Pressan - 28.01.1993, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993
PRESSAN
Útgefandi
Ritstjóri
Ritstjórnarfulltrúi
Blað hf.
GunnarSmári Egilsson
SigurðurMár Jónsson
Hvers vegna ekki einstaka
lög um réttarbætur innan
um efnahagsaðgerðirnar?
í PRESSUNNI er í dag fjallað ítarlega um innheimtu
miskabóta sem fórnarlömbum nauðgara hafa verið dæmdar.
Þar kemur fram að fátítt er að þessar bætur innheimtist.
Einnig kemur ffam að lögmenn telja innheimtu slíkra bóta
nánast dauðadæmt mál, enda sýni reynslan að afbrotamenn-
irnir eru í fæstum tilfellum borgunarmenn fyrir þeim. Þeir
benda einnig á að 150 þúsund króna tryggingargjald, sem sá
sem krefst gjaldþrotaskipta þarf að reiða fram, komi í raun í
veg fyrir að hægt sé að ganga að þessum mönnum af ein-
hverri hörku.
I tillögum sem svokölluð nauðgunarnefnd skilaði af sér
árið 1989 segir um bótagreiðslur:
„Nauðsynlegt er að mati nefndarinnar að tryggja það með
einhverjum hætti, að brotaþoli/kona fái þær bætur, sem
dómstólar dæma henni. Sársaukaminnsta aðferðin fyrir
brotaþola er sú, að ríkið taki á sig að greiða slíkar bætur og
endurkrefja síðan dómþola. Sanngjarnt hlýtur að teljast, að
rfkið taki á sig þetta auka ómak og jafnframt áhættuna, ef
svo skyldi fara, að dómþoli reyndist ekki borgunarmaður
fyrir bótunum.“
Þessi tillaga nauðgunarnefndarinnar hefur legið í salti síð-
an 1989, eins og aðrar tillögur hennar til réttarbóta fyrir
fórnarlömb nauðgana. í umfjöllun PRESSUNNAR í dag
kemur fram að engar ráðagerðir eru uppi í dómsmálaráðu-
neytinu um að hrinda þeim í framkvæmd.
IPRESSUNNI í dag er einnig greint frá því að um 30 konur
hafa leitað á náðir kvennaathvarfsins vegna ofsókna manna
sem leggja þær í einelti, beita þær ofbeldi, njósna um þær og
hóta þeim. Þessi mál eru ákaflega erfið viðureignar þar sem
erfitt getur reynst að sanna athæfi mannanna.
í grein PRESSUNNAR er bent á að svokallað nálgunar-
bann gæti komið þessum konum til hjálpar. Það felst í því að
þeim sem grunaður er um að ofsækja konu er bannað að
nálgast hana. Það eru nokkur ár síðan kröfúr komu upp um
að stjórnvöld settu lög um slíkt nálgunarbann. Af því hefur
ekki orðið enn.
Sem kunnugt er hafa alþingismenn og ríkisstjórn verið
upptekin af því að deila um fjárlög og setja lög um efnahags-
aðgerðir marga undanfarna áratugi. Það er í sjálfú sér góðra
gjalda vert þótt fáir leggi enn trúnað á að þessum aðilum
takist að bæta afkomu almennings eða fýrirtækja með þess-
um aðgerðum sínum. En það er ekki ranglát krafa að Al-
þingi og ríkisstjórn beiti sér jafnframt fyrir réttarfarsbótum
sem öllum almenningi þykir sjálfsagt mál.
Ef miðað er við tímann sem þingmenn hafa hingað til eytt
í umræður um slík mál ætti það ekki að taka langan tíma.
Því miður er það svo að smæstu málin taka yfirleitt mestan
tíma frá þingmönnum en þeir eyða minna púðri í mál sem
sannarlega gætu bætt hag fólks og aðstöðu.
