnar litríkar,
þannig að hinir ungu leikarar
hafa úr góðum efnivið að moða.
Mér heyrðist þýðingin vera lipur
og hnökralaus. Leikmynd og
búningar var hvorttveggja vel
gert og þjónaði heildinni. En að-
alatriðið er þó að leikstjórnin var
markviss og hugmyndarík.
Reyndar á köflum þreinasta af-
bragð í seinnihluta sýningarinn-
ar. Eina sem mætti tína til sem
aðfmnslu er að erótískar tilfær-
ingar voru stundum fálmkennd-
ar.
Már finnst það satt að segja
aðalatriði að leiklistarnemendur
fái til liðs við sig vana leikstjóra
sem hafa góð tök á vinnunni með
leikaranum. Það er í anda þess að
um nemendaleikhús er að ræða,
sem er hluti leiklistarnámsins.
Nemendurnir ættu að kappkosta
að fá hjálp til að leika sem allra
best á sýningum sínum. Ekki síst
þar sem þetta er sá vettvangur
þar sem þau geta sýnt list sína áð-
ur en þau ganga berskjölduð út á
vinnumarkaðinn og fara að
keppa beint eða óbeint við félaga
sína lun hlutverkin í atvinnuleik-
húsunum. Þórhallur Sigurðsson
er alveg tilvalinn leikstjóri fyrir
svona hóp, hann hefur fyrir
löngu sannað hæfni sína til að ná
miklu út úr leikurum.
Hinir verðandi leikarar stóðu
sig vel allir sem einn og kæri ég
mig ekki um að tíunda einstök
afrek þeirra. Læt mér nægja að
mæla með þessari sýningu sem
einni af gleðistundum vetrarins í
reykvísku leikhúsi.
Lárus Ýmir Óskarsson
„En aðalatriðið er
þó að leikstjórnin
var markviss og
hugmyndarík.
Reyndar á köflum
hreinasta afbragð í
seinnihluta sýn-
ingarinnar. “