Það er því tillaga PRESSUNNAR að ríkisstjórnin beiti sér
fýrir lagasetningu sem gæti bætt hag fórnarlamba nauðgara
og hugsanlega gert líf þeirra kvenna sem búa við ofsóknir
bærilegt. Þótt ráðherrarnir geti ekki látið eins og þeir séu að
bjarga efnahagslífinu, þjóðarskútunni eða jafnvel heiminum
með shkum lagasetningum þá hefðu þær hugsanlega raun-
verulegri áhrif á líf þessara kvenna en margt af því sem þeir
hafa eytt tíma sínum í að undanförnu.
Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14-16, sími 64 30 80
Faxnúmen
Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90,auglýsingar643076
Eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjórn 64 30 85,
dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87.
Áskriftargjald
700 kr. á mánuðiefgreittermeöVISA/EURO/SAMKORT en750kr.á mánuöi annars.
PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu
BLAÐAMENN: Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson,
Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður,
Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson,
Sigrfður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L Tómasson.
PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Árni Páll Árnason, Guðrnundur Einarsson,
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick,
Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir,
Össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Ámason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson
popp, Hrafn Jökulsson, Jón Hallur Stefánsson og Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir,
Lárus Ýmir Óskarsson leiklist.
Teikningar; Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Ámason.
Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI
Mér skilst að það sé núna ein
helsta skemmtun óbreyttra í Al-
þýðuflokknum að óska leiðtogum
sínum til hamingju... með gengi
bróðurflokksins í Danmörku.
Viðbrögð þingmanna og ráðherra
eru víst misdapurleg, en mesta
sportið á að vera að hrósa Poul
Nyrup Rasmussen og félögum
uppí hástert og horfa á meðan fast
í augun á Jóni Sigurðssyni og bíða
eftir skylduræknu samsinni frá
þjóðhagsstjóranum sem Jón Bald-
vin gerði að viðskiptaráðherra
jafnaðarmanna.
Það er svo eitt af táknum tím-
anna að Poul Nyrup Rasmussen
sem nú hefur myndað ríkisstjórn
gegn íhaldinu í Danmörku, —
hann var spurður um það af
blaðamönnum hvort efnahags-
pólitík hans væri ekki ættuð beina
leið frá Clinton þeim sem um dag-
inn tók við í Hvita húsinu.
Bæði danski kratinn og sax-
ófónforsetinn bandaríski hafa
hafnað þeim kennisetningum í
efnahagsmálum og almennri pól-
itík sem settu öðru fremur svip á
síðasta áratug, og Alþýðuflokkur-
inn með öll sín tilbrigði af Jóni
Sigurðssyni stendur uppi með
pólitík sem nú er orðin gamaldags
vestanhafs og austan, — ekki bara
púkó heldur líka gagnslaus.
Að því leyti sem forysta Al-
þýðuflokksins var yfirhöfuð eitt-
hvað að meina með núverandi
stjómarsamstarfi þá var meining-
in sú að ráðast að ýmsum arfgeng-
um sjúkdómum í íslensku samfé-
lagi, dellumakeríi og sukki, með
því að brjóta niður þann þátt þess
sem þeim hefur virst bæði
ískyggilegastur og árennilegastur,
nefnilega ríkisvaldið og ítök þess.
Og á það fallast flestir að á fslandi
hafi hið opinbera — res publica
— verið ofnotað og misnotað, —
sérhagsmunaöfl og pólitíkusar
satt að segja hrakið rem publicam
islandicam, barið og svelt hvað
eftir annað, og auðvitað einkum
þær yfirstéttarmafíur sem telja sig
hafa hina eilífu prókúru fyrir
þennan vesalings aumingja.
Ráðagerð Alþýðuflokksins með
því að taka saman við Sjálfstæðis-
flokkinn — sem Jón Baldvin
kenndi einmitt við mexíkanskan
bófaflokk í upphafi samstarfs —
var að búa til einskonar bandalag
hrekkjusvínanna, og bæta úr göll-
um hins opinbera á Islandi með
því að minnka það einsog verða
mætti, koma verkefnum þess
burt, setja ábyrgð þess á markað-
inn, brjóta niður tiltrú sem það
hefur notið. Svona svipað og að
bregðast við viðkvæmu vand-
ræðabami með því að leggja það í
einelti.
Fyrirmynd Alþýðufloklcsforyst-
unnar er auðfundin á áratugnum
sem var, sú hugmyndafræði í
enskumælandi ríkjum báðumegin
Atlantshafs sem nú er að hníga til
viðar og gerir ráð fyrir því að res
publica sé alstaðar til óþurftar. En
kannski hafa þeir meðvitað og
ómeðvitað horft eftir fyrirmynd-
um í Austur- Evrópu. Þar hafa
menn nýverið lagt af misheppnað
ríkismódel sem gerði ráð fyrir
einskonar alríki sem allt átti að
annast og var í upphafi sínu afurð
bjartsýnnar tæknihyggju 19. ald-
armanna en snerist í martröð á
hinni 20. Og víðast í Austur-Evr-
ópu, einna skýrast í Póllandi og
Tékkó, hafa stjórnendur brugðið á
einmitt það ráð að brjóta fullkom-
lega niður gamla apparatið og
taka stefnuna 180 gráður á amer-
íska drauminn um ríkið sem eins-
konar hóldinkompaní utanum
þjóðfána og Iögreglustöð.
Einhvernveginn hefur íslenska
Alþýðuflokknum gleymst það í
hamagangnum að íslenska ríkis-
gerðin hefur þrátt fyrir allt verið af
þriðju gerðinni við hliðina á al-
ríkinu og ó-ríkinu, nefnilega sam-
rtkið, sem einmitt vestræn jafnað-
arstefna hefur fyrr og síðar átt
mestan þátt í að byggja. Hér hefur
aldrei verið kommúnismi, annar
en sá mannlegi frumkommún-
ismi sem hófst með hreppakerf-
inu í Grágás og enn stendur með
blóma í ýmissi samhjálp utankerf-
is og innan, og rennur fagurlega
samanvið hugmyndir jafnaðar-
manna um velferðarsamfélag.
Efst á dagskrá jafnaðarmanna
„Hér hefur aldrei
verið kommúnismi,
annar en sá mann-
legi frumkommún-
ismi sem hófst með
hreppakerfinu í Grá-
gás og rennurfagur-
lega samanvið hug-
myndir jafnaðar-
manna.“
og framfarasinna á núna að vera
að endurbæta þessa skástu hug-
mynd um gangvirki hins opin-
bera, og ekki að Ieggja ríkið í rúst
með sighvösku brauki og bramli.
Það er þetta sem nýir stefnukúrsar
hjá Clinton og hjá Rasmussen
ganga út á, bæði í velferðarmálum
og efhahagsmálum, og það er at-
hyglisvert að hvorugur þeirra hef-
ur sérstaka trú á aðstoð íhalds-
flokka við þetta verkefhi.
Forystumenn krata kunna að
láta blekkjast af könnunum sem
sýna að Alþýðuflokkurinn hagn-
ast í svip á fylgisflótta frá Sjálf-
stæðisflokknum. Og þeir sem enn
eru með fullu pólitísku viti í Al-
þýðuflokknum kunna að halda í
vonina um að mannabreytingar á
miðju ári, þær sem tilkynning Jó-
hannesar Nordals boðar, kunni að
bæta ásýnd ríkisstjórnarinnar og
möguleika flokksins. Getur meira
að segja verið að flokknum takist
að sparka sjálfum Jóni Sigurðssyni
uppávið.
En með vitlaust forrit í kollin-
um komast menn til lengdar ekk-
ert annað en í strand.
Höfundut et islenskufræðingut.
FJÖLMIÐLAR
Hvers vegna þaga aðrirfjölmiðlar um Mikson-málið?
fm li m0 I M í ad
úpíft*ÍKtjpti
Eins og margsinnis hefur verið
bent á ÍPRESSUNNI er ekki
hœgt að líta á Miksoti-málið
sem einkamál gamals manns.
í raun gildir einu hversu gam-
all hann er, hversu vel okkur er
við börnin hans eða hvort
hann var lyftistöngfyrir
íslenskan körfubolta. Þetta mál
jjallar um íslensk stjórnvöld og
með hvaða hœtti þau hafa
brugðist við stríðsglæpamönn-
um ogfórnarlömbum þeirra;
bœði í dag og einsfyrir hálfri
öld. “
Það er margt sem ég skil ekki
— og eitt af því tengist Mikson-
málinu.
Frá því ég man eftir mér hafa
íslenskir fjölmiðlar verið ötulir
við að færa heim fféttir erlendra
blaða um ísland og íslensk mál-
efni. Stundum er nóg að hag-
ffæðiritið The Economist geti Is-
lands í framhjáhlaupi í saman-
burði sínum á skuldastöðu ríkja,
verðbólgu eða tekjum. Einnig ef
eittlivert austurrískt blað minnist
á Kristján Jóhannsson. Eða ef
einhver útlendur fjölmiðill minn-
ist á Island í sambandi við ál eða
ef breskur blaðamaður fer á fyll-
erí í miðbæ Reykjavíkur og skrif-
arumþaðgrein.
Allt er þetta gott og blessað og í
raun ómissandi. Minnimáttar-
kenndin ristir svo djúpt í þjóðar-
sál okkar fslendinga að við erum
ffiðlausir ef við heyrum ekki um
álit útlendinga á okkur. Við vilj-
um vita hvernig við komum al-
menningi í öðrum löndum fyrir
sjónir. Það yljar okkur ef ein-
hverjum þykir Geysir fallegur
hver eða Kristján Jóhannsson eða
Björk Guðmundsdóttir hafa góða
rödd. Eins hryggir það okkur ef
útlendingar bera það út að við
kunnum ekki að fara með vín eða
að við kunnum hvorki á vest-
ræna hagffæði né höfum skilning
á grundvallarmannréttindum.
Fréttir af fréttum útlendra fjöl-
miðla af íslandi og íslendingum
eru því ekki aðeins skemmtilegar.
Þær eru okkur lífsnauðsyn.
Þess vegna skil ég ekki hvers
vegna PRESSAN er eini íslenski
fjölmiðillinn sem hefur fyrir því
að færa heim fréttir frá fsrael,
Danmörku og Eistlandi af Mik-
son-málinu. Ef til vill eru aðrir
fjölmiðlar búnir að svipta Mikson
íslenska ríkisborgararéttinum og
telja því fréttir af málum hans
ekki eiga neitt erindi hingað upp.
Það er þó ekki fullgild ástæða, því
fréttir í þessum löndum snúast
að stóru leyti um samvisku ís-
lensku þjóðarinnar. Inn í þær
hafa blandast ljótar sögur af með-
ferð íslenskra stjómvalda á land-
flótta gyðingum fyrir síðasta
stríð. Einnig hafa núverandi
stjórnvöld verið harðlega gagn-
rýnd fyrir ffamgang sinn í Mik-
son-málinu.
Eins og margsinnis hefur verið
bent á í PRESSUNNI er því ekki
hægt að líta á Mikson-málið sem
einkamál gamals manns. í raun
gildir einu hversu gamall hann er,
hversu vel okkur er við börnin
hans eða hvort hann var lyfti-
stöng fyrir íslenskan körfubolta.
Þetta mál fjallar um íslensk
stjórnvöld og með hvaða hætti
þau hafa brugðist við stríðs-
glæpamönnum og fórnarlömb-
um þeirra; bæði í dag og eins fyr-
ir hálffi öld.
Mér er þess vegna ómögulegt
að skilja hvers vegna aðrir fjöl-
miðlar hafa kosið að taka á þessu
máli eins og það sé tuð í einhverj-
um sérvitringi úti í heimi. Hugs-
anlega er það vegna tepruskapar;
að þeir veigri sér við að fjalla um
mál sem einhverjum kunna að
vera óþægileg. Hugsanlega er það
vegna misskilins þjóðemisremb-
ings; að útlendingar eigi ekki að
vera að skipta sér af þessu ffekar
en hvalveiðum. En það skiptir
engu hversu mikið maður veltir
þessu fyrir sér. Það verður á eng-
an hátt skiljanlegra.
Gunnar Smári Egilsson